Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 43
FALLEG, vel skipulögð, vistvæn og
menningarleg höfuðborg hefur líka
sterk tilfinningaleg áhrif. Við erum
stolt af borginni okkar, sem er sam-
eign þjóðarinnar. Þar eru Alþingi,
stjórnsýslu- og flestar menningar-
og menntastofnanir. Við höfum því
öll sterk tengsl við höfuðborgina og
viljum veg hennar sem mestan. Ný-
afstaðin menningarhátíð borgarinn-
ar gaf okkur innsýn í þá fjölskrúð-
ugu flóru hins mikla mannauðs,
listsköpunar og menningar, sem
hundruð manna gáfu okkur tækifæri
á að njóta. Það er gaman að vera Ís-
lendingur á slíkri hátíð og reyndar
verður maður rígmontinn í nærveru
erlendra ferðamanna að lýsa því sem
fyrir augun ber.
En hvernig leit miðborgin og nær-
liggjandi götur út síðla síðla nætur,
glerbrot og rusl á nánast hverjum
fermetra. Þeir sem árla morguns sáu
borgina sína í þessu niðurlægða
ástandi voru tilfinningalega sárir,
aðrir dómharðir og vildu alfarið
skrifa ósómann á ungmenni nætur-
innar. Sá sem þetta ritar ætlar ekki
að gera tilraun til að draga neinn
sérstakan til ábyrgðar, enda engin
einhæf skýring á vandamálinu, sem
m.a. á rætur að rekja til stjórnleysis í
viðtækri merkingu, er tekur til fram-
kvæmda viðkomandi stjórnsýslu-
stofnana, foreldraábyrgðar og virð-
ingarleysis fyrir umhverfinu. Við
erum ekki að upplifa svona um-
gengni aðeins í þetta skipti, áratug-
um saman hefur borgin okkar verið
eins og ruslastía eftir helgar og
útihátíðir, einkanlega eftir verslun-
armannahelgar, þegar hún er eins og
eftir mannskaðaveður. Hvað getum
við gert? Ljóst er að þetta vand-
ræða- og reyndar hættulega ástand
verður ekki bætt nema til komi rót-
tækar aðgerðir, sem ríkisstjórnin og
Alþingi verða að koma að ásamt lög-
gæslunni, borgaryfirvöldum og við-
komandi sveitarstjórnum.
Við getum ekki lengur horft að-
gerðalaus á að drukkið fólk kasti
flöskum í götur og veggi, sem veldur
mikilli slysahættu, og kasti hvers
konar rusli frá sér, án þess að neinar
haldbærar aðgerðir séu viðhafðar til
að koma í veg fyrir slíka verknaði.
Það er ekki aðeins kostnaðurinn og
eyðileggingin sem þessu fylgir held-
ur tillits- og virðingarleysið og sú
neikvæða tilfinning, sem slíkir ger-
endur tileinka sér. Með fullri virð-
ingu fyrir uppeldi foreldra, fræðslu í
skólum og aðgerðum lögreglunnar
varðandi þessi vandamál bendir fátt
til að við náum fram breyttu hug-
arfari gerenda í þessum efnum.
Þessi mál þarf að setja í forgang
og leggja fram tillögur til úrbóta.
Þessi umgengni er þjóðarskömm og
við verðum að taka á vandanum, ekki
aðeins okkar sjálfra vegna, heldur
líka þeirra ásýndar og álits, sem við
viljum njóta hjá erlendum ferða-
mönnum. Í þessu sambandi vil ég
nefna tvær tillögur til útbóta, sem
sumum kann að finnast nokkuð rót-
tækar. Viðurlög við að brjóta flösku
að yfirlögðu ráði utan sem innanhúss
á almannafæri séu a.m.k. 10–15 þús-
und krónur. Lögreglan geti kvatt sér
til aðstoðar hæfa menn til aðstoðar
við að hafa uppi á brotamönnum,
skrá nöfn þeirra og staðfesta brotið.
Einnig aðstoði eigendur eða rekstr-
arhafar veitingahúsa lögregluna við
uppljóstrun slíkra brota.
Um innheimtu slíkra sekta gildi
almenn ákvæði þar að lútandi. Þá
kæmi einnig sterklega til álita að
notuð væru einungis plastglös á
bjórstofum og næturklúbbum til að
draga úr hættu á glerbrotum á al-
mannafæri, en slíkt er vel þekkt, t.d.
í Bandaríkjunum, með góðum ár-
angri. Margt fleira mætti tilgreina til
úrbóta, en þessar hugmyndir eru vel
þess virði að skoða vel, en að sjálf-
sögðu þarf að gera viðeigandi laga-
breytingar.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fyrrv. deildarstj.
Menningarborg?
Frá Kristjáni Péturssyni:
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir
Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu
Innritun í síma 561 5620
frá kl. 15.00–18.00.
Íbúar í Grafarvogi
og nágrenni
ATHUGIÐ:
Kennt verður
í Hamraskóla.
Kennsla hefst
um miðjan september
Allir aldurshópar frá 4ra ára
Laugavegi 101, sími 552 8222.
Philips 930A árgerð 1930
Lauflétt hausttilboð
20%
afsláttur af öllu
Kaupum, seljum og tökum í umboðssölu
ný búð
Pakkhús
Skipholti 17a, sími 551 9188
Antik
Mörkinni 6, sími 588 5518
Stórútsala
Opið virka
daga kl. 9-18.
Laugardaga
kl. 10-15
Regnkápur - Stuttkápur - Vindjakkar
- Úlpur - Hattar - Húfur
Kanínuskinn kr. 2.900
Allt á 50% afslætti
Síðustu dagar
Helga
Jóakimsdóttir
BAKVERKINN BURT!
Ný nálgun.
Hópnámskeið í Alexandertækni:
4 vikur / 10 skipti / 6-8 manns í hóp.
Einnig: Einkatímar.
Hóptímar í Chi Kung.
Upplýsingar og tímapantanir
í síma 552 1851
Helga Jóakimsdóttir,
Alexandertæknikennari.
Ísrael - Palestína
Framtíð og friðarhorfur
-
Ráðstefna í safnaðarheimili Grensáskirkju
4. september kl. 16.00–19.00
Ástand og horfur
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra:
Friðarhorfur og framtíðarsýn.
Karl Sigurbjörnsson biskup: Heljarslóð í landinu helga.
Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur:
Íslam í pólitískum ógöngum.
Svala Jónsdóttir, fjölmiðlafræðingur og fulltrúi H.k. á
mannréttindavakt í Palestínu: Harðlínustefnur í Ísrael.
Kaffihlé
Myndin af átökunum
Aðalsteinn Þorvaldsson, guðfræðingur og fulltrúi H.k.
á mannréttindavakt í Palestínu.
Óli Týnes fréttamaður.
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, formaður mannréttindanefndar
Lútherska heimssambandsins.
Ómar Kristjánsson, framkvæmdastjóri.
Eftir hvert innlegg er gert ráð fyrir
fyrirspurnum frá ráðstefnugestum.
Fundarstjóri er Einar Karl Haraldsson
stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar.
Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin.
Hjálparstarf kirkjunnar
ÚTSÖLULOK
Enn meiri afsláttur
Snorrabraut 38, sími 562 4362