Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 27 MIKIL undirbúnings-vinna hefur farið framvegna áforma um lagn-ingu nýs sæstrengs milli Íslands, Færeyja og Skotlands. Áætlanir um fjármögnun og legu strengsins milli landanna hafa þó tekið verulegum breytingum á und- anförnum misserum og ekki liggur endanlega fyrir hvernig þetta viða- mikla verkefni verður fjármagnað. Allt að einu stendur óhaggað það markmið, sem sett var í upphafi, að strengurinn verði kominn í notkun um áramótin 2003/2004, skv. upplýs- ingum Landssímans. Um verulega fjárfestingu verður að ræða en skv. nýjustu áætlunum er gert ráð fyrir að verkefnið muni kosta á bilinu 5-6 milljarða kr., að sögn Jóns Birgis Jónssonar, ráðu- neytisstjóra í samgönguráðuneyt- inu. Eldri áætlanir gerðu raunar ráð fyrir mun meiri kostnaði eða 6,5 til 7 milljörðum. Unnið hefur verið af auknum krafti að undirbúningi verkefnisins á seinustu mánuðum skv. upplýsing- um Morgunblaðsins og er talið ljóst að sú alvarlega bilun sem varð í Can- tat3 sæstrengnum í seinustu viku muni ýta enn frekar á að verkinu verði hraðað. Síðari hluta botnrannsókna vegna legu strengsins er að ljúka og ef allt gengur að óskum er að því stefnt að byrjað verði að leggja strenginn næsta sumar og að verkinu verði lokið í lok næsta árs. Horfið hefur verið frá fyrri hugmyndum um að strengurinn verði lagður frá Íslandi til Færeyja og þaðan til Hjaltlands- eyja. Er nú gengið út frá að sæ- strengurinn verði lagður út frá Seyðisfirði beint til Skotlands og sérstakur strengur svo lagður inn til Færeyja, skv. upplýsingum Berg- þórs Halldórssonar, framkvæmda- stjóra fjarskiptasviðs Símans. ,,Verkið er raunverulega komið af stað fyrir löngu,“ segir Bergþór. ,,Við ætluðum upphaflega að gera þetta í tveimur áföngum og vera búnir að leggja kaflann til Færeyja en svo var þessu breytt og ákveðið að taka þetta í einu lagi,“ segir hann en leggur áherslu á að upphaflegar áætlanir um lok verksins standi. Meginmarkmiðið með lagningu nýs sæstrengs er að auka öryggi fjarskiptaumferðar til annarra landa þar sem strengurinn verður tiltæk varaleið ef bilun verður í Cantat3-sæstrengnum. Verkefnið gengur undir vinnuheitinu Farice, og er stefnt að því að stofnað verði undirbúningsfélag um lagningu og rekstur sæstrengsins á næstu vik- um. Að verkefninu standa Síminn, færeyska símafélagið Föroya Tele, samgönguráðuneytið og allar líkur eru taldar á að önnur fjarskiptafyr- irtæki hér á landi, m.a. Íslandssími og TAL, verði þátttakendur í vænt- anlegu undirbúningsfélagi. Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Símans, hefur Sím- inn þegar varið a.m.k. 150 milljónum kr. til þessa verkefnis vegna rann- sókna og annars undirbúnings. Talið ógerlegt að fjármagna af rekstri símafélaganna Fjarskiptatengsl við útlönd hafa farið um Cantat3 sæstrenginn frá árinu 1994. Heildarflutningsgeta hans er 2.500 Mb/s til hvorrar áttar. Íslendingar og Færeyingar hófu fyrst viðræður um samstarf við lagningu nýs sæstrengs milli Ís- lands, Færeyja og Skotlands fyrir þremur árum. Sömdu félögin um það í upphafi árs 2000 að kosta sam- eiginlega frumhönnun og rannsókn- ir á leiðinni milli Íslands og Fær- eyja. Í minnisblaði sem samgönguráð- herra lagði fram á fundi ríkisstjórn- arinnar í júní á síðasta ári kom fram að eftir því sem undirbúningi verks- ins hafi miðað áfram hafi komið bet- ur í ljós að nær ógerlegt væri að fjármagna þessa framkvæmd sem hluta af almennum rekstri Símans og Föroya Tele. Til þess sé kostn- aðurinn of mikill. Þátttaka olíufé- laga og yfirvalda á Hjaltlandseyjum kunni að lækka þennan kostnað um a.m.k. 500 milljónir og allt að einum milljarði. Síminn hafi engar forsend- ur til að skuldsetja sig í þeim mæli sem þyrfti til að leggja strenginn á þessum forsendum. Þar sagði einnig að stefnt væri að endanlegum ákvörðunum fyrir lok síðasta árs en sá fyrirvari þó hafður að enn lægi ekki fyrir hvort verk- efnið næði þeirri arðsemi að fást muni viðunandi fjármögnun. Var þess vænst að endanlegar áætlanir um það lægju fyrir síðla hausts 2001. ,,Takist þá að tryggja framgang verkefnisins er við það miðað að öll- um samningum verði lokið á fyrri- hluta árs 2002, framleiðsla strengs- ins geti þá hafist síðsumars og lagning í maí 2003,“ sagði á minn- isblaðinu. Botnrannsóknum á leiðinni milli Íslands og Færeyja var lokið á þess- um tíma og voru ýmsir fjárfesting- arkostir ræddir. Var verkefnafjár- mögnun talin besti kosturinn til að fjármagna verkefnið. Leitað var til- boða í verkefnafjármögnun og varð Íslandsbanki fyrir valinu. Heildar- kostnaður verkefnisins var á þess- um tíma áætlaður 6,5 til 7 milljarðar og var við það miðað að sem flestir þátttakendur á íslenskum fjar- skiptamarkaði kæmu að verkefninu. Seint á síðasta ári var hins vegar fallið frá áætlunum um verkefna- fjármögnun í samstarfi við Íslands- banka og ákveðið að leita tilboða skv. nýjum hugmyndum í athugun á hagkvæmni lagningar sæstrengs- ins, gerð viðskiptaáætlana og fjár- mögnun. Fór út- boðið fram í janúar sl. Erlendur Magn- ússon, forstöðu- maður fyrirtækja- sviðs Íslandsbanka, segir að búið hafi verið að semja um öll efnisatriði málsins. ,,Við gerðum tilboð vorið 2001 og var komið á samkomulag sem átti eftir að hljóta samþykki stjórnar Landssímans, svo það gæti komist á samningur. Það dróst, meðal annars vegna þess að félagið var að fara í einkavæðingu og í mörg horn var að líta. Síðan urðu miklar breytingar hjá félaginu þegar ríkis- stjórnin ákvað að fresta sölu þess og skipti urðu á forstjórastóli. Af ein- hverjum ástæðum kaus félagið að brjóta þetta verk upp á nýtt, sem ég held reyndar að hafi verið óráðlegt. Þeir vildu fara aðrar leiðir og horfa á þetta frá öðru sjónarhorni. Við gerð- um tilboð í það niðurbrot, þó að við teldum að það væri ekki eins vænleg leið til árangurs,“ segir hann. ,,Þegar ljóst varð að þetta væri ekki fýsilegt án þátttöku ríkisins fór málið í annan farveg,“ segir Jón Birgir er hann er spurður um ástæð- ur þess að horfið var frá hugmynd- um sem lágu til grundvallar sam- starfinu við Íslandsbanka. Hann segir að ákveðið hafi verið að leita tilboða í viðskiptaáætlun vegna Fa- rice-verkefnisins. Auk Íslandsbanka buðu þrjú fyrirtæki í verkið og var ákveðið að ganga til samninga við PricewaterhouseCoopers. Að sögn Jóns Birgis er gert ráð fyrir að nið- urstaða PwC muni liggja fyrir innan fjögurra til átta vikna. Samþykkt var á ríkisstjórnar- fundi 2. júlí sl. að veita samgöngu- ráðherra heimild til að undirbúa þátttöku ríkisins í undirbúnings- félagi að lagningu sæstrengsins. Stefnt skyldi að því að ríkið legði fram allt að 9 milljóna króna hlutafé í undirbúningsfélaginu. Hlutur Landssímans í félaginu yrði 50%, hlutur Föroya Tele 20%. ,,Þar með yrði hlutur ríkisins 30%,“ eins og sagði í frétt af samþykkt ríkisstjórn- arinnar. Jón Birgir segist gera ráð fyrir að undirbúningsfélag verði stofnað innan skamms. Hann segir að rætt hafi verið við öll fjarskipta- fyrirtækin um að koma að þessu verkefni og menn séu mjög jákvæð- ir. Kveðst hann gera ráð fyrir að fjarskiptafyrirtæki hér á landi verði ,,að meira eða minna leyti þátttak- endur í verkefninu“. Segir mikilvægt að fjarskipta- félögin fái aðild að stjórn Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir að fyrirtækið hafi verið upplýst um gang sæstrengs- málsins á undanförnum mánuðum og að stefnt væri að þátttöku allra fjarskiptafélaganna í verkefninu. Það hafi því komið mönnum á óvart þegar greint var frá því fyrir nokkr- um mánuðum að Landssíminn, Föroya Tele og stjórnvöld yrðu að- ilar að félaginu en annarra fjar- skiptafélaga var ekki getið. Olli það nokkurri óánægju. Þær hugmyndir sem nú hafi verið ræddar byggist þó á þátttöku fjarskiptafyrirtækjanna í fyrirhuguðu undirbúningsfélagi og hann segir það grunvallaratriði að samstaða verði um það. Óskar segir ljóst að um verulega fjárfrekt verkefni sé að ræða og hafa stjórnendur Íslandssíma enn ekki séð neinar viðskiptaáætlanar eða fengið upplýsingar um hver þátt- taka stjórnvalda verður í verkefn- inu, en hann segir mikilvægt að fá það á hreint. Óskar leggur einnig áherslu á að ef fjarskiptafyrirtækin verði með, þá verði að búa þannig um hnúta að þau fái aðild að stjórn félagsins, þannig að þau verði ekki háð meirihlutavaldi Landssímans um málefni Farice. ,,Það hafa farið fram miklar og já- kvæðar viðræður við Færeyinga,“ segir Jón Birgir Jónsson. ,,Hefur náðst samkomulag um að þeir muni eiga 25% og sjá um fjármögnun að 20% hluta en Íslendingar munu sjá um 80% og þar verða Landssíminn og íslenska ríkið stærstu aðilarnir en aðrir koma vonandi að þessu líka. Stofnað verður hlutafélag og síðan verður tekið lán með ábyrgð að hluta til hjá ríkinu,“ segir Jón Birg- ir. Að sögn Bergþórs Halldórssonar er einnig búið að ganga frá samn- ingum við Skota um hvar kapallinn verður lagður á land í Skotlandi og eru í gangi viðræður um áframhald- andi lögn hans til byggðar í Skot- landi. Er hugmyndin sú að væntan- legt rekstrarfélag muni annast rekstur strengsins sem leið liggur frá Reykjavík til Edinborgar, að sögn hans. Olíufélögin hafa misst áhuga á þátttöku í verkefninu Á sínum tíma var leitað samninga við fyrirtæki í olíuiðnaðinum um þátttöku í Farice-verkefninu, þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir að lega strengsins yrði um olíuvinnslusvæði austur af Færeyjum og til Hjalt- landseyja. Að sögn Bergþórs Hall- dórssonar sýna olíufélögin þessu ekki áhuga í dag. ,,Fjarskiptaiðnaðurinn er ekki eini iðnaðurinn sem hefur átt í vand- ræðum heldur virðist olíuiðnaðurinn vera í peningavandræðum og það breyttist gjörsamlega í þeim hljóðið þegar verð á fyrirtækjum fór að síga á mörkuðum. Þeir voru mjög áhuga- samir og voru tilbúnir að koma inn með fjármagn þegar við vorum að ræða þetta á sínum tíma, en það hljóð breyttist. Hugsanlega verður þó gengið frá þessu með þeim hætti að þeir geti komið inn í þetta síðar,“ segir hann. Stefnt er að stofnun undirbúningsfélags um Farice-sæstrenginn á næstu vikum Hlutafélag um reksturinn frá Íslandi til Edinborgar                  '()) '(*             ! " # $# %  + ,#-.# /0  -# 1   2"-"  2 1.  - -#3 .0+ Undirbúningur vegna lagningar nýs sæstrengs milli Íslands, Færeyja og Skotlands er í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að hlutafélag um lagningu og rekstur strengsins verði stofnað innan nokkurra vikna. Í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að gert sé ráð fyrir að þetta 5–6 milljarða verkefni verði m.a. fjármagnað með ábyrgð ríkisins. Leið strengsins verði frá Seyðisfirði til Skotlands fyrir.“ efðu líka aðstoðin anlegrar ér ýmsir m þunga í land- erði úr atvinnu- ki í þró- á fram- æri á að undvelli gju viður- efði far- mhverf- din árið mörgum nngjarnt si vinna ð undir fði verið nga um rð væru menn á tjáð sig nú eigi að þess su komi ri heldur r á Ríó- rt hvað rferðar- sagði að erfisráð- mikið að ði bent á ar aðrar halda sig dsneyti. r hópur fortíðar- kar fólk rammi á og ég tel töluleg ga orku, kki ætla etningin m í aug- eðlilegar r sig má sér ekki kmiði þá ,“ sagði Reuters gær. u l- m TILRAUNASTÖÐ Háskóla Ís- lands í meinafræði á Keldum mun taka þátt í samvinnuverkefni rannsóknastofnana í fimm Evr- ópulöndum (Bretlandi, Frakk- landi, Íslandi, Ítalíu og Spáni) sem miðar að því að reyna nýjar að- ferðir til að þróa bóluefni gegn mæði og visnu í sauðfé. Evrópusambandið hefur veitt styrk til þriggja ára til að standa straum af kostnaði vegna þessara tilrauna og nemur hlutur Til- raunastöðvarinnar alls um 17 milljónum króna, segir í frétt frá Keldum. Veiran sem veldur visnu og mæði í sauðfé er af flokki lenti- veira en þekktustu veirur af þeim flokki eru þær sem valda eyðni eða alnæmi í mönnum. Visnuveir- an er sú þeirra sem fyrst tókst að rækta og skilgreina en það var gert á Keldum 1957 undir forystu Björns Sigurðssonar. Á rann- sóknum sínum og samstarfsmanna sinna byggði Björn kenningar sín- ar um sérstakan flokk sýkinga, hæggengar veirusýkingar. Ger- breyttu þær hugmyndum manna um ýmsa sjúkdóma og er enn til þeirra vitnað í fræðiritum og kennslubókum. Nafnið lentiveirur vísar til kenninga Björns því lat- neska orðið lentus merkir hægur. Þó að Björn Sigurðsson hafi fallið frá fyrir aldur fram árið 1959 hefur rannsóknum á mæði- og visnuveirum verið haldið áfram óslitið á Keldum fram á þennan dag enda þótt mæði og visnu hafi verið útrýmt úr sauðfé hérlendis með niðurskurði og fjár- skiptum. Er það reyndar nánast einsdæmi í heiminum að tekist hafi að hreinsa heilt land af lenti- veirusýkingu. Þrátt fyrir umfangsmiklar til- raunir víða um heim hefur reynst mjög erfitt að þróa virk bóluefni gegn lentiveirusýkingum dýra og manna. Þörfin fyrir slík bóluefni er þó brýn og ber þar hæst vand- ann sem steðjar að mörgum þró- unarlöndum vegna hins mikla eyð- nifaraldurs. Bólusetningartilraunir á mönnum eru vandkvæðum bundnar tækni- lega og siðferðilega. Menn vonast því til að dýratilraunir geti gefið vísbendingar um vænlegustu leið- ir til að framkalla verndandi ónæmi gegn eyðniveirum manna sem jafnframt geti dugað gegn lentiveirum dýra en mæði er víða vandamál í sauðfé erlendis. Í því Evrópusamvinnuverkefni sem Tilraunastöðin mun nú taka þátt verða reyndar nýjar leiðir í bólusetningu gegn mæði. Frum- bólusetning verður gerð með erfðaefni veirunnar (svokölluð DNA-bólusetning) til þess að beina svarinu inn á braut frumu- bundins ónæmis en síðan verður bólusetningin áréttuð með pró- teinum mæðiveiru sem tjáð verða í endurraðaðri meinlausri adenóveiru. Jafnframt verður reynt að örva slímhúðarónæmi sérstaklega enda sýkir veiran um slímhúðir. Að lokum verða bólu- settu kindurnar sýktar með mein- virkri mæðiveiru til þess að kanna hvort bólusetningin veitir vörn. Umsjón með þessu verkefni á Keldum hafa þau Guðmundur Pét- ursson, Sigurbjörg Þorsteins- dóttir og Valgerður Andrésdóttir. Evrópusambandsstyrk- ur til mæði- og visnu- rannsókna á Keldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.