Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Rott- erdam kemur og fer í dag. Agpa og Akraberg fara í dag. Bro Atland, Heimatland, Trinket, Dettifoss, Helgafell og Ophelia koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Taurus og Venus komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofur og leirkera- smíði, kl. 13 vinnustofa. Vetrarsarfið er að hefj- ast, skráning stendur yfir í eftirtalin námskeið: leikfimi, postulínsmáln- ing, myndmennt, enska og jóg ef næg þátttaka fæst. Skráning og upp- lýsingar í afgreiðslu, verslunarferð verður miðvikudaginn 4. sept. Farið frá Aflagranda kl. 10 sími 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9 bað- þjónusta, kl. 9.30 dans, kl. 9.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 13.30 frjáls spilamennska. Púttvöll- urinn opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30, böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 almenn handavinna, kl. 9–17 fóta- aðgerð, kl. 9–12 tré- skurður, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist, hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánu- daga, Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Mánudagar: kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10. 15 leikfimi. Haustferð Kvenfélags Garðabæjar í Heiðmörk verður 4. sept. kl. 13.30. Skráning í síma 564 2115, 896 0908, og 896 2150. Fótaaðgerðarstofan, sími 899 4223. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids og saumur 13.30 . Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Á morgun línudans kl. 11 pílukast kl 13.30. Orlofs- ferð að Höfðabrekku 10– 13 sept., nokkur herbergi laus, hafið samband við Hraunsel. Glerskurður, skráning hafin í Hraun- seli. Biljardstofan opin virka daga kl. 13.30–16, skráið ykkur í tíma í Hraunseli síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi – blöðin og mat- ur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Þriðjudagur: Skák hefst að nýju að loknu sumarleyfi kl. 13. Miðvikudagur: Göngu- hrólfar ganga frá frá Hlemmi kl. 9.45. Línu- danskennsla kl. 19.15. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Opið húsið hjá Félagi eldri borgara laugardag- inn 7. september kl. 14– 16 í Ásgarði. Kynning á starfi og markmiði fé- lagsins. Réttarferð í Þverárrétt 15. sept- ember. Leiðsögumaður Sigurður Kristinsson. Einnig verður komið í Reykholt og að Deild- artunguhver. Brottför frá Ásgarði kl. 12. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, m.a. tré- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 12.40 Bón- usferð, kl. 13.15 bókabíll. Gerðuberg, félagsstarf. Frá 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. þrívídd- armyndir eftir hádegi, umsjón Kristín Hjalta- dóttir, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 boccia. Myndlistarsýning Huga Jóhannessonar stendur yfir. Veitingar í Kaffi Bergi. Föstudaginn 6. sept. dansleikur, hljóm- sveit Hjördísar Geirs. Grettir Björnsson og Ragnar Páll sjá um góða stemningu. Allir vel- komnir. Allar uppl. um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðju- dagsganga. Kynning á starfsemi í félagsheim- ilinu Gjábakka sept. til des. verður fimmtudag- inn 5. sept. kl. 14. Þar munu FEBK, Hana-nú og ýmsir áhuga- mannahópar kynna sína starfsemi, auk þess sem skráning og kynning á fyrirhuguðum nám- skeiðum fer þar fram. Allir velkomnir. Kaffi og heimabakað meðlæti á boðstólum. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Árleg hand- verkssýning á munum sem unnir hafa verið af þátttakendum hjá Fé- lagsþjónustunni í Hvassaleiti verður haldin um næstu helgi dagana 8. og 9. september kl. 14– 17. Kynning á fé- lagsstarfinu fyrir næsta vetur fer fram á sama tíma. Kaffiveitingar. Hraunbær 105. Kl. 9 postlínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 13 mynd- list og hárgreiðsla. Háteigskirkja, eldri borgarar á morgun, mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Leirnámskeið hefst 5. september, skráning hjá Birnu í s. 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 handavinna, kl. 13 spilamennska. Tví- menningur í brids og frjáls spilamennska kl.13–16.30. Miðvikudag- inn 18. september kl 13– 16 byrjar fyrsti tréskurð- artími vetrarins, skrán- ing hafin. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir, leikfimi almenn, kl. 13 handmennt – al- mennt, mósaik. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. Itc deildin Irpa fundur í kvöld kl. 20 í félagsheim- ili sjálfstæðimanna í Grafarvogi, Hverafold. 5. Allir velkomnir. Uppl. í s.588 6648. ITC-deildin Fífa, Kópa- vogi, fundur á morgun kl. 20.15–22.15 í safn- aðarheimili Hjallakirkju. Allir velkomnir. Uppl. í s. 699 4147. Heilkenni Sjögrens fundur eftir sumarfrí kl. 20 miðvikudaginn 4. sept. á Kaffi Mílanó, Faxafeni. Minningarkort Hrafnkelssjóður (stofnað 1931) minningarkort af- greidd í símum 863-6611 og 565-6611. Minningarkort Minning- arsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Íslands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filipp- usdóttur, s. 557-3333 og Sigurlaugu Halldórs- dóttur, s. 552-2526. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Net- fang: slysavarnafelag- id@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvennadeild- ar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykja- víkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Í dag er þriðjudagur 3. september, 246. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En sá sem uppfræðist í orðinu, veiti þeim, sem uppfræðir, hlut- deild með sér í öllum gæðum. (Gal. 6, 6.) Víkverji skrifar... VÍKVERJI er veiðimaður og hef-ur mikla ánægju af því að ganga til rjúpna og sitja fyrir gæsum og öndum. Hann uppgötvaði alveg nýja hlið á veiðunum eftir að hann fékk sér hund til veiðanna og hefur ekki tapað frá sér fugli síðan hundurinn komst í gagnið. Víkverji telur sig mun betur í stakk búinn til að veiða gæsir upp um fjöll og heiðar að kvöldlagi á haustin eftir að hundurinn kom til sögunnar, þar sem ekki er óalgengt að fuglar týnist eftir að hafa verið skotnir í ljósaskiptunum. Þar kemur hundur- inn sannarlega að góðum notum þar sem hann notar nefið en ekki augun til að finna fuglana í dimmunni. Vík- verja finnst það slæm tilhugsun að hundlausir veiðimenn séu að skilja eftir særða eða dauða fugla hér og þar um heiðar og móa. Víkverji hefur hins vegar velt því því fyrir sér undanfarna daga hvers vegna Rjúpnavinir og bændur ýmsir virðast hafa horn í síðu veiðimanna sem nota hunda við fuglaveiðar. Rjúpnavinir sendu frá sér yfirlýsingu um verndun rjúpnastofnsins og töldu innflutning á veiðihundum til rjúpna- veiða eina af helstu ástæðum þess að rjúpunni hefur fækkað undanfarin ár. Eftir því sem Víkverji kemst næst er þetta fullkomin fáfræði og vanþekk- ing á því hvernig veiðar á rjúpu með hundum fara fram. Iðulega virðist einnig sem þekkingin risti ekki dýpra en svo að tveimur óskyldum tegund- um hunda er ruglað saman, hundum sem benda á rjúpuna og hundum sem sækja fugla eftir að búið er að skjóta þá. Rjúpnaveiðar með góðum bendi eru íþrótt þar sem samvinna manns og hunds er aðalatriðið en magn veið- anna er aukaatriði. Veiðiferðin er eins konar uppskeruhátíð þar sem undan- gengin þjálfun hundsins til margra mánaða og ára skilar sér í góðri sam- vinnu. x x x HIÐ sama á við um veiðar meðsækjandi veiðihundum sem gegna því hlutverki að leita uppi og skila fallinni bráð í hendi veiðimanns- ins. Víkverji hefur vissu fyrir því að sums staðar erlendis eru fuglaveiðar án hunda bannaðar, þar sem ekki þykir mannúðlegt að skjóta bráð í skógum og kjarri án þess að hafa hund til að finna hana. Þetta á t.d. við um Danmörku þar sem enginn fær leyfi til að fara á veiðar nema hundur sé með í förinni. Víkverja finnst að hið sama ætti að gilda hér á Íslandi um veiðar á öndum og gæsum að haust- og vetrarlagi, því ekki er nóg með að birtan sé lítil heldur eru veiðarnar oft- ast stundaðar við sjó og vötn þar sem veiðimaðurinn hefur engin tök á að sækja fallna bráð ef enginn er hund- urinn. Einn kunningi Víkverja fékk sér hund eftir að hann var nærri króknaður úr kulda við að vaða upp undir hendur út í sjó í janúar eftir önd. x x x HÉR uppi er hins vegar hópurmanna sem virðist líta á veiði- hunda sem rándýr hin verstu og þeirri hugmynd hefur verið gefið und- ir fótinn að hundarnir stuðli að ofveiði og miskunnarlausu fugladrápi. Að ekki sé talað um ótta íslenskra bænda við að veiðihundar fari að ólmast í sauðfé um leið og komið er inn á af- réttarlöndin. Bændunum er auðvitað vorkunn þar sem þeir hafa aldrei séð neina aðra hegðun til hunda en gjamm og fíflalæti í kringum sauðfé. Það telst til sögulegra undantekninga ef tekst að þjálfa upp nothæfan smalahund í íslenskri sveit. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 glóra, 4 hrósum, 7 lífið, 8 ilmur, 9 kraftur, 11 ræf- il, 13 sargi, 14 rándýr, 15 útflenntur, 17 skaði, 20 bókstafur, 22 setur, 23 æsir, 24 þekkja, 25 getur gert. LÓÐRÉTT: 1 skarpskyggn, 2 þaust, 3 fífls, 4 skraf, 5 dregur úr, 6 op, 10 jurtin, 12 veggur, 13 blóm, 15 óhreinskilin, 16 spilið, 18 land í Asíu, 19 líkamshlutar, 20 áreita, 21 læra. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skapgóður, 8 fótur, 9 uggur, 10 ann, 11 mærin, 13 nýrað, 15 glans, 18 banar, 21 tel, 22 garfa, 23 aumum, 24 skaprauna. Lóðrétt: 2 kætir, 3 peran, 4 ókunn, 5 urgur, 6 æfum, 7 bráð, 12 inn, 14 ýsa, 15 gagn, 16 afrek, 17 stamp, 18 blaka, 19 náman, 20 römm. K r o s s g á t a Fallegt í Bláa lóninu MIG langar að hrósa að- standendum Bláa lónsins fyrir hvað umgjörð þess er orðin glæsileg. Ég var þar í lok júlí og hafði ekki komið þangað lengi og finnst í alla staði frábært að vera þar. Hildur Egilsdóttir. Fartölvur og smáa letrið BARNABARN mitt fékk sér á dögunum fartölvu fyr- ir nám sitt í Menntaskólan- um í Kópavogi. Hún keypti tölvu sem var auglýst á 150 þúsund, en þurfti síðan að kaupa ýmsa disklinga og fá aðrar stillingar til að tölvan félli að kerfinu í MK. Þá var heildarverðið komið upp í um 180 þúsund. Svona aug- lýsingar eru villandi því einnig þarf að taka fram verð á nauðsynlegustu fylgihlutum. Amma í vesturbænum. Hróflið ekki við flakinu EINS og kunnugt er fannst flugvélarflak skammt und- an Kársnesi á dögunum. Mig langar að fara þess á leit við hlutaðeigandi að flakið verði ekki flutt eða við því hróflað á annan hátt. Þarna er nefnilega kominn sannkallaður happafengur fyrir áhugamenn um köfun á Íslandi. Köfurum þykir sérlega áhugavert að skoða flök sem þessi, og er flakið þar að auki steinsnar frá borginni og á frekar litlu dýpi sem fólk með grunn- réttindi í köfun má kafa niður að. Þarna er í raun fundinn fjársjóður fyrir köfunaríþróttina á Íslandi, og gæti eflaust orðið þarna mjög vinsæll köfunarstað- ur. Góðborgari. Fyrirspurn ÁHORFANDI vildi koma þeirri fyrirspurn á fram- færi hvort Stöð 2 gæti ekki sýnt þáttinn Afleggjarar með Þorsteini J. fyrr á kvöldin. Að ráðast á garðinn… EINS og alþjóð veit stóð til að loka deild fyrir heilabil- aða á Landakoti fyrir stuttu. Að vísu var hætt við þá lokun en það virðist vera að þegar þurfi að spara eða draga saman sé alltaf ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, þ.e. á eldri borg- ara, öryrkja og sjúklinga. Starfsstúlka. Að lenda á flækingi MÉR brá þegar ég heyrði um lokun sem átti að fram- kvæma nýlega á deild fyrir heilabilaða sjúklinga, að setja ætti þá tvist og bast. Þetta er ekkert grín og get ég ekki hugsað mér að þegar ég þarf inn á stofnun að lenda í svona flækingi, þá er nú betra að sofna svefninum langa. Það hlýtur að vera til önnur leið til sparnaðar en að koma svona fram við aldraða. Ein 81 árs. Tillaga til ríkisstjórnarinnar VEGNA málsins um eldri borgara á Landakoti datt mér til hugar ráð til sparn- aðar: Það ætti að sameina öll sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu og hafa einn sýslumann í Kópavogi og svo mætti segja upp 30 þingmönnum og forseta Ís- lands. Óli. Tapað/fundið Regnhlíf í óskilum REGNHLÍF fannst í Hóla- hverfi. Upplýsingar í síma 557 4265. Innpakkaður stól- kollur týndist Á LEIÐ í vinnu nýlega vildi ekki betur til en svo að skottlokið á bílnum mínum opnaðist og út rann einn innpakkaður stólkollur frá Ikea, sem ég var að kaupa fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá. Þetta uppgötvað- ist við ljósin á Hringbraut við Hofsvallagötu, en þá var ég búin að keyra frá Grandavegi. Ef einhver skilvís hefur nú séð og hirt upp pakkann þá vinsam- lega hafið samband við Ein- ar Svein í síma 533 2222. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MIG langar að óska Orku- veitu Reykjavíkur til ham- ingju fyrir frábæra flug- eldasýningu sem haldin var síðastliðna Menning- arnótt. Mér sem og öllum öðr- um á bryggjunni fannst þetta hafa tekist mjög vel. Þvílík sýning og þvílík lita- dýrð. Ég vona að næst þegar á að halda flug- eldasýningu fái Orkuveita Reykjavíkur að taka þátt, því satt best að segja fannst mér þetta gríð- arlega flott flugeldasýn- ing. Ég vil koma þessu á framfæri því það er svindl að auglýsa flugeldasýn- ingu og draga mannfjölda á einn stað og síðan þegar flugeldasýningin hefst er hún fljótlega búin. En í til- vikinu sl. Menningarnótt átti það sér ekki stað held- ur stóð Orkuveita Reykja- víkur sig með prýði. Einn mjög ánægður!!! Frábær flugeldasýning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.