Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 17 Dagskrá ráðstefnunnar: Navision Ísland ehf. I Lynghálsi 9 I 110 Reykjavík I s. 580 9272 I www.navision.is I info@navision.is Navision á Íslandi býður til ráðstefnu þann 5. september í sal 1 og 2 í Smárabíói. Heiðursgestur er Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Auk hans munu ýmsir áhugaverðir fyrirlesarar úr viðskiptalífinu ásamt gestum frá höfuðstöðvum Navision í Danmörku segja frá því sem er að gerast í upplýsingatæknimálum og í atvinnulífinu almennt. Að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar og góða skemmtun. Smelltu á www.navision.is og skráðu þig á ráðstefnuna, eða hringdu í síma 580 9272. Skráningargjald er 3.500 kr. á mann. Skráningu lýkur þann 3. september. Nánari upplýsingar er að finna á www.navision.is. Hvað er að gerast og hver er framtíðin í upplýsingatækni og atvinnulífinu? 13:00-13:10 13:10-13:30 13:30-14:10 14:10-14:30 14:30-14:50 14:50-15:10 15:10-15:30 15:40-16:20 16:20-16:40 16:40-16:50 16:50-17:10 17:10-17:30 15:40-16:20 16:20-16:40 16:40-16:50 16:50-17:10 17:10-17:30 17:30 Katrín Olga Jóhannesdóttir Haraldur Örn Ólafsson Søren Fink-Jensen Þórólfur Árnason Vilmar Pétursson Halldór Þórarinsson Christian Pedersen Guðlaugur Magnússon Kristinn Eiríksson Daði Jóhannesson Marianne Pors Andreasen Ásgeir Ásgeirsson Ragnar Guðgeirsson Kristján Þór Árnason framkvæmdastjóri Navision Ísland ehf. lögfræðingur og pólfari Microsoft Business Solutions, EMEA forstjóri Tals hf. stjórnendaþjálfari hjá IMG hf. framkvæmdastjóri hjá Bakkavör Group hf. Director Attain Product Group, Microsoft Business Solutions sölu- og markaðsstj. Halló-Frjáls fjarskipti framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Baugs hf. vörustjóri Microsoft Navision Attain Business Development Manager, Microsoft Business Solutions framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Marel hf. ráðgjafi KPMG Ráðgjöf ehf. vörustjóri Microsoft Navision Axapta Ráðstefnan sett Þrautseigja og markmið Navision: The Way to Grow Fimm plúsa prófið: Vinnur þú hjá góðu fyrirtæki og hvernig getur þú bætt það? Kaffihlé Sérfræðingurinn sem ráðgjafi Back to the future Navision Financials og Attain Markaðssetning, sala og þjónusta Stutt hlé Logistics Upplýsingatækni í rekstri íslenskra fyrirtækja Navision Axapta Val á kerfi, innleiðing og þróun Stutt hlé HRM Upplýsingatækni í rekstri íslenskra fyrirtækja Léttar veitingar ALMENNT - SALUR 1 Skipt í sali. Ráðstefnugestir velja annaðhvort sal 1 eða sal 2 NAVISION FINANCIALS OG ATTAIN - SALUR 1 NAVISION AXAPTA - SALUR 2 Navision varð hluti af Microsoft Business Solutions þann 11. júlí 2002 PLASTPRENT var rekið með 83 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins en tapaði 88 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Bætt af- koma stafar fyrst og fremst af við- snúningi fjármagnsliða vegna styrk- ingar íslensku krónunnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Rekstrartekjur Plastprents hf. á fyrri hluta ársins 2002 námu 630,7 milljónum króna. Rekstrargjöld án afskrifta voru 546,2 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjámagnsliði (EBITDA) var 84,5 milljónir króna en nam 71,5 milljónum króna á sama tímabili á fyrra ári. Fjármagnsliðir voru já- kvæðir um 52,2 milljónir króna sem eru 176,3 milljóna króna umskipti frá fyrra ári þegar fjármagnsliðir voru neikvæðir um 124,1 milljón króna. Breytingin skýrist nær eingöngu af því að í ár er gengishagnaður 68,2 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra varð 113,0 milljóna króna geng- istap. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 96,5 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var 97,0 milljóna króna tap. Niðurfærsla á kröfu á AKO/ Plastos hf. að upphæð 13,8 milljónir króna er færð meðal óreglulegra gjalda og er hagnaður tímabilsins því 83 milljónir króna. Plastprent beitir verðleiðrétting- um í reikningsskilum sínum. Ef reikningsskilin hefðu ekki verið verð- leiðrétt hefði hagnaður tíambilsins orðið 8,4 milljónum króna lægri og eigið fé 11,5 milljónum króna lægra. Heildareignir Plastprents 30. júní 2002 voru 1.218 milljónir króna og hafa þær rýrnað um 72 milljónir króna frá áramótum. Skuldir lækk- uðu hins vegar um 157 milljónir króna frá áramótum, og námu þær 1.001,6 milljónum króna 30. júní 2002. Veltu- fjárhlutfall 30. júní 2002 var 1,05 en var 0,82 í árslok 2001. Eigið fé félags- ins 30. júní 2002 var 216,5 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 18% en í árslok 2001 var það 10%. Hreint veltufé fé frá rekstri nam 51,2 milljónum króna á tímabilinu nam 25,2 milljónum króna á sama tímabili á fyrra ári. Plastprent með 83 milljónir króna í hagnað fyrstu 6 mánuði ársins TAP samstæðu Stáltaks hf. á fyrri helmingi ársins 2002 nam um 41 milljón króna. Á sama tímabili í fyrra var tapið um 167 milljónir. Árshlutareikningur samstæð- unnar inniheldur árshlutareikn- inga Stáltaks hf. og dótturfélag- anna Slippstöðvarinnar ehf. og Kælismiðjunnar Frosts ehf. Dótturfélögin voru rekin með 9 milljóna króna tapi á tímabilinu sem samkvæmt tilkynningu fé- lagsins þýðir að 12 milljóna króna hagnaður hafi orðið af starfsemi þeirra á öðrum árs- fjórðungi. Nauðasamningur móður- félagsins var staðfestur af Hér- aðsdómi Reykjavíkur í apríl 2002. Kröfur að fjárhæð 91 milljón falla niður skv. nauða- samningnum. Í ársreikningi 2001 voru tekjufærðar 80 millj- ónir vegna þessa og til lækkunar á skuldum. Hlutafé var fært nið- ur í apríl um 52 milljónir og síð- an hefur skuldum að fjárhæð 84 milljónir verið breytt í hlutafé. Hlutafé félagsins eftir þetta er um 169 milljónir. Í tilkynningu Stáltaks segir að rekstur félags- ins á fyrri helmingi ársins sé nokkuð undir áætlunum og sé því gert ráð fyrir tapi af rekstri samstæðunnar á árinu 2002. Velta samstæðunnar á fyrri helmingi þessa árs var um 512 milljónir króna. Fastafjármunir nema í lok tímabils um 338 millj- ónum og veltufjármunir um 337 milljónum. Eignir eru samtals um 675 milljónir. Skuldir og skuldbindingar nema um 578 milljónum og eigið fé í lok tíma- bilsins er um 134 milljónir. Tap Stáltaks hf. minnkar milli ára ÁHUGI breskra foreldra á nýrri staðsetningartækni íslenska fyrir- tækisins TrackWell Software hefur orðið breskum fjölmiðlum að um- fjöllunarefni. Umfjöllunin er í takt við þjóðfélagsumræðu í Bretlandi um mikilvægi þess að foreldrar geti fylgst vel með börnum sínum. Bresk- ir fjölmiðlar tóku málið upp í lok júlí og hefur umfjöllunin aukist talsvert síðan. Fjallað hefur verið um Track- Well í blöðunum The Guardian og The Times, á útvarpsstöð BBC og á sjónvarpsstöðinni BBC South, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þjónustan sem áhugi almennings beinist helst að kallast „My Child Tracker“ og felst í því að hægt er að staðsetja farsíma innan ákveðinna svæða. Farsímaeigendur skrá síma sína á heimasíðu viðkomandi far- símafyrirtækis og geta aðilar, sem farsímaeigandinn velur sérstaklega, átt þess kost að fylgjast með ferðum hans. Með því að senda SMS-skila- boð til farsímaeigandans fær send- andi aftur boð um staðsetninguna í formi SMS-skilaboða. Er þá gjarnan miðað við einhver ákveðin kennileiti eða sýndur hringur á korti. Þá verð- ur einnig hægt að finna staðsetningu farsímanna á Netinu. Að sama skapi munu vinahópar í Bretlandi geta nýtt sér svipaða þjónustu sem heitir „Radar“ og er nú í boði hjá Lands- símanum. „Áhugi breskra farsímafyrirtækja hefur verið mikill og verður þjónust- an að öllum líkindum í boði þegar um eða uppúr næstu áramótum. Þá munu íslenskir notendur geta fært sér þjónustu TrackWell í nyt á næsta ári,“ að því er segir í fréttatilkynn- ingu. TrackWell Software var stofnað árið 1996 og hefur m.a. þróað hug- búnað fyrir Landssímann, Land- helgisgæsluna, Radiolinja í Finn- landi og Norður-Atlantshafs- fiskveiðinefndina (NEAFC). Fylgst með börnum í gegnum síma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.