Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 23 Ítalíuferðir Heimsferða hafa notið ótrúlegra vinsælda í allt sumar, og uppselt í allar ferðir til Verona og Rimini. Nú bjóðum við síðustu sætin í haust til þess heillandi lands, þar sem þú getur notið einstakrar veðurblíðu, náttúrufegurðar Rimini, Feneyja, Verona eða Gardavatns og heillandi menningar þessarar listfengu þjóðar þar sem þú finnur það besta í menningu, tísku, matargerð og listum. Beint flug á alla áfangastaði Heimsferða þar sem þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra okkar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ítalíuveisla Heimsferða í haust frá kr. 29.965 Verð frá 29.965 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 5. og 12. sept. í viku. Stökktu tilboð. Almennt verð kr. 31.390. Verð frá 39.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, 5. og 12. sept. í viku. Stökktutilboð með sköttum. Almennt verð kr. 41.950. Rimini Vinsælasti sumarleyfisstaður Ítalíu. Stórfalleg ströndin teygir sig kílómetrum saman eftir Adríahafinu og hér bjóða Heimsferðir úrvalsgistingu í hjarta bæjarins. Örstutt til smáríkisins San Remo, og dagsferð til Feneyja er eitthvað sem enginn ætti að missa af. Bologna Stórkostleg borg í hjarta Ítalíu, þaðan sem mörg frægustu afrek Ítala á sviði matargerðarlistar koma frá. Hér getur þú valið um flugsæti eingöngu, eða flug og bíl ef þú vilt fara á flakk, en héðan er örstutt til Toscana, Feneyja eða Flórens. 5. sept. 12. sept. 19. sept. 5. sept. 12. sept. 19. sept. Verð frá 27.265 m.v. hjón með 2 börn, 2 – 11 ára, 5. sept. Flusæti með sköttum. Almennt verð kr. 28.625. Verð frá 57.150 M.v. 2 í herbergi. Hotel Maxim, 5 nætur með morgunverð, m.v. 2 í herbergi. Flug, hótel, skattar. Almennt verð kr. 60.007. Verona Borgin sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Yfir 2 þúsund Íslendingar hafa farið með Heimsferðum til Verona í sumar og skoðað þessa fegurstu borg norður-Ítalíu. Hér kynnist þú Arenunni, einu frægasta hringleikahúsi heimsins, skoðar svalir Júlíu, gengur um aldagömul stræti þessarar heillandi borgar sem iðar af menningu og mannlífi nætur og daga, eða ferðast til Gardavatns, einnar fegurstu náttúruperlu heimsins. 5. sept. – 16 sæti 12. sept. – uppselt 19. sept. – uppselt 26. sept. – 29 sæti Verð frá 29.950 Flugsæti til Bologna, m.v. hjón með 2 börn. Almennt verð kr. 31.450. Bílaleigubíll í 3 daga - kr. 13.100 Opel Corsa – ótakmarkað kílómetragjald. GALLERÍ Skuggi sýnir nú tvær aðskildar sýningar, ljósmyndasýning Berglindar Björnsdóttur er á jarð- hæð og í kjallara hefur listakonan Holly Hughes sett upp ljósmyndir og texta um starf sitt. Berglind Björnsdóttir lærði ljós- myndun við Arizona State University School of Art, útskrifaðist þaðan 1994 og hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum og haldið tvær einkasýn- ingar síðan. Hér sýnir hún 14 ljós- myndir undir sameiginlegum titli, Trufluð tilvera. Orðið truflað er hér líklega notað í merkingunni að trufla eitthvað, eiga við það, breyta því á einhvern hátt, frekar en í merking- unni klikkað. Berglind sækir í heim leikfangaframleiðslu, hún hefur kom- ið smáleikföngum fyrir í umhverfi þar sem þau eiga ekki heima, mestmegnis úti í náttúrunni. Flestir sem umgang- ast börn kannast þó eflaust við að sjá t.d. Vidda kúreka úti í grasi og Strumpa á flækingi svo þessi sýn kemur ekki mjög mikið á óvart. Berg- lind myndar Strump, Vidda kúreka, Pétur Pan, bleika risaeðlu, litla kusu með vængi o.fl. Verkin bera öll titla sem eru ótrúlega nálægt því sem sjá má á myndunum, til dæmis Tarsan í trjánum, Flugkýr lendir á trjátoppi og Viddi er sannur kúreki og bæta titlarnir því litlu við. Myndirnar eru fallegar og vel unnar, best heppnuð fannst mér myndin af Pétri Pan, með haustliti í bakgrunni. Berglind heldur hér af stað með einfalda og ágæta hugmynd. En það er spurning hvort ekki hefði mátt vinna frekar úr henni, nú er eins og staðar hafi verið numið við útgangs- punktinn og því skilja myndirnar heldur lítið eftir sig. Ýmsir listamenn hafa unnið með leikfangaheiminn og ber þar kannski hæst ameríska listamanninn Mike Kelley, sem veltir fyrir sér ýmsum hliðum hans, m.a. sálfræðilegum. Leikföng fela í sér ríkan heim og tengsl þeirra við daglegt líf eru sterk. Leikfangaframleiðendur senda margs konar skilaboð til bæði barna og fullorðinna með vörum sínum, ekki síst hinir amerísku sem eiga marga fulltrúa á sýningu Berglindar. Efni- viðurinn býður upp á ótal möguleika og forvitnilegt hvort Berglind heldur áfram á þessari braut. Í kjallara Skugga hefur bandaríska listakonan Holly Hughes sett upp ljósmyndir og texta sem segja frá starfi hennar hérlendis og erlendis. Árum saman hefur Holly verið á ferðalagi, fyrst á hjóli og síðan á segl- skútu um víða veröld. Fyrir um það bil ári heillaðist hún svo af hinu smáa en fjölþjóðlega samfélagi Ísafjarðar- bæjar að hún settist þar að, til lengri eða skemmri tíma. Holly er listamað- ur sem hefur það að markmiði að efla sköpunargáfu okkar og opna augu okkar fyrir jákvæðum þáttum í um- hverfinu. Hún hefur unnið í Banda- ríkjunum, Mexíkó og fleiri löndum. Myndir af starfi hennar hér á landi hafa birst öðru hvoru í dagblöðum síð- astliðið ár. Í samstarfi við skólabörn og aðra bæjarbúa hefur hún unnið veggskúlptúr úr rusli í Sandgerði, málað veggmynd á Ísafirði, bakað kökuskúlptúr á Flateyri og gert lif- andi skúlptúr af Lagarfljótsorminum á Egilsstöðum. Í flestum tilfellum reynir hún að nota rusl, plast og því- umlíkt sem uppistöðu í verk sín. Hún vinnur helst með íbúum lítilla staða, með það að markmiði að byggja upp jákvæða sýn þeirra á umhverfi sitt, sér í lagi í þeim tilfellum þegar byggð er kannski að flosna upp en það er ekki bara hér á Íslandi sem lítil pláss geta átt erfitt uppdráttar. Holly vinn- ur einnig með kennurum á framhalds- skólastigi og einbeitir sér þá að því að nota list sem skapandi þátt í kennslu. Þannig vann hún til dæmis verkefni um stríð í samstarfi við nemendur og kennara í Menntaskólanum á Ísafirði. Á sýningunni eru líka ljósmyndir sem Holly hefur tekið á ferðum sínum um landið, hún hefur næmt auga fyrir umhverfinu og leikur sér að því að finna form í klettum og steinum en það er leikur sem við þekkjum öll. Það er líka forvitnilegt að skoða myndir af verkum hennar sem eru litrík og vel unnin og kemur á óvart hversu fallega hluti er hægt að vinna úr rusli þegar hæfileikarík manneskja á í hlut. Von- andi verða fleiri bæjarfélög á landinu til þess að fá hana til samstarfs við sig, hún lífgar upp á íslenskan hversdag- inn. Sýningar Berglindar og Holly fara ágætlega saman í galleríinu. Þó markmið þeirra og útkoma séu ólík er efniviður þeirra beggja daglegt um- hverfi okkar og hvernig við sjáum það. Holly Hughes sýnir m.a. ljósmyndir sem hún hefur tekið á ferðum sínum um Ísland. Að breyta heiminum Frá sýningu Berglindar Björnsdóttur í Galleríi Skugga. MYNDLIST Gallerí Skuggi Til 8. september. Opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13–18. LJÓSMYNDIR OG BLÖNDUÐ TÆKNI, BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR, HOLLY HUGHES Ragna Sigurðardóttir VERK þeirra Arnfinns Amazeen og Bryndísar Erlu Hjálmarsdóttir í litla galleríinu Undir stiganum í gall- erí i8 er örugglega með betri verkum sem þar hefur verið sýnt. Ástæðan er í fyrsta lagi sú að parinu tekst að nýta þetta krefjandi rými einkar skemmtilega auk þess sem verkið sjálft er áhugaverð blanda af létt- vægri, grallaralegri gamansemi og skilaboðum með alvarlegum undir- tón. Verkið heitir „Við erum í svo miklu jafnvægi“ og er innsetning gerð með ljósmynd og spegli. Ljós- myndin sýnir þau Arnfinn og Bryn- dísi hangandi á slá og undir þeim er eldhaf sem bíður eftir að gleypa þau þegar þau missa takið. Miðað við svipinn á parinu eru þau hæstánægð með aðstæður sínar og brosið á Arnfinni hefur yfir sér eitt- hvert djöfullegt yfirbragð, sem fær mann til að ímynda sér að eldhafið séu logar helvítis og þau séu íbúar í neðra. Listamennirnir tveir hafa áður sýnt saman og hljóta því að þekkjast nokkuð vel. Til dæmis áttu þau bæði verk á sýningu í Slunkaríki á Ísafirði nýlega. Þar sýndi Bryndís verkið „Niðursetning“ þar sem lifandi gull- fiskum var komið fyrir ofaní gólfinu. Á sama hátt má segja að þetta verk í i8 sé niðursetning og nú er spurning hvort framhald verður á notkun þessarar framsetningaraðferðar. Með frasanum „Við erum í svo miklu jafnvægi“ tengja þau verkið við íslenskan veruleika. Klisjukennt orðalagið gæti verið vitnisburður fólks sem náð hefði árangri á sjálfs- hjálparnámskeiði. Á myndinni virðast þau Arnfinnur og Bryndís vera í fullkomnu jafn- vægi þrátt fyrir aðsteðjandi hættu og skilaboðin eru þá þau að maður á ekki að láta óvæntar aðstæður koma sér úr jafnvægi; það er leið til út úr öllum ógöngum. Að lokum er rétt að minnast á hlut sýningarstjórans Dorothée Mariu í framkvæmdinni en það var hún sem fékk listamennina til þess að taka höndum saman og vinna verk fyrir rýmið. Niðurstaðan er vel heppnuð sýning og sannar það að myndlist- armenn geta gert margt gott þegar þeir sameina krafta sína. Erum í svo miklu jafnvægi MYNDLIST Innsetning Arnfinnur Amazeen og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13–17. Til 6. september. GALLERÍ i8 Arnfinnur og Bryndís hanga undir stiganum í i8. Þóroddur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.