Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HAFINN er innflutningur og sala
hér á landi á Vita Biosa-fæðubót-
arefni, sem er blanda af krydd-
jurtum og öðrum plöntum. Efnið,
sem framleitt er í Danmörku, hef-
ur verið mjólkursýru-
gerjað með sérstak-
lega samsettri
örverurækt sem í eru
mjólkursýrubakteríur
eða mjólkursýrugerlar
og gersveppir. Við
gerjunina myndast
mjólkursýra með lágu
sýrustigi, sem kemur í
veg fyrir að skaðlegar
bakteríur geti fjölgað
sér í tilbúinni vöru,
segir í fréttatilkynn-
ingu frá innflytjend-
um. Það er hið ný-
stofnaða fyrirtæki
Lífskraftur ehf. sem
stendur að innflutn-
ingnum, en fyrirtækið
er í eigu hjónanna
Hildar Stefánsdóttur
og Guðjóns M. Jóns-
sonar.
Að sögn þeirra Hildar og Guð-
jóns mun fyrirtækið starfa í sam-
vinnu við tengd fyrirtæki á Norð-
urlöndunum sem hafa sömu
markmið að leiðarljósi. „Við erum
að bjóða fram vörur, sem eru lífs-
uppbyggjandi og án allra eitur-
efna, bæði fyrir fólk, garðyrkju og
annan landbúnað. Þessar vörur
eru árangur 20 ára rannsóknar-
starfs. Vörurnar eru nú notaðar í
yfir 100 löndum og hafa þær m.a.
fengið viðurkenningu til notkunar í
lífrænni ræktun í landbúnaði í
Danmörku.
Biosa-vörur hafa nú verið not-
aðar í dönskum landbúnaði í átta
ár og hjá þeim bændum, sem til-
einkað hafa sér vörurnar, er
reynslan einstök. Afkoma þeirra
hefur stórbatnað á sama tíma og
þeir eru að framleiða heilsusam-
legri vörur.“
Fyrir fólk ber örveru-heilsu-
drykkinn Vita Biosa hvað hæst, en
hann er mjólkursýru-
gerjaður jurtadrykk-
ur, sem kemur jafn-
vægi á þarma og
meltingarkerfið sem
og almennu jafnvægi
á líkamann í heild
sinni, að sögn Hildar
og Guðjóns, sem bæta
því við að í jurta-
blöndunni sé m.a. að
finna anísjurt, basil-
íkum, grikkjasmára,
dill, eini, fenniku, ylli,
engifer, hvönn, kerfil,
lakkrísrót, oreganó,
piparmintu, stein-
selju, kamillu, rósm-
arín, salvíu, brenni-
netlu og timían.
„Allar jurtirnar og
plöntuhlutarnir hafa
verið notaðar um
aldir í alþýðulækn-
ingum. Jurtirnar hafa allar sem
heild jákvæða verkun á melting-
arfærin og sjá líkamanum enn
fremur fyrir gagnlegum efnum,
sem sporna gegn öldrun og draga
úr myndun sindurefna, sem eru
skaðleg fyrir líkamann og geta or-
sakað sjúkdóma.“
Sem stendur er nú unnið að því
að koma vörunum í sem flestar
verslanir, en Vita Biosa-jurta-
drykkurinn fæst nú í apótekum
Lyfju auk þess sem hann er hægt
að nálgast í Heilsuhorninu á Ak-
ureyri og Siglufjarðarapóteki.
Nýja fyrirtækið Lífskraftur hefur
komið sér upp heimasíðu með vef-
fanginu: http://www.lifskraftur.is.
Netfang fyrirtækisins er: biosais-
land@lifskraftur.is
„Lífsuppbyggj-
andi og án
eiturefna“
Lífskraftur ehf. flytur inn
danskt fæðubótarefni
Vita Biosa-fæðubót-
ardrykkurinn.
NÚ síðustu daga hefur flokkur
manna verið að skera hvannarfræ af
ætihvönn í Mýrdalnum, en þar er ein-
mitt mikið af hvönn á því landi sem er
friðað fyrir sauðfé á vorin. Fræið á að
nota í heilsulyfið Angelica.
Það er fyrirtækið Saga Medica sem
framleiðir jurtaveigina. Þráinn Þor-
valdsson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, segist stefna á að safna að
lágmarki einu tonni af fullþurrkuðum
hvannarfræjum á þessu hausti, safn-
að hefur verið á Suðurlandi en þar er
hvönnin fyrst til að þroska fræ en til
að ná einu tonni af þurru fræi þarf 5
til 6 tonn af ferskum hvannarhausum
þannig að það er töluverð vinna að ná
þessu fræmagni, fræið er síðan
þurrkað og þreskt á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum.
Hvannarfræs-
söfnun í full-
um gangi
Fagradal. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Þráinn Þorvaldsson fram-
kvæmdastjóri sker hvannarfræ
sunnan undir Hjörleifshöfða.
MUAMMAR Gaddafi, forseti Líb-
ýu, fullyrti um helgina að ásakanir
um að Líbýa væri eitt hinna svo-
kölluðu „útlagaríkja“ ættu ekki
lengur við. Sagði hann að Líb-
ýustjórn myndi framvegis leita
eftir friðsamlegum samskiptum
við Bandaríkin og Ísrael innan vé-
banda Afríkusambandsins. Þá
sagði Gaddafi að yfirvöld í Líbýu
hefðu handtekið nokkra íslamska
öfgamenn, sem grunaðir væru um
tengsl við al-Qaeda-hryðjuverka-
samtökin.
Ummæli Gaddafis um helgina
þóttu um margt athyglisverð. Tók
hann af öll tvímæli um að hann
vildi bæta samskipti Bandaríkj-
anna og Líbýu til muna, en Líbýa
er enn á lista þeirra fyrrnefndu
yfir ríki sem sögð eru styðja við
bak hryðjuverkamanna.
„Menn kölluðu okkur útlagaríki
í gamla daga,“ sagði Gaddafi.
„Þær ásakanir voru réttar. Í
gamla daga vorum við byltingar-
sinnaðir […] Við fórum okkar
fram einir og sér og höfum þurft
að taka afleiðingum gjörða okk-
ar.“
Var Gaddafi hér að vísa til þess
að Líbýumenn voru jafnan litnir
nokkru hornauga á áttunda og ní-
unda áratugnum fyrir að skjóta
skjólshúsi yfir ýmis hryðjuverka-
samtök. Þá hefur Líbýustjórn ver-
ið sökuð um að hafa átt þátt í
Lockerbie-sprengjutilræðinu árið
1988, sem kostaði 270 manns lífið.
Gaddafi sagði hins vegar á laug-
ardag að framvegis myndu líbýsk
stjórnvöld hegða sér í samræmi
við þá stefnu sem Afríkusamband-
ið mótaði. „Við erum ekki lengur
svarti sauðurinn í Afríkusam-
bandinu. Ásakanir á hendur okkur
eiga ekki lengur við,“ sagði hann.
Fá sömu meðferð og
fangarnir á Kúbu
Nokkur þúsund manns fylgdust
með ræðu Gaddafis, sem haldin
var í tilefni þess að 33 ár voru lið-
in síðan hann komst til valda í
Líbýu. Var ræðunni jafnframt
sjónvarpað beint í Líbýu en hún
var um tveggja klukkustunda
löng.
Gaddafi hefur áður lýst sig
reiðubúinn til að taka þátt í bar-
áttu Bandaríkjamanna gegn al-
þjóðlegum hryðjuverkum. Hann
hefur hins vegar ekki áður greint
frá því að menn, sem taldir eru
tengjast al-Qaeda, hafi verið
handteknir.
Gaddafi sagði ekki hversu
margir hefðu verið hnepptir í
varðhald en lét þess getið að þeir
myndu fá sömu meðferð og fang-
arnir sem Bandaríkjamenn geyma
í Guantanamo-herstöðinni á
Kúbu.
Varar við árás á Írak
Gaddafi réð Bandaríkjamönn-
um frá því að ráðast á Írak. Af-
leiðing slíkrar herfarar yrði sú að
Írak yrði nýtt Afganistan. „Það er
betra fyrir þá að Saddam Hussein
ráði þar ríkjum. Stjórn hans er
sterk og kemur í veg fyrir að ísl-
amskir bókstafstrúarmenn taki
völdin,“ sagði hann.
Þá sagði Gaddafi að árás á Írak
myndi gefa Osama bin Laden,
leiðtoga al-Qaeda, tækifæri til að
réttlæta hryðjuverk sín. Ítrekaði
hann fyrri ummæli sín um að
árásin á New York og Wash-
ington hefði verið „hroðalegur“
verknaður. Hann hvatti hins veg-
ar Bandaríkin og Bretland til að
breyta afstöðu sinni til araba og
múslima. „Ef þið Bandaríkjamenn
og Bretar haldið áfram að ögra
múslimum munuð þið sjá eftir
því,“ sagði Muammar Gaddafi.
Líbýa ekki lengur eitt
af „útlagaríkjunum“
AP
Líbýumenn fögnuðu því um helgina að 33 ár voru liðin frá því að
Muammar Gaddafi komst til valda. Líbýa var áður konungdæmi.
Kaíró. AP.
Muammar Gadd-
afi segist vilja
vinsamleg sam-
skipti við Banda-
ríkin og Ísrael
ERLENT