Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 11 FYRRVERANDI og núverandi starfsmenn Landhelgisgæslunnar, allt frá bátsmönnum til skipherra og annarra æðri stjórnenda, komu saman í húsakynnum Ár- veitinga í Kópavogi um helgina til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá útfærslu fiskveiðilögsög- unnar, eða landhelginnar, í 50 mílur. Ríflega 60 manns skrifuðu sig í gestabók og urðu sannkall- aðir fagnaðarfundir eins og Pálmi Hlöðversson, fv. skipherra, orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Hann var einn þeirra fyrrverandi starfsmanna Gæslunnar sem skipulagði samkomuna. „Miðað við hvað undirbúning- urinn var skammur, bara nokkrir dagar, þá tókst þetta mjög vel og menn lýstu yfir ánægju sinni með framtakið. Menn voru varla mætt- ir þegar þeir spurðu hvenær yrði komið saman næst. Þarna höfðu margir ekki sést í ein tuttugu eða þrjátíu ár. Það var margt sem þurfti að ræða en ætli tog- víraklippurnar margfrægu hafi ekki komið oftast til tals og að- dragandinn að því að þeim var beitt á bresku togarana,“ sagði Pálmi sem starfaði hjá Landhelg- isgæslunni á árunum 1958 til 1979, fyrst sem messagutti en endaði sem skipherra á Óðni. Tók hann því þátt í þorskastríðunum þremur, fyrst 1958 er landhelgin var færð út í 12 sjómílur, síðan fyrir þrjátíu árum og loks árið 1975 er fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur. Náin og sterk kynni „Það er alltaf gaman að hitta gamla vinnufélaga. Þegar menn eru í hálfgerðri einangrun um borð í skipum sólarhringum sam- an myndast öðruvísi samband milli manna en ef þeir væru starf- andi í landi milli klukkan níu og fimm. Kynnin verða nánari og einhvern veginn sterkari,“ sagði Pálmi en á samkomunni skiptust núverandi og fyrrverandi starfs- menn nokkuð jafnt í þeim rúm- lega 60 manna hópi sem mætti. Sumir þeirra hættu jafnvel fyrir þrjátíu árum en halda enn tryggð við Gæsluna. Dagskrá samkomunnar, sem stóð yfir í um þrjá tíma á laug- ardeginum, var frjálsleg að sögn Pálma. Megintilgangurinn var að koma saman og rifja upp gamla daga. Myndir frá átökunum við útfærslu landhelginnar voru sýndar, bæði í möppum og á myndvarpa, og myndbönd sýnd í sjónvarpi með annálum 50 mílna og 200 mílna útfærslunnar. Sem fyrr segir höfðu menn á orði hvenær komið yrði saman næst, svo góð var stemmningin. Pálmi sagði það að minnsta kosti gerast í október árið 2005 þegar 30 ár verða liðin frá útfærslu landhelginnar í 200 mílur en áreiðanlega yrði komið saman fyrr. Hann minnti á að svonefnt öldungaráð Landhelgisgæslunnar væri starfandi og þar kæmu fyrr- verandi starfsmenn saman einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fjölmargir úr því ráði létu sjá sig á laugardag en þar sem ekki átti að hefja vetrarstarfið fyrr en í október næstkomandi þá drifu Pálmi og félagar í því að hittast um helgina en formlega átti út- færslan í 50 mílur sér stað 1. september árið 1972. Myndum safnað saman Valdimar Jónsson, loft- skeytamaður hjá Gæslunni til 25 ára, frá 1961 til 1986, vinnur að því að safna saman og skanna inn í tölvu gamlar myndir frá starfi Landhelgisgæslunni í lofti, á láði og legi. Skipta þær myndir þús- undum og fjölmargar m.a. komið úr fórum Guðmundar Kjærnested, fv. skipherra. Að sögn Valdimars er áhersla lögð á myndir af fólki þó að öðru myndefni eigi einnig að halda til haga, t.d. af skipa- og flug- vélakosti Gæslunnar í gegnum tíðina. Starfsmenn Gæslunnar minntust þess að 30 ár eru liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur „Hvenær verður komið saman næst?“ Morgunblaðið/Kristinn Fagnaðarfundir urðu þegar gamlir starfsmenn Landhelgisgæslunnar hittust. Hér takast í hendur Ólafur Thorlacius, fv. sjómælingamaður, til vinstri, og Valdimar Jónsson, fv. loftskeytamaður, og á milli þeirra stendur Sigurður Árnason, fv. skipherra. Skipherrarnir fyrrverandi, Guðmundur Kjærnested og Pálmi Hlöðvers- son, glugga í gamlar myndir sem verið er að safna saman frá starfi Landhelgisgæslunnar og voru til sýnis á samkomunni. FORMAÐUR fjárlaganefndar Al- þingis, Ólafur Örn Haraldsson, segir að það sé alveg ljóst að það verði að breyta aðferðum við áætlanagerð og fjárlagavinnu hvað varði útgjöld til Landspítala – háskólasjúkrahúss, því það sé árvisst að spítalinn fari fram úr áætlunum. Fjárlaganefnd Alþingis kom sam- an í gær og var meðal annars fjallað um fjárhagsvanda Landspítala – há- skólasjúkrahúss á fundinum, en for- svarsmenn spítalans komu á fund nefndarinnar. Ólafur Örn sagði að hann væri alls ekki að segja að þessi fjárhagsvandi væri tilkominn vegna óráðsíu, síður en svo. Spítalinn væri að fara í gegn- um mjög erfitt tímabil þar sem verið væri að sameina tvær mjög stórar sjúkrastofnanir, auk þess að sam- eina hann viðamikilli starfsemi Há- skólans. Þá hefðu kjarasamningar verið gerðir í ár og margt fleira kæmi til. Til dæmis hefði bráðamót- takan vaxið gríðarlega. „Allt þetta hefur verið mjög erfitt og fólk er að vinna mjög samvisku- samlega að því að halda niðri kostn- aði. Ég tel einfaldlega að við verðum að skoða þessi mál alveg upp á nýtt og reyna að finna aðrar aðferðir,“ sagði Ólafur Örn. Hann sagði til dæmis að þær hugmyndir sem komið hefðu fram um að verkefnatengja fjárhagsáætlanir og tengja við ár- angur væru mjög áhugaverðar. Ólafur Örn benti einnig á að kostnaður við laun og launatengd gjöld hefði hækkað um 6% á spít- alanum, sem væri 2,7% fram yfir það sem fjárlögin gerðu ráð fyrir. Þarna yrði um hundruð milljóna kr. að ræða á árinu og það væri ekki hægt að saka Alþingi eða heilbrigðisráð- herra um að bera ábyrgð á þessu. Hann sagði að Alþingi væri ekki starfandi nú og málin væru ekki í höndum þingsins á þessu stigi held- ur í höndum heilbrigðisráðuneytis- ins og spítalans sjálfs. Hann bætti því að hann vildi ekki að aldraðir þyrftu að búa við þær að- gerðir sem núna hefðu komið fram. Málið rætt á víðum grundvelli Jónína Bjartmarz, formaður heil- brigðisnefndar Alþingis, segir að engin niðurstaða fáist í vandamálum Landspítala – háskólasjúkrahúss varðandi lokanir deilda og sparnað- araðgerðir fyrr en við gerð fjárlaga og fjáraukalaga. „Það er sama hvað gert verður til skemmri eða lengri tíma. Það kallar á fjármagn og hugs- anlega flutning á fjármagni.“ Hún boðaði heilbrigðisnefnd Al- þingis á fund síðastliðinn föstudag sem og fulltrúa Landspítala – há- skólasjúkrahúss og heilbrigðisráðu- neytisins vegna lokana deilda LSH og sparnaðaraðgerða spítalans. Hún segir að málið hafi verið rætt á víðum grundvelli og forsvarsmenn spítalans hafi gert vel grein fyrir stöðunni með fyrirliggjandi gögnum, m.a. sex mánaða uppgjöri. Að sögn Jónínu kom m.a. fram að í framkvæmdinni þyrfti hugsanlega að vera skýrara hvert hlutverk sjúkrahússins væri og hvert væri þá ekki hlutverk þess. Þegar rætt hefði verið um hvaða verkefni ættu heima annars staðar hefði heilsu- gæsluna borið hátt, ekki síst í tengslum við verkefni bráðadeildar. Ennfremur hefði verið mikil um- ræða um útskriftarvandann og hvaða úrræði væru fyrir hendi. Skýrsla frá ráðuneytinu um þörf- ina og áætlun um hvernig ætti að bregðast við henni lægi fyrir, en ekki væri hægt að hrinda henni í fram- kvæmd á næstu mánuðum. Því hefðu menn velt fyrir sér til hvaða ráða væri hægt að grípa og þegar til skemmri tíma væri litið væri mjög horft til Vífilsstaða. Enginn sætti sig við það á hverjum nýlegar aðgerðir bitnuðu og enginn vildi sjá þær end- urtaka sig, því þær bitnuðu mest á þeim sem minnst mættu sín. Hún sagði að enn fremur hefði komið fram að svo virtist sem allur vandi lenti á LSH, því þegar deildum væri lokað á öðrum sjúkrahúsum úti á landi færðist vandinn yfir á LSH. Því hlytu menn að velta því fyrir sér hvaða forsendur væru fyrir þessu fjárhagskerfi fyrir spítalann, þ.e. föstum fjárlögum, þegar hlut- verkið væri ekki betur afmarkað en raun bæri vitni. Verður að breyta að- ferðum við áætlanagerð Formaður fjárlaganefndar um fjárhagsvanda LSH Formaður banka- ráðs fagnar sölunni HELGI S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, seg- ir að gagnrýni Björgólfs Thors Björgólfssonar, Magnúsar Þor- steinssonar og Björgólfs Guðmunds- sonar á sölu eignarhluta bankans í VÍS komi sér ekki á óvart, en hann fagnar sölunni. Þremenningarnir gagnrýndu söl- una fyrir helgi, en sögðust áfram hafa áhuga á kjölfestuhlut í bankan- um. Helgi segir að hlutur Lands- bankans í VÍS hafi lengi verið til sölu og þeim sem fylgst hafi með málinu sé kunnug sú skoðun sín að bankinn eigi ekki að vera með eins mikla bindingu í VÍS og verið hefur enda hafi hann sett fram tillögu í því efni á sínum tíma. Tilboð frá tilteknum hópi hafi borist, það hafi verið skoð- að og síðan hafi verið ákveðið að taka því. Björgólfur Thor segir að tíma- setningin sé mjög einkennileg en Helgi er ekki á sama máli. Hann seg- ir að ríkið sé að selja sinn hlut. Það hafi tekið ákvörðun um að vera í minnihluta og hafi verið komið í minnihluta. Því verði menn að spyrja sig hvort ríkið ætti að stöðva svona sölu og hvort það hafi stöðu til þess umfram aðra eigendur bankans sem séu í meirihluta. Hins vegar fagni hann sölunni fyr- ir hönd bankans. Eðlilegt sé að bank- inn sé í þessari líftryggingastarfsemi og því verði haldið áfram í samstarfi við VÍS en það þýði ekki að bankinn þurfi að binda mikla peninga í að eiga slíkt fyrirtæki. Sala Landsbankans á hlut í VÍS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.