Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SALONHLJÓMSVEITIN L’amour fou leikur á kaffitónleikum í Hömr- um, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Leikin verður skemmtitónlist í anda 3. og 4. áratugar síðustu aldar, tangóar og nokkur vel þekkt íslensk dægurlög í útsetningum Hrafnkels Orra Egilssonar sellóleikara sveitar- innar Hljómsveitina skipa Hrafnhildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri Egilsson, selló, Gunnlaugur T. Stef- ánsson, kontrabassi, og Tinna Þor- steinsdóttir, píanó. Kaffitón- leikar í Hömrum Hundrað nætur í Höfn, þættir úr Kaupmannahafn- ardagbók Franc- isco de Miranda, hershöfðingja, veturinn 1787– 88 er í þýðingu og með skýringum Björns Th. Björns- sonar, listfræð- ings og rithöf- undar. Bókin er gefin út í tilefni af því að í dag, 3. september, er Björn átt- ræður. Francisco de Miranda var fæddur í Venesúela árið 1750. Hann varð snemma innblásinn af hugmyndum um frelsi heimalands síns og helgaði þeirri baráttu líf sitt. Er hann talinn merkilegasti byltingarforingi Suður- Ameríku, við hlið Simons Bolívar. Und- ir lok 18. aldar hélt Miranda í mikla menntunarför um Evrópu og kemst meðal annars undir verndarvæng Katrínar miklu í Rússlandi. Veturinn 1787–1788 dvelur Miranda í Kaup- mannahöfn, að mestu hjá rússneska sendiherranum. Hann heldur þar dag- bók og færir inn verkefni sín og at- burði. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 109 bls. Anna Cynthia Leplar myndskreytir bókina og gerir kápu. Verð er 3.990 kr. Dagbók Björn Th. Björnsson FÉLAG þjóðfræðinga á Íslandi stendur fyrir tónleikum með skoska sekkjarpípuleikaranum Gary West í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudag- kvöld, kl. 20. Hann er talinn einn besti sekkjarpípuleikari Skotlands og mun hann kynna þessi sérstæðu hljóðfæri og tónlistina sem hann leikur. Miðar verða seldir við innganginn og kosta 1.000 kr. Sekkjapípu- leikur í Nor- ræna húsinu ÞRÁTT fyrir fyrsta hausthvellinn var nánast húsfyllir á 20 ára afmæl- istónleikum Mótettukórs Hallgríms- kirkju á sunnudagskvöld, eða m.ö.o. 10–15 sinnum fleiri áheyrendur en þarf til að fylla smæstu sali höfuð- borgarlandsins. Mótettukórinn er vel að slíkum vinsældum kominn, og gott til þess að vita að gæðavitund ís- lenzkra hlustenda skili sér að gefnu tilefni. Dagskráin var öll innlend og öll við texta eftir Hallgrím Pétursson, nema latnesku messuþættirnir og Sólhjartarljóð Matthíasar Johannes- sen í Óttusöngvum Jóns Nordal. Frekar hægferðug viðfangsefni kvöldsins hentu þar að auki vel bæði hljómmikla húsnæðinu og söngstíl kórsins, sem eflaust hefur mótazt töluvert af starfsvettvangi sínum. Hvaðan líðandi klösugt nútíma- „turba“kórverkið var runnið, sem flutt var í upphafi með bordúnmót- uðum orgelfor- og undirleik á fram- göngu söngfélaga úr kór í turn, kom hvergi fram, og því aðeins hægt að gizka á að væri undan rifjum kór- stjórans. Eins og virðist reyndar áður hafa gerzt á sumum fyrri „intróítus- um“ kórsins, ugglaust meira eða minna byggt á spuna. Síðasttalið atriði gæti og hugsanlega út- skýrt nafnleysi höfunda(r). En hvað sem því líður kom tóntektin hið bezta út, og að því leyti ástæðulaust að fela sig bak við eyðu í tónleika- skrá. Þrjú gömul íslenzk sálmalög án undirleiks komu næst. Svo stór synd engin er í útsetningu Jóns Nordal var í miðju og útsetningar Jóns Hlöðvers Áskelssonar á Víst ertu, Jesú, kóngur klár og Dýrð, vald, virðing sitt hvoru megin. Útsetningarnar voru einfaldar að gerð í samræmi við anda og stutt- leika laganna, en fallegar og vel sungnar á smekklegum hraða. Kvöld- bænir, hið viðameira kórverk Þorkels Sigurbjörnssonar frá 1983, var lát- leysið uppmálað. Það skipti hagan- lega á milli kvenradda, karlradda og samkórs af tímalaust svífandi tær- leika og fjaraði að lokum út á löngum andstefja kanonsatzi. Um flutnings- feril verksins er mér ekki kunnugt, en í afburðatúlkun sem þessari gat það varla talizt minna en íslenzkt kirkju- verk í fremstu röð. Enda þótt erfið- ara væri að halda fullum dampi allt til enda í þrefalt lengra verki (um 33 mín.) eins og Óttu- söngvum að vori eftir Jón Nordal (1993), kannski eink- um sakir skorts á hraðaandstæðum til tilbreytingar, verður það einnig án efa talið meðal glæsilegustu höfuð- verka í hérlendri kórmennt. Það var auk blandaðs kórs samið fyrir selló, orgel, slagverk, sópran og alt/kontra- tenór. Sérkennilegt heildarform verksins réðst af textavali þess. Fyrst kom Kyrie, Sanctus og Agnus Dei úr latneska messutextanum (með leikn- um eða sungnum „intermezzóum“ í lok hvers) og síðan Sólhjartarljóð Matthíasar Johannessen frá 1981. Dulúðugur heildarsvipurinn mótaðist ekki sízt af útleggingu Matthíasar á Sólhjartarkafla Sólarljóða, draumsýn óþekkts íslenzks skálds á 13. öld og meðal frægustu leiðslubókmennta miðalda. Það kom þó ekki í veg fyrir á köflum verulega ágengt tónmál með þéttriðnum hljómklösum í kór og org- eli og hvössu slagverki á hápunktum, þar sem einstaka bylmingshögg á tam-tam manaði fram hamskipti þessa heims og annars. Áhrifamiklir staðir voru óteljandi í þessu magnaða verki og nægir sem sýnishorn að benda á voldugt niðurlag Kyrie-þátt- arins og (meðal smágerðustu inn- slaga) tvö örstutt herská bakgrunns- innskot bassatrommu og snerils við miskunnarbænarítrekun einsöngvar- anna næst á eftir, til áminningar um stríðsógn í versnandi heimi. Lítill flekkur á stórum fleti – en innblásinn. Einsöngshlutverk sóprans var afar krefjandi í hæð og úthaldi en var meistaralega vel af hendi leyst hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Kontraten- órrödd Sverris Guðjónssonar mynd- aði þar við sérkennilegan en svipmik- inn andstæðulit, og þótt hvergi sæi þess stað í texta var ekki laust við að maður heyrði stundum fyrir sér Ad- vocatus Diaboli og erkiengil takast á um afdrif mannssálar líkt og í dul- sjónleikum miðalda. Orgel-, slag- verks- og sellópartarnir voru sömu- leiðis í beztu höndum. Túlkun Mótettukórsins var að vanda engu minni en frábær, og þætti því líklega aðeins ámáttlegt tíst úr horni hvað undirrituðum finnst sópraninn – enn þá – heldur í fjölmennara lagi fyrir fjórradda blandaðan kór. Jafnvel þótt standi að öðru leyti í fremstu röð. Í bæn og leiðslu TÓNLIST Hallgrímskirkja Afmælistónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju með verkum eftir m.a. Jón Nordal og Þorkel Sigurbjörnsson. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sverrir Guð- jónsson kontratenór, Douglas A. Brotchie orgel, Inga Rós Ingólfsdóttir selló, Eggert Pálsson slagverk. Sunnu- daginn 1. september kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Sverrir Guðjónsson Sigrún Hjálmtýsdóttir SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna hefur 13. starfsár sitt í kvöld, þriðjudaginn 3. september, með fyrstu æfingu haustsins. Að- alstjórnandi er sem fyrr Ingvar Jónasson. Í vetur verða æfingar og tónleikar í Seltjarnarneskirkju, en undanfarin ár hefur hljómsveitin verið til húsa í Neskirkju. Starfsárið hefst með upptökum á hljómdiski, sem ætlunin er að komi út fyrir jólin en fyrstu tónleikarnir verða 10. nóvember undir stjórn Olivers Kentish. Einleikari í píanó- konsert nr. 4 eftir L. v. Beethoven verður Valgerður Andrésdóttir. Hinn 15. desember verða jólatón- leikar undir stjórn ungs, efnilegs tónlistarmanns, Daníels Bjarnason- ar. Einsöngvari í kantötu eftir J.S. Bach verður Hallveig Rúnarsdóttir og Arnaldur Arnarson kemur frá Spáni og leikur tvo konserta fyrir gítar og hljómsveit. Eftir áramót verða m.a. tónleikar í Grafarvogskirkju með óratóríunni Friðþjófur eftir Max Bruch. Karla- kórinn Fóstbræður kemur þá til liðs við hljómsveitina en einsöngvarar verða Hulda Guðrún Geirsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Starfsárinu lýkur síðan með Moz- art-tónleikum, en þar syngur Mar- grét Bóasdóttir konsertaríu, kons- ertmeistari hljómsveitarinnar, Hjörleifur Valsson, leikur konsert fyrir fiðlu og hljómsveit og ungir nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík, sem allir eru starfandi í hljómsveitinni, leika Sinfóníu kons- ertant fyrir fjóra blásara og hljóm- sveit. Hljómdiskur og tónleikar SÍÐUSTU tónleikar í sumartón- leikaröð Listasafns Sigurjóns verða í kvöld kl. 20.30. Tríó Nordica frum- flytur Tríó fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Hauk Tómasson, en leikur einn- ig Tríó Elegiaque í g-moll eftir Ser- gei Rakhmaninov og Píanótríó í C- dúr op. 87 eftir Jóhannes Brahms. Tríó Nordica er skipað Auði Haf- steinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström píanóleikara. Auk ýmissa meistaraverka stóru tónskáldanna hefur tríóið lagt metn- að sinn í að flytja íslensk tónverk og hefur einnig lagt sérstaka áherslu á að leika verk eftir konur. En hvað með tónleikana í kvöld? „Verkið eftir Hauk Tómasson er samið að beiðni okkar,“ segir Auður Hafsteinsdóttir. „Hann samdi það árið 1997. Við höfum alltaf verið í þann veginn að spila það, en tæki- færið hefur ekki gefist fyrr en núna, og við erum mjög ánægðar með það. Við hefðum nú kannski átt að spyrja Hauk um hans sýn á verkið, en það byggist að nokkru leyti á andstæð- um. Það eru rólegar og dreymandi laglínur sem eru brotnar upp með mótorrytma, eins og maður vakni upp til raunveruleikans eftir draum.“ Og Bryndís Halla bætir við: „Fyrir þá sem þekkja til kammer- verka Hauks er hægt að segja að þetta sé „ekta“ Haukur.“ Auður seg- ir verkið afar krefjandi og Bryndís Halla laumar því að, og vekur hlátur samstarfskvenna sinna, að það megi þó ekki halda að þær hafi verið öll þessi fimm ár að læra það. Þær eru sammála um það að það sé alltaf gaman að frumflytja ný verk. Og hvað íslenska tónlist snertir hafa þær leikið nær öll verk íslenskra tón- skálda fyrir þessa hljóðfæraskipan. Tríó Nordica hefur starfað í níu ár, en þó með hléum. Mona Sandström, sem búsett er í Svíþjóð, segir að nú ætli þær að rífa sig upp og fara að spila meira og jafnar. „Við erum all- ar búnar að vera að eignast börn, og tíminn hefur svolítið farið í það,“ seg- ir hún. „En nú ætlum við ekkert að hugsa um börnin lengur,“ segir Bryndís Halla í hálfkæringi, „… bara spila. Okkur hefur alltaf gengið mjög vel að spila saman; þurfum ekki að æfa brjálæðislega mikið og erum frekar sammála um það hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Auður segir að þær séu búnar að koma sér upp lista yfir þau verk sem þær kunni og þá verði æfingar fyrir tónleika þægilegri og taki styttri tíma. Þó eru þær alltaf að bæta við sig nýjum verkum. Ætlunin er að spila meira og halda tónleika víða. „Það er mikil vinna að skipuleggja þetta,“ segir Mona, „við vorum með umboðsmann sem hreinlega gufaði upp, og erum að leita að nýjum til að sinna pappírsvinnunni.“ Nýr geisla- diskur tríósins verður hljóðritaður í haust og þar ætla þær að leika verk eftir Brahms, Sjostakovitsj og Elf- ridu André, sænskt tónskáld sem uppi var á 19. öld. Tríó Nordica í Sigurjónssafni Morgunblaðið/Kristinn Auður Hafsteinsdóttir, Mona Sandström og Bryndís Halla Gylfadóttir. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.