Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú hefur mjög mikla fé- lagslega hæfni. Þú ert vina- legur og auðveldur í sam- skiptum en krefst virðingar. Árið verður lærdómsríkt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú skalt búast við að verða kynntur fyrir einhverjum nýj- um og öðruvísi. Þú átt eftir að heillast af þessum einstaklingi því hann er sérvitur, furðuleg- ur eða öðruvísi en þú á ein- hvern hátt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér dettur í hug alveg ný leið til að gera eitthvað í vinnunni í dag. Hæfileiki þinn til að vera sveigjanlegur og gera skyndi- legar breytingar vekja hrifn- ingu hjá samstarfsfélögum og sjálfum þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Óvænt daður lífgar upp á dag- inn hjá þér. Þrátt fyrir að þú sért hugsanlega hamingju- samlega giftur eykur það sjálfstraust þitt að vita til þess að einhverjum finnist þú að- laðandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver kemur þér á óvart með gjöf eða ánægjulegum greiða. Endilega taktu við með opnum huga og sýndu þakklæti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér leiðist hversdagslegt amstur í dag vegna þess að þig langar að gera eitthvað skap- andi og öðruvísi. Þetta er góð- ur dagur til að gera eitthvað óvenjulegt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú færð góðar hugmyndir um hvernig þú getur verið eigin atvinnurekandi eða varðandi sérverkefni sem færa þér fé. Trúðu á sjálfan þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú leitar eftir öðruvísi skemmtun í dag. Allt sem þú gerir venjulega höfðar ekki til þín því þú þarfnast meiri spennu í líf þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú brýst út úr sama gamla farinu og finnur ný tækifæri og nýjar lausnir í dag. Skyndi- lega sérðu skóginn en ekki bara trén. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ný vinátta gæti þróast í dag. Vertu opinn fyrir nýju fólki því ókunnugir eru í raun vinir sem þú hefur ekki enn kynnst. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Yfirmaður þinn, foreldrar eða aðrir sem þú berð virðingu fyrir gætu gefið þér tækifæri til að þéna peninga sjálfstætt. Þetta gæti tengst tölvum og tækni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú færð tækifæri til að auka við menntun þína eða til ferða- laga. Gríptu tækifærið vegna þess að það hagnast þér og víkkar sjóndeildarhringinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fréttir af arfi eða tryggingafé gætu glatt þig í dag. Þú gætir hagnast af auði annarra og er maki þinn meðtalinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hlutavelta UNDANFARIN ár hafa ensku tvíburarnir Jason og Justin Hackett ferðast á fyrsta farrými heimshorna á milli til að spila í alþjóðamót- um. Þetta eru skemmtilegir piltar sem búa yfir hæglátri breskri kímni eins og best gerist. Báðir eru þéttir á velli, en Jason þéttari. Hann hreyfir sig helst ekki nema til að stökkva í gúmmíteygju niður af háhýsum eða kafa á kóralrifum. Justin hefur hversdagslegri áhugamál og ber þar hæst ást hans á enska fótboltaliðinu Liver- pool. Hér er spil með þeim bræðrum frá Rosenblum- keppninni í Kanada: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ D ♥ 83 ♦ ÁKD9742 ♣D108 Vestur Austur ♠ 764 ♠ G852 ♥ KG2 ♥ Á10764 ♦ 853 ♦ G6 ♣G742 ♣96 Suður ♠ ÁK1093 ♥ D95 ♦ 10 ♣ÁK53 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Tvíburarnir voru með spil AV. Eftir þessar vísindalegu sagnir kom ekkert annað út- spil en hjarta til greina. En hvaða hjarta? Það er stór- hætta á stíflu í litnum ef byrjað er að tvistinum, og kóngurinn gefur suðri örugglega slag á litinn ef hann er með drottningu þriðju. En gosinn út heldur öllu opnu og það spil valdi Justin. Jason tók á ásinn og spil- aði litlu hjarta til baka. Suð- ur getur auðvitað unnið spil- ið með því að láta níuna, en í reynd stakk sagnhafi upp drottningunni og vörnin tók fimm fyrstu slagina. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bb7 7. He1 Bc5 8. c3 d6 9. d4 Bb6 10. Be3 h6 11. h3 0-0 12. Rbd2 He8 13. Db1 Ra5 14. Bc2 c5 15. d5 Bc8 16. b4 Rb7 17. a4 Bd7 18. Ha3 g5 19. Rh2 Rh5 20. Bd1 Rf4 21. Bg4 Kg7 22. Rdf1 bxa4 23. Bxd7 Dxd7 24. Rg3 cxb4 25. cxb4 Db5 26. Rf5+ Kg6 Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, landsliðs- flokki, sem lauk fyrir skömmu á Seltjarnanesi. Hannes Hlífar Stefánsson (2.588), nýkrýndur Ís- landsmeistari, hafði hvítt gegn Birni Þor- finnsyni (2.314). 27. Bxf4! gxf4 27... exf4 gekk ekki upp sökum 28. e5 og hvítur vinnur. Í fram- haldinu opnaðist g-línan og við það réð ekki svarta kóngsstaðan. 28. g3! a5 29. Dd1 h5 30. gxf4 exf4 31. Kh1 Dxb4 32. Hxa4 og svartur gafst upp. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 9 vinninga af 11 mögu- legum. 2. Helgi Áss Grét- arsson 8 v. 3. Bragi Þor- finnsson 7 v. 4.–6. Jón Garðar Viðarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Kristjánsson 6 v. 7.–8. Arnar Gunnarsson og Björn Þorfinnsson 5½ v. 9. Sigurbjörn Björnsson 4 v. 10. Sævar Bjarnason 3½ v. 11. Páll Agnar Þórarinsson 3 v. 12. Þorsteinn Þor- steinsson 2½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT SVEITIN MÍN Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin; sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín! Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin! – – – Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga! Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga! – – – Sigurður Jónsson á Arnarvatni              Morgunblaðið/Jim Smart Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 2.012 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Berglind Ósk Hlynsdóttir og Sindri Snær Sveinbergsson. Morgunblaðið/Jim Smart Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 2.072 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Sóley Frosta- dóttir og Kristín Ragnh. Þorsteinsdóttir. Smælki Herbert ætlar að sýna þér hvar þú átt að sofa, mamma. Eldriborgaraveisla til Benidorm 2. október frá 69.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í hina vinsælu eldriborgaraferð í október til Benidorm, en hér er að finna yndislegt veður á þessum árstíma og hvergi betra að lengja sumarið. Sértilboð á okkar vinsælasta gististað, El Faro í 3 vikur. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða og getur valið um fjölda spennandi kynnisferða og kvöldferða á meðan á dvölinni stendur. Síðustu 28 sætin Verð kr. 69.950 2. október – 3 vikur Flug, gisting, skattar, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. Alm. verð, kr. 73.450 Kynning 11., 12., og 13. sept. kl. 19.00, í Ármúla 44 3 h. Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og 897 8190 Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar 14. og 15. sept. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Spennandi nám. Kennarar með mikla reynslu. Hómópatanám Innritun hafin á haustnámskeið BRIDSSKÓLINN Bridsskólinn fagnar 25 ára afmæli sínu í haust. Alla tíð hefur skólinn haft í boði námskeið fyrir byrjendur og fjölbreytt námskeið fyrir þá sem meira kunna. Námskeiðin hefjast 23. og 25. september Byrjendur: Hefst 25. september og stendur yfir í 10 miðvikudags- kvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20—23. Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrirr einni kunnáttu og ekki er þarf að koma með spilafélaga. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Láttu slag standa! Framhald: Hefst 23. september og stendur yfir í 10 mánudags- kvöld, þrjár klukkustundir í senn frá kl. 20—23 Á framhaldsnámskeiði Bridsskólans er fjallað um öll svið spilsins: sagnir, úrspil og vörn. Bókin Nútíma brids eftir Guðmund Pál Arnarson er lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að koma með makker. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í nýju húsnæði Bridssambandsins Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík                         Ertu með mat á heilanum? Ertu ofæta, búlumía eða anorexía? 5 vikna námskeið verður haldið fyrir matarfíkla 9. sept. nk. Þetta gætu verið fyrstu sporin til varanlegs bata. Stuðst er við 12 spora kerfi. Einkatímar eru einnig í boði. Upplýsingar gefur Inga Bjarnason í síma 552 3132 á milli kl. 18.00 og 20.00, annars símsvari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.