Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 33
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18
Laugard. kl. 10-14
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
www.i-t.is
- trygging fyrir l
águ verði!
Olíufylltir
rafmagnsofnar
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
D
V
R
07
1
Ofnarnir eru með thermostati,
skiptanlegu hitaelementi og rakakerfi.
Hægt er að setja ilmefni í rakakerfið.
Ofn 9 element m.blæstri Kr. 10.990,- stgr.
Ofn 9 element Kr. 7.990,- stgr.
Ofn 11 element Kr. 8.990,- stgr.
STRAX eftir fyrstu umferðirnar í
landsliðsflokki á Skákþingi Íslands
var ljóst að það stefndi í sigur Hann-
esar Hlífars Stefánssonar á mótinu.
Eina spurningin var sú hvort honum
tækist að sigra alla andstæðinga sína
fyrstur manna í sögu Skákþingsins.
Þó að það tækist ekki gefur frábær
árangur Hannesar góðar vonir um
að enn eitt framfaraskeiðið sé nú
hafið hjá honum. Þetta var fjórði Ís-
landsmeistaratitill Hannesar, en
hann hefur sigrað á öllum mótunum
frá 1998 fyrir utan árið 2000, en þá
tók hann ekki þátt í mótinu.
Mótið vakti ekki eingöngu athygli
hér á landi og aldrei áður hefur verið
fylgst af jafnmiklum áhuga með Ís-
landsmótinu á erlendri grund. Úrslit
og staða mótsins birtust á öllum vin-
sælustu vefsíðunum sem fjalla um
skák og þar fylgdust menn einnig
spenntir með ótrúlegri frammistöðu
Hannesar þegar hann lagði hvern
andstæðinginn á fætur öðrum. Á
www.chessbase.com var svo klykkt
út með ítarlegri grein um lokaúrslit-
in, en að öðru leyti hefði mátt ætla að
greinin hefði verið sett saman í aug-
lýsingaskyni af íslenskri ferðaskrif-
stofu. Myndskreytingar og öll um-
mæli voru þess eðlis. Það var Ingvar
Þór Jóhannesson sem sá um kynn-
ingu mótsins á Netinu og sendi er-
lendum aðilum bæði myndir og upp-
lýsingar eftir hverja umferð. Það er
greinilegt að Einar S. Einarsson hef-
ur nokkuð til síns máls en hann hefur
ósjaldan heyrst enda umfjöllun sína
um skák á því að segja „... og svo er
skákin svo góð landkynning“.
Hannes Hlífar taldi bestu skák
sína á mótinu vera sigurskákina
gegn Jóni Garðari Viðarssyni. Í eft-
irfarandi skák á hann hins vegar í
höggi við einn sókndjarfasta skák-
manninn af yngri kynslóðinni.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Björn Þorfinnsson
Spænski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0–0 b5 6. Bb3 Bb7 7. He1
Bc5 8. c3 d6 9. d4 Bb6 10. Be3 h6 11.
h3 0–0 12. Rbd2 He8 13. Db1 Ra5
Það kemur sterklega til greina
fyrir svart að fara í gömlu „Breyer-
tilfærsluna“ með 13. – Rb8, ásamt
14. – Rbd7, eins og vinur vor, sænski
stórmeistarinn Jonny Hector, er
vanur að tefla.
14. Bc2 c5 15. d5 Bc8
Í skákinni, Rowson-Emms, Eng-
landi 1997, jafnaði svartur taflið auð-
veldlega, eftir 15. … c4 16. b4 cxb3
17. axb3 Bc8 18. b4 Rb7 19. c4 Bd7
20. cxb5 Bxb5 21. Bd3 Bxd3 22. Dxd3
Bxe3 23. Dxe3 a5 o.s.frv.
16. b4 Rb7
Svartur virðist engu bættari með
að leika 16. … cxb4, t.d. 17. cxb4
Bxe3 18. Hxe3 Rb7 19. Hc3 Bd7 20.
a4 Hc8 21. Hxc8 Dxc8 22. axb5 Bxb5
23. Bd3 Dd7 24. Bxb5 Dxb5 25. Df1
Hc8 26. Dxb5 axb5 27. Ha6 Rd7 28.
Hc6 Hb8 29. Rb1 Kf8 30. Rc3 Ke7 31.
Rxb5 Rd8 32. Ra7 Hxb4 33. Rc8+
Kf8 34. Hxd6 Ke8 35. Ha6 o.s.frv.
17. a4 Bd7 18. Ha3 –
Sjá stöðumynd 1.
Nýr leikur. Áður hefur verið leikið
18. axb5 axb5 19. Hxa8 Dxa8 20. c4
bxc4 (20. – Da6!?) 21. Rxc4 Bc7 22.
bxc5 dxc5 23. Db2, með yfirburða-
tafli fyrir hvít (Keller-Baer, Passau
2000).
18. ... g5?!
Aðalvandamál svarts í þessari
stöðu er hörmuleg staða riddarans á
b7, en hann þarf a.m.k. fimm leiki til
að komast í spilið (Rd8, f7-f6,R-f7-
h8-g6). Með síðasta leik sínum bætir
svartur við fleiri vandamálum, þ.e.
veikingu á stöðu hans á kóngsvæng,
sérstaklega f5-reitnum.
Betra hefði verið að leika 18.
... cxb4, t.d. 19. cxb4 Bxe3 20. Hexe3
Rh5 21. axb5 Bxb5 22. Ba4 Rf4 23.
Bxb5 axb5 24. Hxa8 Dxa8 25. Df1
Da4 26. g3 Rg6 27. Hc3 Kh7 28. Db1
og hvítur á þægilegra tafl.
19. Rh2 Rh5 20. Bd1! Rf4
Eftirfarandi leið sýnir erfiðleika
svarts, ef hann leikur 20. ... cxb4 21.
Bxb6 Dxb6 22. cxb4 Rf6 23. a5 Dc7
24. Ha2 Hec8 25. Hc2 Dd8 26. Rhf3
Hxc2 27. Dxc2 Hc8 28. Db3 g4 29.
hxg4 Rxg4 30. Bc2 Df6 31. Hc1 Df4
32. Db2 Rf6 33. Bd3 Dg4 34. Hxc8+
Bxc8 35. Dc2 Rh5 36. Rf1 Rf4 37.
Re3 Dd7 38. Bf1 De8 39. g3 Rg6 40.
Dc7 og hvítur á yfirburðatafl.
21. Bg4 Kg7 22. Rdf1 bxa4 23.
Bxd7 Dxd7 24. Rg3 cxb4 25. cxb4
Db5
Ekki gengur að leika 25. ... Bxe3
26. fxe3 Rxh3+ (26. – Rg6 27. Rh5+
Kh8 28. Rf6) 27. gxh3 Dxh3 28. Rf5+
Kh8 29. Hxa4 Hg8 30. Da2 Hgc8 31.
De2 a5 32. Rg4 axb4 33. Hxa8 Hxa8
34. Rf2 og svarta drottningin fellur.
26. Rf5+ Kg6
Nú lendir svarti kóngurinn í mát-
neti. Betra er 26. ... Kf8 27. Bxb6
Dxb6 28. Rxh6 Db5 29. Rf3 f6 30.
Dc2 Hec8 31. Dxa4 Dxa4 32. Hxa4 og
hvítur á gott peð yfir.
27. Bxf4! gxf4
Eða 27. ... exf4 28. e5! Dd7 29. e6
Dc7 30. Rg4 Hf8 31. Re7+ Kg7 32.
exf7 og víð hótuninni 33. Dg6+ er
engin skynsamleg vörn.
28. g3 --
Nú opnast allar flóðgáttir!
28. ... a5 29. Dd1 h5 30. gxf4 exf4
31. Kh1 Dxb4
Eftir 31. ... Bxf2 verður svartur
mát í öllum afbrigðum: 32. Hg1+
Bg3 33. Hgxg3+! fxg3 34. Hxg3+
Kf6 35. Dxh5 Hg8 (35. ... Hxe4 36.
Dg5+ Ke5 37. Re7+ Kd4 38. Df6+
He5 39. Df2+ He3 40. Dxe3+ Kc4
41. Hg4+ mát; 35. ... Ke5 36. Re3+
Kxe4 (36. ... Kd4 37. Rc2+ Kxe4 38.
Df3+ Ke5 39. Rg4+ mát) 37. Df5+
Kd4 38. Rc2+ Kc4 39. Dd3+ mát; 35.
... a3 36. Rg4+ mát) 36. Dh4+ Ke5
37. Rf3+ mát.
32. Hxa4 og svartur gafst upp, því
að eina leiðin til að komast hjá máti í
nokkrum leikjum er að fórna drottn-
ingunni með 32. – Dxa4. Að öðrum
kosti verða lokin: 32. ... Dc3 33.
Hg1+ Kf6 34. Dxh5 Hg8 (34. ... Ke5
35. Rg4+ mát) 35. Dh4+ Hg5 36.
Dxg5+ Ke5 37. Rg4+ mát.
Fjórði Íslandsmeistara-
titill Hannesar Hlífars
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Hannes Hlífar Stefánsson tekur við Íslandsmeistarabikarnum úr
höndum Jónmundar Guðmarssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi.
Stöðumynd 1.
SKÁK
Seltjarnarnes
SKÁKÞING ÍSLANDS 2002,
LANDSLIÐSFLOKKUR
20.–30. ágúst 2002
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 33