Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞETTA eru falleg og tilkomumikil orð. En hvað viljum við leggja á okk- ur til að efla þau og auka. Ég hugsa oft til þess ef land okkar og þjóð fengi á allan hátt notið þeirra gæða sem okkur er fal- ið að rækta og varðveita. Ef við breytt- um eftir því sem Kristur kenndi í öndverðu að lifa saman í sátt og samlyndi og allt þetta ljóta og illa í mannskepnunni hyrfi. Hvernig getum við breytt því sem miður fer í þjóðfélaginu, rekið á braut alla skugga, glætt ljós á mann- anna vegum, eflt fagurt mannlíf. Í kvæði Þorsteins Erlingssonar, Brautin, beinir skáldið athyglinni að heiðarleikanum og efast ekki um að þýið sé þý. Í dag skellir fjöldinn skollaeyrum við ástandinu í þjóðfélaginu okkar sem birtist okkur á ömurlegan hátt í formi afbrota. Baráttan snýst oftar en ekki um peninga og græðgi, að- ferðirnar oft hrikalegar og leiðirnar til að auðgast flokkast nær undan- tekningarlaust undir það sem kallast „löglegt en siðlaust“. Einn eldri vinur minn kvað svo: Um verðbólgunnar vítahring, virðast flestir úti á þekju, en hún er augljós afleiðing, ágirndar og heimtufrekju. Hvernig menn geta sankað að sér auðæfum á skömmum tíma er mörg- um óskiljanlegt. Ekki skilur maður þörfina eða finnur hamingjuna vera fylgifisk viðkomandi aðila. Hamingj- an virðist einlægari og ríkari meðal þeirra sem með heiðarleika hafa unnið fyrir sínu brauði. Það er rík ástæða til að gefa því gaum að við horfum á heiðarleikann á hröðu und- anhaldi meðal þegna þjóðfélagsins. Í gegnum vínsölustaðina græða marg- ir samviskulausir á óförum annarra. Víninu og öðru eitri er jafnvel otað að unglingunum sem eru að ná sín- um manndómsárum með öðrum væntingum en afleiðingar drykkj- unnar leiða þá í. Allur sá fjáraustur sem fólk leggur í þessa óhollustu er svo gífurlegur að enginn nær tölu yf- ir hann. Hvenær er komið nóg af þessari eitrun í sálir og líkama þegnanna? Hvenær má reikna með að valdhaf- arnir taki á sig rögg í undanlátssem- inni og segi „hingað og ekki lengra“. Undanhaldið stefnir þjóðinni í ógöngur og eyðileggur manndóminn. Um það má enginn efast. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Fagurt mannlíf Frá Árna Helgasyni: Árni Helgason SÓSÍALISMI andskotans er enginn venjulegur sósíalismi. Hann er upp- runninn í Ameríku. Bandaríki Norð- ur Ameríku stæra sig af því að vera helsta vígi markaðsbúskapar, frjálsr- ar og heiðarlegrar samkeppni ásamt frelsi. Uppruni sósíalisma andskot- ans skýtur því skökku við þegar jarð- vegurinn er hafður í huga enda kem- ur hugmyndafræðin án nokkurs vafa úr sora mannlífsins í vestrinu. Tvær hagfræðikenningar sem raunar skyldi kalla stefnur hafa mjög mótað mannlíf, efnahag og hagfræði heimsins á liðnum áratugum. Annars vegar er það markaðsbúskapurinn (kapítalisminn) og hins vegar sósíal- isminn. Báðar þessar hagfræðikenn- ingar voru hugsaðar á sínum tíma til að efla og auka hag fjöldans. Áherslur og leiðir að sama markmiði voru þó mjög mismunandi og verður ekki farið nánar út í það. Sósíalismi andskotans sem á upp- runa sinn í landi markaðsbúskapar sækir helstu ókostina úr báðum þess- um hagfræðikenningum og hefur endaskipti á hlutunum. Hagsæld fyr- ir fjöldann verður að hagnaði og gróða fyrir fámenna klíku. Sem best nýting á framleiðsluþáttum sam- félagsins verður að arðráni. Jöfnuður meðal þegnanna verður að ójöfnuði. Sannleikur verður að lygi. Frelsi verður að ófrelsi og kúgun. Sam- keppni verður að fákeppni og einok- un. Hvítt verður svart. Sósíalismi andskotans kemur óorði á markaðshagkerfið og það fólk sem að því stendur á að hafa andstyggð á þessu kerfi. Sósíalismi andskotans kemur óorði á upprunalega hugmynd heiðarlegs sósíalisma og það fólk sem að honum stendur á að hafa andstyggð á því kerfi. En hvað er þá sósíalismi and- skotans? Svarið er: Hann er stund- aður af bankakerfinu við útgáfu og markaðssetningu greiðslukorta, de- bet og kredit. „Viðskipti“ þessi lúta ekki eðlilegum viðskiptalögmálum og eru brot á viðurkenndum siðfræði- hagfræði- og lögfræðilegum lögmál- um. Sósíalismi andskotans er í dul- arbúningi og beitir blekkingum. Spillingin í þessu kerfi er yfirgengi- leg og ábyrgðina á þessu kerfi má rekja inn í innsta hring stjórnsýslu og stjórnmála. Filippus Makedóníu- konungur (faðir Alexanders mikla) orðaði hlutina snilldarlega þegar hann sagði: „Það er enginn veggur það hár eða breiður að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann.“ Í þessu tilfelli eru asnarnir nokkuð margir hér á landi sem þarf að stöðva. Það verður að stöðva þá. Kerfi sem krefst þess að hagnast á viðskiptum óskyldra aðila og er í hlutverki gráð- ugra milliliða getur beitt óhefð- bundnum aðferðum (eða hefðbundn- um eftir því hvernig á hlutina er litið) til að ýta undir eða auka hin óeðlilegu og ólöglegu „viðskipti“ og hefur efni á því. Við Íslendingar eigum möguleika á því að öðlast virðingu alþjóðasam- félagsins með því að verða fyrstir til að losa okkur við sósíalisma andskot- ans, þennan ófögnuð sem plagað hef- ur íslenskt hagkerfi í hartnær tutt- ugu ár. Markaðshagkerfið og frjáls samkeppni í eðlilegu og heiðarlegu viðskiptaumhverfi mun sjá um að markaðurinn stilli sig af á nýjan leik, þegar hagkerfið hefur losað sig við sósíalisma andskotans í núverandi mynd. Í landinu er peningahagkerfi sem ber að virða. SIGURÐUR LÁRUSSON, Klapparstíg 11, Njarðvík. Sósíalismi andskotans Frá Sigurði Lárussyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.