Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Ræstingar/morgunvinna Starfskraftur óskast strax til ræstinga frá kl. 8-11, mánudaga til föstudaga. Hafið samband við skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 9-13 í síma 551 5774 eða 551 5777. Umsóknarfrestur rennur út 6. september. Sjúkraþjálfarar MT stofan, Síðumúla 37, óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara. Vinnutími og starfshlutfall er samkomulagsatriði. Upplýsingar gefur Vilmundur Vilhjálmsson í símum 568 3660 og 568 3748. Kennarar óskast til yfirferðar á sam- ræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk 2002. Skilyrði eru að viðkomandi hafi kennslu- réttindi og reynslu af kennslu nemenda á grunnskóla-stigi í stærðfræði og/eða íslensku. Nánari upplýsingar eru veittar á Námsmatsstofnun í síma 551 0560 milli klukkan 13.00 og 16.00 alla virka daga til 10. september nk. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á stofnuninni í Suðurgötu 39 og á netinu, slóðin www.namsmat.is . Lausar stöður Lyflækningadeild Hjúkrunarfræðingar Laus er staða hjúkrunarfræðings á lyflækninga- deild spítalans sem fyrst eða eftir nánara sam- komulagi. Sveigjanlegur vinnutími, hlutastörf, allt eftir samkomulagi. Á deildinni fer fram fjöl- breytt og áhugaverð starfsemi með áherslu á meltingarsjúkdóma. Í boði eru áhugaverð störf sem eru í stöðugri þróun hvað varðar framför í hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar í Hafnarfirði og nágrenni! Þetta er mjög góður kostur fyrir ykkur. Þetta er skemmtileg deild, stutt í vinnu sem er þægi- legt og fjölskylduvænt, sérstaklega fyrir hjúkr- unarfræðinga með börn. Komdu gjarnan í heimsókn til okkar og við segjum þér nánar frá starfseminni og vaktafyr- irkomulagi. Unnin er þriðja hver helgi, 8 tíma vaktir. Einnig eru lausir eingöngu helgarvaktir. Nánari upplýsingar veitir Birna Steingrímsdótt- ir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 555 0000 eða hjúkrunarforstjóri, Gunnhildur Sigurðardóttir, í síma 555 0000. Um áramót verða einnig lausar stöður hjúkrun- arfræðinga bæði á lyf- og handlækningadeild vegna barnsburðarleyfa. Við leitum að metnaðarfullu fólki til starfa á Radisson SAS Hótel Sögu. Starfsfólki, sem hefur áhuga á að vinna í skemmti- legu umhverfi og leggur mikið upp úr áreiðanleika, stundvísi og snyrtimennsku. Viltu komast á samning? Nú býðst einstakt tækifæri til að sameina nám og starf því við getum bætt við framreiðslunemum á samning í Grillið, Skrúð og Súlnasal. Allar nánari upplýsingar veita: • Hendrik Hermannsson, veitingastjóri í Grillinu, sími 840-9960 • Hallgrímur Sæmundsson, veitingastjóri í Skrúð, sími 692-9904 • Níels Hafsteinsson, veitingastjóri í funda- og veisludeild, sími 692-9910 Barþjónn á Mímisbar Laust er starf barþjóns á Mímisbar. Æskilegt er að viðkomandi sé faglærður en það er þó ekki skilyrði. Unnið er á 12 tíma vöktum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Radisson SAS Hótels Sögu, 3. hæð. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. Öllum umsóknum verður svarað. Einstakt tækifæri Hótel Saga er hluti af alþjóðlegu Radisson SAS hótelkeðjunni. Radisson SAS Hotels & Resorts leggur áherslu á velferð starfsmanna og vinnur markvisst að því að hafa ávallt á að skipa hæfasta starfsfólkinu í hverju starfi. Stefna Radisson SAS er að vera leiðandi á sínu sviði með því að skapa þá umgjörð að viðskiptavinir, starfsmenn og fjárfestar velji hótel keðjunnar sem fyrsta valkost í gistingu, til að starfa hjá og fjárfesta í. Hótelkeðjan starfar nú í 38 löndum og innan hennar eru 110 hótel í rekstri og önnur 37 í byggingu. Aðalsmerki keðjunnar eru stöðluð þjónustuhugtök sem miða öll að því að tryggja 100% ánægju gestanna. Radisson SAS Hótel Saga Hagatorgi, 107 Reykjavík Sími: 525 9900 • Bréfasími: 525 9909 info.saga.rek@radissonsas.com www.radissonsas.com ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði Eitt fallegasta hús í miðbænum til leigu 105 fm. Hentar undir ýmsa starfsemi, t.d. verslun/ teiknistofu/kaffihús/snyrti- eða hárgreiðslust. Áhugasamir hafi samband í síma 698 7277.                        Um er að ræða 75 m² samliggjandi lager- og skrifstofuhúseiningar, sem hægt er að kaupa eða leigja hverja fyrir sig eða í heild sinni. Skrifstofueiningarnar eru bjartar og vel innréttaðar, með tölvustokk- um, parketi á gólfum og frábæru útsýni. Lagereiningarnar eru með góðum aðkeyrsludyrum og 3,6 m lofthæð. Snyrtileg og vel umgeng- in sameign. Næturvarsla og hús- vörður. Sameiginleg út-/ heimkeyrsla fyrir bygginguna í boði. Hentar hvort sem heldur stærri eða smærri fyrirtækjum. Upplýsingar í síma 510 2450 eða 863 0875. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Erum að leita að afgreiðslumanneskju á aldrin- um 22—30 ára í fullt starf. Þarf að vera jákvæð, hress og með góða þjónustulund. Upplýsingar á staðnum í dag, þriðjudag, milli kl. 10.00 og 12.00. Oasis, Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.