Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 31
Þessi þekking er margra eininga virði og á skilyrðislaust að stytta leið viðkomandi starfsmanns að lokaprófi svo sem stúdentsprófi. Samræmdar reglur Símenntun með því sniði og áherslum sem gilt hafa er ágæt svo langt sem hún nær, en hún missir marks ef einstaklingurinn fær hana hvergi formlega metna til námsein- inga. Á Norðurlöndunum hafa skóla- yfirvöld, stéttarfélög og atvinnurek- endur í nokkrum atvinnugreinum unnið að því að koma á samræmdu mati símenntunar. Þannig setja menn reglur um framsetningu og kröfur um innihald þeirra námskeiða sem í boði eru og þannig er hægt að meta námið til eininga á framhalds- skólastigi, jafnvel háskólastigi þegar lengra nám er í boði. Efni, efnistök og próf, ef þau eru haldin, eru sam- ræmd og starfsmenn upplýstir í upp- hafi námsins um það mat sem skóla- yfirvöld hafa samþykkt. Þannig geta starfsmenn áunnið sér formlegan rétt og námseiningar, sem auðveldar þeim ekki bara frekara nám heldur einnig atvinnuleit. Stjórnendur fyr- irtækja eiga auðveldara með að meta þekkingu og reynslu starfsmanna, sem geta lagt slíkan samræmdan vitnisburð fram með umsóknum sín- um. Allir hafa mikinn hag af slíku mati. Hvatning til náms Aukin reynsla, hæfni og þekking einstaklingsins er hans sterkasta vopn í kjarabaráttu. Viðurkenning samfélagsins á þeirri fagmenntun sem starfsmenn ávinna sér á vinnu- markaðnum, innan fyrirtækjanna og í tengslum við skólakerfið er nauð- synleg til þess að hvetja fólk til dáða. Í viku símenntunar erum við einu sinni enn minnt á þá skyldu allra hagsmunaaðila að koma á þessum samræmdu skilgreiningum og mati á fyrirtækjamenntun sem allra fyrst. Nám Aukin reynsla, hæfni og þekking einstaklingsins, segir Friðbert Trausta- son, er sterkasta vopn hans í kjarabaráttu. Höfundur er hagfræðingur og formaður SÍB. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 31 ÞEGAR þetta er rit- að eru jafnmargir látn- ir í umferðarslysum það sem af er þessu ári og allt árið í fyrra. Enn eru þó fjórir mánuðir eftir ef þessu ári. Þeg- ar fréttir berast af enn einu umferðarslysinu, lúta menn höfði og tala um hörmungar um- ferðarslysanna en taka þeim gjarnan eins og hverju öðru náttúru- lögmáli. Einhverju sinni heyrði ég máls- metandi mann tala um „ásættanlega tölu“ dauðaslysa og annarra alvarlegra slysa í umferðinni. Það ár reyndust slysin færri en í meðalári. Umferðarslys geta aldrei orðið „ásættanleg“ sama hversu fá þau eru. Mönnum hefur orðið tíðrætt um skort á umferðarlöggæslu og sífellt heyrast loforð stjórnvalda um aukið eftirlit í umferðinni. Minna virðist þó vera um efndir. Þótt ökutækjum hafi fjölgað um rúmlega 100 þúsund á síðustu 20 árum hefur umferðarlög- gæsla ekki aukist í samræmi við það og frekar dregist saman, ef eitthvað. Við skulum vera minnug þess að á bak við hvert umferðarslys liggur fyrir brot á umferðarlögum enda yrðu varla umferðarslys ef þau væru alltaf virt. Að sama skapi yrðu aldrei ofbeld- is-, fíkniefna- eða auðgunarbrot, ef lög og reglur væru virt hér á landi. Þegar illa árar í þeim málaflokki; þ.e. ef óvenju mikið er um ofbeld- isbrot og innbrot, vaknar þegar um- ræða um aukna löggæslu og oftar en ekki er orðið við þeim kröfum. Þó má ljóst vera að engin afbrot í samfélag- inu leiða til fleiri dauðsfalla og ör- kumla en afbrotin í umferðinni. Þótt vissulega sé ekki alltaf um ásetn- ingsbrot að ræða þegar menn valda umferðarslysum með því að van- virða umferðarlögin, má flestum ökumönnum vera það ljóst að um- ferðarlagabrotið, t.d. of hraður akst- ur eða ölvun við akstur, getur leitt til dauða eða líkamstjóns. Engu að síð- ur komast alltof margir ökumenn upp með að brjóta umferðarlögin og eru þannig eins og tifandi tíma- sprengja úti á meðal saklausra veg- farenda. Til marks umþað má geta þess að umferðarnemar Vegagerð- arinnar, sem staðsettir eru víða um land, greina daglega fjöldann allan af bílum sem ekið var langt yfir leyfilegan hámarkshraða. Þá spyr maður sig af hverju lögreglan upp- rætir ekki slíkan ofsa- akstur. Fyrir skömmu var boðað til slysalauss dags á vegum lögregl- unnar í Reykjavík. Þann dag var var mikl- um fjölda lögreglu- manna stefnt út í um- ferðinna og lögreglubílar voru víða sýnilegir á götum borg- arinnar. Þann dag, og aðra slysalausa daga undanfarinna ára, fækkaði slysum og óhöppum umtalsvert. Það sýnir, svo ekki verður um villst, hversu áhrifarík um- ferðarlöggæslan getur verið í bar- áttunni við slysin. Þegar stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir skort á umferðarlöggæslu, bera þau gjarnan við fjárskorti og slá fram tölulegum staðreyndum um aukið fjármagn til löggæslumála. Víst er að það fjármagn skilar sér fráleitt út á götur og vegi þessa lands í formi umferðarlöggæslu. Vert er einnig að minna á að þegar erlendir þjóðhöfðingjar koma hingað til lands í opinbera heimsókn, virðist sem nægilegur fjöldi lögreglumenna sé til staðar til að gæta öryggis þeirra. Einnig virtist ekki vera skortur á lögreglumönnum þá slysa- lausu daga sem haldnir hafa verið. Því vaknar sú spurning hvort hags- munir hins almenna borgara, sem verður að ferðast frá einum stað til annars í daglegu lífi, séu minna metnir en erlendra höfðingja; hvort líf og limir þeirra vegi ekki eins þungt og erlendra höfðingja. Víst er að þeir fáu lögreglumenn, sem að störfum eru í umferðinni, gera það sem í þeirra valdi stendur til að sporna við umferðarslysunum en er oft og tíðum ekki gert kleift að sinna starfi sínu vegna þess kerfis sem við lýði er hjá Ríkislögreglu- stjóranum, sem fer með yfirstjórn lögreglumála í landinu. Margir óbreyttir lögreglumenn og yfirmenn þeirra, víða um land hafa þráfald- lega haft samband við undirritaða og tjáð henni að þeir hafi fengið fyr- irmæli um að spara akstur lögreglu- bílanna og sinna nánast aðeins nauð- synlegustu útköllum. Það helgast af þeirri undarlegu skipan mála að embættin úti á landi „leigja“ lög- reglubílana og greiða til Ríkislög- reglustjóraembættisins ákveðið gjald fyrir hvern ekinn kílómetra. Í víðfeðmum umdæmum úti á lands- byggðinni gefur augaleið að aksturs- kostnaður er meiri en þar sem vega- lengdir eru minni. Þessi sparnaður hefur í för með sér að sýnilegt um- ferðareftirlit er nánst ekkert í sum- um lögregluembættum. Varla þarf að taka fram að sam- dráttur umferðarlöggæslu hefur í för með sér að afbrotamenn umferð- arinnar komast upp með brot sín, eftirlitslausir, sem skilar sér síðan aftur í fleiri umferðarslysum. Þótt VÍS, og aðrir einkaaðilar í samfélaginu, verji miklum fjármun- um í forvarnir í umferðarmálum, dugir það ekki eitt og sér. Til þess að koma í veg fyrir afbrot, hvort sem um er að ræða í umferðinni eða ann- ars staðar, þarf löggæslu. Mér er t.d. til efs að það þýddi mikið að segja of- beldishneigðu fólki að það sé hættu- legt að meiða aðra eða innbrotsþjóf- um að það sé ljótt að stela frá öðrum. Forvarnir og umferðarlöggæsla þarf að vinna saman svo árangur náist. Þeir eru nefnilega alltof margir sem fara eins langt og þeir komast og víst er að afbrotamenn umferðarinn- ar geta stundað iðju sína, nánast að vild. Á kostnað okkar hinna. Ég skora því á Sólveigu Pétursdóttur, sem sýnt hefur í verki að hún er áhugasöm um framfarir í umferðar- málum, að beita sér fyrir stóraukinni umferðarlöggæslu í landinu. Þá fyrst sjáum við e.t.v. fyrst fyrir end- ann á þeirri skálmöld sem ríkt hefur úti í umferðinni og fækkum mann- legum harmleikjum. Skálmöld í umferðinni Ragnheiður Davíðsdóttir Slysfarir Víst er, segir Ragnheið- ur Davíðsdóttir, að af- brotamenn umferð- arinnar geta stundað iðju sína nánast að vild. Á kostnað okkar hinna. Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS. alltaf á föstudögum Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.