Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 25 Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is eftir Guðrúnu Helgadóttur Sýningar að hefjast á nýju! Fyrstu sýningar sun. 8. september kl. 14:00 og 17:00. Ekki missa af ótrúlegum uppátækjum þessara frægu tvíbura! ÞAÐ er margs að minnast er Lionel Hampton kveður. Meðal fyrstu djass- platnanna sem ég eignaðist var stafli af HMV 78 snúninga plötum með hin- um sögufrægu grammófónhljóm- sveitum Lionels Hamptons sem hljóðritaðar voru á árunum 1937 til 1941. Þar léku allir helstu meistara- sólistar Ellingtons, Basie og Good- mans auk fleiri snillinga. Lionel lék jafnan á víbrafóninn, en stundum á trommur eða með tveimur puttum á píanó einsog í útgáfunni frægu af 12th Street Rag. Þessar hljóðritanir voru „kóperaðar“ af djassleikurum um allan heim og m.a. skrifaði Carl Billich upp Shufflin at the Hollywood, þar sem Chu Berry blés í tenórinn með Hampton, fyrir Svein Ólafsson, fyrsta stórdjasssólista Íslands. 1940 stofnaði Lionel Hampton stórsveit sem hann stjórnaði lengst af ferilsins. Frægasta hljóðritun þeirrar sveitar var ópus Hamptons, Flying Home, þar sem Illinois Jacquet blés tenór- sólóinn ódauðlega. Hampton hafði fengist við margt áður en hann stofn- aði stórsveit sína 1930 lék hann á trommur í hljómsveit Les Hites, sem gjarnan hljóðritaði með Louis Arm- strong og þar lék hann fyrsta víbra- fónsóló djasssögunnar í Memories of You. Hann gerði víbrafóninn að djasshljóðfæri líkt og Sidney Bechet sópransaxófóninn. Hampton var heimsfrægur er Benny Goodman réð hann til sín 1936 og bætti honum við tríó sitt þarsem Teddy Wilson og Gene Krupa voru fyrir. Teddy og Lionel voru fyrstu svörtu djassleik- ararnir sem léku opinberlega með hvítum hljómsveitarstjóra og vakti það óhemju athygli, meir að segja skelfingu hjá mörgum; sér í lagi í Suðurríkjunum. Að sjálfsögðu höfðu hvítir og svartir leikið saman frá ár- dögum djassins á djammsessjónum og inná plötur – en af því vissu fæstir. Lionel Hampton hafði gífurleg áhrif á aðra víbrafónleikara og Gunn- ar Reynir Sveinsson segist hafa setið í mörg ár á fyrsta bekk í tímum hjá Lionel. Að vísu var meistarinn ekki við kennsluborðið heldur grammó- fónn og þar snerust skífur Hamptons endalaust. Margir af stórmeisturum nútímadjassins léku ungir hjá Hampton s.s. Dexter Gordon, Clif- ford Brown, Art Farmer og Charles Mingus og þar störfuðu um tíma Quincy Jones, Diana Washington og Aretha Franklin, sem seinna urðu stórstjörnur á mörkum djass og popps. Lionel Hampton var fyrst og fremst meistari ryþmans og allir sólóar hans markaðir magnaðri til- finningu fyrir sveiflu. Hann var einn- ig stórkostlegur ballöðuleikari og má nefna túlkun hans á Star Dust, How High the Moon og fegurstu ballöðu er hann samdi, Midnight Sun, á Apolo Hall konsertskífunni frá1958. Lionel Hampton hélt tónleika í Há- skólabíói 1. júní 1983 í boði Jazzvakn- ingar. Ég kynntist honum nokkuð þá daga er hann dvaldi hér á landi og að- stoðaði hann eftir föngum. Hann var sannfærður repúblikani alla ævi og í góðum kunningskap við marga Bandaríkjaforseta. Þegar við heim- sóttum Marshall Brement, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði Lionel: ,,Ég sef betur eftir að Regan varð forseti.“ Þó að ég tæki ekki undir þessi sjón- armið hans var ómetanlegt að fá að vera í fylgd með æskugoðinu og hann hafði gaman af því að heyra að fyrsta köttinn er við bræður eignuðumst um svipað leyti og 78 snúninga plöturnar með honum, kolsvartan, hefðum við nefnt Lionel Hampton. Tónleikarnir í Háskólabíói voru upplifun. Það var löngu uppselt og brunavarnareftirlitið veitti leyfi fyrir 200 aukamiðum. Hampton var með hörku stórsveit þar sem trompetleik- arinn Johnny Walker var helstur ein- leikara ásamt meistaranum. Efnis- skráin var blanda af gömlu og nýju og tónleikarnir stóðu á fjórða tíma. Í hléinu vildi gamli maðurinn ekki fara niður í kaffistofuna heldur beið óþol- inmóður baksviðs eftir að komast á sviðið að nýju. Í lokin marseraði hljómsveitin með Lionel í broddi fylk- ingar leikandi When The Saints Go Marchin In og á annað þúsund blá- edrú Íslendingar slepptu fullkomlega fram af sér beislinu. Þennan galdur sá ég Hampton oftar fremja – hann náði alltaf fullkomnu valdi á áheyr- endum og gaf þeim allt sem hann átti. Svo þreyttur var hann eftir tón- leikana að ég varð að keyra hann frá baksviðsdyrum Háskólabíós yfir á Hótel Sögu. Hampton lét eftir sig þúsundir hljóðritana og þær bestu munu lifa lengi, bæði með hljómsveitum hans og þær er hann vann í samvinnu við Art Tatum, Stan Getz og aðra djass- meistara. Lionel Hampton allur Að tjaldabaki í Háskólabíói: Guðmundur Steingrímsson, Vernharður Linnet, Lionel Hampton og Johnny Walker. Að morgni þess 31. ágúst lést Lionel Hampton, einn síðasti sveiflumeistarinn frá gullaldartímabili djass- ins, í svefni á sjúkrahúsi í New York. Hann varð 94 ára gamall og lék á víbrafóninn fram yfir ní- rætt. Vernharður Linn- et minnist Lionels. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýning Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar Hin hreinu form hef- ur verið framlengd til 22. september. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga kl. 14–17. Sýning framlengd Þriðjudagur Nú stendur yfir tónlistarhátíð ungra norrænna tónlistarmanna, UNM, og verða tónleikar með Cap- ut kl. 20.30 í Salnum. Einleikari á saxafón er Rolf-Erik Nystrom og á túbu Mattías Johannsson. Flutt verða lög eftir Steingrím Rohloff (ÍS), Lara Petter Hagen (NO), Sím- on steen Andersen (DK), Knut Olaf Sunde (NO) og Mattías Svensson (SE). Í tengslum við hátíðina flytur indverska tónskáldið Clarence Bar- low fyrirlestur í Listaháskóla Ís- lands kl. 13. Tónlistar- hátíð UNM ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.