Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 35 njóta ekki lengur daglegra sam- skipta við það góða fólk sem hann hafði unnið með árum saman í Skúlatúni 2, duldist engum tilhlökk- un hans til flutnings Umhverfis- og heilbrigðisstofu á Skúlagötu 19 þar sem hann myndi fá tækifæri til þess að vinna nánar með skrifstofu hreinsunardeildar og skrifstofu stofunnar í heild sinni. Að sjá breyt- ingarnar, sem við höfðum undirbú- ið, verða að veruleika og að geta nú farið að sinna af alvöru nýjum sam- starfsflötum innan stofunnar sem hann hafði verið ötull við að skil- greina. Vinnudagarnir urðu því mið- ur ekki margir á nýjum stað. Stofan flutti um miðjan júní, í lok júní veiktist Einar og tæpum tveimur mánuðum síðar er hann látinn. Við stöndum eftir og gerum okk- ur betur grein fyrir því en nokkru sinni fyrr að stofnun á ekki sjálf- stætt líf án fólksins sem þar vinnur. Fólk að vinna fyrir fólk. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar raðir og í dag kveðjum við góðan vin og fé- laga. Við kveðjum Einar þó ekki fyrir fullt og allt því hjá okkur mun hann lifa áfram í gegnum verk sín og þau áhrif sem hann hefur haft á okkur faglega og persónulega. Fyrir hönd alls starfsfólks Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur votta ég eiginkonu Einars Bjarna, sonum hans, bróður, for- eldrum og fjölskyldu allri einlæga samúð okkar. Ellý K.J. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. Vinur í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veizt nú, í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna (H.P.) Við kynntumst Einari Bjarna þegar hann varð ,,Einar hennar Lilju“. Hann var stæðilegur maður, ljóshærður, staðfastur og gegnheilt traustur. Þá nýkominn frá námi í Noregi og tilbúinn að stofna fjöl- skyldu og takast á við líf og starf fullorðins manns. Allt sem hann gerði gerði hann vel, út í æsar, til hins síðasta. Hann var sífellt að, nákvæmur og vand- virkur í hverju verki. Aldrei dauð stund. Sumarbústaðarferð, pitsa að hætti Norðmanna, góður kaffibolli og rökræður var aðeins lítill hluti þess sem gat verið í vændum í sam- skiptum við Einar. Saman héldu hann og Lilja mynd- arlegt heimili. Strákarnir fæddust, Bjarni Geir og Arnar Már, efnilegir piltar eins og vænta mátti. Í sam- einingu hlúðu þau að fjölskyldu og vinum, höfðingjar heim að sækja hvert sem tilefnið var. Veikindi Ein- ars og skyndilegt fráfall er reiðar- slag sem engan gat órað fyrir. Við kveðjum Einar Bjarna með sárum söknuði, hann skilur eftir tóm sem ekki verður fyllt. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringir nýir sindra þér fyir augum. En alnýjum degi fær þú aldrei kynnzt. Í lind reynslunnar fellur ljós hverrar stundar og birtist þar slungin blikandi speglun alls þess er áður var. (H.P.) Elsku Lilja, Bjarni Geir, Arnar Már og fjölskylda, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, Ásdís, Haraldur, Steindór og Laufey. Mig langar með nokkrum orðum að minnast míns góða vinar og vinnufélaga til fjölmargra ára, Ein- ars Bjarna Bjarnasonar, sem nú er fallinn frá langt um aldur fram. Það er ekki langt um liðið síðan veikindi hans hófust og síðustu vik- urnar hafa verið ákaflega þungbær- ar fyrir fjölskyldu hans sem staðið hefur að baki honum sem klettur. Einari Bjarna kynntist ég fyrst þegar hann hóf störf hjá embætti gatnamálastjóra fyrir um 18 árum og vorum við vinnufélagar þar til um síðustu áramót eða í rúm 17 ár. Einar Bjarni var einstaklega opinn og gefandi einstaklingur og hann átti afar auðvelt með mannleg sam- skipti og tel ég óhætt að segja að hann hafi verið hvers manns hug- ljúfi. Hann gerði sér sérstakt far um að vera í góðu sambandi við vinnufélaga sína og leituðu þeir gjarnan til hans til að ráðgast um hin ýmsu mál. Hann gaf sér alltaf tíma til ræða málin og lagði sitt af mörkum til að leysa þau á sinn ljúf- mannlega hátt. Þegar hann síðan hvarf til starfa á öðrum vinnustað um síðustu áramót var hans sárt saknað af fyrri vinnufélögum. Einar Bjarni var einnig mjög fé- lagslyndur og lagði sitt af mörkum til að stuðla að því að vinnufélagar hittust og gerðu sér glaðan dag og minnist ég þess varla að hann hafi vantað í hópinn þegar um slíka at- burði var að ræða. Framundan eru erfiðir tímar hjá eiginkonu hans, Lilju, sem nú stendur ein eftir með strákana þeirra. Umönnun Einars Bjarna hefur tekið mikið á hana og erfitt er að horfa fram á veginn. Foreldrar Einars Bjarna og bróðir hafa einnig aðstoðað við umönnun hans eftir megni og þau munu saman létta hvert öðru lífið næstu mánuðina. Við skulum vona að minningin um einstakan eiginmann og föður hjálpi einnig til við að létta á sorg og trega fjölskyldunnar. Kæri Einar Bjarni, fyrir mína hönd og allra fyrrverandi vinnu- félaga þinna hjá gatnamálastjóra langar mig að þakka þér fyrir þær fjölmörgu samverustundir sem við áttum á lífsleiðinni. Elsku Lilja, Bjarni Geir, Arnar Már og aðrir ættingjar Einars Bjarna, megi minningin um yndis- legan mann lifa. Ólafur Stefánsson. Lífið getur verið hverfult á stund- um. Minn ágæti félagi og samstarfs- maður Einar B. Bjarnason er fall- inn frá langt um aldur fram eftir mjög stutta baráttu við illvígan sjúkdóm, – baráttu sem ég hélt að væri rétt að byrja og myndi vinnast. Mér brá vægast sagt hastarlega við andlátsfréttina en þar sannaðist hið forkveðna að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég kynntist Einari fyrir um fjór- um árum þegar ég hóf störf hjá embætti borgarverkfræðings (nú umhverfis- og tæknisvið), þá ný- kominn úr námi. Einar starfaði sem deildarstjóri hreinsunardeildar en verksvið mitt var aftur á móti að vinna að svonefndri staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík. Það var ljóst frá fyrstu kynnum okkar Einars að við náðum vel saman. Ég fann strax að hann var einstakt ljúfmenni og skemmtilegur og var sérlega áhuga- samur um starf sitt. Það var einnig aðdáunarvert í fari Einars hve hann hafði mikinn vilja til að prófa nýjar hugmyndir og safna þannig reynslu svo að málaflokkur hans myndi verða borginni til sóma. Hér má nefna að undir stjórn Einars var byrjað á nýju kerfi innsöfnunar sorps sem þykir einfalt en í senn kerfi sem uppfyllir allar þarfir nú- tíma hugsunar í umhverfismálum. Þannig var Einar mikill fagmaður á sínu sviði, varkár í ákvörðunum og kannaði málin gaumgæfilega áður en hugmynd var hrint í fram- kvæmd. Þau voru ófá sporin sem ég átti upp á fjórðu hæð í Skúlatúninu til þess að spyrja Einar ráða eða bara tala um daginn og veginn. Þessar umræður leiddu oftar en ekki til nýrra hugmynda í mínu starfi. Með Einari er genginn einn ötul- asti starfsmaður umhverfismála hjá Reykjavíkurborg. Honum var mikið í mun að hin nýja Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur fengi góðan byr í seglin við upphaf sitt og lagði metnað sinn í að svo yrði. Því miður munum við ekki njóta hans drífandi starfskrafta og er þar skarð fyrir skildi. Ég vil votta fjölskyldu Einars samúð mína á þessum erfiðu tímum og þakka jafnframt Einari fyrir frá- bært samstarf og vinskap síðustu árin. Hjalti J. Guðmundsson. Okkur setti hljóða félagana í borðtennisdeild ÍFR þegar við fréttum af andláti Einars Bjarna Bjarnasonar. Einar, þessi kröftugi maður sem kom af miklum eldmóði að starfi borðtennisdeildar ÍFR. Fyrstu kynni okkar voru þegar hann kom með syni sínum Bjarna Geir á sína fyrstu æfingu 1998 og síðan að fylgjast með árangri hans og framförum í borðtennis. Áhugi Einars á íþróttinni bæði hérlendis og erlendis varð syni hans og öðrum mikil hvatning til frekari árangurs. Einar fór síðastliðin þrjú ár ásamt Bjarna Geir og nokkrum keppend- um frá borðtennisdeild ÍFR á hið árlega Malmö Open-mót sem haldið er í febrúar í Svíþjóð. Vegna þess hversu skipulagður Einar var og greiðvikinn á allan hátt var leitað til hans með ýmis atriði svo að allt færi eins og best gæti orðið. Þó svo að við vissum að áhugi Einars á starfi borðtennisdeildar væri mikill þá gleymdi hann ekki að fylgjast með yngri syni sínum, Arnari Má, sem hefur getið sér gott orð á danssviðinu. Einar var sannur félagi í borð- tennisdeild ÍFR og viljum við að lokum þakka honum samvinnuna og samverustundirnar á liðnum árum. Við viljum færa Lilju, Bjarna Geir, Arnari Má og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um góðan félaga lifa. F.h. borðtennisdeildar ÍFR Kristján Jónasson, Helgi Þór Gunnarsson.  Fleiri minningargreinar um Einar Bjarna Bjarnason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar                                 !" #"$ %&&  '($  !" #"$                         !" #                   $      % $& '         (   )   $   *   $ +,  $     $  !  $ !   $   -  .                  /)0*1+0   "   $ 2  3 45$      )    *&             !" #  (         $            +, ,,!!  -,- ,,!!    -  $  *   / $  # *  $   /" / $ * 6   $  +#/ $  76      -. . /                   **1+0 *- $ * 3$      0       -     !" # .*  $ / % # $   / -  $ /  #  $ *  7 $ 8 $ 7   /  $   - *   -.                    7 %))/.*)  " &  $ 6& # 9$ " ! $ '   1 $1 2&         !    /  $ / - # 7 "  $ ,8  $  7 "  $ 6 , $ / :7 "  $ 2  *  7 "  $ /6;  < $ 3), 7 "  $ 0# /-%  $ --. . /         1          *1+0*% 87  ",   $ % "   #  $     ( (    "   $   3    &  2# *#  $  % , $  76 $ 2      $ *      $   "    . ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.