Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 18
YFIRTÖKUTILBOÐ í Arcadia og málefni Baugs voru meðal helstu viðskiptafrétta breskra fjölmiðla í gær og um helgina. Í The Sunday Times segir að Baugur hafi hafnað staðgreiðslu Philips Green, sem gert hefur yf- irtökutilboð í Arcadia, í 20% hlut Baugs í Arc- adia. Blaðið hefur eftir heimildum af fjármála- markaðnum að Green sé reiðubúinn til að hætta við samstarf við Baug um kaupin á Arc- adia, en það fól í sér að Baugur keypti ákveðnar verslunarkeðjur fyrirtækisins. Hann kunni þess í stað að kaupa sjálfur allt fyr- irtækið með það fyrir augum að selja þessar verslunarkeðjur síðar. Baugur hafni þessu hins vegar og vilji ekki selja hlut sinn nema fá að kaupa verslunarkeðjurnar. The Sunday Telegraph segir Green hafa reynt að bjarga tilboði sínu í Arcadia um helgina. Í samtali við blaðið segist hann ekki lengur vilja treysta á Baug vegna tilboðsins og haft er eftir heimildarmönnum, sem sagðir eru standa nærri Green, að hann sé afar ósáttur við Baugsmenn þar sem hann telji að þeir hafi af- vegaleitt sig og ekki komið hreint fram varð- andi húsleitina sem gerð var síðastliðinn fimmtudag og lögreglurannsóknina sem stend- ur yfir. Skilyrðislaust tilboð verður líklega lagt fram Eins og fram hefur komið er fyrirliggjandi tilboð Greens skilyrt varðandi þátttöku Baugs, en í The Guardian í gær segir að innan tveggja sólarhringa verði líklega lagt fram tilboð í Arc- adia án skilyrða. Blaðið segir vanda Greens fel- ast í því að koma saman formlegu yfirtöku- tilboði sem framkvæmdastjóri Arcadia, Stuart Rose, geti mælt með við stjórn félagsins, en sé jafnframt þess eðlis að Baugur treysti því að geta eignast þær verslunarkeðjur Arcadia sem hann hafi áhuga á. Að sögn blaðsins vill Baugur að fyrirfram sé ákveðið á hvaða verði Baugur muni geta keypt verslunarkeðjurnar, en það mun vera erfiðleikum háð, meðal annars vegna yfirtökureglna í Bretlandi. The Guardian segir einnig að einn stærsti hluthafi Arcadia hafi hafnað tilboði Greens upp á 408 pens. Óvissa sé um aðra, en að orðrómur hafi verið á kreiki um helgina að aðrir stórir hluthafar hygðust einnig hafna því tilboði. Erfitt að ná samkomulagi við Baug The Independent segir frá því að Green hafi á sunnudagskvöld átt í viðræðum við Baug í því skyni að ná samningum sem gerðu honum kleift að gera skilyrðislaust tilboð í Arcadia, en að erfitt hafi verið að ná samkomulagi við Baug. Green hafi viljað að Baugur samþykkti loforð sitt um að selja Baugi hluta af versl- unarkeðjum Arcadia síðar, en Baugur hafi vilj- að hafa samninginn skriflegan og gerðan með lögformlegum hætti. Í BBC var sagt frá áliti sérfræðinga á fjár- málamarkaði á yfirtökutilboði Philips Greens og að skiptar skoðanir væru meðal þeirra um málið. Haft er eftir Rhys Williams hjá Seymour Pierce að Philip Green myndi ekki eiga í vand- ræðum með að afla nauðsynlegra fjármuna til að kaupa Arcadia og sagt að hann hafi gefið til kynna að tilboðið væri hagstætt fyrir Arcadia. BBC hefur hins vegar einnig eftir sérfræðingi hjá SG Securities að líklega myndi Arcadia ekki taka tilboðinu, og að verð nær 438 pensum á hlut væri nær lagi, en Green hefur boðið 408 pens og sagt það vera lokaboð sitt. Hlutabréf í Arcadia hækkuðu um 0,9% í við- skiptum gærdagsins og var lokaverð þeirra 375,25 pens. Arcadia, Baugur og Green áberandi í breskum fjölmiðlum Philip Green sagður ósáttur við framgöngu Baugsmanna VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEKLA hf. var rekin með 74 millj- óna króna tapi á fyrstu sex mán- uðum ársins, en á sama tímabili í fyrra var 143 milljóna króna tap af rekstrinum. Tapið myndaðist á fyrsta fjórðungi ársins, en á öðrum fjórðungi varð hagnaður af rekstr- inum. Hekla nýtir sér bráðabirgða- ákvæði í lögum og beitir verðleið- réttingu við reikningsskilin. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði tap- ið á fyrri hluta ársins verið 13 millj- ónum króna meira og eigið fé 33 milljónum króna minna í lok tíma- bilsins. Rekstrartekjur námu tæpum 4 milljörðum króna og hækkuðu um 3% frá sama tímabili í fyrra og rekstrargjöld án afskrifta hækkuðu um 2% og námu rúmum 4 millj- örðum króna. Tap fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 54 milljónum króna, sem er 51 milljón króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Afskriftir hækkuðu um 91% og námu 55 milljónum króna og fjár- munaliðir með áhrifum dótturfélaga voru jákvæðir um 14 milljónir króna, en þeir voru neikvæðir í fyrra um 66 milljónir króna. 94 milljóna króna tap var fyrir skatta, sem er 105 milljónum króna betri afkoma en í fyrra. Innflutningur bifreiða dregst saman en hlutdeild Heklu eykst Í tilkynningu frá félaginu segir að frá árinu 2000 hafi orðið yfir 50% samdráttur í bifreiðainnflutningi og að fyrstu sex mánuði þessa árs hafi hann numið 15% miðað við sama tímabil í fyrra. Hekla hafi aukið markaðshlutdeild sína á fólksbif- reiðamarkaðnum um 3% og hafi nú tæplega 23% hlutdeild. Meiri sam- dráttur hafi orðið í sölu á atvinnu- bifreiðum, en á þeim markaði hafi hlutdeild Heklu aukist meira, eða úr 22,5% í fyrra í rúm 30% nú. Sama eigi við um vörubifreiðar yfir 16 tonnum, þar sé Hekla með tæp 45% markaðarins, en hafi haft rúm 22% á síðasta ári. Þá segir í tilkynn- ingunni að gríðarlegur samdráttur hafi orðið milli ára í sölu þunga- vinnuvéla og að ekki sé búist við breytingu á þeim markaði fyrr en virkjana- og stóriðjuframkvæmdir hefjist. Stjórnendur félagsins segjast ekki ánægðir með rekstrarniður- stöðu fyrri hluta ársins, en hún end- urspegli hið erfiða rekstrarumhverfi sem bílgreinin búi við um þessar mundir. Í erfiðu árferði og harðn- andi samkeppni hafi framlegð seldr- ar vöru lækkað, en hins vegar hafi náðst fram lækkun rekstrarkostn- aðar um tæpar 47 milljónir króna. Heildareignir Heklu nema 5,2 milljörðum króna, sem er 9% hækk- un frá áramótum. Tvær stórar eign- ir hafa bæst við í efnahagsreikningi félagsins og skýra þær í meginat- riðum aukningu eigna. Annars veg- ar er um að ræða tæplega 20% hlut í Vífilfelli og hins vegar nýtt þjón- ustuhús Heklu í Klettagörðum. Eig- ið fé nam rúmum 1,1 milljarði króna og eiginfjárhlufall var um mitt ár 22%, en það var 25% um áramót. Í áætlunum Heklu er ekki gert ráð fyrir frekari breytingum á bíla- markaði á þessu ári, en hins vegar er gert ráð fyrir aukinni sölu á árinu 2003. Stjórnendur félagsins segja ýmislegt benda til að rekstr- arumhverfi þess muni batna í náinni framtíð. Þeir segja markaðsstöðu Heklu sterka og eru bjartsýnir á framtíðina. 74 milljóna króna tap hjá Heklu hf. HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Marel hf. tekur í dag í notkun nýjar höf- uðstöðvar í Austurhrauni 9 í Garða- bæ að viðstöddum ráðherrum, þingmönnum, bæjarstjóra og bæj- arstjórn Garðabæjar, auk fjölda forsvarsmanna íslensks atvinnulífs og fleiri gesta. Opnunin markar tímamót í sögu fyrirtækisins, tækjakostur hefur verið endurbættur og húsið allt hannað með tilliti til þarfa vaxandi hátæknifyrirtækis á alþjóðamark- aði. Nýja byggingin er rúmir 15.000 fermetrar að stærð og gerbreytir allri aðstöðu fyrirtækisins, sem áð- ur var með starfsemi í tveimur hús- um. Rými Marels eykst um helming við flutninginn og að auki eru fyrir hendi möguleikar á stækkun um 3.500 fermetra. Marel er eitt fremsta fyrirtæki í heiminum á sviði hönnunar og framleiðslu tölvustýrðra vinnslu- véla og heildarlausna fyrir sjávar- útveg og kjöt- og alifuglavinnslu, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Fjórtán fyrirtæki mynda Marelsamstæðuna sem skráð er í Kauphöll Íslands. Mar- elsamstæðan er alþjóðlegt fyr- irtæki sem hefur net umboðs- og dreifingaraðila í um 30 löndum í 5 heimsálfum. Marel flytur í nýtt húsnæði Íslandsbanki Bankaráðs- menn segja af sér ÞORSTEINN Már Baldvinsson bankaráðsmaður í Íslandsbanka hef- ur sagt sig úr bankaráðinu og sömu- leiðis hefur Einar Örn Jónsson vara- maður í ráðinu sagt sig úr því. Afsagnirnar koma í kjölfar mikilla viðskipta með bréf í bankanum í síð- ustu viku þegar gengið var frá sam- komulagi milli Íslandsbanka og sex hluthafa, sem samtals áttu 21,78% hlut í bankanum, um að bankinn sölutryggði alla eignarhluti hluthaf- anna í Íslandsbanka. Seljendur hlutafjárins voru FBA Holding SA, þar sem Þorsteinn Már er meiri- hlutaeigandi ásamt Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, en þriðji eigandinn er Einar Örn Jónsson og fjölskylda. Sjöfn hf., Ovalla Trading Ltd., Eign- arhaldsfélagið ISP ehf., Fjárfesting- arfélagið Krossanes ehf. og Oddeyri ehf. Eftir að tilkynnt var um viðskiptin með hlutabréfin gáfu Þorsteinn Már og Jón Ásgeir út tilkynningu um að þeir hygðust segja sig úr bankaráði Íslandsbanka. Þorsteinn hefur þegar gert það eins og fyrr sagði en Jón Ásgeir ekki. Er afsagnar hans nú beðið til að hægt verði að tilkynna skipan varamanna í bankaráðið í stað þeirra tveggja. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hagnast um 30 milljónir HAGNAÐUR Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. á fyrstu sex mánuð- um ársins nam um 30 milljónum króna. Hagnaðurinn á öllu árinu 2001 var um 131 milljón. Árshlut- areikningur félagsins er í öllum meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áð- ur. Rekstrartekjur á fyrri helmingi þessa árs námu um 1.120 milljónum króna. Hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnaðar nam um 56 milljónum en var um 405 milljónir á öllu árinu 2001. Afskriftir á fyrri helmingi þessa árs námu um 103 milljónum og hreinar fjármuna- tekjur um 77 milljónum. Eigið fé Fiskiðjusamlagsins nam um 550 milljónum í lok júní síðast- liðinn en var um 515 milljónir í árs- byrjun. Eiginfjárhlutfall var 25,2% í lok júní en 22,1% í ársbyrjun. Heildarskuldir námu um 1.632 milljónum í lok fyrri helmings þessa árs. Þar af voru langtímaskuldir um 871 milljón og skammtímaskuldir um 761. Þær voru um 1.011 milljónir í ársbyrjun. Í lok júní námu veltu- fjármunir um 594 milljónum og því var veltufjárhlutfallið 0,8. Veltufé frá rekstri nam um 25 milljónum en var um 356 milljónir á árinu 2001. Handbært fé til rekstrar nam um 9 milljónum en var um 379 milljónir á öllu árinu 2001. Tap hjá MP Bio TAP til lækkunar á eigin fé líftækni- sjóðsins MP Bio nam 368 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Inn- leystur hagnaður nam 800 þúsund krónum en þegar tekið er tillit til óinnleysts gengistaps upp á 369 millj- ónir króna er heildartap tímabilsins 368 milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að eignarhlutir félagsins í óskráðum fé- lögum, sem öll eru erlend, eru metnir miðað við kaupverð í erlendri mynt. Gengi erlendra mynta gagnvart ís- lenskri krónu lækkaði á tímabilinu og lækkaði Bandaríkjadollar t.d. um 16,3%. Breyting á bókfærðu verði þessara hlutabréfa er færð sem óinn- leystur gengismunur í rekstrarreikn- ingi og yfirliti um heildarafkomu. Í júnílok var færð til lækkunar á bók- færðu verði eignarhluta 800 milljóna króna niðurfærsla. Niðurfærslan stendur óbreytt frá ársbyrjun, en vegna styrkingar krónunnar gagn- vart öðrum myntum vegur niður- færslan hlutfallslega talsvert þyngra en áður. Veruleg óvissa ríkir eins og áður um raunverulegt verðmæti óskráðra bréfa. Veruleg lækkun varð á gengi skráðra markaðsbréfa í eignasafni félagsins, og lækkaði gengi bréfa í deCode Genetics Inc. um 52%. Stjórnendur félagsins vilja benda á að fjárfesting í lyfja-, líftækni- og erfðatæknifyrirtækjum er almennt afar áhættusöm og þrátt fyrir að þeir hafi trú á að eignir félagsins komi til með að skila ávinningi, þá beri að skoða þær og almenna starfsemi fé- lagsins með tilliti til þess. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.