Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á AÐALFUNDI SASS á Selfossi 30. og 31. ágúst voru flutt erindi um orkumál ásamt aðstæðum á sviði orkumála. Í þeim kom m.a. fram að mikil vatnsafls- og gufuorka er enn óbeisluð í Suðurkjördæmi. Einnig kom fram í erindum og umræðum nauðsyn þess að til yrði öflugt orku- fyrirtæki í Suðurkjördæmi sem Suð- urlandshluti RARIK rynni til. Erindin fluttu Þorkell Helgason forstjóri Orkustofnunar, Hákon Að- alsteinsson yfirverkefnisstjóri Orku- stofnunar, Þórður Friðjónsson for- stjóri Kauphallar Íslands og Bergsteinn Einarsson framkvæmda- stjóri Sets hf. á Selfossi Þorlákshöfn aldrei nefnd Bergsteinn Einarsson fram- kvæmdastjóri Sets hf. lagði áherslu á að hann talaði sem orkunotandi og iðnrekandi. Hann sagði m.a. í sínu er- indi að áhersla hefði ekki verið lögð á að iðnvæða landið og skapa markað innanlands fyrir orku heldur miðað- ist allt við stóriðju og skjótfenginn gróða. Íslendingar hefðu ekki sinnt því að verða fullvinnsluþjóð í iðnaði. Hann sagði það merkilegt að engin orkufrek atvinnustarfsemi hefði ver- ið sett niður á Suðurlandi og sagði undarlegt að Þorlákshöfn skyldi aldrei nefnd í tengslum við stóriðju en á svæðinu væri nægur mannafli, nægt land og hagkvæmar siglingar mögulegar. Nefndi hann sem dæmi að Stein- ullarverksmiðjan sem orðuð hefði verið við Þorlákshöfn á sínum tíma hefði verið sett niður á mun óhag- kvæmari stað með enga útflutnings- möguleika. Hann benti á að núver- andi hugmyndir um súrálsverk- smiðju á Húsavík minntu á þetta og sagði vel mega hugsa sér virkjun í Hveragerði sem væri hliðstæð Svartsengi. Bergsteinn benti á að ekki hefði tekist að móta sameiginlega stefnu í orkumálum fyrir Suðurland en þar væru nú tækifæri þar sem RARIK væri í óvissu. „Við eigum mörg tæki- færi,“ sagði Bergsteinn, „sú orka á Suðurlandi sem þó skiptir mestu máli er okkar eigin orka sem þarf að virkja til að takast á við verkefnin.“ Fá Norðlendingar að stela RARIK? Í umræðum um orkumálin spurði Hjálmar Árnason alþingismaður og formaður iðnaðarnefndar Alþingis úr ræðustól, þegar hann tók til máls um orkumál, hvort Sunnlendingar ætl- uðu að láta Norðlendinga stela Raf- magnsveitu ríkisins, eins og hann orðaði það. Hann skoraði á Sunnlendinga að láta skoða það að Suðurlandshluti RARIK yrði hluti af Suðurorku, sameinuðu orkufyrirtæki Sunnlend- ingafjórðungs. Hann lagði áherslu á nauðsyn þess að orkuveitur störfuðu saman og sagði það tvímælalaust hagkvæmt að veiturnar sameinuðust í eitt öflugt orkufyrirtæki, Suður- orku. Árni R. Árnason alþingismaður sagði á fundinum að iðnaðarráðherra hefði neitað að tala við fyrirtæki á Suðurlandi um sölu á RARIK. Hann sagði að með framkvæmd nýrra orkulaga myndu koma fram fleiri að- ilar en Landsvirkjun til að leita að fjárfestum í iðnaði og það væri mjög þýðingarmikið. Hann sagði nauðsyn- legt að breyta orkufyrirtækjunum í hlutafélög og leyfa öðrum en sveit- arfélögum og ríki að koma að þeim sem eigendur. Hugað verði að sameiningu orkufyrirtækja Á aðalfundi SASS var samþykkt tillaga um sameiginlegt orkufyrir- tæki á Suðurlandi og Suðurnesjum: „Aðalfundurinn hvetur sveitarfélög á starfssvæðinu og í kjördæminu öllu til að huga að sameiningu orkufyr- irtækja í eitt öflugt fyrirtæki. Jafn- framt verði hafnar viðræður við rík- isvaldið um kaup á þeim hluta RARIK sem starfandi er í nýju Suð- urkjördæmi. Með þessu verði til sameiginlegur öflugur bakhjarl íbúa og atvinnulífs.“ Í öðrum ályktunum var „skorað á yfirvöld raforkumála og Rafmagns- veitur ríkisins að undinn yrði bráður bugur að styrkingu raforkudreifi- kerfisins og jafnframt að þrífösun rafmagns.“ Einnig var skorað á yfirvöld að tryggja Orkustofnun fjármagn til þess að kosta frumathuganir á virkj- unarkostum smærri vatnsfalla. Jafn- framt voru stjórnvöld hvött til þess að hagstæð fjármögnun fáist til smá- virkjana. Orkumál rædd á aðalfundi SASS á Selfossi Öflugt orkufyrirtæki verði í Suðurkjördæmi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fulltrúar og gestir hlýða á umræður og glugga í gögn á aðalfundinum. Selfoss MAREIND í Grundarfirði var stofn- uð 1993 og þjónustaði í upphafi skip og báta með siglinga- og fiskileitar- tæki. Frá árinu 2000 bættist við sala og þjónusta skrifstofutækja og enn færir Mareind út kvíarnar með opn- un á tölvuverslun á Nesvegi 7 í sam- starfi við EJS. Mareind hyggst bjóða upp á tölvu- lausnir fyrir fyrirtæki sem og ein- staklinga og verða það tölvur frá Dell, jafnt borðtölvur sem fartölvur, sem þeir hyggjast selja og þjónusta. Hjá Mareind starfa nú tveir tækni- menn og tveir í sölu- og skrifstofu- störfum og er fyrirtækið til húsa á Nesvegi 7. Mareind hlaut fyrr á árinu fram- faraverðlaun Eyrbyggja, Hollvina- samtaka Grundarfjarðar. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Kristín Pétursdóttir og Þorsteinn B. Sveinsson hjá Mareind. Mareind færir út kvíarnar Grundarfjörður TEKIÐ hefur verið í notkun nýtt eldhús og borðsalur við Sænautasel í Jökuldalsheiði. Eldhúsið er fellt inn í hlöðutóft við fjárhús við bæinn á Sæ- nautaseli. Það er búið öllum nútíma þægindum og viðurkennt af heil- brigðiseftirliti. Fjárhúsið er síðan notað sem veit- ingasalur og tekur 40 manns í sæti. Margt manna var við opnunina, með- al annars Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður. Sömu rekstraraðilar eru að veitingaaðstöð- unni og gamla bænum, Lilja Óladótt- ir og Björn Hallur Gunnarsson. Hægt verður áfram að fá lummur og kaffi í gamla bænum en nýja veit- ingaaðstaðan er hugsuð fyrir hópa sem panta með fyrirvara. Nýtt eldhús í Sænautaseli Norður-Hérað RÉTTAÐ var í Hlíðarrétt í Mý- vatnssveit á sunnudag og hófust réttirnar snemma dags. Var fólk fleira en fé á réttinni, svo sem nú er orðið venjulegt. Réttað verður víða um land næstu helgar. Morgunblaðið/BFH Fjölmennt í réttum í Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.