Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI var tilkynnt um nein meiri-
háttar eignaspjöll í óveðrinu sem
gekk yfir landið á sunnudag og
mest var um minniháttar skemmd-
ir. Nokkuð var um að þakplötur
losnuðu og tré hefðu brotnað.
Að sögn Veðurstofu Íslands
mældist vindhraði víðast hvar vel
yfir 20 m/s en mestur mældist hann
46 m/s á Vatnsskarði eystra. Víða á
fjallvegum mældist vindhraði yfir
30 m/s.
Eitthvað var um fok á þakplötum
í Grafarvogi og í miðbæ Reykjavík-
ur og voru björgunarsveitir kall-
aðar til aðstoðar. Þá voru björg-
unarsveitir frá Selfossi,
Eyrarbakka og Stokkseyri kallaðar
út til aðstoðar vegna foks í hvass-
viðrinu en mest var um að þak-
plötur losnuðu frá.
Björgunarsveitirnar Sigurvon
frá Sandgerði og Þorbjörn frá
Grindavík voru á ferð inn í Þórs-
mörk á sunnudag. Þar voru jeppar
og rúta komin í vandræði vegna
vatnavaxta í ánum á svæðinu. Að-
stoða þurfti fjölmarga jeppa niður á
þjóðveg en auk þess voru 43 farþeg-
ar selfluttir úr rútu sem bilaði í
Þórsmörk.
Á Suðurnesjum var ekki um telj-
andi tjón að ræða en tilkynnt var
um að þakjárn hefði losnað á átt-
undu hæð háhýsis við Framnesveg í
Reykjanesbæ.
Í Hafnarfirði slasaðist húseigandi
við Eyrartröð þegar hann var að
reyna festa þakplötur sem voru að
losna á húsi hans. Björgunarsveit
Hafnarfjarðar kom húseigandanum
til aðstoðar.
Engar siglingar voru með Herj-
ólfi á sunnudag sem lá við bryggju í
Eyjum með bilaða hliðarskrúfu.
Innanlandsflug lá að mestu niðri en
minniháttar tafir urðu á millilanda-
flugi. Hjá Tilkynningaskyldunni
fengust þær upplýsingar að um 100
skip hefðu verið á sjó á sunnudag.
Engar tilkynningar bárust um
vandræði hjá skipum vegna veð-
urofsans
Síðdegis á sunnudag gekk veðrið
yfir norðanvert landið og náði há-
marki milli klukkan 19 og 21, að
sögn lögreglunnar á Akureyri.
Orsökina að finna í miklum
mun á hlýju og köldu lofti
Á Mývatnsöræfum fóru vind-
hviður í 40 m/s og sömuleiðis á
Hvammi í Rangárvallasýslu. Á
Hólasandi fór vindur upp í 30 m/s
og á Hellisheiði yfir 30 m/s. Á
Reykjanesbraut mældist vindur upp
undir 30 m/s í verstu hviðunum. Að
sögn Þorsteins Jónssonar, veð-
urfræðings hjá Veðurstofu Íslands,
náði vindurinn hámarki sunn-
anlands um miðjan dag á sunnudag.
Á sunnudagskvöld náði vindur há-
marki á austanverðu landinu.
Að sögn Þorsteins er orsakir veð-
ursins að finna í miklum mun á
hlýju og köldu lofti sem skapar góð
skilyrði fyrir myndun djúpra
lægða. Hann bendir á að yfir Kan-
ada fari veður kólnandi en heitt loft
sé enn þá í Evrópu. Þá er sjávarhiti
enn nokkuð hár á norðurhveli.
Að sögn Þorsteins er ekki útlit
fyrir að stórviðri gangi yfir landið
að nýju á næstunni. Í dag er gert
ráð fyrir vaxandi suðaustanátt og
rigningu víða um land. Spáð er
norðanátt á fimmtudag og föstu-
dag.
Tré brotnuðu og þakplötur losnuðu en engin meiriháttar eignaspjöll í óveðrinu
Þakplötur
losnuðu og
tré brotnuðu
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Klukkan 18 á sunnudag mældust 26 m/sek. á veðurstöðinni í Neslöndum.
Myndin er tekin við Kálfaströnd í Mývatnssveit þar sem vatnsaustur af
víkinni gekk yfir bæinn. Ekki sér til fjalla fyrir moldarmistri í sveitinni.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Þessi foss við bæinn Kerlingadal náði ekki að
renna sína leið vegna óveðurs á sunnudag.
Morgunblaðið/Magnús Skúlason
Þessar 15–17 metra háu Alaskaaspir í Laugarási í Biskupstungum féllu á hliðina í
óveðrinu á sunnudag. Alls féllu sjö tré en þrjú til viðbótar hölluðust verulega.
ELDVARNAREFTIRLITIÐ í
Reykjavík hefur látið af þving-
unaraðgerðum með viðvörunum
um dagsektir vegna óviðunandi
eldvarna í húsnæði Kassagerðar-
innar við Köllunarklettsveg í
Reykjavík. Ástæðan er sú að nýir
eigendur eru teknir við fyrirtæk-
inu og byrja með hreint borð
gagnvart Eldvarnareftirlitinu,
enda beinast þvingunaraðgerðir
ekki gegn ágöllum á sjálfu hús-
næðinu, heldur eigendum. Úrbóta
í eldvörnum er engu að síður
krafist af nýjum eigendum.
Fyrri eigandi húsnæðisins hafði
fengið viðvörun um fyrirhugaðar
dagsektir þar sem hann var kom-
inn fram yfir þann frest sem Eld-
varnareftirlitið hafði veitt honum
til að efla eldvarnir. Í kjölfar þess
var lögð fram verkáætlun um úr-
bætur sem Eldvarnareftirlitið
féllst á. Vanhöld urðu síðan á úr-
bótum og í kjölfarið var málið
sent borgarráði svo heimild feng-
ist fyrir beitingu dagsekta. Komu
þá í ljós breytingar á eignarhaldi
í Kassagerðinni sem Eldvarnar-
eftirlitið hafði ekki áttað sig ekki
á.
Ástand í eldvörnum
hefur batnað í heildina
„Vegna þessa byrjar málið upp
á nýtt gagnvart nýjum eigend-
um,“ segir Bjarni Kjartansson,
deildarstjóri forvarnadeildar
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
„Eðli málsins samkvæmt beinast
þvinganir ekki að húsinu, þótt
ágallarnir hvíli á því, heldur þeim
aðila sem á það og ber ábyrgð á
því samkvæmt lögum. Ef aðili,
sem er í dagsektamáli gagnvart
okkur, losar sig við eignina, ber
hann ekki lengur ábyrgð á eign-
inni.“
Bjarni segir að málið haldi
engu að síður áfram og gerð verði
krafa á hendur nýjum eigendum
um úrbætur í eldvörnum í húsinu.
Hann segir mjög ólíklegt að
breytingar á eignarhaldi tengist á
nokkurn hátt afskiptum Eldvarn-
areftirlitsins.
Bjarni segir óhætt að fullyrða
að heildarástand í eldvörnum á
starfssvæði Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins hafi batnað á síð-
ustu árum, þótt eldvarnir í iðn-
aðarhúsnæði séu afar breytilegar
frá einu fyrirtæki til annars.
Brunatjón óvenju
hátt í fyrra
Björn Karlsson brunamála-
stjóri segir að brunatjón á lands-
vísu hafi verið óvenju hátt í fyrra,
eða rúmlega 1,3 milljarður króna.
Mjög stóran hluta þessa tjóns
megi rekja til einstakra bruna í
atvinnuhúsnæði. Til samanburðar
hefur eignatjón vegna eldsvoða
verið að meðaltali um 850 millj-
ónir króna á.árunum 1981–2001.
„Ef við viljum minnka brunatjón
á Íslandi, ættum við að skoða sér-
staklega stærri bruna í atvinnu-
húsnæði,“ segir Björn.
Hann segir Brunamálastofnun
hafa átt fundi með trygginga-
félögunum um málið og segir alla
sammála um mikilvægi þess að
gera eigendum og forráðamönn-
um fyrirtækja betri grein fyrir
ábyrgð þeirra á eldvörnum. „Það
er atvinnurekendum mjög í hag
að hafa brunavarnir í lagi,“ segir
hann og telur nauðsynlegt að
gera átak í eldvörnum í iðnaðar-
húsnæði hérlendis.
Látið af þvingunaraðgerðum vegna lélegra eldvarna í Kassagerðinni
Nýir eigendur byrja með hreint
borð gagnvart Eldvarnareftirliti
Dyravörður
varð fyrir
líkamsárás
LÖGREGLAN í Reykjavík rannsak-
ar nú líkamsárás sem dyravörður á
veitingahúsinu Sóloni í Bankastræti
varð fyrir aðfaranótt sunnudags.
Skv. upplýsingum frá lögreglunni í
Reykjavík eru hinir meintu árásar-
menn bræður, annar þeirra var í
starfsnámi hjá lögreglunni í Reykja-
vík í sumar og hefur fengið inngöngu í
Lögregluskólann. Dyravörðurinn
hyggst leggja fram kæru.
Árásin var framin aðfaranótt
sunnudags. Dyravörðurinn mun hafa
neitað öðrum bræðranna um aðgang
að veitingahúsinu og í framhaldi af því
kom til átaka milli þeirra. Samkvæmt
dagbók lögreglu spörkuðu bræðurnir
í höfuð og kvið dyravarðarins og fóru
síðan af vettvangi í bifreið. Þeirra var
leitað án árangurs um nóttina. Dyra-
vörðurinn var fluttur á slysadeild í
sjúkrabifreið en meiðsl hans eru ekki
eins alvarleg og talið var í fyrstu.
Þeir sem vilja verða lögreglumenn
verða að uppfylla ákveðin skilyrði,
m.a. mega þeir ekki hafa gerst brot-
legir við refsilög. Það gildir þó ekki ef
brotið er smávægilegt eða langt um
liðið frá því það var framið.
VEIÐI lauk í Laxá á Ásum á sunnu-
dagskvöld og var lokatalan 560 laxar,
sem er nánast sami afli og í fyrra, en
þá veiddust 565 laxar í ánni. Þetta er
þó að því leyti betri útkoma að júní-
mánuður var núna nánast laxlaus
eins og svo víða annars staðar og það
var mál manna
að talsvert
meira af laxi
hefði verið í
ánni í sumar
heldur en í
fyrra. Þá var
aðeins veitt á
flugu í sumar
og því engir
stórveiðidagar
með maðki.
Ofangreind-
ar tölur koma
fram á vefsíðu
Jóns Guð-
manns veiði-
varðar við
Laxá. Þar kem-
ur og fram að síðustu fjóra dagana
veiddust 28 laxar í ánni, allir í Lang-
hyl sem kemur sterkur inn í lokin.
„Við erum komin með 860 laxa í
sumar og það eru sex dagar eftir. Ég
veit ekki hvort við náum 900 löxum,
sem er í sjálfu sér ekkert keppikefli.
Það er mikið vatn í ánni núna og að-
stæður því kannski fremur erfiðar.
En það er mikill lax í ánni og þetta er
með því besta sem hér gerist. Þetta
hefur verið gott sumar,“ sagði Einar
Sigfússon, einn leigutaka Haffjarð-
arár.
Nýlega var dreginn 16 punda
hængur úr ánni sem hefði líklega
verið 18 til 19 punda nýgenginn.
Hörkuveiði hefur verið í Breið-
dalsá að undanförnu, t.d. veiddist
þar 51 lax á fimmtudag og föstudag.
Veiði minnkaði nokkuð er vatn óx
mjög í ánni, en menn voru að setja
sig í stellingarnar að mæta nýju
skoti er vatnið sjatnar á ný. Talsvert
af laxi hefur verið að ganga að und-
anförnu og Breiðdalsá hefur löngum
verið drjúg haustveiðiá. 16 og 18
punda laxar voru í skotinu, en þess
má geta að 11 löxum var sleppt aftur
og fimm stórlaxar til viðbótar voru
teknir lifandi í klak. Áin er komin
með 240 laxa, en allt síðasta sumar
veiddust þar 233 laxar.
Laxá á Ásum
nánast eins
og í fyrra
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Birkir Birgisson með
16 punda hæng sem
hann veiddi á svarta
Frances í Gljúfrahyl
í Breiðdalsá.