Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EF INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum myndi flokkurinn auka fylgi sitt um tæp- lega þriðjung eða 32%, fengi 34,2% atkvæða í stað 25,9%. Tæplega fimmtungur eða 19% þeirra kjós- enda sem kváðust ekki ætla að styðja Samfylkinguna er tilbúinn til þess að breyta afstöðu sinni ef Ingi- björg leiddi lista Samfylkingarinnar. Af þeim sögðust 94% myndu kjósa Samfylkinguna. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup hefur unnið fyrir þjóðmálarit- ið KREML.IS. en spurt var: „Ef Ingibjörg Sólrún leiddi lista Sam- fylkingarinnar, myndi það breyta af- stöðu þinni hvaða flokk eða lista þú myndir styðja í alþingiskosningun- um? (Þeir spurðir sem kváðust ætla að kjósa annað en Samfylkinguna).“ Niðurstaðan er skýr Eiríkur Bergmann Einarsson, einn ritstjóra KREML.IS, segir að mikil viðbrögð hafi orðið við grein á KREML.IS í sumar þar sem því hafi verið haldið fram að það væri póli- tísk skylda Ingibjargar að verða við kalli kjósenda og bjóða sig fram til Alþingis næsta vor. Menn hefðu því haft áhuga á að láta kanna með form- legum hætti hvaða áhrif það hefði ef Ingibjörg væri í framboði. „Niður- staðan er skýr. Með framboði henn- ar snareykst fylgi flokssins og koma hennar verður jafnframt til þess að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks verður raun- hæfur möguleiki.“ Eiríkur segir að Samfylkingin eigi auðvitað að tefla fram eins mörgum öflugum stjórnmálamönnum og hún geti; valkostirnir séu ekki þeir að Ingibjörg komi inn og Össur fari út, Samfylkingin eigi að tefla þeim báð- um fram. „Jú, við hringdum í bæði Ingi- björgu Sólrúnu og Össur í gærmorg- un og létum þau vita af niðurstöðum könnunarinnar. Við áttum gott spjall við þau bæði tvö.“ Sé miðað við þátttöku Ingibjargar mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun Gallup vera 38,1% en væri annars 40%. Fylgi Framsóknar- flokksins mælist 14,4% en væri 17,9% án þátttöku Ingibjargar og fylgi Vinstri grænna mælist 9,9% en væri annars 12,5%. Könnunin var framkvæmd dagana 14. til 28. ágúst, tekið var 1156 manna slembiúrtak úr þjóðskrá á aldrinum 18 til 75 ára af öllu landinu og var svarhlutfall tæp 68%. Ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi lista Samfylkingarinnar Fylgið myndi aukast um þriðjung fyrir hvort Green mun gera tilboð í Arcadia án stuðnings Baugs, og gera þá tilboð í allt hlutafé fyrirtæk- isins, þar með talinn hlut Baugs. Í Ríkisútvarpinu var greint frá því í gær að stjórn Arcadia hefði gefið Green frest þar til í dag til að ákveða hvort hann gerði nýtt tilboð með eða án Baugs, eða hvort hann drægi tilboð sitt til baka. Stuart Rose, framkvæmdastjóri Arcadia, segir að fyrirtækið bíði ákvörðunar Greens, boltinn sé nú hjá honum. Yfirlýsing um að Baugur sé brotaþoli Síðdegis í gær fékk Hreinn Lofts- son lögmaður Baugs í hendur yf- irlýsingu frá Jóni H. Snorrasyni fyr- ir hönd efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans, þar sem stað- fest var, að rannsókn efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjórans snerist um meint svik gegn Baugi, þar sem fyrirtækið sjálft væri JÓN Ásgeir Jóhannesson stjórnar- formaður Baugs taldi í gærkvöldi ólíklegt að samningar næðust á milli Baugs og Philips Greens í tengslum við yfirtökutilboð Greens í Arcadia. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Söru Lind Þorsteins- dóttur forstöðumann kynningar- sviðs Baugs, en þar kom einnig fram að samningaviðræður stæðu yfir. Í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi var haft eftir Jóni Ásgeiri að ljóst væri að aðgerðir lögreglu hefðu gert út- slagið varðandi það að ekki hefðu náðst samningar. Hann segði Baug hafa orðið af milljörðum vegna þessa. Baugur á 20% í Arcadia og í yf- irtökutilboði Greens er gert ráð fyr- ir að Baugur eigi aðild að tilboðinu með því að kaupa hluta af versl- unarkeðjum Arcadia. Nú ríkir óvissa um yfirtökutilboðið og að- komu Baugs að því og ekki liggur brotaþoli. Yfirlýsingin var fengin að beiðni lögmanns Baugs og var á ensku, en hana átti að sýna viðsemj- endum fyrirtækisins erlendis. Að sögn Hreins Loftssonar var kæra hans vegna húsleitar lögregl- unnar í síðustu viku í húsakynnum Baugs, þingfest í gærmorgun í hér- aðsdómi Reykjavíkur. Hann segir að þar hafi gögn málsins verið lögð fram, þar á meðal listi yfir það sem lögreglan tók við húsleitina, en þann lista sagðist hann telja ófullnægj- andi því þar væri ekki sundurliðun á þeim tölvugögnum sem tekin hefðu verið. Hreinn segir verjanda hafa fengið frest fram á miðvikudag til að skila greinargerð og gerði hann ráð fyrir að málið yrði flutt á fimmtu- daginn. Þinghaldið er lokað og um það fengust engar upplýsingar hjá héraðsdómi Reykjavíkur þar sem það fer fram, þar sem málið er enn í rannsókn. Hreinn segir að eftir að hafa farið yfir kröfuna sem gerð hafi verið um húsleit og tilefni hennar og eftir að hafa farið yfir gögn, sem málinu tengjast, með endurskoðendum skilji hann og skjólstæðingar hans ekki hvert málið sé. Þegar hafi kom- ið fram að stór hluti ásakananna sé á misskilningi byggður, þar á meðal um afsláttarreikning sem sé vegna afsláttar sem heildsalan Nordica í Flórída hafi veitt Baugi í tengslum við kaup Baugs á vörum heildversl- unarinnar. Um mánaðarlega reikninga sem Nordica hafi gefið út segir Hreinn að ekkert finnist annað í bókum Baugs en að þeir hafi verið greiddir inn á bankareikning Nordica. Hreinn segir að því hafi verið haldið fram að þessir mánaðarlegu reikn- ingar hafi tengst kaupum á báti í Flórída og rekstri hans. Nú hafi verið lögð fram gögn sem sýni að það hafi verið Gaumur sem borgaði þennan bát en ekki Baugur. Stjórnarformaður Baugs telur ólíklegt að samningar náist BRESKA dagblaðið Guardian birti á fimmtudag í síðustu viku opnu- grein prýdda ljósmyndum sem sýna eiga dæmi um mengun og áhrif þeirra víðsvegar að úr heiminum. Greinin, sem birt er í tengslum við leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nú stendur yfir í Jóhannesarborg, hefur vakið mikil viðbrögð meðal lesenda, eink- um vegna ljósmyndar frá Bláa lón- inu sem birt er með greininni og á að sýna dæmi um staði í náttúrunni sem mengun stafar af. Þorsteinn Pálsson, sendiherra Ís- lands í Lundúnum, hafði samband við dagblaðið í síðustu viku vegna birtingar á greininni og óskaði eftir því að umfjöllun um Bláa lónið yrði leiðrétt. Þá settu Flugleiðir sig í samband við forsvarsmenn blaðsins auk þess sem umhverfisvernd- arsinnar, vísindamenn og lesendur blaðsins sem þekkja til hér á landi bentu ritstjórn blaðsins á þau mis- tök sem átt hefðu sér stað. Var þeim bent á að Bláa lónið væri einn vinsælasti ferðamannastaður á Ís- landi sem væri að auki laus við alla mengun. Guardian birti leiðréttingu dag- inn eftir og sendi fulltrúa blaðsins Sam Wollaston, aðstoðarritstjóra greinaskrifa, hingað til lands um síðustu helgi til að skoða aðstæður við Bláa lónið. Wollaston átti viðtöl við Magneu Guðmundsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Bláa lónsins, og Grím Sæmundsen framkvæmda- stjóra auk þess sem hann ræddi við Albert Albertsson, aðstoðarfor- stjóra Hitaveitu Suðurnesja. Í Guardian í dag er heimsókn Wollastons gerð skil í blaðinu þar sem m.a. er birt mynd af honum þar sem hann baðar sig í lóninu. Aðspurður hvernig hafi staðið á mistökum blaðsins segir Wollaston að Guardian hafi notast við myndir sem þeir fengu frá Sameinuðu þjóð- unum og birtar voru í hefti sem nefnist „Elements“. Þar hafi bæði verið tilgreindir staðir sem eru mengaðir og staðir sem eru lausir við mengun og virðist sem mynd af Bláa lóninu, sem að auki er 10–15 ára gömul, hafi óvart lent í bunka með myndum af stöðum þar sem mengun er mikil. „Okkur þykir þetta mjög leitt. Við sáum að þar sem þetta er einn helsti áningarstaður ferðamanna á Íslandi yrðum við að gera meira en að birta leiðréttingu,“ segir Woll- aston. Ánægja með snögg og góð viðbrögð blaðsins Magnea Guðmundsdóttir hjá Bláa lóninu segir að það hafi verið ánægjulegt að sjá hversu margir hafi sett sig í samband við blaðið vegna umfjöllunarinnar, ekki síst Bretar sem hafi þekkt til lónsins. Að auki hefði blaðið sýnt snögg og góð viðbrögð með því að senda full- trúa sinn hingað enda hafi þeir strax gert sér ljóst hvers eðlis mis- tök þeirra voru. Hún nefnir að fólk hafi hent gam- an af því þegar Wollaston baðaði sig í lóninu, að hann steig heill heilsu upp úr því aftur og virðist því ekki hafa orðið meint af. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Opnugreinin sem birtist í Guardian sl. fimmtudag og sýnir baðgesti Bláa lónsins á góðri stundu. Mynd af Bláa lóninu lenti í vitlausum bunka Guardian birtir leiðréttingu vegna umfjöllunar um mengun þar sem Bláa lónið er tilgreint Í ÞJÓÐARPÚLSI Gallup kemur fram að fylgi við ríkisstjórnina hefur vaxið á undanförnum mánuðum, það mælist nú vera 63% og hefur ekki verið meira frá því október árið 2001. Fylgi stjórnarflokkanna reyndist þó hafa minnkað lítillega frá fyrra mánuði, Sjálfstæðisflokk- urinn stendur í stað með tæplega 41% fylgi en fylgi Framsóknar- flokksins minnkar um 1%. Tekið skal fram að stór hluti þeirra sem ekki taka afstöðu til þess hvaða flokk þeir ætla að kjósa segjast þó munu styðja ríkisstjórnina. Þá kannaði Gallup viðhorf fólks til sölu ríkisbankanna og reyndust 37% hlynnt því að ríkið seldi hlut sinn í báðum bönkunum, 22% voru hvorki hlynnt né andvíg en 42% voru and- víg sölunni. Karlar eru mun hlynnt- ari sölu en konur og eins reyndist vera mikill munur á afstöðu fólks eftir aldri. Þannig voru 62% á aldr- inum 55 til 75 á móti sölu bankanna. Í Þjóðarpúlsi Gallup kemur einnig fram að trú fólks á heiðarleika stjórnmálamanna hefur dalað; 51% telja þá vera heiðarlega en 64% voru þeirrar skoðunar fyrir ári. Vaxandi fylgi við ríkisstjórnina STJÓRN Alþjóða bridssambandsins ákvað um helgina að svipta Hjördísi Eyþórsdóttur silfurverðlaunum í sveitakeppni kvenna á heimsmeist- aramótinu í brids sem lauk á laug- ardag í Montreal. Hjördís er búsett í Bandaríkjunum og er atvinnumaður í brids. Í Montreal þurftu þeir sem unnu til verðlauna að gangast undir lyfja- próf en Hjördís neitaði. Hún varð í öðru sæti ásamt fimm bandarískum spilurum. Í breska blaðinu Daily Telegraph segir Hjördís að hún noti lyf vegna bakverkja. Um sé að ræða lyfseðilsskylt lyf en henni hafi láðst að skrá það hjá mótshöldurum fyrir mótið. Hún hafi þó spurt stjórnend- ur mótsins hvort lyfið væri á bann- lista en þeir hafi ekki vitað það. „Nú hafa þeir svipt mig öllu, verð- laununum og mannorðinu,“ hefur Telegraph eftir Hjördísi. Neitaði lyfjaprófi og var svipt verðlaunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.