Morgunblaðið - 14.09.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 14.09.2002, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 25 ARABARÍKI hvöttu í gær Íraksstjórn til að leyfa vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) að koma aftur til landsins, í kjölfar þess að George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í fyrradag að óhjákvæmilegt væri að grípa til aðgerða gegn Írökum nema því aðeins að SÞ hlutuðust til um að Írakar yrðu afvopn- aðir. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hvatti Saddam Hussein Íraksforseta til að „grípa tæki- færið“, sem Bush hefði gefið í ræðunni á alls- herjarþingi SÞ, og hleypa eftirlitsmönnunum nú til landsins. Yrði það ekki gert myndi slíkt hafa „skelfilegar afleiðingar“ fyrir Írak og Miðaust- urlönd öll, sagði Mubarak. Utanríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Mah- er, sagði að egypsku stjórninni væri nauðugur einn kostur að lýsa stuðningi við hernaðarað- gerðir gegn Írak ef SÞ veittu slíkum aðgerðum stuðning. Egyptar væru andvígir því að Banda- ríkjamenn gripu einhliða til aðgerða, en ef SÞ samþykktu ályktun gegn Írak gætu Egyptar ekki annað en hlítt „alþjóðlega lögmætri álykt- un“. Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababanda- lagsins, sem í eru 22 ríki, hvatti til áframhald- andi viðræðna milli Íraka og SÞ. „Ræða Bush, þar sem hann sagði að SÞ ættu að axla ábyrgð gagnvart Írak, var góð. Arabar geta tekist á við þetta,“ sagði Moussa í viðtali við Rödd araba, sem er ríkisútvarp í Egyptalandi. Moussa komst í heimsfréttirnar í síðustu viku er hann sagði að Bandaríkjamenn myndu „opna dyr helvítis“ fyrir arabaheiminn ef þeir réðust á Íraka. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi komust næst því í arabaheiminum að taka upp hanskann fyrir Íraka. Sagði málgagn stjórnarflokksins, dag- blaðið Al-Baath, að Bush hefði farið fram á að samþykkt yrði ályktun er í raun myndi gefa Bandaríkjamönnum frjálsar hendur til árása á Írak með alþjóðlegum stuðningi. „Atlaga gegn Írak yrði talin atlaga gegn öllum aröbum,“ sagði í leiðara blaðsins. Schröder enn andvígur hernaði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að þótt Bush hefði heitið því að hann myndi leita eftir ályktun frá SÞ áður en ráðist yrði til aðgerða hefði það ekki slegið á áhyggjur sínar af hugsanlegri árás Bandaríkjamanna á Írak. „Rök mín gegn hernaðaraðgerðum standa óhrakin, og það er ljóst að undir minni stjórn mun Þýskaland ekki taka þátt í neinni herför,“ sagði Schröder. Þýski kanslarinn er sá eini af bandamönnum Bandaríkjanna sem hefur algerlega útilokað stuðning við hernaðaraðgerðir. Kosningar fara fram í Þýskalandi um næstu helgi, og hafa tveir þriðju þýskra kjósenda lýst sig andvíga hernaði gegn Írak. Eindregin afstaða Schröders hefur aukið fylgi flokks hans í skoðanakönnunum und- anfarið, en lengst af naut flokkurinn talsvert minna fylgis en helsti keppinauturinn. Frakkar, sem fyrr í vikunni lögðu fram áætlun um hvernig SÞ gætu leyft beitingu hervalds, sögðu að allt kæmi til greina ef Íraksstjórn neit- aði að verða við þeim kröfum sem settar hafa verið fram. Frakkar ítrekuðu þó að þeir myndu ekki taka þátt í aðgerðum sem ekki hefðu verið samþykktar af öryggisráði SÞ. „Við munum meta aðstæður er þar að kemur,“ sagði Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakklands. „Það þýðir að ekkert er útilokað.“ Forseti kínverska þingsins hvatti Íraka til að vera samvinnuþýðir og sagði að til hernaðar- aðgerða gæti aðeins komið samkvæmt ályktun SÞ. Kínverjar eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu og gætu beitt neitunarvaldi gegn ályktun sem heimilaði herför gegn Írökum. Hvetja Íraka til að heimila vopnaeftirlit Viðbrögð arabaríkja við ræðu Bush Bandaríkja- forseta yfirleitt jákvæð Kaíró, Berlín. AFP, AP. CHRISTOPHER Reeve, bandaríski kvikmyndaleikar- inn, sem er best þekktur fyrir leik sinn sem ofur- hetjan Sup- erman, hef- ur komið læknum sín- um á óvart með bata sem talinn er undra- verður. Reeve lamaðist fyrir neðan háls fyrir sjö árum þegar hann datt af hestbaki og hálsbrotnaði. Þess var orðið vart fyrir um tveimur árum að Reeve væri á nokkrum batavegi þegar hann hreyfði vísifingur vinstri hand- ar, en nú getur hann hreyft alla fingurna, einnig getur hann hreyft úlnliðina og fæturna og hefur öðlast snertiskyn. „Engum hefði dottið í hug að hann gæti leyft sér að vonast eftir nokkrum bata,“ sögðu læknar Reeves um ástand hans og bættu því við að óvíst væri hversu miklum bata búast mætti við í framtíðinni. „Læknarnir vita að ég er hraustari og sterkari núna og gæti hlotið óvæntan bata hve- nær sem er,“ sagði Reeves um bata sinn. Óvæntur bati Reeves Boston. AP. Reeve ÓTTAST er að mikið umhverfis- slys sé í vændum við St. Lús- íuhöfða á austurströnd Suður- Afríku. Ítalska flutningaskipið Jolly Rubino sendi frá sér neyð- arkall í gær eftir að eldur kom upp í skipinu og var 22 manna áhöfn bjargað um borð í þyrlur. Í kjölfarið hefur skipið rekið upp í fjöru og loga enn eldar í skips- flakinu. Skipið var að flytja leysi- efnafarm frá Durban í Suður- Afríku til Mombasa í Kenýa, þar á meðal acetone og metanól, og að auki eru um 1.100 tonn af gasolíu og 225 lestir af bensíni um borð. AP Talin hætta á umhverfisslysi FIMMTÁN pakistanskir ríkisborg- arar hafa verið handteknir á Sikiley á Ítalíu, grunaðir um að eiga aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Pakistanarnir, sem allir eru karl- menn, eiga yfir höfði sér ákæru fyrir samsæri um að fremja hryðjuverk. Mennirnir voru handteknir í ágúst eftir að ítalska strandgæslan stöðv- aði skip þeirra í ítalskri lögsögu eftir ábendingu frá ítölsku leyniþjónust- unni. Í ljós kom að Pakistanarnir voru allir með fölsuð vegabréf og dularfull tákn og skilaboð fundust einnig í fórum þeirra. Um var að ræða flutningaskip sem var á leið með blýfarm frá Casablanka í Mar- okkó til Líbýu. Meintir al- Qaeda-liðar handteknir ÍSRAELSKI herinn hélt í gær áfram aðgerðum gegn Palestínu- mönnum, skaut einn til bana og særði sex, þar af þrjá alvarlega, í at- lögu á Gazasvæðinu. Tugir manna voru handteknir á heimastjórnar- svæðum Palestínumanna. Sögðu Ísr- aelar að þ.á m. hefðu verið menn sem voru eftirlýstir af ísraelskum yfir- völdum. Í sprengingu sem varð í Jabalya- flóttamannabúðunum á Gaza létust þrír bræður, þar af einn sem var meðlimur í harðlínuhreyfingunni Heilagt stríð Islams, og átta aðrir Palestínumenn særðust. Ekki lá fyr- ir hvað olli sprengingunni, en hún var sögð hafa orðið í húsi þar sem hafi verið sprengjuverksmiðja. Var húsið í eigu félaga í Fatah-hreyfingu Yassers Arafats Palestínuleiðtoga. Að sögn palestínskra heimildar- manna brutust ísraelskir hermenn inn á skrifstofur Fatah á Gaza og eyðilögðu þar tækjabúnað. Einnig hafi hermennirnir brotið niður sex járnsmiðjur og tuttugu hús, og séu íbúar þeirra nú heimilislausir. Fjórir féllu á Gaza Gazaborg. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.