Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 25 ARABARÍKI hvöttu í gær Íraksstjórn til að leyfa vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) að koma aftur til landsins, í kjölfar þess að George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í fyrradag að óhjákvæmilegt væri að grípa til aðgerða gegn Írökum nema því aðeins að SÞ hlutuðust til um að Írakar yrðu afvopn- aðir. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hvatti Saddam Hussein Íraksforseta til að „grípa tæki- færið“, sem Bush hefði gefið í ræðunni á alls- herjarþingi SÞ, og hleypa eftirlitsmönnunum nú til landsins. Yrði það ekki gert myndi slíkt hafa „skelfilegar afleiðingar“ fyrir Írak og Miðaust- urlönd öll, sagði Mubarak. Utanríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Mah- er, sagði að egypsku stjórninni væri nauðugur einn kostur að lýsa stuðningi við hernaðarað- gerðir gegn Írak ef SÞ veittu slíkum aðgerðum stuðning. Egyptar væru andvígir því að Banda- ríkjamenn gripu einhliða til aðgerða, en ef SÞ samþykktu ályktun gegn Írak gætu Egyptar ekki annað en hlítt „alþjóðlega lögmætri álykt- un“. Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababanda- lagsins, sem í eru 22 ríki, hvatti til áframhald- andi viðræðna milli Íraka og SÞ. „Ræða Bush, þar sem hann sagði að SÞ ættu að axla ábyrgð gagnvart Írak, var góð. Arabar geta tekist á við þetta,“ sagði Moussa í viðtali við Rödd araba, sem er ríkisútvarp í Egyptalandi. Moussa komst í heimsfréttirnar í síðustu viku er hann sagði að Bandaríkjamenn myndu „opna dyr helvítis“ fyrir arabaheiminn ef þeir réðust á Íraka. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi komust næst því í arabaheiminum að taka upp hanskann fyrir Íraka. Sagði málgagn stjórnarflokksins, dag- blaðið Al-Baath, að Bush hefði farið fram á að samþykkt yrði ályktun er í raun myndi gefa Bandaríkjamönnum frjálsar hendur til árása á Írak með alþjóðlegum stuðningi. „Atlaga gegn Írak yrði talin atlaga gegn öllum aröbum,“ sagði í leiðara blaðsins. Schröder enn andvígur hernaði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að þótt Bush hefði heitið því að hann myndi leita eftir ályktun frá SÞ áður en ráðist yrði til aðgerða hefði það ekki slegið á áhyggjur sínar af hugsanlegri árás Bandaríkjamanna á Írak. „Rök mín gegn hernaðaraðgerðum standa óhrakin, og það er ljóst að undir minni stjórn mun Þýskaland ekki taka þátt í neinni herför,“ sagði Schröder. Þýski kanslarinn er sá eini af bandamönnum Bandaríkjanna sem hefur algerlega útilokað stuðning við hernaðaraðgerðir. Kosningar fara fram í Þýskalandi um næstu helgi, og hafa tveir þriðju þýskra kjósenda lýst sig andvíga hernaði gegn Írak. Eindregin afstaða Schröders hefur aukið fylgi flokks hans í skoðanakönnunum und- anfarið, en lengst af naut flokkurinn talsvert minna fylgis en helsti keppinauturinn. Frakkar, sem fyrr í vikunni lögðu fram áætlun um hvernig SÞ gætu leyft beitingu hervalds, sögðu að allt kæmi til greina ef Íraksstjórn neit- aði að verða við þeim kröfum sem settar hafa verið fram. Frakkar ítrekuðu þó að þeir myndu ekki taka þátt í aðgerðum sem ekki hefðu verið samþykktar af öryggisráði SÞ. „Við munum meta aðstæður er þar að kemur,“ sagði Michele Alliot-Marie, varnarmálaráðherra Frakklands. „Það þýðir að ekkert er útilokað.“ Forseti kínverska þingsins hvatti Íraka til að vera samvinnuþýðir og sagði að til hernaðar- aðgerða gæti aðeins komið samkvæmt ályktun SÞ. Kínverjar eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu og gætu beitt neitunarvaldi gegn ályktun sem heimilaði herför gegn Írökum. Hvetja Íraka til að heimila vopnaeftirlit Viðbrögð arabaríkja við ræðu Bush Bandaríkja- forseta yfirleitt jákvæð Kaíró, Berlín. AFP, AP. CHRISTOPHER Reeve, bandaríski kvikmyndaleikar- inn, sem er best þekktur fyrir leik sinn sem ofur- hetjan Sup- erman, hef- ur komið læknum sín- um á óvart með bata sem talinn er undra- verður. Reeve lamaðist fyrir neðan háls fyrir sjö árum þegar hann datt af hestbaki og hálsbrotnaði. Þess var orðið vart fyrir um tveimur árum að Reeve væri á nokkrum batavegi þegar hann hreyfði vísifingur vinstri hand- ar, en nú getur hann hreyft alla fingurna, einnig getur hann hreyft úlnliðina og fæturna og hefur öðlast snertiskyn. „Engum hefði dottið í hug að hann gæti leyft sér að vonast eftir nokkrum bata,“ sögðu læknar Reeves um ástand hans og bættu því við að óvíst væri hversu miklum bata búast mætti við í framtíðinni. „Læknarnir vita að ég er hraustari og sterkari núna og gæti hlotið óvæntan bata hve- nær sem er,“ sagði Reeves um bata sinn. Óvæntur bati Reeves Boston. AP. Reeve ÓTTAST er að mikið umhverfis- slys sé í vændum við St. Lús- íuhöfða á austurströnd Suður- Afríku. Ítalska flutningaskipið Jolly Rubino sendi frá sér neyð- arkall í gær eftir að eldur kom upp í skipinu og var 22 manna áhöfn bjargað um borð í þyrlur. Í kjölfarið hefur skipið rekið upp í fjöru og loga enn eldar í skips- flakinu. Skipið var að flytja leysi- efnafarm frá Durban í Suður- Afríku til Mombasa í Kenýa, þar á meðal acetone og metanól, og að auki eru um 1.100 tonn af gasolíu og 225 lestir af bensíni um borð. AP Talin hætta á umhverfisslysi FIMMTÁN pakistanskir ríkisborg- arar hafa verið handteknir á Sikiley á Ítalíu, grunaðir um að eiga aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Pakistanarnir, sem allir eru karl- menn, eiga yfir höfði sér ákæru fyrir samsæri um að fremja hryðjuverk. Mennirnir voru handteknir í ágúst eftir að ítalska strandgæslan stöðv- aði skip þeirra í ítalskri lögsögu eftir ábendingu frá ítölsku leyniþjónust- unni. Í ljós kom að Pakistanarnir voru allir með fölsuð vegabréf og dularfull tákn og skilaboð fundust einnig í fórum þeirra. Um var að ræða flutningaskip sem var á leið með blýfarm frá Casablanka í Mar- okkó til Líbýu. Meintir al- Qaeda-liðar handteknir ÍSRAELSKI herinn hélt í gær áfram aðgerðum gegn Palestínu- mönnum, skaut einn til bana og særði sex, þar af þrjá alvarlega, í at- lögu á Gazasvæðinu. Tugir manna voru handteknir á heimastjórnar- svæðum Palestínumanna. Sögðu Ísr- aelar að þ.á m. hefðu verið menn sem voru eftirlýstir af ísraelskum yfir- völdum. Í sprengingu sem varð í Jabalya- flóttamannabúðunum á Gaza létust þrír bræður, þar af einn sem var meðlimur í harðlínuhreyfingunni Heilagt stríð Islams, og átta aðrir Palestínumenn særðust. Ekki lá fyr- ir hvað olli sprengingunni, en hún var sögð hafa orðið í húsi þar sem hafi verið sprengjuverksmiðja. Var húsið í eigu félaga í Fatah-hreyfingu Yassers Arafats Palestínuleiðtoga. Að sögn palestínskra heimildar- manna brutust ísraelskir hermenn inn á skrifstofur Fatah á Gaza og eyðilögðu þar tækjabúnað. Einnig hafi hermennirnir brotið niður sex járnsmiðjur og tuttugu hús, og séu íbúar þeirra nú heimilislausir. Fjórir féllu á Gaza Gazaborg. AFP, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.