Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ OLGA Soffía Bergmann hef-ur vakið athygli meðmyndlist sinni undanfarinár en þar hefur hún m.a. gert möguleika erfðavísindanna að viðfangsefni. Heimur náttúrunnar hefur því birst í ýmsum myndum í verkum Olgu og var það fyrir nokkr- um árum að hinn tilraunaglaði Dokt- or Bergmann tók að gera vart við sig. Í dag verður opnuð sýning í vestursal Listasafnsins á Akureyri, þar sem Olga Soffía sýnir verk unnin á síðast- liðnum tveimur árum er tengjast Doktornum. „Það má segja að Doktor Berg- mann sé nokkurs konar alter-ego eða hliðarsjálf í minni listsköpun,“ segir Olga þegar hún er spurð nánar út í umræddan doktor. „Ég hef haft mik- inn áhuga á því sambandi milli mannsins og náttúrunnar sem birtist í náttúruvísindum og ýmsum hlið- argreinum þeirra. Eitt af því sem ég hef unnið mikið með er hin ræktaða náttúra, eins og hún birtist t.d. í ræktuðum gæludýrum, dýragörðum, sædýrasöfnum og annarri náttúru sem fólk hefur skapað. Mér finnst m.a. áhugavert að velta fyrir mér af hvaða hvötum þetta er gert og hvar hin siðferðislegu mörk liggja í þeim efnum. Doktor B. fór fyrst að gera vart við sig eftir að fregnir af Dollý, fyrstu einræktuðu kindinni, tóku að berast fyrir um fimm árum. Síðan hafa erfðavísindin orðið sífellt áleitn- ara viðfangsefni hjá mér og hefur Doktor B. því smám saman verið að taka yfir. – Og hvernig greinir Doktor B. sig frá því sem þú varst að gera áður en hann kom fram? „Það komu upp ákveðnar spurn- ingar hjá mér hvað varðar afstöðu mína til viðfangsefnisins. Þó svo að listsköpunin og vísindin séu ólík svið, fann ég marga sameiginlega fleti þar á milli. Sköpunargleðin er t.d. mikil í báðum tilfellum, og má segja að Doktor B. leyfi sér mun meira í þeim efnum en ég mundi gera. Hann er hömlulaus í úrvinnslu sinni á þeim möguleikum sem vísindin bjóða upp á.“ Olga bendir á að mörkin milli vís- inda og listrænnar sköpunargleði séu ekki eins skörp og almennt væri álit- ið. „Vísindin búa yfir mörgum leynd- ardómum og eru í raun mjög dul- arfullur heimur. Þar gengur líka ýmsilegt á sem maður gæti fengið vitneskju um væri maður að leita eft- ir henni, en lítið er almennt fjallað um þær tilraunir og uppgötvanir sem verið er að gera. Mörkin eru mjög óljós um hvað sé leyfilegt í nafni vís- inda og verða þau sífellt meira aðkall- andi þegar möguleikar erfðavísind- anna á því að hafa áhrif á gang náttúrunnar verða meiri.“ Þegar Olga er spurð hvort hún fordæmi vís- indin í gegnum störf Doktors B. segir hún svarið ekki svo einfalt. „Það er að minnsta kosti mjög mikilvægt að við séum okkur meðvitandi um það sem fer fram í kringum okkur og tökum afstöðu til þess.“ Yfirskrift sýningarinnar í Lista- safninu á Akureyri er „Rækt“ og vís- ar sá titill á skemmtilegan hátt til tví- bentrar afstöðunnar til náttúrunnar í verkum Olgu. „Sum verkanna á sýn- ingunni hef ég sýnt áður en önnur eru ný. Gróðurhús Doktors B. sem er stór klippimynd af landslagi sýndi ég í Listasafni ASÍ í fyrra. Þetta verk myndar nokkurs konar „macrokosm- os“ andspænis hinum verkunum, þar sem sýningargesturinn getur horft inn í nokkurs konar microkosmos, eða smáheima sem er að finna í mis- munandi deildum á tilraunastofu Doktors B.“ Þegar Olga er spurð nánar út í nálgunaraðferðir sínar við viðfangs- efnið segir hún hinn fagurfræðilega þátt skipta miklu máli. „Mér finnst mjög áhugavert hvernig náttúran er framsett, eða sviðsett, í nátt- úrugripasöfnum, dýragörðum og öðr- um tilbúnum „smáheimum“ sem nú- tímamaðurinn býr sér til. Ég sæki dálítið til þessara framsetninga í mín- um verkum, t.d. í því hvernig búin eru til nokkurs konar leiktjöld í kringum dýralífið sem er til sýnis. En úrvinnsl- an á viðfangsefnunum mótast auðvit- að mjög sterklega af því að þau séu áhugaverð á myndrænan hátt.“ Rækt stendur til 27. október og stendur yfir á sama tíma og sýningin Rembrandt og samtímamenn hans í Listasafninu á Akureyri. Morgunblaðið/Sverrir Olga Soffía Bergmann sýnir í Listasafninu á Akureyri næstu vikur. Ólíkar deildir Doktors B. Í vestursal Listasafnsins á Akureyri verður opnuð í dag nokkurs konar yfirlits- sýning á sköpunarverkum og tilraunum Doktors B. Heiða Jóhannsdóttir spurði Olgu Soffíu Bergmann myndlistarmann út í störf doktorsins. heida@mbl.is DANNY van Walsum frá Hollandi og Elva Dögg Kristinsdóttir opna samsýningu í Listamiðstöðinni við Reykjanesbraut í dag kl. 16. Danny sýnir abstrakt málverk með blandaðri tækni og dúkristur sem hann hefur unnið í vinnustofu í Straumi frá því í janúar. Myndir hans eru unnar undir áhrifum nán- asta umhverfis Straums. Elva Dögg sýnir þrívítt verk, gos- brunn unninn í trefjaplast, en Elva hefur einnig unnið verk sitt í Straumi. Elva Dögg er útskrifuð úr Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1994 úr skúlptúrdeild og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Danny van Walsum hefur haldið yfir 50 einka- og samsýningar víða um heim og er þetta önnur sýning hans á Íslandi. Sýningin er síðan opin fimmtu- daga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 14-19 og stendur til 29. september. Samsýning í Straumi Í LISTASAFNI Borgarness opnar í dag, laugardag, kl. 14, Rótarýklúbb- ur Borgarness sýningu, sem ber yf- irskriftina Sögusýning. Tilefnið er hálfrar aldar afmæli klúbbsins en hann var stofnaður hinn 14. septem- ber 1952. Stofnendur voru 23, fulltrúar jafnmargra starfsgreina í Borgarnesi og nágrenni. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti, m.a. með sýningu með textum, mun- um og myndum úr sögu og starfi Rótarýklúbbs Borgarness, sem ætl- ast er til að gefi hugmynd um verk- efni klúbbsins í starfi og leik og þau mál sem þar hafa verið reifuð og rædd. Við opnunina verður afhent í fyrsta sinn viðurkenning úr Hvatn- ingarsjóði klúbbsins, sem veitt er fyrir markvert framlag til menning- ar eða atvinnulífs á klúbbsvæðinu. Sýningin er opin frá kl. 13–18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 2. október. Sögusýning Rótarýklúbbs Borgarness UNDANFARNAR vikur hefur tríó skipað flautuleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur, Martial Nardeau og Pétri Jónassyni gítarleikara leikið fyrir unglinga í Kópavogi. Þessu verkefni lýkur með fjölskyldu- tónleikum í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs í dag kl. 16. Þremenningarnir hafa heimsótt alla grunnskóla bæjarins og leikið fyrir nemendur unglingadeilda. Á þessum tónleikum hafa þau kynnt verk frá ýmsum tímum, meðal ann- ars eftir Bach, Mozart, Mist Þor- kelsdóttur og Britney Spears. Auk þess leikur tríóið verk eftir Jón Múla Árnason, Martial Nardeau, Tarrega, Granados, Farruca og Dinicu. Tónleikarnir eru klukkustundar langir og er aðgangseyrir 500 kr., en ókeypis fyrir börn í fylgd full- orðinna. Morgunblaðið/Golli Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Pétur Jónasson. Tónlist fyrir alla í Kópavogi ♦ ♦ ♦ ÞAU eru sérstakir og skemmtileg- ir félagar þau Líló og Stitch. En fyrir þá sem ekki vita þá er Stitch eins konar geimvera, til- raunadýr eitt sinnar teg- undar, gætt þeim eigin- lega að eyðileggja allt sem það kemur nærri. Stitch er ólöglegt fyrir- bæri í samfélaginu úti í geimnum og er því send- ur á brott í geimskipi. Stitch flýr til jarðarinnar og lendir á Hawaií þar sem hann er tekinn í mis- gripum fyrir furðulegan hund sem litla Líló og stóra systir hennar Naní ættleiða. Þar með verður hann hluti af – ohana – fjölskyldu þeirra systra sem eru munaðarlausar. Þær eru ekki alveg eins og yfirvöld kjósa og er félagsmála- fulltrúi því á hælunum á þeim og vill setja Líló á fósturheimili. Þessir tveir félagar lenda í miklum ævintýrum sem bæði börn og full- orðnir geta lifað sig inn í. Myndin er spennandi þar sem þau eru með fé- lagsráðgjafa og útsendara geim- veruyfirvaldsins á hælunum. Og saman læra þau hvernig er að eiga besta vin, að vera fjölskylda og að skemmta sér í lífinu, þótt það geti stundum verið erfitt. Stitch er með frumlegri týpum sem Disney hefur komið með fram á sjónarsviðið. Líló er að vissu leyti ekki svo ólík uppáhaldinu mínu, henni Fríðu (sem líka átti dýr að vin), hún er listræn, öðruvísi, veit hvað hún vill og full af tilfinningum. En hún er ekki sérlega fríð. Stóra systirin á í sama basli og margir þekkja bæði hér á landi og annars staðar í heiminum, að reyna að ná endum saman. Teikningarnar eru líka mjög skemmtilegar, þar sem fólkið er raunsærra en oft áður. Í fyrsta skipti í átatugi er líka notaður vatnslitaður bakgrunnur, sem mér finnst mjög fallegt og koma vel út, ekki síst á þessari fallegu eyju. Öðrum gæti þótt það skref aftur á bak á tölvu- tækniöld. Tónlistin er góð. Alan Silvestri klikkar sjaldan, og hér fær Elvis að lifna við í sex lögum. Ekki vitlaust að kynna kónginn fyrir smávöxnum bíóförum, þótt einn hafi sagt við mig: „Nei, þetta er ekki lag með neinum Elvis. Þetta er nýtt lag og var samið um Stitch!“ Og hana nú. Íslenska raddsetningin er góð að vanda. Það mæðir mest á systrunum sem þær Inga María Valdimarsdótt- ir og Unnur Sara Eldjárn túlka skemmtilega með fallegu röddunum sínum. Líló og Stitch eru öðruvísi og hressilegt par sem ættu að eiga auð- velt með að bræða hjörtu hvaða fjölskuyldumeðlims sem er, sama hversu gamall hann er. Hressilegt par KVIKMYNDIR Sambíóin Reykjavík, Akureyri og Keflavík Leikstjórn og handrit: Dean Deblois og Chris Sanders. Listræn stjórn: Ric Slui- ter. Tónlist: Elvis Presley og Alan Silv- estri. Leikstj. ísl. raddsetn: Júlíus Agn- arsson. Raddir: Unnur Sara Eldjárn, Inga María Valdimarsdóttir, Atli Rafn Sigurð- arson, Ólafur Darri Ólafsson o.fl. USA. 85 mín. Buena Vista 2002. LILO & STITCH  Hildur Loftsdóttir Líló og Stitch lenda í miklum ævintýrum sem bæði börn og fullorðnir geta lifað sig inn í. ÞRJÁR einkasýningar verða opn- aðar í Listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni í dag, laugardag, kl. 15. Þar gefur að líta olíu- og akrílmálverk og myndverk og skúlptúrar úr gleri. Í Austursal opnar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson listmálari sýn- inguna Lög/Layers. Þar sýnir hann á þriðja tug olíumálverka sem unn- in eru á síðustu fjórum árum. Sig- tryggur kannar í verkum sínum mörkin milli hlutbundinnar og óhlutbundinnar málaralistar. Lista- maðurinn sækir efnivið í náttúruna, athugar og einangrar lífræna hrynjandi hennar og reynir á þan- þol náttúrulegs litrófs. Þá eru bein- ar og óbeinar tilvitnanir í listasög- una, einkum í abstraktlist síðustu aldar, ríkur þáttur í mörgum verka Sigtryggs. Í tengslum við sýninguna kemur út bæklingur þar sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar grein um listsköpun Sigtryggs. Í Vestursal opnar Pétur Már Pét- ursson sýningu á akrílmálverkum og nefnir sýninguna Stæður. Í ab- straktverkum Péturs Más segir af stæðum bæði háum sem bláum, lyklum og lengjum, hlustað á heiði – þá er gluggað og krassað – graf- ist fyrir um tímann og vatnið, skaf- ið og flett í gegnum tíðina. Þó heyr- ist einnig ýll og á. Á milli er gruflað og spáð í veður og nýslegnar villur. Á neðri hæð opnar Jónas Bragi Jónasson sýningu sem hann nefnir Brim. Þar eru myndverk og skúlp- túrar úr gleri og birtast í verkunum kraftar og andi náttúruaflanna sem túlkuð er á óhlutbundinn hátt með geómetrískum formum. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá 11-17 og standa sýningarnar til 29. sept- ember. Þrjár einkasýningar í Gerðarsafni Morgunblaðið/Þorkell Myndlistarmennirnir í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni: Pétur Már Pétursson, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Jónas Bragi Jónasson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.