Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.09.2002, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 41 FYRIR um tveimur árum kynntu bæjaryfir- völd í Kópavogi hug- myndir að skipulagi íbúðarbyggðar í Vatns- enda. Þá ætlaði allt um koll að keyra þar sem samstilltur hópur fólks hrópaði sig hásan á torg- um. Hópi þessum var ekkert heilagt enda virt- ist markmið hans aðeins það eitt að níða verk bæjarins í Vatnsenda og endurtaka leikinn í sí- fellu því þá hlyti eitthvað að sitja eftir í hugskoti samborgaranna. Þessi ófrægingarherferð stóð fram að síðustu bæjarstjórnarkosningum. Hver man ekki eftir upphrópunum eins og „skipulagsslys“, „umhverfis- slys“, „sex hæða blokkir milli vatns og vegar“, „framtíð í lausu lofti“, „steypa við Vatnsenda“, „mikilvægri náttúru- perlu höfuðborgarsvæðisins er stefnt í hættu fyrir skammtímahagsmuni eins sveitarfélags“, „ástandið þegar óviðunandi“, „valdið og Vatnsendi“, „aðför að íbúum“, „valdníðsla og hroki“, „óheiðarleiki“, „þetta eru sjónhverfingar“, „lífríki Elliðaáa við hættumörk“, „yfirklór“, „náttúru- hamfarir við Elliðavatn“ o.s.frv. En hvar eruð þið nú? Hvers vegna standið þið ekki á torgum og hrópið? Því heyrist lítið frá ykkur sem nú eru að fara að byggja 3.300 manna blokk- arhverfi í Norðlingaholti með 4, 5 og 6 hæða fjölbýlishúsum við bakka Bugðu og Elliðavatns. Hvað varð um náttúruverndarsjónarmiðin, um- hverfisverndarsjónarmiðin, röskun á lífríki Elliðavatns og skerðingu úti- vistarsvæða? Hvers vegna gagnrýnið þið ekki þá fyrirætlan að heimila tvær bensínstöðvar í Norðlingaholti sem er á sprungusvæði. Hvers vegna hefjist þið handa við þéttingu byggðar í út- jaðri borgarlandsins og það á bökkum Elliðavatns? 1. Í grein sem birtist eftir Stefán Jón Hafstein í Degi 13. september 2000 skrifar hann eftirfarandi: „Lágreist byggð hefur risið með gróskumiklum lóðum og leyfilegt að hafa rúmt um sig með dýrahald…“ „…Elliðavatn er í dag „villt vatn með óspillta bakka, fiska- og fuglalíf.“ „…Það tengist við vatnsból Reykjavíkur og er vinsæll útivistarstaður veiðimanna, hesta- manna, göngufólks – sumar og vetur – auk þess sem frá vatninu liggja ósnert lönd í Heiðmörk og áfram í Bláfjöll. Elliðahvammur og landið með bakkanum og upp í hæðina verð- ur nú eins og hvert annað Voga- og Heimahverfi þar sem ekki vex villt strá, valtað yfir móa og grundir, gerð uppfylling út í vatnið, rétt ofan við vatnsbakkann verður leikskóli, en svo taka við fimm hæða blokkir og í skjóli þeirra taka við verslanakjarnar og til- heyrandi vídeóleigur og bensínstöðv- ar…“ Hvar ertu nú, Stefán Jón? Þessar hugrenningar þína ættir þú að rifja upp fyrir samstarfsfólki þínu í borg- arstjórnarflokki Reykjavíkurlistans þegar þið fjallið um skipulag Norð- lingaholts. Í leiðinni ættir þú einnig að kynna þeim hugmynd þína um bygg- ingu kúluhúsa á bakka Elliðavatns. Ég er þess fullviss, þar sem þú ert mikill umhverfissinni, samanber ofangreint, að þú munir gera þá kröfu og beita þér fyrir því sem borgar- fulltrúi að skipulag Norðlingaholts fari í umhverfismat. Eða er tónninn þinn nú holur og penninn þurr? 2. Ætli það sé ekki allt gott að frétta af Árna Bragasyni, forstjóra Nátt- úruverndar ríkisins? En haft var eftir forstjóranum, m.a. í Morgunblaðinu 16. september 2000, að ljóst væri að Vatnsendasvæðið væri eingöngu með lágri byggð í dag og samkvæmt lög- um sé kveðið á um að við hönnun mannvirkja beri að tryggja að þau falli sem best að svipmóti lands. Svo er eftir honum haft. „Þá er umhugsunarvert hvort menn vilji fara að stíga þau skref á þessu svæði (þ.e. í Vatnsenda – innskot) að reisa sex hæða hús, sem eru í hróplegu ósamræmi við allt annað á þessu svæði.“ Hvar er nú forstjóri Náttúruverndar alls Ís- lands, þegar R-listinn byggir 4, 5 og 6 hæða blokkir í Norðlingaholti með tveimur bensín- stöðvum á sprungusvæði og það í jaðri vatnsverndarsvæðis fyr- ir drykkjarvatn? Er „svipmótið“ norðan við Elliðavatn, þ.e í Norð- lingaholti, allt annað en vestan þess þ.e. í Vatnsenda? Hvað með hróplega ósamræmið? Af hverju heyrist ekkert í Árna nú? Ef forstjórinn vill taka þátt í pólitík, skal honum bent á að hægt er að leggja fram framboð stuttu fyrir sveitarstjórnakosningar á fjögurra ára fresti. Hvað varð um trúverðug- leika hins óháða sérfræðings? 3. Hvar eru þeir félagar í Landvernd? Af hverju heyrist ekkert í þeim? Hef- ur áhuginn dvínað eða líst þeim bara ágætlega á tillögur R-listans að skipulagi blokkarbyggðarinnar í Norðlingaholti með bensínstöðvunum tveimur? Í Morgunblaðinu 16. sept- ember 2000 er haft eftir Landvernd- armönnum að „…byggðin í Vatns- enda sé mjög sérstæð jaðarbyggð á mörkum þéttbýlis og sem slík myndi hún sérstakt menningarlandslag sem fái aukið vægi vegna þess að við Elliðavatn séu til staðar höfuðein- kenni eftirsóttra dvalar- og útivistar- svæða auðugt og fjölbreytilegt lífríki stöðuvatnsins, skóglendi og fjöl- breytt, mishæðótt land.“ Þá segir: „Þá sé svæðið á virku sprungusvæði sem ástæða sé til að ætla að sé miklu sprungnara en virðist við fyrstu sýn eða lauslega könnun.“ … „Það (þ.e. sprungusvæðið – innskot) hefði í för með sér aukna hættu fyrir stöðug- leika bygginga, einkum stórra og hárra. Auk þess greiða sprungurnar leið menguðu vatni frá yfirborði niður til grunnvatns.“ Einnig höfðu þeir áhyggjur af því að mengað yfirborðs- vatn frá fyrirhugaðri byggð í Kópa- vogi geti borist í Elliðavatn og haft skaðleg áhrif á lífríki þess. Svo kom fram í Morgunblaðinu að þeir félagar virtust hafa miklar áhyggjur af því að byggðin í Vatns- enda kæmi til með að þrengja að göngu- og reiðleiðum, skerða óbyggt svæði eða gróið land og draga þar með úr gildi þeirra. Nú má spyrja: „Hafið þið félagar í Landvernd ekki nokkrar áhyggjur eða efasemdir t.d. um „menningarlegt gildi“ fyrirhugaðrar 6 hæða blokkar- byggðar í Norðlingaholti eða tveimur bensínstöðvum á sprungusvæði og iðnaðarsvæði sem í fermetrum talið er á stærð við Kringluna? Hvar eruð þið nú? Af hverju heyrist ekkert í ykkur? Hvar eru andmælin og fras- arnir? Mun fyrirhuguð byggð í Norð- lingaholti ekki þrengja að götu- og reiðleiðum, skerða óbyggð svæði og gróið land o.s.frv. Af hverju lítið þið Landverndarmennirnir núna undan? 4. Jæja, Ólafur F. Magnússon, borg- arfulltrúi. Manstu eftir grein sem þú skrifaðir í Dagblaðið 19. september 2000: „Afstýrum skipulagsleysi við Elliðavatn“? En þar brýnir þú al- menning til varnar gegn skipulagi Kópavogs í Vatnsendalandi. Ekki hef ég enn heyrt hvatningarhrópin frá þér varðandi Norðlingaholtið. Því spyr ég þig: „Telur borgarfulltrúinn sig áhrifalausan í borgarstjórn Reykjavíkur og umhverfis- og heil- brigðisnefnd borgarinnar? Er ekki bráðnauðsynlegt fyrir þig, borgar- fulltrúann, að vera samkvæmur sjálf- um þér og taka hressilega á málum jafnt fyrir kosningar sem og eftir þær, einnig í þínu eigin sveitarfélagi Reykjavík? Einhvers staðar var haft eftir borg- arfulltrúa F-listans, að því færi víðs- fjarri að skipulag í Vatnsenda væri einkamál Kópavogsbúa. Þú talaðir um „barnaskap“ bæjaryfirvalda í Kópavogi hvað það varðaði. Nú er það svo að fyrirhuguð sérbýlishúsabyggð í Vatnsenda er hreinn barnaleikur miðað við hina tröllslegu blokkar- byggð með bensínstöðvunum tveimur í landi Reykjavíkur í Norðlingaholti. Hvar ertu nú? Var þetta bara leikara- skapur í þér og ekkert mark á tak- andi? 5. Í Árna Þór Sigurðssyni, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, fyrrver- andi formanni skipulagsnefndar Reykjavíkur og vinstri grænum, hef- ur heldur ekkert heyrst varðandi fyr- irhugaða 4, 5 og 6 hæða blokkarbyggð í Norðlingaholti með bensínstöðvun- um tveimur. Skipulag sem þó var unnið undir hans stjórn sem formað- ur skipulagsnefndar borgarinnar. Þú fórst mikinn þegar við Kópa- vogsbúar skipulögðum Vatnsendann en hvar ertu nú, vinstri grænn? Þinn flokkur „Vinstrihreyfingin – grænt framboð“, telur sig ákafan talsmann „heilsteyptrar umhverfisverndar- stefnu og að skammtímahagsmunir, neysluhyggja og gróðafíkn víki fyrir verndun umhverfis og varðveislu náttúrugæða“ eins og fram kemur í stefnu flokksins. Þið segið að verkefni vinstri grænna sé að „lyfta gildum raunverulegra lífsgæða, skapa sam- félag réttlætis og jafnaðar í góðri sátt við lífríkið allt og móður jörð.“ Þið í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði viljið vernda íslenska náttúru, þið gasprið um sjálfbæra þróun og að þið séuð bestu vinir samtaka áhuga- fólks um umhverfisvernd. Já, hvar ertu nú? Ég hef það á til- finningunni að hugmyndir þínar að blokkarbyggð í Norðlingaholti séu allar á skjön við flokkslínuna í vinstri grænum. Ætli Steingrímur viti af þessu? Orð og efndir virðast ekki fara saman hjá forsetanum. Telur hann, forsetinn og stýrimaðurinn, að baki skipulagshugmyndum í Norðlinga- holti, að með blokkarbyggð með þétt- leikanum 26 íbúðir á hektara á bakka Elliðavatns, sé „verndun umhverfis og varðveisla náttúrugæða að víkja fyrir gróðafíkn“? Ég spyr. Hvort myndi Árni Þór telja, ef olíur eða bensín lækju út í Bugðu eða Elliða- vatn frá bensínstöðvunum tveimur, að um væri að ræða mengunarslys eða skipulagsslys? 6. Ingibjörg Sólrún borgarstjóri tal- aði um mikla sjónmengun fyrir þá sem stunda útivist í Heiðmörk ef byggt yrði í Vatnsendalandi. En hvað nú? Hefur minnið brugðist borgar- stjóranum eða hefur hún sett upp önnur gleraugu þegar horft er til Norðlingaholts? Verður minni sjón- mengun ef 6 hæða blokkarbyggðinni með bensínstöðvunum tveimur í Norðlingaholti en sérbýlishúsa- byggðinni í Vatnsendalandi. Leit borgarstjórinn svo á að 6 hæða blokk- irnar með bensínstöðvunum tveimur í Norðlingaholti kæmu hvort er til með að falla inn í 8 hæða blokkarbyggðina í Breiðholtinu? Var þetta bara pólitík og öfund? Hvar ertu nú? Ég held að borgarstjórinn í Reykjavík geti lært margt af því að horfa yfir til Kópa- vogs. Kópavogur er eftirtektar verð- ur. HVAR ERTU NÚ…? Gunnar I. Birgisson Ég held að borgarstjór- inn í Reykjavík, segir Gunnar Ingi Birgisson, geti lært margt af því að horfa yfir til Kópavogs. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogs. SKOÐUN ÞAÐ er þörf og góð hugsun sem fer af stað þegar efnt er til viku símenntunar sem nú stendur yfir. Við megum samt ekki gleyma því að sí- menntunarvikur eru 52 í árinu. Allt árið er verið að vinna að bættri þjónustu, betri upplýsingagjöf, skil- virkari vinnuaðferðum og meiri fróðleik um vöruna sem er verið að selja, til dæmis í ferðaþjónustu. Til þess að land eins og Ísland geti tekið á móti rúmlega 300.000 erlendum gestum þarf góðan undirbúning, mikla skipulagningu og hagræð- ingu, mikið samstarf seljenda, þjónustuaðila og birgja. Hinn 11. september sl. er dagur sem við vildum helst gleyma, en hann hljómar í eyrum okkar ferðaþjón- ustuaðila sem öskur enn í dag. Það öskur kallar þó helst á það að við þurfum að taka höndum saman og styrkja atvinnugreinina ferðaþjón- ustu enn betur. Þegar slíkir at- burðir koma upp sem hryðjuverka- árásir og margt annað sem hefur gerst í gegnum tíðina fylgja því ákveðin eftirköst, en það er mín trú að upp stytti um síðir og ef ein- hvern tímann þarf á styrkingu að halda og samstöðu þá er það eftir svona áföll. Nú er nýtt skólaár að hefjast í Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Fjölmargir nemendur eru að setj- ast á skólabekk, nýnemar og eldri nemar sem stunda nám í starfs- tengdu ferðafræðinámi. Námið er þrjár bóklegar annir og þrír mán- uðir í starfi hjá ferðaþjónustufyr- irtæki þar sem nemendur eru ráðnir inn á nemasamningi. Sam- starf milli skólans og fyrirtækja í atvinnugreininni fer vaxandi og þá ber helst að nefna starfs- þjálfun og að fyrir- tækin ráða í auknum mæli starfsfólk sem hefur menntað sig í faginu. Símenntun og endurmenntun fyrir starfandi aðila í grein- inni er afar nauðsyn- leg, þar hafa fyrirtæk- in í atvinnugreininni ótal leiðir til að hvetja starfsmenn til að sækja sér aukna menntun eða að halda sjálfstæð námskeið. Námið í Ferðamála- skólanum í Kópavogi byggist á hagnýtri kennslu þar sem lögð er áhersla á að nemandi sé fær í flest störf hjá ferðaþjónustufyrirtæki að námi og starfsnámi loknu. Skólinn er kvöldskóli og miðað er við ald- urstakmarkið 20 ára og eldri. Kennarar koma að stórum hluta úr atvinnulífinu og miðla þannig reynslu líðandi stundar til nem- enda. Skólinn stendur líka fyrir sjálfstæðum námskeiðum fyrir fyr- irtæki og áhugahópa sem koma ná- lægt ferðaþjónustu. Símenntun í ferðaþjónustu Hildur Jónsdóttir Höfundur er fagstjóri Ferðamála- skólans í Kópavogi. Menntun Allt árið er unnið að bættri þjónustu, segir Hildur Jónsdóttir, betri upplýsingagjöf, skilvirkari vinnuaðferð- um og meiri fróðleik. FRÁ því var sagt í sjónvarpsfréttum fyrir skömmu að verslun á höfuðborgarsvæðinu hefði dregist saman í sumar. Rætt var um þrjá verslunarkjarna og fullyrt að mestur samdráttur hefði verið í verslun í miðborg- inni. Þetta kemur ekki heim og saman við þá sögu sem rótgrónir kaupmenn í miðborg- inni hafa að segja. Flestir telja þeir verslun svipaða og í fyrrasumar og síst minni. Alltaf eiga sér þó stað breyt- ingar, enda eru þær einkenni alls þess sem lifir og dafnar. Ef ekkert breyttist og allt stæði í stað væri eðlilegt að hafa áhyggjur. En auð- vitað má deila um hraða breyting- anna og menn hafa misjafnar skoðanir á því hvaða starfsemi sé æskilegast að hafa á hverjum stað í miðborginni. Verslanir ganga kaupum og söl- um og hætta starfsemi af ýmsum ástæðum, t.d. vegna fjölskylduað- stæðna, – jafnt í miðborginni sem annars staðar. Nokkuð er um lítið, þröngt og óhagkvæmt verslunarhúsnæði við Laugaveg. Sumir þeirra sem þar hafa verslað hafa neyðst til að hverfa burt. Því er aðkallandi að staðfesta nýtt deiliskipulag Lauga- vegar, þar sem gert er ráð fyrir að verslunarhúsnæði eigi vaxtar- möguleika norðanmegin í átt að Hverfisgötu. Ofarlega á Lauga- vegi ríkir ákveðið millibilsástand vegna þess að borgin hefur keypt Stjörnubíó og fleiri fasteignir þar í kring. Húsin bíða niðurrifs og fyrirhug- að er að reisa þarna bílastæðahús, enda mun ekki af veita. Breytingar á lífs- máta og þar með verslun eru eðlilegar og þær birtast í mið- borginni m.a. í mikilli fjölgun kaffihúsa og veitingastaða, einkum í Kvosinni. Lauga- vegur og Skólavörðustígur halda sínu sem helstu verslunargöturnar og munu gera það um ókomna framtíð. Auðvitað vill fólk hafa áfram verslun í miðborginni. Gleðilegt er að sjá hve mjög unga fólkið sækir í miðborgina, vill versla og njóta lífsins þar. Á meðan svo er þarf miðborgin engu að kvíða. Miðborgin lifir Einar Örn Stefánsson Miðborgin Laugavegur og Skólavörðustígur, segir Einar Örn Stefánsson, halda sínu sem helstu verslunargöturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.