Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 43

Morgunblaðið - 14.09.2002, Page 43
son prófessor en hann þýddi guðspjallið og ritaði inngang og skýringar. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskól- ans www.kirkjan.is/leikmanna- skoli Kvennakirkjan í Fríkirkjunni í Hafnarfirði KVENNAKIRKJAN heldur guðs- þjónustu í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði sunnudaginn 15. september kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er: Fegurð haustsins – fegurð þín, þar sem fjallað verður um uppskeruna og önnur tákn haustsins. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Valgerður Sigurðardóttir segir frá kvennaþingi á vegum Al- kirkjuráðsins sem haldið var í Kenya í sumar. Kór Kvennakirkj- unnar leiðir söng við undirleik Að- alheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safn- aðarheimilinu. Sunnudaginn 22. september verður farin haustferð til Þingvalla og haldin göngumessa sem hefst við Hakið kl. 16. Kvennakirkjan er sjálfstæður hópur innan þjóðkirkjunnar og eru messur hennar öllum opnar. Kvennakirkjan stendur fyrir nám- skeiðum og hinn 7. október hefjast námskeiðin: Lífið eftir skilnað og Hvað legg ég til lífs míns? Ábyrgð mín á mér. Kvennakirkjan opnaði nýlega heimasíðu þar sem hægt er að fræðast nánar um guðfræði hennar og starfsemi. Slóðin er: kirkjan.is/kvenna- kirkjan. Námskeið um heimahópa BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur námskeið fyrir fólk, sem stjórnar svonefndum heimahópum eða samfélagshópum sem koma saman reglulega til að lesa í Biblí- unni og ræða hana eða til að biðja. Fjallað verður um hvers þarf að gæta svo hópurinn nái vel saman, umræður verði góðar og fólk haldi sig við efnið. Hvert er hlutverk leið- beinandans? Hvernig má forðast að hópurinn verði eitthvað annað en upphaflega var ætlunin? Fjallað verður um æskilega stærð, hve oft er ráðlagt að hittast o.fl. Hagnýtar leiðbeiningar verða gefnar og að- gengilegt lesefni fyrir slíka hópa kynnt. Leiðbeinendur verða Ragnar Gunnarsson, Regina og Pétur Björgvin Þorsteinsson. Kennt verð- ur mánudagskvöldin 16. og 23. september frá kl. 20-22 og er nám- skeiðsgjald kr. 1.200. Skráning fer fram í síma 588 8899 eða á skrif- stofu @krist.is til kl. 12. mánudag- inn 16. september. Vetrardagskrá KFUM og KFUK UPPHAF vetrardagskrár KFUM og KFUK verður sunnudaginn 15. september. Ræðumaður á almennri samkomu kl. 17 verður sr. Sigurður Pálsson sóknarprestur í Hallgríms- kirkju og fyrrverandi formaður KFUM í Reykjavík. Í upphafi sam- komunnar mun ungur læknanemi, Sigurður Ragnarsson, segja nokkur orð og nýr sönghópur mun sjá um tónlistina. Þennan dag hefst barna- starf, sem verður á sama tíma og samkomurnar í vetur. Mikill und- irbúningur hefur staðið undanfarið við að undirbúa barnaefnið, sem er mjög vandað. Börnin verða í ald- ursskiptum hópum þar sem þau föndra og gera ýmislegt annað skemmtilegt og fræðandi. Að lok- inni samkomu munu félagar úr Kristilegu skólahreyfingunni bjóða upp á ljúffengan kvöldverð á vægu verði. Vökur, kvöldsamkomur með léttu sniði, hefjast kl. 20. Áhersla er lögð á lofgjörð, tilbeiðslu og boðun. Í lok samverunnar er boðið upp á fyrirbæn. Ræðumaður verður sr. Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 43 ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Hjúkrunarheimilið Skjól: Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Hljómsveit ungmenna undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Guðsþjón- usta kl. 14. Einsöngur Þórunn Stef- ánsdóttir. Organisti Guðmundur Sigurðs- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur, Marteinn Friðriksson leikur á org- el. Barnastund á kirkjuloftinu í umsjá Hans G. Alfreðssonar æskulýðsfulltrúa meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Tónleikar Kirkjukórs Grens- áskirkju kl. 20. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Messa kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sig- urði Pálssyni. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Jónas Þórir. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðrún Helga Harðardóttir og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI, Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Svala Sigríður Thomsen djákni kveður söfnuðinn. Nýir starfsmenn boðnir vel- komnir. Jóhanna Sigríður Halldórsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson. Organisti Jón Stefánsson. Fé- lagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Kaffisopi eftir messu. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safn- aðarheimilið og eiga þar stund. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Sunnudagaskólinn er undir stjórn Hildar Eirar Bolladóttur guð- fræðinema og hennar samstarfsmanna. Sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir altari, Þor- kell Sigurbjörnsson er meðhjálpari og messukaffi Sigríðar Finnbogadóttur kirkju- varðar í safnaðarheimilinu á eftir. NESKIRKJA: Messa kl. 11 í samvinnu við KR. Ræðumaður Ellert B. Schram forseti ÍSÍ. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Hrönn Helgadóttir. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Sunnudagaskólinn og 8-9 ára starf á sama tíma. Frá kl. 10 verður boðið upp á kaffi og meðlæti í safn- aðarheimili Neskirkju. SELTJARNARNESKIRKJA: Kynningarguð- sþjónusta kl.11 fyrir fermingarbörn og for- eldra þeirra. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Börnin hvött til að mæta. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Siguður Grétar Helgason. ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS: GAUTABORG: Guðsþjónusta í Skårs-kirkju sunnudag 15. sept. kl. 14. Organisti Tuula Jóhannesson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur prédikar. Skúli S. Ólafsson, Hannes Björnsson og Guðrún Karlsdóttir þjóna fyrir altari. Kórsöngur. Kirkjukaffi. FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK: Barnastarf vetrarins hefst með barnaguðsþjónustu kl. 11.00 í kirkjunni. Boðið verður upp á skemmtilegt og um leið uppbyggilegt fræðsluefni auk léttra söngva þar sem all- ir geta sungið með og tekið virkann þátt. Umsjón hafa Hreiðar Örn Stefánsson en hann hefur margra ára reynslu sem leið- togi í barna og æskulýðsstarfi og Ása Björk Ólafsdóttir guðfræðinemi.Og ómiss- andi í helgihaldinu er síðan andabrauðið í lok samverunnar en þá er fuglunum við tjörnina gefið brauð að borða. Kl. 20.30 Kvöldguðsþjónusta við kertaljós. Efni kvöldsins: „Hafa öfgar og ofstæki komið óorði á Guð – hvernig talar Guð til okkar í nútímanum?“ Tónlist verður í höndum Carls Möller orgel og píanista og Önnu Sig- ríðar Helgadóttur söngkonu og kórstjóa, ásamt Gospellkór Fríkirkjunnar. Allir vel- komnir. Hjörtur Magni Jóhannsson ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Pavel Manasek organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu. Steina steinaldarstelpa mætir og hlakkar til að sjá sem allra flesta. Kaffi og djús að stundinni lokinni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Organisti Peter Maté. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kirkjuhátíð. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Heimasíða Digraneskirkju www.digra- neskirkja.is formlega opnuð. Leikja- og fræðslubíll á tveimur hæðum með Play Station-leikjum KFUM&K kynnir vetrarstarf barnanna. Leikir í nýrri kapellu á neðri hæð fyrir börn allan daginn. Eldri borgarar sýna senior-dans. Á lóðinni verða hestar og útileikir. Veitingar – kaffihús á neðri hæðinni. Helgistundir á ýmsum tímum. Kórsöngur: Nýstofnaður unglingakór og kór Digraneskirkju taka lagið. Stutt- myndagerð á neðri hæð. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir létta stund í helgri alvöru kl. 15. Vetrarstarfið kynnt í safnaðarsal. Safnaðarfélagið, hjónaklúbburinn, Alfa- námskeið, foreldramorgnar, starf eldri borgara og ÍAK, Höklar Guðrúnar Vigfús- dóttur og orgel Digraneskirkju. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Org- anisti Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hóla- kirkju syngur. Sameiginleg guðsþjónusta safnaða í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra kl. 20. Sr. Gísli Jónasson prófastur prédikar. Sr. Hreinn Hjartarson, sr. Guð- mundur Karl Ágústsson og Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Hér- aðsnefndarfólk les ritningarlestra. Kaffiveitingar að lokinni guðsþjónustu. All- ir velkomnir en þess er sérstaklega vænst að prestar, djáknar, sóknarnefndarfólk og annað starfsfólk safnaðanna taki þátt í guðsþjónustunni sem markar upphaf vetr- arstarfsins í prófastsdæminu. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnasonar prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur. Organisti Hörður Bragason, kór Grafarvogskirkju syngur. Eftir guðs- þjónustuna verður fundur með ferming- arbörnum úr Folda- Húsa- og Hamraskóla og foreldrum þeirra. Dregið verður um væntanlega fermingardaga. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fé- lagar úr kór kirkjunnar syngja. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Orgelandakt kl. 17. Kári Þor- mar organisti við Áskirkju situr við orgelið og leikur verk eftir J.S. Bach, Johannes Brahms, Luis Vierne o.fl. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Sr. Íris Kristjánsdóttir. LINDASÓKN: Sunnudaginn 15. sept- ember verður fjölskylduguðsþjónusta í Lindaskóla í Kópavogi. Guðsþjónustan markar upphaf barnastarfs í sókninni þennan fyrsta starfsvetur hennar. Í vetur verða guðsþjónustur á vegum safnaðarins allaf í Lindaskóla hvern sunnudag kl. 11. Leiðtogar barnastarfsins í vetur kynna sig og taka fullan þátt í guðsþjónustunni. Fuglinn Konni kemur í heimsókn og sitt- hvað fleira skemmtilegt verður gert. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa- vogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur og lífleg fræðsla. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédik- ar. Organisti er Jón Stefánsson. Sókn- arprestur. REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI EYSTRA: Sameiginleg guðsþjónusta safnaða í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra verður í Fella- og Hólakirkju sunnudag kl. 20. Sr. Gísli Jónasson prófastur prédikar. Sr. Hreinn Hjartarson, sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Héraðsnefndarfólk les ritningarlestra. Kaffiveitingar að lok- inni guðsþjónustu. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Bíldshöfða 10, 2. hæð. Morgunguðsþjónusta kl.11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Lesnir verða valdir kaflarúr Lúkasar guðspjalli næstu sunnudaga og þeir útskýrðir undir leiðsögn Friðriks Schram. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Sr. María Ágústsdóttir predikar. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Bænastund kl. 16. Almenn samkoma kl. 16:30. Högni Valsson predikar, lofgjörð, fyrirbænir og mjög skemmtilegt aldursskipt barnastarf á sama tíma. Athugið breyttan samkomu- tíma. Allir hjartanlega velkomnir. BOÐUNARKIRKJAN: Guðsþjónusta í dag, laugardag, kl. 11. Frú Lilja Guðsteinsdóttir mun leiða guðsþjónustuna, en predikun mun flytja frú Erna Johnson, en hún er ís- lensk og er búsett á Nýja Sjálandi. Barna- og unglingastarf hefst í deildum um leið og predikunin byrjar. Biblíufræðslu annast dr. Steinþór Þórðarson í lok guðsþjónust- unnar að venju og kirkjugestir eru hvattir til að taka virkan þátt með spurningum og athugasemdum. Veitingar í boði að lokinni guðsþjónustu. FÍLADELFÍA: Laugardagur: Bænastund kl. 20. Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður G. Theodór Birgisson. Al- menn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Lofgjörðarhópur Fíla- delfíu syngur. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lof- gjörð og fyrirbænir. Barnastarfið hefst að nýju eftir sumarfrí og er tvískipt fyrir 1-5 ára börn og 6-12 ára. Þriðjudag: Bæna- stund kl. 20.30. Miðvikudag: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Lof- gjörð, hugleiðingar, fróðleiksmolar og vitnisburðir. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. „Guð kennir Abraham í bæninni“ upphafsorð: Sigurður Ragnarsson. Sr. Sig- urður Pálsson talar. Stutt bænastund kort- eri fyrir samkomu. Barnastarfið hefst. Þar verður Undraland kynnt. Heitur matur til sölu eftir samkomu. Vaka kl. 20. Mikil lof- gjörð, fyrirbæn. Kjartan Jónsson talar. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Frá júlí til sept. fellur messan á miðvikudögum kl. 18.30 niður. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík - Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Akranes, sjúkrahúskapella: Sunnudaginn 15. september kl. 15. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. REYNIVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Fyrsta barna- samvera vetrarins. Nýjar bækur og nýtt barnaefni kynnt. Litlir lærisveinar og Kór Landakirkju. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffisopi á eftir. Sr. Kristján Björnsson, sr. Þorvaldur Víðisson og barnafræðararnir. Kl. 20.30 fyrsti fundur í Æskulýðsfélagi landakirkju/KFUM&K í safnaðarheimilinu. Nýir félagar úr 8.-10. bekkjum grunnskól- anna velkomnir. Hulda Líney Magn- úsdóttir, Ingveldur Theódórsdóttir og sr. Þorvaldur Víðisson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn byrjar. Munið kirkjustrætóinn. Barna og unglingakórinn syngur undir stjórn Helgu, hljómsveit leiðtoga sunnudagaskólanna leikur undir söng, öll börn fá barnamöppu kirkjunnar, farið verður í leiki og barn verð- ur borið til skírnar. Prestar eru sr. Þórhallur Heimisson og sr. Þórhildur Ólafs. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á góðgæti í safnaðarheimilinu. HRAFNISTA í Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl.13.30. Kór Hrafnistu leiðir söng. Prest- ur sr. Þórhallur Heimisson. Allir velkomnir. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Barna- starf kirkjunnar hefst á sunnudaginn og eru öll börn í sókninni hvött til að vera með frá upphafi, njóta skemmtilegra stunda, syngja saman, hlusta á sögur og safna í kirkjubókina sína nýju og spennandi efni í hvert sinn sem mætt er til kirkju. Guðs- þjónusta kl. 14. Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Antoníu Hevesi. Ein- söngur Guðbjörg Tryggvadóttir. Allir vel- komnir. Sóknarprestur FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl.11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Edda, Hera og Örn. Guðsþjónusta kl. 13 (ath. sami messutími og var síðasta vetur). Organisti Þóra Vigdís Guðmunds- dóttir og kórstjórn og gítarleikur Örn Arn- arson. Prestarnir, Einar og Sigríður Kristín, flytja samtalspredikun. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Vídal- ínskirkju sunnudaginn 15. september kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sunnudagaskóli, yngri og eldri deild, á sama tíma í kirkjunni. Við athöfnina þjóna Nanna Guðrún Zoëga djákni og sr. Hans Markús Hafsteinsson. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn tekur til starfa á ný á morgun kl. 11.00 í sal Álftanesskóla. Kristjana og Ásgeir Páll leiða hann áfram í vetur. Nýtt efni. Rúta ekur hringinn á undan og eftir. Foreldrar eru hvattir til að styrkja börnin í þessu mik- ilvæga og skemmtilega starfi. Prestarnir. HVALSNESKIRKJA: Laugardag 14. sept.: Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskól- inn kl. 11. Allir velkomnir, sjáumst hress. Sunnudag 15. sept. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagur 14. sept. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 14. Allir velkomnir, sjáumst hress. Sunnudagur 15. sept. Útskálakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Kór Útskála- kirkjusyngur. Organisti Steinar Guðmunds- son. Sóknarprestur Björn Sveinn Björns- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11 árdegis. Undirleikari í sunnudagaskóla Helgi Már Hannesson. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti Hákon Leifsson. Meðhjálpari Björgvin Skarphéðinsson. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnudaga- skóli kl. 11 sunnudag. Léttur hádeg- isverður að messu lokinni. September- tónleikar þriðjudaginn 17. september kl. 20.30. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lok- inni. Foreldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Fyrsti sunnudaga- skóli vetrarins í Hveragerðiskirkju hefst sunnudaginn 15. september kl. 11 með fjölskylduguðsþjónustu. Þema dagsins verður sköpunin og kirkjan verður skreytt í þeim anda, mikill söngur, fræðsla og gleði. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og eiga góða samveru í kirkjunni. Stefanía, Berglind, Jörg og séra Bára Friðriksdóttir leiða stundina. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Kvöldguðsþjón- usta sunnudag kl. 20.30. Ath. breyttan tíma. Nýr organisti, Kristín Waage, leikur á orgelið og stjórnar kór Víkurkirkju. Vík- urkirkja fagnar nýju tónlistarfólki í Mýrdal- inn og er söfnuðurinn hvattur til að mæta og sýna þannig hug sinn. Fermingarbörn næsta vors í Víkursókn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta og skírn sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. HNÍFSDALSKAPELLA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn eru beðin um að mæta til skráningar. Kirkjuskóli barnanna kl. 13. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta fyrir allt prestakallið sunnudag kl. 11. Beðið fyrir fermingarbörnum vetr- arins. Átak til hjálpar hungruðum og fá- tækum kynnt. Léttir söngvar fyrir alla fjöl- skylduna. Allir velkomnir. Sóknarprestur. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða almennan söng. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Í dag, laugardag kl. 20, brauðsbrotning. Snorri Óskarsson prédikar. Sunnudagur: Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30. Er ástandið millli Bandaríkjamanna og Íraka liður í endurkomu Jesú Krists? Snorri Ósk- arsson kennir. Barnastarf vetrarins hefst og verður skipt í hópa eftir aldri. Almenn samkoma kl. 16.30, Rúnar Guðnason pré- dikar. Fjölbreytt lofgjörð, fyrirbænaþjón- usta og barnapössun fyrir 1-6 ára börn. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 20 almenn samkoma. Erlingur Níelsson talar. Mánudagur: Kl. 15 heim- ilasamband, miðvikudagur kl. 20 hjálp- arflokkur. Allar konur velkomnar. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sköpunarmessa kl. 11. Allir aldurshópar sameinast við upp- haf barnastarfsins. Barnakór kirkjunnar leiðir sönginn. Mán. 16. september: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Org- anisti Guðmundur Vilhjálmsson. Guðspjall dagsins: Son- ur ekkjunnar í Naim. (Lúk. 7.) Morgunblaðið/Einar Falur Hlíðarendakirkja í Fljótshlíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.