Morgunblaðið - 14.09.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 14.09.2002, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Þjónanemar Viltu læra til þjóns í einum bjartasta og glæsi- legasta veitingasal landsins þar sem fag- mennska er í fyrirrúmi? Hafðu þá samband við okkur eftir kl. 13 í dag og næstu daga, á staðn- um eða í síma 562 0200. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Landssamtök hjartasjúklinga halda 7. þing sitt dagana 20. og 21. september nk. í Borgartúni 6, Reykjavík. Þingið hefst með málþingi föstudaginn 20. september kl. 17:00. Þingstörf samkvæmt 7. gr. laga LHS. Lagabreytingar. Stjórnin. KENNSLA Söngheimar söngskóli Hægt er að bæta við nemendum í söngnám. Um er að ræða námskeið í 2 eða 3½ mánuð jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Upplýsingar í símum 553 0926, 899 0946 og fax 553 0926. TIL SÖLU Handavinna — lagersala Hannyrðapakkningar (til að telja út), sauma- kassar, árórugarn og margt fleira. Komið og gerið góð kaup. Opið hús í dag, laugardag frá kl. 11—17, Mánagull, Efstasundi 10, sími 553 9746. Lagersala — silkivörur í dag, laugardaginn 14. september, frá kl. 11.00—15.00. Silkivörur: Peysur, bolir, toppar, slæður, náttföt, náttkjólar og náttsloppar. Tilboð helgarinnar: Silkináttföt kr. 4.000. Staðgreiðslusala. Toja, Skógarhjalla 19, 200 Kópavogi, sími 898 5111. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Ungbarnanudd stuðlar að værum svefni, öryggi og ró. Upplýsingar í síma 552 7101 eða 823 4230. FÉLAGSLÍF 15. sept. Reykjavegurinn (R- 7): Lambafell — Dyradalur. Næst síðasti hluti Reykjavegar- ins. U.þ.b. 4—5 tíma róleg ganga. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.500/1.700. Far- arstjóri er Steinar Frímannsson. 20.—22. sept. Jökulheimar — Breiðbak — Sveinstindur — Fjallabak (Jeppadeild) Brottför frá skrifstofu Útivistar kl. 19:00. Verð kr. 4.500/5.100 á bíl + 2.000 kr. á mann í gistingu. Fararstjórar eru Haukur Parelíus og Skúli Haukur Skúlason. 15. sept., sunnud. Varðaða leiðin á Hellisheiði. Heiðin gengin austan frá eftir gömlu vörðuðu leiðinni um Hellisskarð og niður að Kolviðarhóli, um 3 klst. ganga. Kaffi og brauð í Litlu kaffistofunni í göngulok, inni- falið. Fararstjóri Þórunn Þórðar- dóttir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 1.400/1.600. 20.—22. sept. Fræðslu- og fjölskylduferð í Þórsmörk. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, stóra sem smáa, grillveisla, kvöldvaka og sérfræðingar á ýmsum sviðum á staðnum. Verð 8.500/9.600 með grillmáltíð. 27.—29. sept. NÝTT Óvissu- og ævintýraferð með Ferða- félagi Íslands. Spennandi við- fangsefni, ferð einkum ætluð fólki 18—40 ára. Nánari uppl. á skrifstofu FÍ í síma 568 2533 og á textavarpi RUV bls. 619. www.fi.is . upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR NÚ ER að ganga í garð sá tími sem berjarunnar í görðum lands- manna fara að skila uppskeru og tími saft- og sultugerðar fer í hönd. Ýmsar tegundir berjarunna er hægt að rækta með góðum árangri hér á landi og ber þar helst að nefna rifs, sólber og stikilsber. Best er að rækta berjarunna á skjólgóðum og sólríkum stað. Það stuðlar að meiri blómgun og síður er hætta á því að blómin fjúki af ef skjól er sæmilegt. Hins vegar geta rifs- og sólber vaxið bæði í skugga og á berangri með ágætum árangri en þá er hætta á því að uppskeran verði lakari. Hæfilegt millibil fyrir þessar tegundir er einn til tveir metrar, jafnvel minna ef ætlunin er að fá þétt limgerði. Best er að jarð- vegurinn sé frjór og með jöfnum jarðraka en þó ekki of blautur. Ef ræktað er í sendnum og þurrum jarðvegi er nauðsynlegt að vökva öðru hvoru yfir sumartímann og líka þarf að huga að áburðargjöf. Berjarunnar eru fremur viðkvæmir fyrir kalíumskorti. Blandaður áburður eins og Blákorn ætti samt yfirleitt að duga en líka er gott að dreifa lífrænum áburði í kringum plönturnar á vorin. Stundum kemur það fyrir að blóm eða berjavísar falla af. Oftast eru skýringarnar lé- leg frjóvgun, kuldi, þurrkur eða röng áburðargjöf og þá of lítið kal- íum eða of mikið nitur. Klipping af og til er nauðsynleg til þess að stjórna vaxtarlagi runn- anna og grisja þá. Oftast er nóg að gera það á nokkurra ára fresti. Þá eru gamlar greinar fjarlægðar og líka er gott að klippa í burtu greinar sem vilja leggjast. Ef það er ekki gert verða runnarnir alltof um- fangsmiklir. Þegar gamlar greinar eru fjarlægðar eru þær sagaðar al- veg niðri við jörð. Klipping hefur líka ýmsa aðra kosti svo sem að gefa meiri birtu, minni líkur á sjúkdóm- um og stærri ber. Rifs (Ribes spicatum) er algeng- asti berjarunninn hér á landi og er tegundin með eindæmum harðgerð og þolir t.d. sjávarseltu betur en flestar aðrar runnategundir sem ræktaðar eru hér á landi. Til eru ýmis yrki af rifsi en „Röd Hollandsk“ er nánast allsráðandi hér á markaðinum. Líka eru til yrki með hvít- um berjum og hafa þau stundum verið fá- anleg. Rifslús getur verið til ama í rifsi og veldur hún því að blöð rúllast upp og verða ljót en til eru varnar- efni til þess að verjast lúsinni. Sólber (Ribes nigr- um) eru líka algeng gér á landi og auð- ræktuð við erfið skil- yrði eins og rifsið. Berin eru svört og nokkru stærri en á rifsi. Sum sólberjayrki vilja leggj- ast og eru því hálfleiðinlegar garð- plöntur. Getur því verið betra að velja yrki með stífan og uppréttan vöxt, t.d. „Jankisjarvi“ eða „Mala- lathi“. Nokkur önnur yrki hafa reynst mjög vel hér á landi svo sem „Öjebyn“, „Sundebyn“ og „Nik- kala“. Lirfa haustfeta getur stund- um farið illa með sólber. Þá getur þurft að úða runnana. Stikilsber (Ribes uva-crispa) eru ekki eins mikið í ræktun og fyrrnefndar tegundir en eru vel harðgerð og gefa að jafnaði góða uppskeru. Berin eru miklu stærri en á rifsi eða sólberjum og þau eru ýmist gul, græn eða rauð á lit. Stikilsber eru mjög þyrnótt og geta því nýst vel þar sem tak- marka þarf umferð. Runninn er ekki eins vindþolinn og rifs og hættir til að brotna í roki nema hann sé í sæmilegu skjóli. Ýmis yrki eru til hér af stikilsberjum og eru t.d. „Hinnomaki rauð“ og „Hinnomaki gul“ til á markaðinum. Stikilsber eru að mestu laus við óþrif. Hindber (Rubus idaeus) eru enn sem komið er sárasjaldgæf hér á landi. Þó hefur runninn gefið af sér ágætis uppskeru á nokkrum stöð- um og greinilegt að hann getur þrif- ist með ágætum í skjólsælum görð- um. Hindberjarunninn er allólíkur rifsi því hann myndar aldin á grein- um frá fyrra ári og eru greinarnar síðan klipptar niðri við jörð að upp- skeru lokinni. Alltaf þarf að fjar- lægja allar gamlar og dauðar grein- ar. Gott getur verið að binda upp plönturnar á víra sem strengdir eru á milli staura sem ná upp í 130 cm á hæð. Strengdir eru vírar í 75, 100 og 130 cm hæð. Síðan eru greinarnar bundnar við vírana með garni þann- ig að um 10–15 cm séu á milli greina. Hæfilegt millibil á milli plantna er 40–50 cm, þannig mynda þær hálfgert limgerði. Líka má rækta plönturnar án stuðnings. Hindber senda út mikið af rótar- skotum og þau þarf að uppræta reglulega. Ýmsar fleiri runnategundir bera aldin sem hæf eru til manneldis, t.d. úlfareynir, blárifs, hélurifs, hlíðara- mall og ýmsar tegundir rósa. Þegar velja skal berjarunna er nauðsynlegt að velja yrki sem hafa verið þróuð nægilega vel við ís- lenskar aðstæður og varast ber því innfluttar plöntur af lítt eða óreynd- um yrkjum. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur BERJARUNNAR VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r nr. 481. þáttur Mörkinni 3, sími 588 0460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins. G æ ð i á N e tt o ve rð i. .. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 Fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.