Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 8

Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi Stúdentaráðs að hefjast Stúdentablaðið með Morgunblaðinu ÚTGÁFA Stúdenta-blaðsins verðurfastur liður í starf- semi Stúdentaráðs Há- skóla Íslands í vetur eins og um árabil. Eins og venja er hefur nýr ritstjóri tekið við blaðinu. Sá heitir Eggert Þór Aðalsteinsson og er stefnt að því að fyrsta tölublað vetrarins komi út í næstu viku. Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs, segir að helsta nýjungin felist í því að Stúdenta- blaðið verði ekki sent með pósti til 7.500 stúdenta við Háskóla Íslands heldur dreift með Morgunblaðinu í 50.000 til 60.000 eintök- um. – Nú kaupa örugglega ekki allir stúdentar Morgunblað- ið. „Alveg rétt. Þess vegna verður áhersla lögð á að dreifa blaðinu í öllum byggingum háskólans og með öðrum hætti, t.d. verður blað- ið öllum aðgengilegt á heimasíðu Stúdentaráðs www.student.is.“ – Hver er ástæðan fyrir breyt- ingunni? „Skýringin felst að hluta til í hækkun póstburðargjalda fyrir skemmstu. Hækkunin þýðir að burðargjöldin þrefaldast. Enda þótt Íslandspóstur hafi gefið til kynna að við gætum fengið ein- hvern tíma til að aðlagast breyt- ingunni var alveg ljóst að gera þyrfti breytingar á útgáfunni með tilliti til hækkunarinnar og þeirr- ar staðreyndar að blaðið var rekið með 1,5 milljóna króna halla á síð- asta ári. Fyrst og fremst er þetta þó gert til að málefni stúdenta fái notið sín betur í umræðunni. Eng- inn vafi leikur á því að meiri út- breiðsla þjónar hagsmunabaráttu stúdenta og veldur því að Háskóli Íslands verður sýnilegri í þjóð- félaginu. Þess vegna fórum við líka í samstarf við Háskóla Ís- lands um verkefnið.“ – Sér þess stað í blaðinu? „Háskólinn hefur til umráða þrjár síður í blaðinu. Plássið er þó ekki séreyrnamerkt heldur er fréttum frá háskólanum blandað saman við aðrar fréttir af stúd- entum.“ – Hvar er blaðið prentað? „Stúdentablaðið verður prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins í vetur. Blaðið var einnig prentað þar á þarsíðasta starfsári. Annars hefur verið samið við ýmsar prentsmiðjur undanfarin ár, t.d. Ísafoldarprentsmiðju í fyrra.“ – Verða einhverjar áherslu- breytingar í efnisvali? „Hefð hefur verið fyrir því að ráða nýja ritstjóra að Stúdenta- blaðinu á hverju ári. Ritstjórinn hefur síðan lagt línurnar fyrir hvert ár. Mér skilst að nýi rit- stjórinn ætli að leita hófanna víða í vetur. Ekki aðeins innan háskól- ans heldur í þjóðfélaginu öllu. Ég á því von á því að um leið og áhersla verði lögð á hagsmunabaráttu stúdenta verði með umfjöllun um málefni líðandi stundar höfðað til breiðari hóps eins og eðlilegt er í tengslum við meiri útbreiðslu.“ – Hvað ber hæst í hagsmuna- baráttu stúdenta um þessar mundir? „Núna ber húsnæðismálin hæst, þ.e. ástandið á leigumark- aðinum og fjölgun stúdenta á bið- listum eftir leiguhúsnæði á stúd- entagörðunum. Miðað við mínar tölur fjölgaði stúdentum á biðlist- unum úr 300 til 350 í fyrra í 600 á þessu ári. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar til sögunnar, t.d. fjölgun nemenda við Háskóla Íslands og breyttar reglur í tengslum við að- gengi nýnema að stúdentagörðun- um. Af öðrum hagsmunamálum stúdenta er hægt að nefna lána- málin. Baráttan á þeim vettvangi heldur áfram þó að mikilvægum skrefum hafi verið náð með af- námi tekjutengingar við maka og hækkun grunnframfærslu í vor. Síðan er þetta samkeppnisum- hverfi sem Háskóli Íslands er kominn í mjög heitt mál í augna- blikinu. Einn liður í því er skóla- gjaldaumræðan. Vart þarf að taka fram að við erum alfarið á móti því að taka upp skólagjöld við Há- skóla Íslands.“ – Nú er Vaka í meirihluta í Stúdentaráði í fyrsta skipti í 11 ár. Hvaða áhrif hefur breytingin á starfsemina? „Við störfum náttúrlega svolítið öðruvísi en fyrri meirihluti, t.d. skipuðum við ekki framkvæmda- stjóra eins og venja hefur verið heldur réðum hann á faglegum forsendum. Markmiðið er að stuðla að því að sami fram- kvæmdastjórinn geti jafnvel setið lengur en í ár og þar með nýtist reynsla hans betur. Annars hefur munurinn á Röskvu og Vöku í grófum dráttum falist í því að Röskva hefur lagt aðaláherslu á lána- sjóðsmálin og Vaka á bætta kennslu og að- stöðu fyrir nemendur. Þótt auðvitað fjalli báð- ar fylkingarnar um þessa tvo málaflokka.“ – Þið framkvæmdastjórinn er- uð nafnar. Ekki satt? „Já. Af þremur á skrifstofunni eru tveir Brynjólfar – ég og fram- kvæmdastjórinn Brynjólfur Ægir Sævarsson. Stundum kemur nátt- úrlega upp nafnaruglingur. Já- kvæða hliðin felst í því að fólk al- mennt man kannski frekar hvað við heitum.“ Brynjólfur Stefánsson  Brynjólfur Stefánsson er fæddur 21. janúar árið 1978 í Reykjavík. Brynjólfur er borinn og barnfæddur Vesturbæingur. Hann hóf skólagöngu sína í Mela- skólanum, gekk í Hagaskóla og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1998. Brynjólfur lauk BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands síðastliðið vor. Þá nam hann eitt ár verkfræði við DTU í Danmörku. Hann stefnir að því að ljúka BS-gráðu í tölvunar- fræði frá Háskóla Íslands í vor. Hann situr í Stúdentaráði annað árið í röð í ár. Við erum alfarið á móti skólagjöldum við HÍ EFTIR langan skóladag getur biðin eftir strætó tek- ið á taugarnar. Fæstir kunna því vel að standa að- gerðarlausir innan um ókunnuga og yfirleitt eru samræður í biðskýlum fátíðar, nema á milli góðra vina. En þegar þögnin virðist þrúgandi og enginn er vinurinn til að ræða við í skýlinu er sennilega fátt eins upplífgandi og skemmtilegt símtal til að dreifa huganum. Að hlæja hressilega með vini eða ættingja, sem er á hinum enda línunnar, getur auðveldlega stytt biðina eftir strætó. Morgunblaðið/RAX Gleðilegt símtal 71% starfa í stoðgreinum fiskveiða er unnið á höfuðborgarsvæðinu, en töluverðan hluta þeirra má vinna úti á landsbyggðinni og hafa nokkur svæði þar allgóðar forsendur til að taka við slíkri uppbyggingu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Byggða- stofnunar um þetta efni. Í skýrslunni kemur fram að um sé að ræða 3.224 stöðugildi í þessum greinum á höfuðborgarsvæðinu sam- anborið við 1.329 stöðugildi á lands- byggðinni. Af þessum rúmlega 3.200 stöðugildum á höfuðborgarsvæðinu séu 1.772 vegna iðnaðar, 1.199 stöðu- gildi vegna þjónustu, 209 stöðugildi vegna rannsókna og 44 stöðugildi vegna menntunar. Þá megi segja að 1.452 stöðugildi á höfuðborgarsvæð- inu séu þekkingarstörf og 538 þeirra séu stöðugildi á vegum hins opin- bera. Þokkalegar forsendur í fimm byggðarkjörnum Fram kemur einnig að í fimm byggðarkjörnum á landsbyggðinni séu þokkalegar forsendur til að byggja upp og hýsa störf í stoðgrein- um sjávarútvegs. Þessir kjarnar séu Snæfellsnes, norðanverðir Vestfirð- ir, Eyjafjörður, Mið-Austurland og Vestmannaeyjar. Þeir séu þó mis- jafnlega í stakk búnir og virðist for- sendur Eyjafjarðar skera sig nokkur úr hvað þetta snerti. Þá segir í skýrslunni að nær öll störf á vegum hins opinbera sé hægt að vinna í einhverjum af þessum fimm byggðarkjörnum, en störf við rannsóknir og þróun sé þó aðeins hægt að stunda á Eyjafjarðarsvæð- inu. Því megi ætla að stóran hluta þeirra tæplega 1.500 þekkingar- starfa í sjávarútvegi sem nú séu á höfuðborgarsvæðinu megi stunda í einhverjum af ofangreindum fimm byggðarlögum. Skýrsla Byggðastofnunar um stoðgreinar sjávarútvegs 71% starfa í stoðgreinum er á höfuðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.