Morgunblaðið - 19.09.2002, Page 13

Morgunblaðið - 19.09.2002, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 13 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.isEitt mesta úrval landsins af hágæða baðinnréttingum úr einingakerfi sem hentar flestum stærðum baðherbergja. en nú er tækifærið! Hörkutilboð! w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 24 Oft er lag, TEKIÐ var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag skaðabóta- mál Gunnars Þórs Jónssonar læknis gegn Háskóla Íslands og Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. Gunnari var sagt upp sem yfirlækni við Landspít- alann 1999. Málinu hefur verið frest- að til frekari gagnaöflunar og búist við að aðalmeðferð hefjist fyrir ára- mót. Gunnar Þór höfðar málið gegn stefndu til greiðslu vangoldinna launa, skaða- og miskabóta og hljóða kröfur hans upp á tæpar 75 milljónir króna. Stærsti kröfuliðurinn er vegna launa stefnanda til handa frá 2001–2012, 68,8 milljónir. Ennfrem- ur er HÍ krafinn um eina milljón króna í miskabætur vegna ólög- mætrar brottvikningar úr starfi. Skaðabótamál Gunnars Þórs tekið fyrir UMHVERFISSAMTÖK á Norður- löndum, m.a. Landvernd, hafa sam- einast í mótmælum gegn tillögu bresku umhverfisstofnunarinnar um að framlengja heimildir til losunar geislavirkra efna í sjó við endur- vinnslustöðina í Sellafield í Englandi allt til ársins 2006. Í bréfi, sem norrænu samtökin sendu breska umhverfisráðherran- um Michael Meacher, segir að nú- verandi losun á geislavirka efninu teknetíum-99 sé algjörlega óviðun- andi. Samtökin mótmæla áformum breskra stjórnvalda um að veita heimild til áframhaldandi losunar allt til ársins 2006. Þá segir í bréfinu að völ sé á nýrri og betri tækni til endurvinnslu sem ekki feli í sér losun á geislavirkum efnum í sjó. Þess er krafist að endurvinnslu verði hætt þar til þessi nýja tækni hefur verið innleidd í Sellafield. Umhverfissamtök á Norðurlöndunum Mótmæla losun geisla- virkra efna ÁHÖFN á TF-LÍF þyrlu Landhelg- isgæslunnar sótti alvarlega veikan sjúkling til Ísafjarðar á þriðjudags- kvöld og flutti hann á Landspítalann í Fossvogi. Læknir á Ísafirði hafði samband við stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar í gegnum Neyðarlínuna og óskaði eftir að fá samband við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar vegna sjúklingsins. Læknarnir töldu nauðsynlegt að flytja sjúklinginn með þyrlu Land- helgisgæslunnar og töldu það örugg- ara og fljótlegra en að senda hann með sjúkraflugvél en sjúkraflugvél Íslandsflugs var stödd í Reykjavík. Þyrluáhöfn var kölluð út kl. 20.16 og lenti TF-LÍF við gjörgæsludeild Landspítalans kl. 23.29. Þyrla sótti sjúk- ling til Ísafjarðar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.