Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 15 kynning Sérfræðingur frá Kanebo kynnir það nýjasta í förðun frá Kanebo fimmtudag og föstudag kl. 13-17 Austurstræti SOROPTIMISTAKLÚBBUR Ak- ureyrar afhenti á dögunum heilsu- gæslustöðvunum á Akureyri, Greni- vík, Dalvík og Ólafsfirði fræðslumöppur um getnaðarvarnir. Möppurnar eru aðgengilegar fyrir skólahjúkrunarfræðinga, lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem sinna fræðslu um getnaðarvarnir. Soroptimistasamtökin á Íslandi eru starfsgreinasamtök og eru þau hluti af alþjóðasamtökum kvenna. Þau láta sig varða mannréttindi og sérstaklega bætta stöðu kvenna. Verkefni Evrópusambands Soroptimista 1999-2001 var ákveð- ið; „Inn í 21. öldina með æskunni.“ Því þótti vel við hæfi að sameig- inlegt verkefni samtakanna á Ís- landi yrði að styrkja gerð fræðslu- möppu um getnaðarvarnir í samráði við starfsfólk getnaðarvarn- aráðgjafar við Kvennadeild Lands- spítala háskólasjúkrahúss. Veg og vanda af gerð möppunnar höfðu Anna Guðný Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og Sóley S. Bender hjúkrunarfræð- ingur, dósent við Háskóla Íslands. Ákveðið var að afhenda möppurnar heilsugæslustöðvum um allt land. Soroptimistaklúbbur Akureyrar Margrét Guðjónsdóttir hjúkrunarforstjóri, Júlía Björnsdóttir, verkefn- isstjóri heilbrigðismála hjá Soroptimistaklúbbi Akureyrar, og Ragn- heiður Stefánsdóttir formaður við afhendinguna. Afhenti fræðslumöppur um getnaðarvarnir Bæjarstjórn Ólafsfjarðar um jarðgangagerð Framkvæmdir verði boðnar út Ólafsfjörður BÆJARSTJÓRN Ólafsfjarðar hef- ur sent frá sér ályktun þar sem skor- að er á stjórnvöld að hvika hvergi frá fyrri ákvörðun varðandi jarðganga- gerð milli Ólafsfjarðar og Siglufjarð- ar. Þótti nauðsynlegt að eyða vafa sem sáð hefði verið vegna umfjöll- unar í fjölmiðlum sl. daga. „Til að svo megi verða teljum við rétt að hnykkja á fyrri samþykktum um að fyrirhugaðar jarðgangafram- kvæmdir verði boðnar út sem fyrst,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.