Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 16
SUÐURNES
16 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FLOTASTÖÐ Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli vann nýlega til
verðlauna bandaríska flota-
málaráðuneytisins fyrir frábæran
árangur í vinnuvernd þriðja árið í
röð. Afhenti Connie DeWitte, að-
stoðarráðherra Bandaríkjaflota,
Dean M. Kiyohara,
yfirmanni flotastöðvarinnar,og
Magnúsi Guðmundssyni, forstöðu-
manni vinnueftirlits Varnarliðsins,
verðlaunin við athöfn á Keflavík-
urflugvelli. Myndin var tekin við
það tækifæri.
Flotastöðin á Keflavíkuflugvelli
er stærsta deild Varnarliðsins og
annast alla þjónustustustarfsemi
þess á varnarsvæðinu, þ. á m. rekst-
ur flugvallarins, húsnæðis, veitu-
og birgðastofnana svo eitthvað sé
nefnt. Auk 1.800 hermanna starfa
um 880 Íslendingar hjá Varnarlið-
inu beint, flestir hjá flotastöðinni,
og er vinnueftirlitið rekið á vegum
hennar. Auk þess starfa tæplega
800 manns á vegum íslenskra verk-
takafyrirtækja á varnarsvæðinu.
Íslensk vinnuverndarlög gilda á
Keflavíkurflugvelli. Sú vinnuregla
er þó viðhöfð að ávallt er farið eftir
þeim lögum og reglugerðum, ís-
lenskum eða bandarískum, sem ná
lengra hverju sinni, segir í frétta-
tilkynningu frá varnarliðinu. For-
stöðumaður og eftirlitsmenn vinnu-
eftirlitsins eru íslenskir og annast
þeir reglubundið eftirlit með ör-
yggi og vinnuvernd í öllum mann-
virkjum og á vinnustöðum á varn-
arsvæðinu auk öryggis við íþrótta-
og tómstundaiðkun svo og á sviði
umferðaröryggis.
Verðlaunaðir fyrir góðan
árangur í vinnuvernd
Keflavíkurflugvöllur
ALLIR fulltrúar í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar hafa óskað eftir því
að skóla- og fræðsluráð bæjarins láti
kanna nánar tölur sem birst hafa um
slaka skólasókn 16 ára ungmenna á
Suðurnesjum.
Fyrr í vikunni birtust fréttir af
samantekt Hagstofu Íslands á
skólasókn íslenskra ungmenna. Þar
kom fram að skólasókn sextán ára
ungmenna væri áberandi minnst á
Suðurnesjum og ætti það ekki síst
við um drengi. Við átján ára aldur er
aðeins um helmingur drengja á Suð-
urnesjum við nám.
Á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld
lagði Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar, fram bókun af
þessu tilefni og skrifuðu allir bæj-
arfulltrúar minni- og meirihluta
undir með honum.
Skýringa verði leitað
Bæjarfulltrúarnir óska eftir að
skóla- og fræðsluráð Reykjanesbæj-
ar láti kanna þessar tölur nánar, fái
þær meðal annars sérgreindar fyrir
Reykjanesbæ. Jafnframt verði leit-
að skýringa á miklu brottfalli nem-
enda á Suðurnesjum.
Að því er spurt hvort frammistaða
barna í grunnskólum svæðisins hefti
þau. Hvort samsetning atvinnulífs-
ins sé með þeim hætti að það virki
ekki eins hvetjandi til framhalds-
náms og annars staðar. Einnig er
spurt hvort viðhorf foreldra til fram-
haldsnáms barna sinna sé með öðr-
um hætti en annars staðar, eða
hvort framboð af framhaldsnámi
hafi eitthvað með þessar tölur að
gera.
„Það er nauðsynlegt að við nýtum
vísbendingar, eins og þær sem fram
hafa komið í úttekt Hagstofunnar,
til að læra af og nota sem grundvöll
fyrir aðgerðir til úrbóta,“ segir loks í
bókun bæjarfulltrúanna.
Bæjarfulltrúar standa saman að bókun
Tölur um skóla-
sókn verði kann-
aðar nánar
Reykjanesbær
DOLCE vita var kjörin falleg-
asta rósin á rósasýningu hjá
Blómasmiðju Ómars við Hafn-
argötuna í Keflavík á Ljósa-
nótt.
Tæplega 1000 gestir verslun-
arinnar tóku þátt í samkeppn-
inni. Dolce vita hlaut 219 stig,
Leonidas fékk 121 stig og Arífa
varð þriðja með 75 stig.
Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Blómasmiðjunni að
þrír heppnir þátttakendur hafi
fengið tuttugu rósir sendar
heim til sín á sunnudeginum.
Dolce vita
fallegust
rósa
Keflavík
„REMBRANDT og samtíðarmenn
hans,“ er heiti á sýningu sem opnuð
var í Listasafninu á Akureyri um
helgina. Á sýningunni er gott yfirlit
yfir hollenska myndlist frá 17. öld
og er þetta í fyrsta sinn sem sýning
frá gullöld hollenskrar myndlistar
kemur hingað til lands. Verkin eru
fengin að láni frá Lettneska heims-
listasafninu í Ríga og þar er að
finna málverk, ætingar og kopar-
stungur sem sýna flest einkenni á
þeirri myndlist sem stunduð var í
Hollandi á 17. öld. Í ávarpi Hann-
esar Sigurðssonar, forstöðumanns
Listasafnsins á Akureyri, kom fram
að þegar reynt var að fá lánað lán-
að gott úrval hollenskra listaverka
frá 17. öld hefði alls staðar verið
komið að læstum dyrum „þar til
bankað var upp á hjá Lettneska
heimslistasafninu. Forstöðumaður
safnsins, Daiga Upeniece, vildi sýna
í verki þann hlýhug sem Lettar
bera til Íslendinga“, sagði hann en
eins og kunnugt er var ríkisstjórn
Íslands sú fyrsta til að viðurkenna
Lettland sem sjálfstætt ríki árið
1991.
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, og forstöðumaður
Lettneska heimslistasafnsins,
Daiga Upeniece, voru viðstödd opn-
un sýningarinnar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, sem opnaði sýninguna, og Daiga Upeniece,
forstöðumaður Lettneska heimslistasafnsins í Riga, sem lánaði mynd-
irnar á sýninguna, við opnun sýningarinnar Rembrandt og samtíðar-
menn hans í Listasafninu á Akureyri.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði sýninguna, en hér
skoðar hann ætingar eftir Rembrandt í gegnum stækkunargler. Til
vinstri er Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.
Rembrandt sýnd-
ur í Listasafninu
ATVINNULAUSIR á Akureyri
voru 153 í lok síðasta mánaðar, sam-
kvæmt yfirliti frá Vinnumálastofn-
un, 72 karlar og 81 kona. Þetta eru
mun færri á skrá en í lok júlí en þá
voru atvinnulausir 206, 82 karlar og
124 konur. Konum á atvinnuleysis-
skránni fækkaði því um 43 milli mán-
aða og körlum um 10. Í lok ágúst í
fyrra voru um 110 manns á atvinnu-
leysisskrá á Akureyri.
Í Dalvíkurbyggð voru 12 manns á
skrá í lok síðasta mánaðar, 6 karlar
og jafnmargar konur. Alls fækkaði
um 5 á skránni frá mánuðinum á
undan og er fækkunin nær eingöngu
hjá körlum. Í Hrísey voru 4 á at-
vinnuleysisskrá í lok ágúst, einn karl
og 3 konur og fækkaði um tvo á
skránni frá mánuðinum á undan.
Í Ólafsfirði var 21 á skrá í lok
ágúst, 4 karlar og 17 konur, og hafði
fjölgað um einn á skránni frá mán-
uðinum á undan.
Enn fækkar
atvinnulausum
LÝSTAR kröfur í þrotabú Dags-
prents hf. eru um 80 talsins samtals
að upphæð tæpar 140 milljónir
króna. Almennar kröfur eru upp á
124,4 milljónir og forgangskröfur
upp á 14,4 milljónir króna.
Dagsprent sem lengst af hefur
tengst útgáfu blaðsins Dags á Ak-
ureyri var úrskurðað gjaldþrota í
júní í sumar. Örlygur Hnefill Jóns-
son skiptastjóri sagði að kröfulýs-
ingaskráin yrði tekin fyrir á skipta-
fundi innan tíðar en að hans sögn eru
óverulegar eignir í þrotabúinu.
Þrotabú Dagsprents hf.
Lýstar kröfur
tæpar 140 millj-
ónir króna
IMC ÍSLAND ehf. hefur formlega
tekið í notkun nýtt GSM-kerfi á Ak-
ureyri. Kristján Þór Júlíusson bæj-
arstjóri hringdi fyrsta símtalið í
kerfinu til Doug Duncan í Silver
Spring í Maryland-fylki í Banda-
ríkjunum, þar sem móðurfélag IMC
Ísland er staðsett.
GSM-kerfið, sem þjónar þéttbýl-
inu á Akureyri, mun einnig þjóna
sjö öðrum þéttbýliskjörnum síðar
að því er fram kom í frétt um nýja
símkerfið. Auk aðgangs að hefð-
bundinni farsímaþjónustu, munu
nemendur við Háskólann á Akur-
eyri og aðrir hafa aðgang að eigin
símakerfi sem nær til bygginga Há-
skólans.
IMC Ísland er fjórða farsíma-
félagið sem býður GSM-þjónustu á
svæðinu.
IMC Ísland ehf. fékk á árinu
2000 úthlutað rekstrarleyfi frá
Póst- og fjarskiptastofnun til að
reka GSM-1800 kerfi á sjö þétt-
býlisstöðum hérlendis. Megintil-
gangur fyrir ósk félagsins um
rekstrarleyfi á Íslandi er að reka
GSM-miðstöð vegna reikisamninga
móðurfélagsins í Bandaríkjunum
gagnvart öðrum heimshlutum. Eitt
af skilyrðum slíks rekstrarleyfis
hérlendis er að reka einnig sam-
keppnishæfa farsímaþjónustu á
ákveðnum svæðum.
Frá því að IMC Ísland fékk
rekstrarleyfi hérlendis, hefur verið
gerður fjöldi tvíhliða reikisamninga
við erlend símafélög. Félagið notar
búnað frá Telos, sem er kanadískur
framleiðandi búnaðar fyrir GSM-
kerfi o.fl., og fellur búnaður þessi
vel að kerfum móðurfélagsins í
Bandaríkjunum. IMC Ísland mun
því bjóða farsímaþjónustu á Akur-
eyrarsvæðinu í samvinnu við sam-
tök nemenda Háskólans á Akureyri,
en um leið bjóða alþjóðlega reiki-
þjónustu til annarra viðskiptavina
undir vörumerkinu Viking Wireless.
Nýtt GSM-
farsímakerfi
í notkun á
Akureyri
VETRARSTARF Skákfélags Akur-
eyrar hefst í kvöld, fimmtudags-
kvöldið 19. september, kl. 20 með ár-
legu startmóti. Teflt er í
Íþróttahöllinni.
Haustmót félagsins hefst síðan á
sunnudag, 22. september, kl. 14.
Aðalfundur félagsins var haldinn
nýlega, þá lét Gylfi Þórhallsson af
störfum sem formaður og var Rúnar
Sigurpálsson kjörinn í hans stað.
Skákfélag Akureyrar
Vetrar-
starfið hafið
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦