Morgunblaðið - 19.09.2002, Page 19

Morgunblaðið - 19.09.2002, Page 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 19 ÞAÐ hefur viðrað vel til að fara í berjamó nú í byrjun september en segja má að sumarið sé loksins komið því hitinn hefur farið yfir 20 stig suma daga. Berjaspretta virðist vera þokkaleg hér um slóðir þótt enn þurfi berin nokkra sólardaga í viðbót til að ná fullum sætleika en sól og blíðu er ein- mitt spáð næstu daga. Það eru einkum krækiber sem fólk tínir hér því afar lítið er um bláber þetta haustið og það litla sem finnst af þeim er enn óþrosk- að og súrt, núna aðra viku í sept- ember. Þórshafnarbúar þurfa ekki langt að sækja í berjamó og við Fossána voru hressir strákar að tína krækiber milli þess sem þeir sulluðu í ánni í góða veðrinu. „Krækiberin eru betri en bláber- in,“ sögðu félagarnir Haukur og Halldór og kældu sig í ánni í síð- sumarhitanum eftir að hafa fyllt berjaboxin sín. Morgunblaðið/Líney Sigurðard Félagarnir Halldór og Haukur í berjamó við Fossá í 20 stiga hita. „Svo kælum við okkur í ánni þegar okkur verður of heitt í berjamónum,“ sögðu þessir kátu Þórshafnarstrákar. Heitt í berjamó Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.