Morgunblaðið - 19.09.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 19.09.2002, Síða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN Júl- íusdóttir, varaformað- ur framkvæmda- stjórnar Samfylking- arinnar, fullyrðir í grein hér í blaðinu 13. september að það sé sorglegt að fylgjast með „framkomu“ Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns VG, við Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Fullyrðir Katrín að Steingrímur leyfi „sér að hóta því nánast berum orðum að sprengja Reykjavík- urlistann í loft upp til að vernda þrönga hagsmuni síns eigin flokks“. Gaman væri að vita hvaða orð Steingríms J. Katrín affærir svo hrikalega. Steingrímur hefur aldr- ei sagt neitt í þá átt. Vitaskuld hafa forystumenn bæði úr Fram- sóknarflokknum (en Katrín virðist alveg blind á þeirra orð) og röðum Vinstrigrænna bent á að framboð Ingibjargar, sem var sameiginleg- ur frambjóðandi allra flokkanna sem mynda Reykjavíkurlistann í seinustu kosningum, hefði í för með sér endurskoðun. Vel má einnig vera að það skaði samstarf- ið ef hér á að vera hringlandi með borgarstjóraembættið. Er hægt að segja með sanngirni að það sé „hótun“ að benda á svo sjálfsagða hluti? Síðar í greininni fullyrðir Katrín svo að orð Steingríms um að það geti skaðað samstarf vinstriflokkanna séu „hótun um að vinstri stjórn væri ekki í kortunum“. Þessi túlkun á orðum Stein- gríms er fráleit. Steingrímur og aðrir forystumenn Vinstri- grænna hafa ítrekað lýst yfir vilja til að koma hér á vinstri- stjórn. Katrín og aðrir forystumenn Samfylk- ingarinnar hafa hins vegar verið tregir til að taka í sama streng. Nú er Katrín Júl- íusdóttir í hópi þeirra sem vildu „sameina vinstrimenn“ hér á landi á sínum tíma. Bent hef- ur verið á að það standi ekkert nema viljinn í vegi fyrir samstjórn vinstriflokkanna eftir næstu kosn- ingar. Nú efa ég ekki að Katrín sé einlæg í að vilja samstöðu vinstri- manna á Íslandi. En hvers konar innlegg er þá þessi árás forystu- manns úr Samfylkingunni á Stein- grím J. Sigfússon? Ungir Vinstrigrænir hafa lítt stundað að vega að Össuri Skarp- héðinssyni enda um margt brýnna að ræða. Vinstrigrænir eru fúsir að vinna með Össuri eða Ingi- björgu Sólrúnu, eða hvaða sam- fylkingarmanneskju sem er, að þjóðþrifamálum. Enginn Vinstri- grænn notaði tilefnið sem þessi framboðsumræða skapaði til að ráðast á Ingibjörgu Sólrúnu eins og Katrín ræðst að Steingrími. Var einhver að tala um „þrönga flokkshagsmuni“? Steingrímur J. Sigfússon er leið- togi sem sópar að. Nýlegar kann- anir sýna að stuðningsmenn Vinstrigrænna eru ekki síst lág- launafólk og aðrir þeir sem rík- isstjórn Davíðs Oddssonar hefur skilið eftir í góðærinu. Það fólk treystir Steingrími J. Sigfússyni. Þeir sem vilja vinstristjórn ættu að gleðjast en ekki öfundast yfir því. Á næsta ári þarf að skipta um ríkisstjórn á Íslandi. Vitaskuld er margvíslegur málefnaágreiningur milli Steingríms, Halldórs og Öss- urar og flokksmanna þeirra. En það sem þarf til breytinga er sam- starf þeirra og þá verður að leggja til hliðar leiðindapex, eins og það sem braust út í áðurnefndri grein Katrínar Júlíusdóttur. Hvar eru málefnin, Katrín? Þór Steinarsson Höfundur er meðlimur í ungum Vinstrigrænum. Stjórnmál Vinstrigrænir eru fúsir að vinna með Össuri eða Ingibjörgu Sólrúnu, segir Þór Steinarsson, eða hvaða samfylking- armanneskju sem er, að þjóðþrifamálum. ÁRLEGA fara hátt í 200 einstaklingar í hjartastopp utan sjúkrahúsa hér á landi. Á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem starfrækt- ur er neyðarbíll mann- aður lækni allan sólarhringinn, allt árið, hefur verið fylgst með árangri endurlífgunar- tilrauna frá því að rekstur bílsins hófst fyrir 20 árum. Árangur starfsins hefur verið nokkuð góður undan- farin ár og samkvæmt síðasta uppgjöri á ár- angrinum árin 1991– 1996 hafði tekist að endurlífga um þriðjung þeirra sem fara í hjarta- stopp. Helmingur þeirra náði aftur heilsu til að geta útskrifast af sjúkrahúsi, eða um 17% allra sem fara í hjartastopp en sambærilegar tölur frá útlöndum hafa víðast verið um 5–15%. Hér er því miður um að ræða lítinn hluta heildarinnar þar sem endurlífgunartilraunir bera ár- angur, en þó umtalsverðan fjölda mannslífa sem bjargað er ár hvert. Í síðasta endurlífgunaruppgjöri olli vissum vonbrigðum að nær- staddir höfðu einungis gert tilraun til endurlífgunar í um 40% tilfella. Ekki er vitað með vissu vegna hvers þetta hlutfall hefur verið svo lágt, hvort um sé að ræða kunnáttuleysi í viðbrögðum eða að fólk hafi ekki treyst sér í aðgerðir þegar á reyndi. Eflaust liggur hluti skýringarinnar í þeirri staðreynd að kennsla í endur- lífgun hefur á köflum verið gerð óþarflega flókin. Í nýjustu alþjóð- legu leiðbeiningum um slíka kennslu var hún einfölduð talsvert og því ætti leikmönnum að reynast auð- veldara að tileinka sér slíka þekk- ingu og að beita henni þegar þess gerist þörf. Önnur hugsanleg skýring á þessu lága hlutfalli gæti síðan legið í tregðu fólks til þess að beita önd- unaraðstoð munn-við-munn hjá ókunnugum einstaklingum. Þó eng- in skráð tilfelli séu um að sjúkdómar á við lifrarbólgu og HIV hafi borist milli manna við munn-við-munn öndunaraðstoð virðist fólki finnast þetta óþægileg tilhugsun. Í ljósi þess að rannsóknir undanfarinna ára hafa sýnt fram á að hjartahnoðið er það sem mestu máli skiptir hjá fullorðnum einstaklingi í hjarta- stoppi er nú alveg ljóst samkvæmt endurlífgunarleiðbeiningum að beita má hjartahnoði eingöngu, kunni fólk ekki til verka eða treysti sér ekki til einhverra hluta vegna að beita önd- unaraðstoð munn-við-munn ásamt hjartahnoði. Því miður eru það ekki nema um 10% íslensku þjóðarinnar sem hafa lokið fullu námskeiði í skyndihjálp innan síðustu 5 ára. Til að reyna að minna þjóðina á mikilvægustu skref- in í skyndihjálp við hjartastoppi, að hringja strax á hjálp og hjartahnoða stöðugt þar til hjálp berst, hefur nú verið efnt til herferðar undir kjör- orðinu „Hringja og Hnoða“. Mark- mið hennar er að fjölga þeim sem treysta sér til að beita einföldustu og jafnframt gagnmestu viðbrögðunum við hjartastoppi og þannig stuðla að því að unnt verði að bjarga fleiri mannslífum. Því miður segir tölfræðin okkur að mjög líklegt sé að við þurfum flest að beita þekkingu í skyndihjálp ein- hvern tímann á ævinni, oftar en ekki til aðstoðar einhverjum nákomnum. Á þeirri stundu skiptir öllu máli að hafa lært til verka og því viljum við hvetja fólk til þess að sækja nám- skeið í skyndihjálp. Hjá jafn vel upp- lýstri þjóð og Íslendingum ætti hlut- fall þeirra sem reyna endurlífgun á einstaklingum í hjartastoppi að vera hærra en 40%. Endurlífgun utan sjúkrahúsa Hjalti Már Björnsson Skyndihjálp Markmið herferð- arinnar er að fjölga þeim sem treysta sér til að beita einföldustu, segja Jón Baldursson og Hjalti Már Björns- son, og jafnframt gagn- mestu viðbrögðunum við hjartastoppi. Hjalti Már er umsjónarlæknir neyðarbíls. Jón er yfirlæknir slysa- og bráðamóttöku LSH. Jón Baldursson VIÐRÆÐUR heil- brigðisráðuneytisins og heimilislækna hafa legið niðri síðan í vor. Þá óskuðu heimilis- læknar eftir viðbrögð- um af hálfu ráðuneyt- isins við hugmyndum sínum og tillögum. Engin svör hafa borist. Vilji heimilislækna er mjög einfaldur og skýr. Við viljum sitja við sama borð og aðrir sérfræðilæknar. Í því felst að okkur verði sköpuð sömu starfskjör og öðrum sérfræði- læknum, þar á meðal að eiga möguleika á eigin rekstri. Að okkar mati er jöfnun starfskjara eina raunhæfa lausnin á vanda heilsugæslunnar. Það mun skapa grundvöll fyrir fjöl- breytni í heimilislækn- isþjónustu í landinu sem gefur möguleika á jákvæðri þróun, upp- byggingu og bættri mönnun, sem er for- senda fyrir betri þjón- ustu og bættu aðgengi almennings að henni. Rökþrota stjórnvöld Heimilislæknar eru eina stétt sérmennt- aðra lækna í landinu sem yfirvöld standa í vegi fyrir að geti stund- að sjálfstæðan rekstur á læknastofum. Heilbrigðisráðherra hefur lýst sig reiðubúinn til að ræða „sveigjanlegt“ rekstrarform í heilsu- gæslunni en hefur á sama tíma lagst gegn því að sérfræðingar í heimilis- lækningum fái að reka eigin lækna- stofur. En hver eru rök ráðherrans? Sannleikurinn er sá að ráðherrann vill ríghalda í núverandi skipulag og skert starfskjör heimilislækna, en flestum er ljóst að slík afstaða mun leiða til áframhaldandi hnignunar heilsugæsluþjónustu í landinu. Nauðsynlegt að skapa sátt Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins hafa viðrað hugmyndir um útboð á rekstri heilsugæslustöðva. Heimilis- læknar hafa ekki lagst gegn slíkum hugmyndum. Við vitum hins vegar að útboð á einni eða tveimur heilsu- gæslustöðvum leysir alls ekki vanda heilsugæslunnar. Ef takast á að rétta af stöðu heilsugæslunnar verða stjórnvöld að leggja sitt af mörkum til að skapa nauðsynlega sátt innan hennar. Sátt sem stöðvar flótta sérfræðinga í heimilislækningum í önnur störf. Sátt sem hvetur unga lækna til að leggja fyrir sig heimililslækningar. Sú sátt mun aldrei nást ef heimilis- læknar fá ekki að sitja við sama borð og aðrir sérfræðilæknar í landinu. Réttindi heimilislækna – framtíð heilsugæslu Jón Steinar Jónsson Heimilislæknar Vilji heimilislækna er mjög einfaldur og skýr, segir Jón Steinar Jónsson. Við viljum sitja við sama borð og aðrir sérfræðilæknar. Höfundur er heimilislæknir í Garðabæ. Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tommy Tompson, var hér á ferðinni á dög- unum og kynnti sér ís- lenska heilbrigðiskerf- ið. Hann verður að teljast nokkuð mark- tækur í þessum efnum og auk þess þraut- kunnugur málaflokkn- um heimafyrir. Umræða um ís- lenska heilbrigðiskerf- ið hefur verið mikil síðustu vikurnar, eink- um vegna fjárskorts Landspítalans – há- skólasjúkrahúss. Hef- ur umræðan snúist um það hvort nægilegt fé renni til heilbrigðismála eða hvort stefna eigi á meiri einka- væðingu og þá verði ekki þörf á auknu fjármagni. Er m.a. sótt á að einkavæða heilsugæsluna. Skýrslur Ríkisendurskoðunar um rekstur Heilsugæslunnar í Reykja- vík og um samninga Trygginga- stofnunar við sérfræðilækna varpa ljósi á stöðu mála og fæ ég ekki séð að þær styðji við hugmyndir um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu nema síður sé. Ljóst er að þeir sem tala fyrir einkavæðingu þurfa að færa betur rök fyrir máli sínu eftir að þessar skýrslur komu út. Heilbrigðisráðherra Bandaríkj- anna var ekki í nokkrum vafa eftir að hafa kynnt sér íslenska kerfið. Í viðtali við ríkisútvarpið kom eftir- farandi fram hjá honum:  Á Íslandi greiðir hið opinbera 85% af kostnaði Íslendinga vegna heilbrigðisþjónustu. Í Bandaríkjun- um þarf hver einstaklingur að greiða mun hærri upphæð úr eigin vasa.  Um 8% af landsframleiðslu Ís- lendinga fara til heilbrigðismála en um 14% í Bandaríkjunum.  Heilbrigðiskerfið á Íslandi er mun skilvirkara en í Bandaríkjun- um og þjónar landsmönnum vel.  Íslendingar standa betur að vígi en Bandaríkjamenn í heilsu- gæslu og þeir geta mikið af Íslend- ingum lært. Niðurstaða bandaríska heilbrigð- isráðherrans var þessi: hann sagðist ekki sjá hvers vegna Íslendingar ættu að breyta sínu heilbrigðiskerfi og stefna á frekari einkavæðingu. Hann gæti tæplega gefið Íslending- um heilræði þegar kæmi að þessum málaflokki. Hann væri frekar kom- inn til að læra. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða ráðherrans sem stýrir ráðuneyti heilbrigðismála í Bandaríkjunum, ráðuneyti sem veltir árlega svo háum fjárhæðum að einungis fjögur þjóðríki í heiminum eru með hærri fjárlög. Líklega er einkavæð- ing í heilbrigðiskerfinu hvergi meiri en einmitt í Bandaríkjunum og fáir þekkja það betur en einmitt Tommy Tompson. Þess vegna er álit hans alveg sér- staklega athyglisvert. Það ber að fara var- lega í því að breyta ís- lenska heilbrigðiskerf- inu og í ljósi ofangreinds álits er frekari einkavæðing varla vænleg lausn fyr- ir landsmenn. Tvískipt heilbrigðis- kerfi, fyrir ríka og snauða, er ekki það sem óskað er eftir hér á landi. Hvers vegna einkavæðing? Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Heilbrigðiskerfi Tvískipt heilbrigð- iskerfi, fyrir ríka og snauða, segir Kristinn H. Gunnarsson, er ekki það sem óskað er eftir hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.