Morgunblaðið - 19.09.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hjálmtýr Ed-ward Hjálmtýs-
son fæddist á Sól-
vallagötu 33 í
Reykjavík 5. júlí
1933. Hann lést á
líknardeild Landa-
kotsspítala 12. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Lucinde Sigurðsson,
f. 13. mars 1890, d.
17. júní 1966, og
Hjálmtýr Sigurðsson
kaupmaður, f. 14.
júlí 1878, d. 5. júlí
1956. Systkini hans
eru: María, f. 29.9. 1913, d. 1.12.
1991, Ludvig, f. 17.10. 1914, d.
24.6. 1990, Ásta, f. 26.3. 1917, d.
25.11. 1999, Sigurður Örn, f. 28.5.
1918, d. 20.8. 1994, Gunnar, f. 16.2.
1920, Ásdís (Íja), f. 23.7. 1921, og
Jóhanna (Blía), f. 30.9. 1924.
Hjálmtýr kvæntist 11. desember
1954 Margréti Matthíasdóttur, f.
10.1. 1936, d. 1.11. 1995. Foreldrar
23.12. 1980, sambýliskona hans er
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, f.
11.10. 1977, Margrét, f. 7.7. 1984,
og Rannveig Sól, f. 14.5. 1997. 5)
Jóhanna Steinunn, f. 19.2. 1962,
synir hennar eru Marlon Lee Úlfur
Pollock, f. 18.1. 1982, og Arthur
Óðinn Pollock, f. 31.10. 2000. 6)
Arnar Gunnar, f. 11.2. 1964, sam-
býliskona hans er Kristín R. Sig-
urðardóttir, f. 3.2. 1968, synir hans
eru Natan, f. 10.12. 1991, og Krist-
ján Orri, f. 27.9. 1993, og stjúpsyn-
ir hans eru Sigurður Rúnar, f. 25.2.
1990, og Ísleifur Unnar, f. 24.9.
1991. 7) Páll Óskar, f. 16.3. 1970.
Hjálmtýr lauk gagnfræðaprófi.
Hann hóf störf hjá Útvegsbanka
Íslands 1947 og starfaði þar alla
sína starfsævi eða þar til Útvegs-
bankinn var lagður niður og sam-
einaður Íslandsbanka. Hann
stundaði söngnám hjá Sigurði
Demetz og Sigurði Birkis. Hann
söng í ýmsum kórum, bæði sem
kórfélagi og einsöngvari. Einnig
tók hann þátt í revíum og mörgum
uppfærslum Þjóðleikhússins.
Hann lék og söng í ýmsum íslensk-
um kvikmyndum.
Útför Hjálmtýs verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hennar voru Matthías
Sveinbjörnsson lög-
regluvarðstjóri, f.
16.10. 1904, d. 13.10.
1975, og Sigrún B.
Melsteð, f. 11.5. 1902,
d. 16.8. 1965. Börn
Hjálmtýs og Mar-
grétar eru: 1) Ásdís, f.
21.8. 1954, sonur
hennar er Ingi Þór
Steinþórsson, f. 9.5.
1972, í sambúð með
Sigrúnu Önnu Jóns-
dóttur, sonur þeirra
er Jakob Breki. 2) Sig-
rún, f. 8.8. 1955, maki
Þorkell Jóelsson, f. 28.5. 1952, dæt-
ur þeirra eru Salome og Valdís, f.
30.12. 1985, og Melkorka, f. 26.6.
1997. 3) Lucinda Margrét, f. 7.6.
1957, börn hennar eru Egill
Bjarkason, f. 3.8. 1976, og Theo-
dóra Bjarkadóttir, f. 5.9. 1984. 4)
Matthías Bogi, f. 25.5. 1959, maki
Guðríður Loftsdóttir, f. 16.8. 1959,
börn þeirra eru Loftur Guðni, f.
Látinn er í Reykjavík Hjálmtýr
Edward Hjálmtýsson. Alltaf kallaður
Ebbi af öllum í fjölskyldu Lucinde og
Hjálmtýs Sigurðssonar á Sólvalla-
götu 33 í Reykjavík. Hann var yngst-
ur systkina Ásdísar, konunnar minn-
ar, og einn af sjö mágum og svilum
þessarar samheldnu fjölskyldu, sem
ég kynntist þegar við vorum gefin
saman í Landakotskirkju 1946, og við
Ebbi höfum átt ánægjulega samveru
í hvert skipti sem við höfum komið til
Íslands, í öll þessi 56 ár.
Glaðværð var hans aðalsmerki og
hann ýmist söng einsöng með sinni
fallegu tenórrödd eða stjórnaði
fjöldasöng þegar þessi léttlynda fjöl-
skylda kom saman. Mikil sönggleði
og lífsgleði einkennir allt þeirra líf.
Öll börnin mín kynntust Ebba í
heimsóknum til Íslands og við höfum
bundist okkar stóru og hjartfólgnu
íslensku fjölskyldu órjúfanlegum
böndum, sem við metum mikils.
Bænir okkar Ásdísar og dýpsta
samúð eru með fjölskyldu hans á
sorgar- og saknaðarstundu.
Kveðjur,
John H. Callaghan,
Wetherfield, Connecticut,
Bandaríkjunum.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um Hjálmtý tengdaföður minn.
Fyrst og fremst til að koma til skila
orðum sem hann lét sér um munn
fara þegar ljóst var hvert stefndi. En
hann sagði: „Ég bið að heilsa öllum.“
Við kveðjum hann Ebba okkar
með djúpum trega og söknuði. Orð
Guðs veitir mikla huggun með upp-
risuvoninni. Ég leyfi mér að taka
undir orð Mörtu. En hún sagði: „Ég
veit að hann rís upp í upprisunni á
efsta degi.“ Hún var að vísu að tala
um bróður sinn Lazarus, sem Jesús
reisti síðan upp við þetta tækifæri, en
upprisan á efsta degi er ennþá til-
hlökkunarefni. Þvílík gleðistund það
verður að heyra sönginn hans Ebba
óma að nýju í paradís.
Guðríður Loftsdóttir.
Það var árið 1953 að elsta systir
mín kynnti fyrir fjölskyldu minni pilt
sem hafði orðið á vegi hennar og
sungið með henni í kór.
Foreldrar mínir fögnuðu þessum
ráðahag, faðir minn sérstaklega þeg-
ar það kom í ljós að hann hafði sér-
staka og fagra tenórrödd.
Ekki spillti fyrir að pilturinn var af
dönskum ættum, móðir mín var vel
kunnug danskri menningu, hafði
dvalist í Danmörku í nokkur ár og
bar mikla virðingu fyrir þeirri þjóð.
Pilturinn, sem var ætíð nefndur
Ebbi, gerðist frá þessum degi bróðir
númer tvö og síðar meir, þegar öllum
formsatriðum var lokið, minn fyrsti
mágur.
Ebbi bar með sér nýja strauma inn
á æskuheimili mitt, þar sem tónlist
var aðaláhugamálið, ítalskir söngvar
voru fluttir beint úr barka á stofu-
gólfinu, tónlist sem aðeins hafði
heyrst um útvarp eða flutt úr
grammófóni. Einnig tók hann undir
þegar faðir minn spilaði Kaldalóns og
önnur tónskáld sem tilheyrðu vor-
mönnum íslenskrar tónlistarsögu.
Ebbi bar með sér að hann var mik-
ill tilfinningamaður og viðbrögð hans
voru okkur oft framandi. En húmor-
inn varð þess valdandi að mikið var
hlegið, skoðanir á fólki skýrar, ann-
aðhvort gott eða vont, þeir sem voru
settir á stall voru settir á háan stall,
aðdáun á einstökum mönnum gat
verið mikil.
Fjölskyldan söng saman á stórhá-
tíðum og heimilisfaðirinn lék undir.
Þetta var vísir að kór sem í dag
syngur við sérstök tækifæri og kall-
ast „tertukórinn“. Nafnið er til komið
vegna þess að kvenfólkið gætir þess
að nóg sé til með kaffinu á æfingum.
Það var mikið stúderað hver væri
bestur af heimssöngvurunum og var
aðdáun hans á Benjamín Gigli hvað
mest.
Meðferð hans á ítölsku söngvunum
gerði það að verkum að maður fékk
nýja reynslu í hlustun á söng og
þegar hann söng aríuna „una furtiva
lagrima“ úr Ástardrykknum eftir
Donizetti komst ég að þeirri niður-
stöðu að þessari aríu væri ekki mögu-
legt að gera betri skil.
Ebbi hafði mikil áhrif á minn
smekk og það var ekki tilviljun að
þegar ég fór að safna plötum var
fyrsta settið sem ég keypti óperan
Aida eftir Verdi. „Long play“-tæknin
ruddi sér til rúms og var mikil bylting
þar sem mögulegt var að koma heilli
óperu á aðeins þrjár plötur.
Ebbi og Magga stofnuðu sitt
fyrsta heimili í húsinu hjá foreldrum
mínum á Bergþórugötu 31, var íbúð í
risi standsett, samgangur var mikill
milli hæða og börnin fóru að koma í
heiminn, þeim fjölgaði ört.
Þegar þrengslin voru farin að
verða verulega íþyngjandi fluttist
fjölskyldan í Miðtún 90, eftir það var
millilent á Tómasarhaga áður en fjöl-
skyldan settist að á varanlegum stað
á Sólvallagötu 33.
Ebbi var mikið snyrtimenni og
klæddist vönduðum fötum.
Ebbi hafði gott auga fyrir myndlist
en tónlistin var hans ær og kýr og átti
hann orðið gott plötusafn sem hann
flutti með fullu afli af BO-græjunum
svo glumdi í.
Ég var ósammála honum þegar
ákveðið var að kaupa borðstofusett
sem átti að koma fyrir í risinu á Berg-
þórugötu, bæði fannst mér borðið
vera stórt og þungt. Sá ég fyrir mér
að erfitt yrða að bera það upp, settið
var úr gegnheilli eik og til að kóróna
allt var heljarstór skenkur með.
Borðið var keypt og því komið fyr-
ir eftir mikla fyrirhöfn.
Borð þetta átti eftir að skila stóru
hlutverki, börnin lærðu við það og
systir mín bar í gegnum tíðina nokk-
ur tonn af kræsingum á það, þegar
flest var hjá henni dugði ekki minna
en tvö læri í sunnudagssteikina.
Ebba varð það mikið áfall þegar
systir mín féll frá langt um aldur
fram eða 59 ára gömul og hann var
orðinn einn. Ekkert gat komið í stað
Möggu, hjónaband þeirra hafði verið
farsælt, upp voru komin sjö börn og
afkomendur orðnir 22.
Ebbi naut góðs af hjálpsemi og
fórnfýsi barna sinna, sem sinntu hon-
um vel, yngsti sonurinn fluttist heim.
Ebbi var ekki alveg einn.
Genginn er maður sem breytti
miklu í fjölskyldu minni, afkomend-
urnir framúrskarandi fólk sem hafa
orðið gleðigjafar og öllum til heilla.
Ebba verður oft minnst og gleði-
stundirnar rifjaðar upp.
Þannig vill hann örugglega hafa
það.
Hann hafði yndi af því að vekja
hlátur. Ég sé hann fyrir mér heils-
andi í allar áttir með bros á vör, þann-
ig verður hann í minningunni.
Blessuð sé minning Ebba, hann
hvíli í friði.
Sveinbjörn Matthíasson.
„Takið eitt lag enn,“ gall í hópnum
á þorrablóti frænkufélags Túllu Han-
sen í janúar sl. þegar Ebbi og Diddú
tóku saman lagið á sinn einstaka hátt,
og tár sáust renna niður kinnar af
hrifningu.
Fjölskyldan hefur notið í ríkum
mæli söngs, skemmtunar og góðrar
nærveru allrar við Ebba frænda í
gegnum tíðina, en á árvissum þorra-
blótum hafa hann og hans fjölskylda
stýrt söngnum. Áður sungu þau og
spiluðu, hann og Magga, frábær sam-
an, en svo missti hann Möggu 1995
eftir áralanga og farsæla sambúð við
uppeldi sjö barna sem fengu tónlist-
ar- og leikhæfileika foreldra sinna í
arf.
Sorg og söknuður ríkir þegar
kvaddur er í dag hinstu kveðju föð-
urbróðir okkar Hjálmtýr E. Hjálm-
týsson.
Á kveðjustund viljum við systkinin
þakka honum góða og gjöfula nær-
veru og samfylgd alla.
Við andlát Ebba er horfinn sjónum
drengur góður og hvers manns hug-
ljúfi.
Ebbi var yngstur föðursystkina
okkar, hann fæddist inn í stóra og
glaðlynda fjölskyldu á Sólvallagötu
33, þar sem hann bjó stærstan hluta
ævi sinnar, fyrst með foreldrum og
systkinum, en seinna kvæntur maður
með fjölskyldu.
Ebbi frændi var Vesturbæingur í
húð og hár, vann í miðbænum, sann-
ur Reykvíkingur. Vegna ljúfrar og
skemmtilegrar framkomu og frá-
sagnarhæfileika var hann vinsæll og
eftirsóttur, þá kom hann m.a. fram
við hinar ýmsu uppfærslur og kvik-
myndatökur.
Ebbi var lánsamur í lífinu, hann
kvæntist ungur Margréti Matthías-
dóttur, tónlistin var þeim sameigin-
legt áhugamál sem fórst þeim sér-
staklega vel úr hendi. Þau voru bæði
glaðlynd og hress og var það börnum
þeirra gott veganesti út í lífið, en far-
sæld og hamingja barna þeirra var
þeim mikils virði.
Ebbi var systkinum sínum um-
hyggjusamur og góður bróðir, sem
HJÁLMTÝR E.
HJÁLMTÝSSON # # #
#
()**+)*
,
"-%. / 00 %
1##0'!% # %0 2!0
3 & # 405#
"#6-% / %5
* +
, ! #
* ' !,((
!% % # 0!#
7!# 8290!# :#%;2#%3%
&0%# &# 82903% "/1
% # "%% 82903% ( / (#% !#
#
43' % 8290!# #&#%! 3%
' #% '#%3' #% ' #% '#%
# #
#
$,:$*
,
<#! "3#
$!#0=
$!< /3
- ! # *
') ! ))(
.
#/$
73#0!&!#
73#0!&#/"%3% # #" !#
4#/"%3% ""% 7!#& #!#
("#&#/"%!# # 0#!0"%3%
%%8#/"%!# / %'2#%83#3"%
3' #% '#%
01 # +
# #
;,,
>4%#
& #'1&?
#& '>
2 * !
3 !
"#$ 4
" #! 9#!#
%%'3 %%"3% "%%%) # !#
;#% %%"!#
3' #% '#%
# # #
#
*
,
#94"&8983
/ - !
!8 %%
!%!#
!8 %% # &# !#
) ##@
!% !# "#7!#& #3%
( ;#% !# #&'"#" 9%3%
&# #< !# %"&0 #
!%3%
!%;# 3% $# %%% #!#
%% #7!# 3% ( 8"&#%0 #!#
' #% '#%3' #% ' #% ' #%
+
#1
;A
!! 2
/ - !
"#$ ## #* #$
'- !))(
-("#3%
$ # # -!#
(- 7# &# -!#
!8 %%"73#"%3%
43#
"% -3% #% /"##!#
%8"&#;#1%2! !#
# &#;#1%2! !#
#
%