Morgunblaðið - 19.09.2002, Page 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 47
GUNNAR Óskarsson, formaður
Stangaveiðifélags Keflavíkur, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
hann væri ekki ýkja bjartsýnn á sjó-
birtingsvertíðina þrátt fyrir „gusur
við og við“ eins og hann lýsti ástand-
inu í aðalsjóbirtingsá félagsins í
Vestur-Skaftafellssýslu, Geirlandsá.
Það jákvæða væri þó að fiskur væri
ekki að draga það fram eftir öllu
hausti að sýna sig.
„Geirlandsáin var að gefa að jafn-
aði um og yfir 300 fiska á vertíð og
mikið af stórfiski í bland, en síðustu
árin hafa verið að veiðast þetta 100
til 150 fiskar. Nú í ár var vorvertíðin
hörmung og þó að það hafi verið að
koma gusur af og til þá er ég ekki
farinn að sjá að það sé einhver upp-
sveifla þótt ég voni auðvitað að úr
rætist og áin nái sér aftur upp,“
sagði Gunnar ennfremur.
Gusurnar
Gunnar hafði ekki frétt af Geir-
landsá allra síðustu daga, en rifjaði
upp að snemma í september og
framundir hann miðjan hefðu verið
nokkur bærileg holl og tvö raunar
góð. Sjálfur var hann í öðru góða
hollinu, sem landaði 16 fiskum, en
það brá svo við að aðeins 3 birtingar
voru þar í veiðinni, einnig voru 7
bleikjur, 4 laxar og tveir vænir stað-
bundnir urriðar. Næst á eftir kom
holl sem missti fyrstu tvær vaktirnar
í vatnavexti og grugg, en um leið og
áin hreinsaði sig, 11. september, tók
vel um tíma og hópurinn náði 19 fisk-
um. „Það hafa sem sagt verið gusur,
en það er áberandi að það vantar
stóra birtinginn, þetta hefur mest
verið 2 til 6 punda fiskur og einhver
reytingur af stærri fiski en engin
tröll,“ bætti Gunnar við.
Aðrar verstöðvar
Enn hefur reyst úr Tungufljóti og
í Vatnamótunum hefur einnig togast
þokkalega þótt búast megi við því að
Skaftárhlaupið sem nú stendur yfir
muni hafa áhrif næstu daga. Gren-
lækur er enn daufur að sögn kunn-
ugra. Hörgsá hefur einnig verið
fremur dauf, en átt sína daga og lítið
hefur veiðst af sjóbirtingi í Eldvatni
á Brunasandi. Þaðan bárust þó þær
fréttir nýverið að veiðimenn sem
höfðu varið deginum í fiskleysi höfðu
skyndilega hnotið um sjóbleikju-
göngu og landað fimm stórfiskum í
kvöldrökkrinu. Stundum er sagt að
engar fréttir séu góðar fréttir, en
það er mál manna í stangaveiðiheim-
inum að þar gildi hið gagnstæða.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Þokkalegasta veiði hefur verið síðsumars í Svartá. Hér er Sigurður
Magnússon með 16 punda hæng úr Hlíðarkvörn á Snældu.
Lítil bjart-
sýni for-
mannsins
LÆKNAR Heilsugæslunnar í
Mjódd í Reykjavík hafa sent Morg-
unblaðinu yfirlýsingu sem þeir sam-
þykktu í vikunni. Er hún gerð í
framhaldi af tillögum sem fram-
kvæmdastjórn Heilsugæslunnar í
Reykjavík og yfirlæknar heilsu-
gæslustöðva í Reykjavík, Kópavogi,
Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa
kynnt heilbrigðisráðherra til að
auka aðgang sjúklinga að þjónustu
heilsugæslunnar.
Í yfirlýsingunni segir meðal ann-
ars: „Komið hefur fram, að yfir-
læknunum hafði ekki gefist kostur á
að kynna sér umræddar tillögur fyr-
ir fundinn, þeim var ekki ljóst, að
þær yrðu á dagskrá og hinum al-
menna lækni í heilsugæslunni var
málið algerlega ókunnugt þar til því
var lokið. Að þessu tilefni gefnu vilj-
um við læknar við Heilsugæsluna í
Mjódd taka eftirfarandi fram um at-
vik og efni tillagnanna:
Vinnubrögð af þessu tagi eru
ámælisverð og alls ekki til þess fall-
in að greiða fyrir sameiginlegu átaki
allra hlutaðeigandi til að ráða bót á
brýnum vanda heimilislækninganna
í landinu.
Tillögurnar miða fyrst og fremst
við að auka afköst þeirra lækna,
sem fyrir eru, en mæta alls ekki
þeirri nauðsyn að bæta mönnun
heimilislækninganna og laða unga
lækna til náms og starfs á þeim
vettvangi.
Blandað kjaraumhverfi heilsu-
gæslulækna getur verið til framfara
og liður í nauðsynlegum endurbót-
um í heilsugæslunni, en getur aldrei
orðið fullnægjandi, sem lykilatriði til
lausnar kjaramálum heimilislækna.
Það er stefna Félags íslenskra
heimilislækna (FÍH), að heimilis-
læknar fái sjálfstæða samninga við
heilbrigðisstjórnina, sem gera þeim
kleift að stunda heimilislækningar
fyrir eigin reikning líkt og læknar í
öðrum sérgreinum hafa tækifæri til.
Við styðjum þessa kröfu FÍH, þar
sem hún er forsenda þess, að heilsu-
gæslulæknar búi við jafnræði og
hafi eðlilega samningsstöðu gagn-
vart viðsemjendum sínum.
Tillögur framkvæmdastjórnar
HR eru kjaralegs eðlis, hvað varðar
heilsugæslulækna, þó annað hafi
verið látið í veðri vaka. Því viljum
við minna á, að Kjaranefnd fer með
ákvarðanir um kjör heilsugæslu-
lækna lögum samkvæmt en hvorki
Heilsugæslan í Reykjavík né heil-
brigðis- og tryggingaráðherrann.“
Læknar Heilsugæslunnar í Mjódd
Gagnrýnir vinnu-
brögð við kynn-
ingu á tillögum
FARAH Khan, ind-
versk kona, sem hlotið
hefur lof og viður-
kenningu fyrir störf
sín í hinu stríðshrjáða
Kashmir-héraði í Ind-
landi, mun kynna störf
sín á Grand hóteli í
Reykjavík, nk. sunnu-
dag. Hefst fundur
hennar klukkan 15.
Í fréttatilkynningu
um komu hennar
hingað til lands segir
m.a. að Khan og fyr-
irtæki hennar Kashm-
ir Kraft, ferðist reglu-
lega til sautján þorpa í
Kashmir, til að sjá íbúum þorp-
anna fyrir hráefni, til að vinna úr,
en síðan sjái Khan um að koma
vörunum á markað. Þannig geti
íbúar þorpanna nýtt sér hand-
verkskunnáttu sína til að afla sér
lífsviðurværis.
„Hún borgar fólkinu góð laun og
notar hluta af hagnaði fyrirtæk-
isins til að bæta líf þess. Hún legg-
ur mikla áherslu á menntun og
heilsugæslu og takmörkun barn-
eigna. Meðal þeirra verkefna sem
Farah Khan er nú að
vinna að er stofnun
skóla fyrir stúlkur á
aldrinum 4 til 16 ára.“
Þá segir að fara
Farah Khan hafi ver-
ið vinsæll ræðumaður
á fundum ýmissa fé-
laga og stofnana víða
um heim. Hún hafi
m.a. verið ræðumað-
ur á Global Summit í
Barcelona í júlí sl, en
um 620 konur í við-
skiptum frá 72 lönd-
um voru þátttak-
endur á ráðstefnunni,
þar af voru um 20
konur frá Íslandi.
Á kynningunni á Grand hóteli á
sunnudaginn mun Farah Khan
segja frá starfinu í Kashmir. Enn-
fremur mun hún kynna vörur fyr-
irtækisins Kashmir Kraft. Auk
þess verða til sýnis og sölu svoköll-
uð pashmina sjöl úr ulli og silki.
Verslunin Englabörnin, Lauga-
vegi 56, styrkir og skipuleggur
heimsókn Farah Khan til Íslands í
tilefni af 20 ára afmæli verslunar-
innar um þessar mundir.
Indversk kona
kynnir störf sín
meðal stríðshrjáðra
Farah Khan
ÞAU tímamót verða í sögu Háskólans
í Reykjavík á laugardaginn að þá út-
skrifast 31 nemandi með alþjóðlega
MBA-gráðu, meistaragráðu í stjórn-
un, frá viðskiptadeild skólans. Við út-
skriftina munu Styrmir Gunnarsson,
ritstjóri Morgunblaðsins, og Agnar
Hansson, forseti viðskiptadeildar
HR, flytja hátíðarræður og Verslun-
arráð Íslands veitir verðlaun þeim
sem hlýtur hæsta meðaleinkunn í
náminu.
„Sumarið 2000 gerðist Háskólinn í
Reykjavík aðili að samstarfi 10 virtra
háskóla um kennslu og þróun fjöl-
þjóðlegs stjórnunar- og viðskipta-
náms þar sem rík áhersla er lögð á
hagnýtingu upplýsingatækni. Sam-
starfið nefnist GeM, sem stendur fyr-
ir Global eManagement. Fyrsti MBA-
hópurinn hóf nám við Háskólann í
Reykjavík í janúar 2001, alls 31 nem-
andi sem valdir voru úr hópi tæplega
60 umsækjenda. Nú, 20 mánuðum síð-
ar, munu allir þeir sem hófu námið út-
skrifast með MBA-gráðu.
Á námstímanum hafa nemendur
sótt þrjár vikulangar námstefnur á
Spáni, í Bandaríkjunum og nú síðast í
Mexíkó og þeir hafa jafnframt unnið
viðamikil hópverkefni með nemend-
um samstarfsskólanna. Þá hafa fjöl-
margir kennarar frá samstarfsskól-
unum komið og kennt stök námskeið.
Í liðinni viku fór fram sameiginleg
GeM-útskriftarathöfn í EGADE við-
skiptaháskólanum í Monterrey í
Mexíkó og markaði hún lokin á nám-
stefnu þar sem nemendur kynntu
meðal annars niðurstöður lokaverk-
efnavinnu sinnar,“ segir m.a. í frétt
frá skólnum.
MBA-nemar
útskrifast frá
Háskólanum
í Reykjavík
ÍSLENSKA dansfræðafélagið, í
samvinnu við Norræna húsið, efnir
til helgarnámskeiðis í norrænum
gagndönsum dagana 20.–22. septem-
ber.
Gagndansar voru mjög vinsælir og
eru raunar dæmigerðir fyrir vest-
ræna danshefð 19. aldarinnar. Ein-
kenni þeirra eru þau að par eða pör
dansa við par eða önnur pör. Sem
dæmi um íslenska gagndansa mætti
nefna Vefarann og Lansé.
Gestakennari frá Svíþjóð mun
kenna norræna gagndansa, en ís-
lensku kennararnir eru undir stjórn
Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur. Aðeins
verður um að ræða einfalda og að-
gengilega dansa.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á
námskeiðinu með tölvupósti: agni-
@nordice.is.
Helgarnám-
skeið í gagn-
dönsum
UNG vinstri-græn halda þriðja
landsfund sinn á Grand hóteli
Reykjavík dagana 20.–21. septem-
ber næstkomandi. Auk hefðbund-
inna landsfundarstarfa verður efnt
til sérstaks málþings laugardaginn
21. sept. undir yfirskriftinni „Full-
veldi, norræn samvinna og ESB“.
„Frummælendur verða Lív Pat-
ursson, varaformaður ungliða-
hreyfingar færeyska Þjóðveldis-
flokksins, Herit Helgadóttir,
meðstjórnandi í stjórn sömu hreyf-
ingar, og Drífa Snædal, varaþing-
maður VG í Reykjavík. Málþingið
er opið öllum meðan húsrúm leyf-
ir,“ segir í fréttatilkynningu.
Landsfundur
ungra vinstri-
grænna
í vikulokin
Á VEGUM Endurmenntunar Há-
skóla Íslands verða í haust þrjú nám-
skeið sem er ætlað að varpa ljósi á
rætur menningar okkar, hvert með
sínu móti.
Í fyrsta lagi er um að ræða nám-
skeið sem kallast formáli að latínu.
Námskeiðið er ekki hefðbundið
tungumálanámskeið, en meginmark-
mið þess er að kynna hversu djúp
spor latína og hinn forni menningar-
heimur hefur markað í menningu og
menntun V-Evrópu. Námskeiðið
stendur frá 23. sept. til 28. okt. kl.
20:15–22:15. Kennari er Kolbrún
Elfa Sigurðardóttir, fornfræðingur
og latínukennari við MR.
Í öðru lagi er um að ræða nám-
skeið sem nefnist Vagga vestrænnar
menningar – Grikkland hið forna.
Lögð er áhersla á að sýna og greina
menningarafrek Forn-Grikkja í ljósi
þeirra eigin þjóðfélags. Námskeiðið
er kennt 14. okt. til 2. des. kl. 20:15–
22:15. Kennari er Eiríkur Smári Sig-
urðarson Ph.D.
Í þriðja lagi er námskeið sem
nefnist Máttarstólpar menningar-
innar – Þekking og samfélag. Þetta
er fyrsta námskeið í nýrri nám-
skeiðaröð um lykilhlutverk heims-
bókmenntanna í heimspeki, þekk-
ingarfræði og siðfræði. Kennarar
eru Jón Ólafsson Ph.D. og Gauti
Kristmundsson dr. phil. Kennt er 3.
okt.–21. nóv. frá kl. 20:15–22:15.
Endurmenntun HÍ
Þrjú nám-
skeið í menn-
ingarsögu
Íslandsfugl en ekki Ísfugl
Í frétt um kjötmarkaðinn á Íslandi
í Morgunblaðinu í gær er rangt farið
með nafnið á kjúklingaframleiðand-
anum Íslandsfugli á Dalvík. Íslands-
fugl, ekki Ísfugl í Mosfellsbæ eins og
stóð í fréttinni, var stofnaður í fyrra
og gekk í gegnum fjárhagslega end-
urskipulagingu fyrr á árinu. Lesend-
ur eru beðnir velvirðingar á þessum
mistökum.
Námskeið í hugleiðslu
Í fréttatilkynningu um námskeið í
hugleiðslu sem birtist í Morgun-
blaðinu 17. september misritaðist
hvar námskeiðið er haldið, en það er
haldið í Tónskóla Sigursveins við
Gerðuberg.
Íbúaþing á Seltjarnarnesi
verður hinn 9. nóvember
Röng dagsetning var í frétt Morg-
unblaðsins af fyrirhuguðu íbúaþingi
á Seltjarnarnesi en það verður hald-
ið hinn 9. nóvember næstkomandi.
Voru upplýsingar Morgunblaðsins
fengnar úr fundargerð bæjarstjórn-
ar Seltjarnarness.
Leiðrétt