Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 48

Morgunblaðið - 19.09.2002, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                               BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALÞJÓÐASTOFNUNIN Friður 2000 mótmælir harðlega þeim um- mælum og rógburði á hendur sam- tökunum Friði 2000 sem Árni Ragnar Árnason alþingismaður lætur hafa eftir sér á mbl.is í dag um vefinn althing.org. Vefurinn althing.org hýsir ein- ungis upplýsingar um sérstakt verkefni – Althing Jerusalem sem er óhlutdræg tillaga að nýju frið- arferli í Mið-Austurlöndum, en að öðru leyti er þar ekki á nokkurn hátt fjallað um starfsemi Friðar 2000. Það er með eindæmum að lesa þau ummæli þingmannsins í fjöl- miðlum, að hér sé verið að koma fram áróðri „sem fáir mundu veita athygli nema vegna þess að nafn Alþingis er notað sem skálkaskjól“. Ummæli Árna Ragnars eru lýs- andi dæmi fyrir þá nesjamennsku sem því miður hefur einkennt ein- staka þingmenn á Alþingi samtím- ans. Það er grátlegt að horfa upp á þá sveitamennsku sem birtist í hnotskurn á vefsíðu þingmannsins, en þar er opnun Saltfiskseturs Ís- lands í Grindavík efst á baugi á meðan heimsbyggðin stendur á öndinni vegna styrjaldaráforma sem ógna allri framtíð mannkyns og lífríki jarðar. Þrátt fyrir að Árni Ragnar Árna- son hafi um árabil haft tekjur sínar af setu bandarísks herliðs hér á landi og sé í framhaldinu einn af innstu koppum bandarískrar áróð- ursmaskínu hér á landi, er alveg óþarfi fyrir íslenskan þingmann að berja þannig bumburnar fyrir hina stríðsóðu Bandaríkjastjórn að rægja óhlutdrægar friðartillögur sem unnar hafa verið af hugsjón, alúð og samviskusemi í samstarfi fjölda aðila bæði í Mið-Austurlönd- um og annars staðar í heiminum. Þótt sjóndeildarhringur Árna Ragnars Árnasonar takmarkist við saltfisk og undirlægjuhátt við Bandaríkin er gjörsamlega út í hött að hald því fram að nafn síðunnar althing.org sé vísvitandi valið til að villa á sér heimildir. Að kasta slík- um fullyrðingum og lygaþvælu í fjölmiðla er þekkt baráttuaðferð leyniþjónustu Bandaríkjanna og Bretlands á stríðstímum þegar reynt er að grafa undan tiltrú á andófsmönnum. Því miður hafa alþingismenn okkar Íslendinga ekki haft frum- kvæði til að boða frið um jörðina þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir Friðar 2000. Ekkert á síðunni alt- hing.org vísar til þess að efnið sé útgefið af Alþingi Íslendinga, hins vegar er á síðunni vandlega rakinn ferill og þróun þeirrar hugmynda- fræði sem liggur að baki verkefn- isins. Althing Jerusalem og þær áhugaverðu undirtektir sem borist hafa utan úr heimi voru kynntar öllum alþingismönnum fyrr á þessu ári og leitað aðstoðar um að koma þessu friðarátaki í framkvæmd. Annaðhvort að slíkt verkefni yrði unnið í samvinnu við Frið 2000 eða að hópur þingmanna yfirtæki verk- efnið. Friður 2000 vonast til þess að á hinu háa Alþingi Íslendinga sé að finna einstaklinga sem láta sig framtíð mannkyns meira varða en saltfisk, og að íslenskir þingmenn taki þetta verðuga verkefni, Alt- hing-Jerusalem, upp á arma sína og leiði heimsbyggðina til friðar í anda þeirra hugsjóna er skópu stofnun Alþingis fyrir meira en þúsund árum. Alþjóðastofnunin Friður 2000, ÁSTÞÓR MAGNÚSSON. Friður 2000 mótmælir ummælum þingmanns Frá Ástþóri Magnússyni: MAÐUR að nafni Eiríkur skrifar bréf í Fréttablaðið 3/9 og telur það skyldu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að koma Samfylkingunni til hjálpar. Tími Össurar er liðinn eftir því og tel- ur hann það pólitíska skyldu hennar að verða við kalli þjóðarinnar. Þó það sé kannski rétt, að það sé það eina sem getur bjargað Samfylkingunni þá er það ekki gert fyrir þjóðina. Ef hún færi í framboð til Alþingis væri hún að svíkja Reykvíkinga því þeir kusu hana í þeirri góðu trú að hún ætlaði að vera út kjörtímabilið og hún margtók það fram fyrir kosningar að svo væri. Og hver er svo draumur þessa manns? Það er að geta farið í stjórn með framsókn. Merkilegt að hann talar ekki um vinstri stjórn með Davíð. Það getur verið að hann ætli að skipta á Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri og gera hann að borgarstjóra. Það var alþekkt úti á landi að ráða sveitar- stjóra, og reyndar í Reykjavík, um tíma. Samfylkingarmenn sjá fram á tap í næstu kosningum og vilja að sjálfsögðu finna leið til bjargar eftir afburða lélega stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu nema Jóhanna, sem hefur haldið uppi vörn fyrir þá sem minnst mega sín. Það er líka orðinn flótti í liðinu og svo þurfa þeir að finna leið til að ná stöðu í Reykjavík. Það getur verið að Ingibjörg Sólrún sé í Samfylkingunni, ég hef ekki hug- mynd um það, en hún var kosin á þing fyrir Kvennalista og fór þaðan í borg- arstjórn, en það breytir ekki því að það væru talin svik við þá sem kusu hana í borgarstjórn ef hún færi eftir árið. Það er Davíðs-uppskriftin og það getur verið að hún ætli að taka við af honum. Eftir hina snarvitlausu kjör- dæmabreytingu er allt í óvissu í næstu kosningum og ekki bætir úr skák að þegar önnur kjördæmi eru stækkuð er Reykjavík minnkuð. Þar eru nú tvö í stað eins. Vitleysan ríður ekki við einteyming eins og sagt var í mínu ungdæmi. Ef hún fer í framboð stendur hún ekki við það sem hún sagði og hefur því verið kosin á fölsk- um forsendum. Ingibjörg er afar slyng. Ekki er bættur skaðinn ef hún færi inn á þing en Össur kæmi í staðinn. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Rvk. Neyðarkall Samfylkingarinnar Frá Guðmundi Bergssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.