Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.10.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GENGIÐ hefur verið frá samstarfs- samningi milli Þróunarfélags mið- borgarinnar og Bílastæðasjóðs og tryggir hann Þróunarfélaginu 5% hlutdeild í tekjum Bílastæðasjóðs af stöðu- og miðamælum til ársloka 2005. Ágreiningur var um málið í borgarráði og fór það því til af- greiðslu borgarstjórnar, sem sam- þykkti það með 8 atkvæðum gegn 6 á fundi sínum í gær. Í liðnum mánuði fól samgöngu- nefnd Reykjavíkurborgar fram- kvæmdastjóra Bílastæðasjóðs að ganga frá samstarfssamningi um markaðsmál við Þróunarfélag mið- borgarinnar. Í bréfi hans með frá- gengnum samningnum kemur meðal annars fram að tekjur Bílastæða- sjóðs af stöðu- og miðamælum hafi numið um 156 milljónum króna árið 2001 og að óbreyttu megi gera ráð fyrir því að hlutdeild Þróunarfélags- ins verði um 7,8 millónir á ári, en um 4,6 milljónir á yfirstandandi ári þar sem gildistaka samningsins miðist við 1. júní síðastliðinn. Í samningn- um kemur auk þess fram að Bíla- stæðasjóður annist sérstaka mark- aðssetningu og kynningu bílastæða, bílahúsa og annars þess sem beinlín- is lúti að bílastæðamálum. Drög að samstarfssamningnum voru kynnt samgöngunefnd 16. sept- ember sl. og samþykkti hún að fela framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs að ganga til samninga við Þróunar- félagið. Kjartan Magnússon, fulltrúi D-listans í samgöngunefnd, lagði fram bókun, þar sem m.a. kemur fram að hægt sé að fallast á að hluti þeirra gjalda, sem innheimt séu af viðskiptavinum miðborgarinnar, sé nýttur til markaðsstarfs á svæðinu á vegum Þróunarfélagsins. Hins vegar sé gerð athugasemd við orðalag fyrstu greinar uppkastsins, þar sem segi að félagið skuli gæta hags Bíla- stæðasjóðs í starfi sínu eins og ann- arra hagsmunaaðila á starfssvæðinu. Slíkt ákvæði sé til óþurftar þar sem mikilvægt sé að Þróunarfélagið hafi óbundnar hendur í umfjöllun sinni um bílastæðamál í miðborginni. Þá sé starfsemi Bílastæðasjóðs afar sér- tæk og ekki hægt að leggja hana að jöfnu við aðra starfsemi í miðborg- inni. Andvígir ráðstöfun teknanna til kynningarstarfs Í borgarráði var erindið samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur en í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins kom fram að þeir væru andvígir því að fé Bílastæða- sjóðs væri ráðstafað með þeim hætti að tengja tekjur hans og kynning- arstarf fyrir miðborgina. Eðlilegt væri að fé til slíkrar kynningar kæmi úr borgarsjóði og að ákvörðun um það yrði tekin við gerð fjárhagsáætl- unar. „Eigi að beita Bílastæðasjóði í því skyni að auka umsvif í miðborg- inni ber að draga úr tekjuöflun hans og auðvelda ökumönnum að reka er- indi sín.“ Í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans kom fram að þeir teldu ástæðu til að efla markaðs- stefnu miðborgarinnar í samvinnu við þá sem bæru hag hennar fyrir brjósti. Bílastæðasjóður hefði m.a. það hlutverk að þjóna miðborginni með ýmsum hætti og samningurinn væri til þess fallinn. „Jafnframt telja borgarráðsfulltrúar Reykjavíkur- listans eðlilegt að Þróunarfélagið skili skilgreindum markmiðum varð- andi nýtingu fjármunanna og mæli- kvörðum á árangri.“ Með og á móti Nokkrar umræður urðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær og gagnrýndu borgarfulltrúar D-lista framkvæmdina en borgarstjóri varði hana. Björn Bjarnason, oddviti D-listans í borgarstjórn, sagði að efla þyrfti miðborgina og þörf væri á kynningu um hana en það ætti að gerast með öðrum hætti en að flytja fé úr Bíla- stæðasjóði. Frekar ætti að létta álögum á borgarbúa og laða þá inn í miðborgina með því að auðvelda þeim dvölina þar, t.d. með framrúðu- klukkukerfi. Samkvæmt bókun R-listans væri ljóst að Þróunarfélag- inu væri vantreyst til að fara með umrætt fé og skynsamlegra hefði verið að fá spurningum svarað áður en eftirá hvað ætti að gera við pen- ingana. Væri ætlunin að setja fé í þetta kynningarstarf í gegnum Þró- unarfélagið ætti að gera það úr borg- arsjóðnum en ekki með svona milli- færslum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði að skynsamlega væri að málinu staðið. Bílastæða- sjóður starfaði eingöngu á miðborg- arsvæðinu og eðlilegt væri að hann tengdist Þróunarfélaginu með þess- um hætti frekar en að sérstakir fjár- munir kæmu úr borgarsjóði til að standa undir markaðssetningu á miðborginni, því þá mætti færa fyrir því rök að verslunarsvæðum í borg- inni væri mismunað. Sjálfstæðismenn bentu á að veit- ingastaður McDonalds væri að hætta í miðborginni og það væri einsdæmi að þetta alþjóða fjöl- skylduvæna fyrirtæki hætti starf- semi í miðborg. Borgarstjóri sagði það sérkennilegt að nefna það til marks um að ekki væri gott að starf- rækja veitingastaði í miðborginni. Þvert á móti hefði veitingastöðum fjölgað í miðborginni. Í þessu sambandi sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að erfiðleikar miðborgarinnar væru ekki síður vegna þeirrar umræðu, sem stöðugt væri haldið uppi, m.a. í borgarstjórn, um neikvæðu þættina en mun síður um þá ágætu kosti sem svæðið hefði upp á að bjóða og þá starfsemi sem þar færi fram með miklum sóma. Samstarf Bílastæðasjóðs og Þróunarfélagsins um markaðsmál rætt í borgarstjórn Þróunarfélagið fær um átta milljónir árlega frá sjóðnum RITSAFN Snorra Sturlusonar kom út hjá Máli og menningu í gær og var boðið til hátíðlegrar athafnar af því tilefni í nýjum skála Alþingis við Austurvöll. Er þetta í fyrsta sinn sem ritsafn Snorra er gefið út sem heild á íslensku og felur það í sér þrjú verk sem eru eftir eða eignuð Snorra Sturlusyni. Þetta eru Snorra-Edda, Heimskringla og Eg- ils saga. Öll bindin eru prýdd nýjum myndlýsingum eftir íslenska mynd- listarmenn. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, bauð gesti velkomna og óskaði út- gefendum og aðstandendum til hamingju með útkomu þessa veg- lega ritsafns, sem jafnframt væri fyrsta heildarútgáfa á verkum Snorra Sturlusonar. Halldór Guðmundsson, forstjóri Eddu – miðlunar og útgáfu, sem Mál og menning heyrir til, flutti í kjölfarið erindi og afhenti Halldóri Blöndal fyrsta eintakið af ritsafninu og þakkaði jafnframt þann styrk sem Alþingi veitti til útgáfunnar. Vésteinn Ólason, höfundur inn- gangs ritraðarinnar, ræddi um arf- leifð Snorra Sturlusonar. Sagði hann það eðlilegt að menn settu spurningarmerki við það að Snorra Sturlusyni væru eignuð verkin þrjú, á meðan aðeins Snorra-Edda væri merkt honum sem höfundi. Á und- anförnum áratugum hefðu hins vegar komið fram rök erlendra og íslenskra fræðimanna sem styddu þá kenningu að Snorri Sturluson væri höfundur ekki aðeins Heims- kringlu heldur Egils sögu einnig. „Má ef til vill segja að með útgáfu ritraðarinnar hafi fengist óbein við- urkenning Alþingis að Egils saga og Heimskringla séu eftir Snorra Sturluson,“ sagði Vésteinn, en Al- þingi studdu útgáfuna með 5 millj- óna króna framlagi. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur ræddi því næst um mynd- skreytingar safnsins, en hann er myndritstjóri safnsins. Sagði hann að áhersla hefði verið lögð á að fá unga myndlistarmenn til að túlka viðfangsefnið með augum sinnar kynslóðar. Myndskreytingar eru unnar af þeim Valgarði Gunn- arssyni, sem vann teikningar í Snorra-Eddu, Jóni Axel Björnssyni, sem myndlýsti Egils sögu, og þeim Jóhanni L. Torfasyni, Magdalenu Margréti Kjartansdóttur og Pétri Halldórssyni, sem unnu myndlýs- ingar við Heimskringlu. Í kjölfar af- hendingar fyrsta eintaks ritsafnsins var opnuð sýning á frumteikn- ingum listamannanna að mynd- skreytingunum í Ritsafni Snorra Sturlusonar í þjónustuskála Alþing- is. Ritstjórn verksins skipa Helgi Bernódusson, Jónas Kristjánsson og Örnólfur Thorsson. Mál og menning gefur út Ritsafn Snorra Sturlusonar Óbein viðurkenning Alþing- is á höfundarverki Snorra Í tilefni af útkomu ritsafnsins var opnuð sýning í þjónustuskála Alþingis á frumeintökum myndlýsinganna er prýða bindin í Ritsafni Snorra Sturlusonar, þ.e. Snorra-Eddu, Heimskringlu og Egils sögu. Morgunblaðið/Þorkell Halldór Blöndal, forseti Alþingis, skoðar eintakið af Ritsafni Snorra Sturlusonar sem Halldór Guðmundsson, forstjóri Eddu – miðlunar og útgáfu, afhenti honum við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær. FIMM bíla árekstur varð á Reykja- nesbraut við Sprengisand í Reykja- vík um hádegið í gær og varð að draga þrjá þeirra af vettvangi með kranabíl. Tildrög óhappsins voru ókunn í gær en þó urðu ekki teljandi slys á fólki. Þá varð árekstur tveggja bíla á mótum Sæbrautar og Reykjanes- brautar um svipað leyti og voru þrír fluttir á slysadeild. Bílarnir voru fjarlægðir með kranabíl. Óvenju- mörg umferðaróhöpp urðu í höfuð- borginni í gær, eða yfir 30, sem er tvöfalt meira en á venjulegum degi. Ljósmynd/Eðvarð Hermannsson Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut LESTUR mbl.is hefur aukist til muna síðustu vikurnar. Samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus voru síðuflettingar á vefjum Morg- unblaðsins samtals 9.078.591 í september og hafa þær aldrei verið fleiri í einum mánuði frá því þessar mælingar hófust í apríl 2001. Svo- nefnd innlit, eða einstakar heim- sóknir, í september voru 2.646.648 og hafa heldur aldrei verið fleiri. Samkvæmt lista sem Modernus birtir er Leit.is sá vefur sem næst- ur kemur mbl.is hvað notkun varð- ar en í september voru flettingar á vefjum Leitar.is 3.571.136 talsins. Flettingar á vefjum Vísis.is voru 3.209.841, hjá Femin.is voru flett- ingar 2.579.636 og á Símaskrá.is 2.219.117 talsins. Heildarfjöldi flettinga á þeim 252 vefjum sem Modernus mælir var 45.949.140 í september. Að jafnaði heimsækja nokkuð yf- ir hundrað þúsund gestir mbl.is í viku hverrri. Samkvæmt vefmæl- ingunni var fjöldi stakra gesta í síðustu viku 109.619. Yfir 9 milljónir síðuflettinga á mbl.is í september 36 ÁRA kona var í gær dæmd í þriggja mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur fyrir fíkniefna- brot með því að hafa komið með tæplega eitt kg af hassi til landsins 26. september sl. Fíkniefnin fundust hjá henni við komuna og var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald og ákærð af lög- reglustjóranum í Reykjavík 2. október. Málið fékk skjóta af- greiðslu en konan játaði sakargiftir og var því dæmt í málinu strax daginn eftir. Þriggja mán- aða fangelsi fyrir hasssmygl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.