Morgunblaðið - 04.10.2002, Page 10

Morgunblaðið - 04.10.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að umræða stjórnarandstöð- unnar um nauðsyn dreifðrar eign- araðildar og andstaða við að sterk kjölfesta komi að stjórn og rekstri bankanna væri deila um keisarans skegg. Báðar söluaðferðirnar leiddu til sömu niðurstöður. „Á endanum verður til kjölfesta í stjórnun banka eins og allra annarra fyrirtækja. Munurinn er sá einn að ef stór hluti er seldur til eins aðila í frumsölu myndast kjölfestan strax.“ Ráðherra lét þessi ummæli falla í umræðum á Alþingi í gær um dreifða eignaraðild að bönkum. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefj- andi umræðunnar. Lúðvík spurði viðskiptaráðherra að því hverju sú stefnubreyting rík- isstjórnarinnar sætti að ekki væri lengur stefnt að dreifðri eignaraðild í bönkum. „Hvers vegna hefur rík- isstjórnin snúið af þeirri leið að stefna að dreifðri eignaraðild við sölu á hlutum í ríkisbönkum?“ spurði hann og hélt áfram. „Hvers vegna lýsti hæstvirtur forsætisráð- herra því yfir í Morgunblaðsviðtali árið 1998 að enginn ætti að eiga meira en þrjú til átta prósent í bönkunum og taldi hann lægri töl- una nær lagi, þegar sá hinn sami hyggst nú beita sér fyrir því að selja 33 til 45% eignarhlut í Lands- bankanum, einum aðila? Hvað er að marka slíka menn? Svipaðar yfir- lýsingar um pólitíska stefnumótun og æskileg markmið gaf hæstvirtur utanríkisráðherra í viðtali við sama blað í ágúst 1999,“ sagði Lúðvík. Út í veður og vind Lúðvík sagði að af fyrstu skref- um við sölu á ráðandi hlut í Lands- bankanum virtist ljóst að há- stemmdar yfirlýsingar um nauðsyn dreifðrar eignaraðildar væru fokn- ar út í veður og vind. „Þá er ekki síður merkilegt að yfirlýsingar sem gengið hafa um nauðsyn þess að kjölfestufjárfestir yrði fenginn að bankanum virðast grafnar og gleymdar. Fyrir um ári eða svo skilgreindi hæstvirtur viðskiptaráð- herra kjölfestufjárfesti eitthvað á þá leið að um væri að ræða aðila sem kæmi til liðs við bankana með aukna þekkingu og reynslu á sviði rekstrar fjármálastofnana. Þá væri gott að sá aðili væri erlendur. Nú liggur fyrir að sá sem verið er að ræða við um kaup á stórum hlut í Landsbankanum hefur ekki áður tekist á herðar rekstur fjármála- stofnunar. Þá segir heilbrigð skyn- semi manni það að kjölfestufjár- festir hljóti að vera aðili sem hyggist dvelja um skeið á staðnum, annars er kjölfestan ekki mikil. Þeir sem nú er verið að ræða við hafa lýst því yfir að þeir hyggjast eiga hlut í bankanum að hámarki fjögur ár, gera breytingar á bank- anum á meðan og selja hann að því loknu með hagnaði. Það má því spyrja hvers vegna gerir ríkið ekki þessar breytingar sjálft og selur svo með hagnaði? Það breytir ekki hinu að eftir stendur spurningin um þá pólitísku stefnubreytingu ríkis- stjórnarinnar um að stefna ekki lengur að dreifðri eignaraðild við sölu á hlut í ríkisbönkunum. Því beini ég þeirri einföldu en skýru spurningu til hæstv. viðskiptaráð- herra; hverju sætir þessu stefnu- breyting?“ Laði að hæfa fjárfesta Valgerður Sverrisdóttir sagði m.a. að ríkisstjórnin hefði allt frá hlutafélagavæðingu ríkisviðskipta- bankanna lagt áherslu á að almenn- ingur hefði möguleika á að taka þátt í einkavæðingunni. „Í Lands- banka og Búnaðarbanka eru nú tugþúsundir hluthafa og eru bank- arnir í hópi fjölmennustu almenn- ingshlutafélaga landsins. En ríkis- stjórnin hefur ekki sagt að stærsti hluthafinn eigi einungis að ráða yfir örfáum prósentum heildarfjár. Slíkt er ekki farsælt fyrir rekstur bank- anna. Sala á stórum eignarhlutum getur laðað að hæfa fjárfesta sem stuðla að framþróun viðkomandi fyrirtækja og markaðarins alls.“ Ráðherra sagði að í umræðum síðustu ára um sölu banka hefði því verið haldið á lofti að tryggja ætti dreifða eignaraðild að bönkum með lagasetningu sem bannaði fjárfest- ingu í bönkum yfir ákveðnu há- marki. „Ráðherrar lýstu því yfir á sínum tíma að þetta væri fýsileg leið, m.a. lýsti ég því yfir að hana þyrfti að skoða,“ sagði hún. „Í framhaldi af ítarlegri skoðun á kostum og göllum hinna ýmsu leiða tók ríkisstjórnin ákvörðun um að leggja til þann kost að styrkja verulega eftirlit með eigendum stórra eignarhluta í fjármálafyrir- tækjum.“ Ráðherra sagði að frum- varp þess efnis hefði síðan orðið að lögum vorið 2001. Tilgangurinn með þeim hefði verið sá að draga úr hættunni á því að stórir hlut- hafar í fjármálafyrirtækjum hefðu skaðleg áhrif á rekstur þeirra. „Lögunum er hins vegar ekki ætlað að girða fyrir það að einstakir hlut- hafar eignist stóra eignarhluta vegna þess að slíkum eignarhlutum geta fylgt miklir kostir, eins og ég hef áður rakið. Þessi nálgun er í samræmi við hina almennu meg- inreglu á Evrópska efnahgssvæð- inu. Með þessu hefur ríkisstjórnin skilgreint stefnu sína með ítarleg- um hætti og lokið málinu.“ Ráðherra sagði að þessi stefna hefði verið mörkuð í yfirlýsingu um sölu bankanna frá árinu 1998. „Þar segir að æskilegt sé að kjölfestu- fjárfestar komi til liðs við ríkið, sem eigandi, og stuðli þannig að aukinni samkeppnishæfni viðkomandi banka og auknu verðmæti. Þessi stefna er áréttuð í stjórnarsáttmál- um og í frumvarpi því sem heim- ilaði sölu hlutafjár í Landsbanka og Búnaðarbanka.“ Ráðherra grípi í taumana Í umræðum á eftir sögðu stjórn- arandstæðingar m.a. að sala rík- isbankanna væri dæmi um helm- ingaskiptakerfi stjórnarflokkanna. „Það er nöturlegt að horfa upp á hvernig stjórnarflokkarnir virðast miskunnarlaust beita pólitískum áhrifum sínum til að ráða hverjir eignast bankana,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Hún sagði að vegna skattaívilnana og hlunninda sem stjórnarflokkarnir hefðu fært auð- mönnum á silfurfati væru fáeinir auðmenn smám saman að eignast Ísland. Og með hjálp stjórnarflokk- anna væru þessir auðmenn nú líka að eignast bankana. „Ráðherra ber skylda til að grípa í taumana í þess- um efnum og endurmeta afstöðu sína til dreifðrar eignaraðildar, sem á auðvitað að vera forsenda fyrir sölu bankanna.“ Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, minnti m.a. á að VG væri á þeirri skoðun að ríkið seldi ekki hlut sinn í rík- isbönkunum. „Tryggjum áfram þá kjölfestu sem við búum við.“ Ög- mundur vísaði síðan í ummæli eins þeirra kjölfestufjárfesta sem til greina kæmi að keypti hlut ríkisins í Landsbankanum. „Einn þessara kjölfestufjárfesta, sem sagðir eru koma til greina, sagði í blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum, að hann hygðist þó ekki ætla að stýra Landsbankanum lengi. Hann sagði með leyfi forseta: „Við vonumst til að stoppa þarna í svona fjögur ár og selja svo bankann áfram til al- mennings.“ Síðan sagði Ögmundur: „Er þetta sá ábyrgi aðili og sú mikla kjölfesta sem hæstvirtur við- skiptaráðherra segist nú vera að laða að … ?“ Viðskiptavinir hafa völdin Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gleymdist oft í þessari umræðu að tímarnir væru að breytast; stjórn- málamennirnir hefðu ekki lengur völd yfir fjármagnsmarkaðnum heldur viðskiptavinirnir. Þeir hinir síðarnefndu gerðu kröfur um að bankarnir og aðrar fjármálastofn- anir stæðu sig. „Umræðan um það hvort eignarhaldið er dreift eða ekki dreifð skiptir sáralitlu máli í þessu sambandi. Bankarnir þurfa að standa sig hvort sem þeir eru í höndum fárra aðila eða margra.“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að það bæri auðvitað allt að sama brunni í þessu þjóðfélagi. Í sjávarútvegi, matvöruverslun, tryggingum og ol- íuverslun væri vald að færast á æ færri hendur. „Og ef fjármálakerfið verður í höndum örfárra aðila, eins og nú stefnir að, þá sjáum við okk- ar sæng uppreidda.“ Sverrir sagði að það væri ekki spurning hvort hægt væri að setja lög um dreifða eignaraðild; spurningin snerist um viljann til að setja slík lög. Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður VG, minnti m.a. á að það væri skýr stefna VG að líta á bankastarfsemina í landinu sem grunnþjónustu fyrir alla þjóðina og fyrirtæki hennar og Árni R. Árna- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði að það ætti að leyfa öflum markaðarins; framboði og eftir- spurn, að hafa áhrif á fjármálafyr- irtækin, þannig að þau veittu við- skiptavinum sínum þá þjónustu sem þeir þyrftu. Snýst um spillingu Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að um- ræðan um bankana snerist því mið- ur um pólitíska spillingu og helm- ingaskipti. „Ríkisstjórnin notar völd sín til að dreifa eignaraðild að ríkisbönkunum til fyrirtækjanna með flokksmerkið. Þannig vitum við hvað dreifð eignaraðild þýðir í hennar huga. Viðskiptaleg sjónar- mið og óhlutdrægni eru látin lönd og leið.“ Í máli Péturs H. Blöndal, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, kom fram að einn þáttur í því að breyta fjármálakerfinu fælist í því að einkavæða bankana. „Við erum að breyta kerfinu þannig að í fjár- málakerfinu ríki samkeppni yfir í það að markmið bankanna verði að ná til viðskiptavinanna. Þannig breytast þeir frá því að vera valda- stofnun yfir í það að vera ósköp venjuleg þjónustustofnun.“ Umræða utan dagskrár á Alþingi um dreifða eignaraðild að bönkum Stjórnarandstæðingar kalla eftir dreifðri eignaraðild Morgunblaðið/Þorkell Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var til andsvara á þingfundi í umræðu utan dagskrár um dreifða eignaraðild í bönkum en margir þingmenn tóku þátt í umræðunni sem Lúðvík Bergvinsson hóf. PÁLL Pétursson félagsmála- ráðherra bar fram þá hug- mynd á Alþingi í gær að stofn- uð yrði rannsóknarnefnd til að rannsaka dauðsföll barna og unglinga. Páll sagði í samtali við Morgunblaðið að honum væri kunnugt um að slíkar nefndir störfuðu erlendis. Nefndin myndi þannig hafa það hlutverk að kanna með hvaða hætti dauðsföll barna og unglinga bæri að; hvort sem þau bæri að með eðlilegum hætti eða ekki. „Markmið nefndarinnar væri að reyna að læra af því sem gerist,“ út- skýrir ráðherra og vísar m.a. til sjálfsvíga unglinga. Þessi hugmynd ráðherra kom upp í utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær um vel- ferð barna og unglinga. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var málshefj- andi umræðunnar. Hann tók vel í þá hugmynd ráðherra að stofna fyrrgreinda rannsókn- arnefnd. „Ég tel að það sé mjög góð hugmynd og vona að af henni verði.“ Hann sagði að slík nefnd gæti haft margvís- legt gildi, t.d. með tilliti til for- varna. Brottfall ung- menna úr námi Í umræðunum var m.a. fjallað um brottfall unglinga úr námi, sérstaklega framhalds- skólanámi, og sagði Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, að ástæða væri til að skoða sér- staklega brottfall ungmenna, sem ættu foreldra af erlendum uppruna. Tölur sýndu að brott- fall þessara ungmenna úr námi væri hátt. Páll Pétursson tók í lok umræðunnar undir það að ástæða væri til að skoða brott- fall þessara ungmenna sér- staklega. Nefnd er rannsaki dauða barna og unglinga FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í samgöngunefnd Alþingis, Lúðvík Bergvinsson og Kristján L. Möller, hafa ritað formanni nefndarinnar, Guðmundi Hallvarðssyni, bréf þar sem farið er fram á að á fund nefnd- arinnar verði kölluð rannsóknar- nefnd flugslysa og flugmálastjóri. „Tilefnið er þær alvarlegu upplýs- ingar og ásakanir sem fram koma í nýlegri skýrslu brezkra sérfræð- inga, sem aðstandendur fórnar- lamba báðu að gera óháða úttekt á rannsókn flugslyssins í Skerjafirði,“ segir í frétt frá Samfylkingunni. Vilja ræða flugslysa- skýrslu ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra mun mæla fyrir frum- varpi til fjárlaga 2003. Síðan taka við umræður um fjárlögin. Gert er ráð fyrir að þingfundur standi fram eftir degi. Fyrsta um- ræða um fjárlögin ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.