Morgunblaðið - 04.10.2002, Page 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 17
TÍU ár eru um þessar mundir
liðin frá því Heimahlynning á
Akureyri, sem er sérhæfð
hjúkrunarþjónusta fyrir mikið
veika einstaklinga, hóf starf-
semi.
Í tilefni af því verður efnt til
hátíðardagskrár í gryfju Verk-
menntaskólans á Akureyri á
sunnudag, 6. október, og hefst
dagskráin kl. 15.
Ávörp flytja Tómas Ingi Ol-
rich menntamálaráðherra, Val-
gerður Sigurðardóttir, yfir-
læknir á Líknardeild
Landsspítalans, Friðrik E.
Yngvason, sérfræðingur á
lyfjadeild FSA, og Elísabet
Hjörleifsdóttir, sérfræðingur í
krabbameinshjúkrun. Óskar
Pétursson, Reynir Schiöth,
María Gunnarsdóttir, Daníel
Þorsteinsson og fleiri sjá um
tónlist, en kynnir verður Jó-
hann Hauksson, dagskrárstjóri
Rásar 2.
Allir velunnarar Heima-
hlynningar eru velkomnir, seg-
ir í frétt um samkomuna.
Heima-
hlynning
10 ára
ÁRLEG ljóðaganga Gilfélagsins og
Skógræktarfélags Eyfirðinga verð-
ur á morgun, laugardaginn 5. októ-
ber.
Að þessu sinni verður farið í
Grundarskóg í Eyjafirði og þessi
merki skógur kynntur, en hafist
var handa við að planta í hann árið
1900. Aðalatriði göngunnar verður
þó að njóta góðra kvæða og sam-
veru í haustskóginum, segir í frétt.
Skáld og skógarmenn fara fyrir
göngunni og í lok hennar mun
Skógræktarfélagið bjóða gestum
upp á ketilkaffi.
Sætaferðir verða frá Ketilhúsinu
kl. 13. og komið til baka um kl. 16.
Verð kr. 500, frítt fyrir börn.
Rútumiðinn gildir einnig á Slag-
tog í Deiglunni sama dag kl. 16.30
þar sem áfram verður haldið við
ljóðalestur, upplestra úr skáldsög-
um og söng. Þar fer hópur sem
kallar sig Slagtog og er á ferð um
landið. Eins og nafnið bendir til er
um ákveðinn grunnhóp listamanna
að ræða en reiknað með að aðrir
listamenn geti slegist í hópinn.
Í hópnum sem verður saman-
kominn í Deiglunni eru Birgir
Svan, Berglind Gunnarsdóttir,
Einar Ólafsson, Gísli Magnússon,
Hafliði Vilhelmsson, Varði, Þór
Stefánsson og Unnur S. Braga-
dóttir, og Þórarinn Guðmundsson
slæst í hópinn. Miðaverð kr. 500,
nema fyrir þá sem greiddu í
rútuna.
Ljóðalestur í haustskógi
VINSTRIHREYFINGIN grænt
framboð á Akureyri heldur aðalfund
á morgun, laugardaginn 5. október,
kl. 20 á Græna hattinum, Hafnar-
stræti 96.
Að loknum aðalfundarstörfum um
kl. 21 mun Kolbrún Halldórsdóttir
alþingismaður segja frá ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesar-
borg. Áhugamenn um umhverfismál
eru hvattir til að koma og taka þátt í
umræðum um ráðstefnuna og stefnu
Íslands í umhverfismálum, segir í
frétt.
Í framhaldi af erindi Kolbrúnar
verða almennar umræður um stjórn-
mál, skemmtiatriði og hlutavelta.
Hægt er að kaupa veitingar á
staðnum. Fundurinn er öllum opinn
meðan húsrúm leyfir.
Aðalfundur
VG á
Akureyri
BILLINN-Sportbar verður opn-
aður á morgun, laugardaginn 5.
október kl. 14, en nokkur ár eru
liðin frá því slík starfsemi var í
boði á Akureyri. Staðurinn er við
Strandgötu 49, í portinu bakvið
veitingastaðinn Við Pollinn, þar
sem Renniverkstæðið var áður.
Fyrst um sinn verða á staðnum
fjögur tólf feta snókerborð, eitt
lítið „pool“borð, pílukastskífur,
þykhokký og ýmis önnur leik-
tæki.
Markmiðið með opnun Billans-
Sportbars er að uppfylla að ein-
hverju leyti þörfina fyrir sam-
komustað fyrir unglinga á aldr-
inum 16 til 18 ára, en skortur
hefur verið á aðstöðu fyrir þann
hóp til samveru og tóm-
stundaiðkunar. Áhersla verður
lögð á gott samstarf við lög-
regluyfirvöld til að koma í veg
fyrir að seljendur og neytendur
ólöglegra vímuefna geri sig
heimakomna á staðnum.
Eitt kvöld í viku verða svo-
nefnd einkaklúbbskvöld, en þá
gefst fyrirtækjum, starfsmanna-
félögum eða öðrum að leigja
staðinn. Þegar fram líða stundir
er stefnt að því að halda keppnir
og eins er stefnan sú að sækja
síðar um vínveitingaleyfi fyrir
staðinn.
Opið verður frá kl. 16 virka
daga og kl. 14 um helgar og til
kl. 1 að nóttu.
Billinn-Sportbar opnaður