Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 19 Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki á fínu verði. E LD AV É LA R • O FN A R • H E LL U B O R Ð • V IF T U R ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 Fást aðeins hjá okkur og kosta minna en þig grunar! „Enginn annar stenst samanburð.“ Ég var að velja fyrsta bílinn minn og skoðaði vel það sem stóð til boða. Corolla hafði allt það sem ég var að leita að, hann er í réttum stærðarflokki fyrir mig, hefur mjög lága bilanatíðni og hátt endursöluverð. Auk þess hefur hann afskaplega gott orðspor, er sparneytinn, traustur og öruggur. Valið var þess vegna mjög auðvelt því aðrar tegundir stóðust einfaldlega ekki samanburðinn. Margrét Valdimarsdóttir Viðskiptafræðinemi í Háskólanum í Reykjavík…og þú finnur af hverju! Bíll ársins 2002 REYNSLU AKSTUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 1 0/ 20 02 COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002. Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is. Í TILEFNI vígslu nýju bátabryggj- unnar á Safnasvæðinu Görðum er öllum velunnurum safnanna boðið í opið hús laugardaginn 5. október frá klukkan 14 til 18. Safnasvæðið á Akranesi er ein- stakt og veglegt safn safna á einum stað en uppbygging safnanna hefur nú spurst út þannig að gestum fer hratt fjölgandi. Á Görðum er Byggðasafn Akraness og nærsveita, Steinaríki Íslands, Íþróttasafn Ís- lands og forsýning Landmælinga Ís- lands. Auk þess er notalegt kaffihús, Maríukaffi, rekið á staðnum, upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja Akranes heim og minjagripa- verslun. Síðasta framkvæmd á svæðinu var bygging smábátabryggju sem komið hefur verið fyrir við hlið kútters Sig- urfara. Bryggjan verður formlega vígð nk. laugardag. Auk þess verður ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt gert til dagamunar. Hildibrandur Bjarnason hákarla- bóndi í Bjarnarhöfn kemur með óskorinn hákarl og sýnir verkun hans. Hann mun einnig selja hákarl, harðfisk og kofareyktan rauðmaga. Félagar í Ullarselinu á Hvanneyri kynna handbragð við ullarvinnslu og selja handverk. Nemendur í Tónlist- arskólanum á Akranesi flytja tónlist. Lúðrasveitin og harmonikkusveitin mæta. Handverk eldri borgara á Akranesi sýnt og selt. Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður og listamað- ur kynnir framleiðslu sína. Opnun myndlistarsýningar Marlies Wechn- er, „Veiddu“, í Maríukaffi. Verk unn- in í tré, blý og jarðliti. Sölusýning sem opin verður til 5. nóvember. Opið hús á Görðum Akranes FRAMHALDSSKÓLINN á Húsa- vík er 15 ára á þessu ári og á dög- unum var haldin glæsileg afmæl- ishátíð í Íþróttahöllinni á Húsavík. Þar fögnuðu nemendur, starfsfólk og aðrir velunnarar skólans áfang- anum með ræðuhöldum, tónlistar- atriðum, myndasýningu o.fl. auk þess að gera myndarlegri afmæl- istertu mjög góð skil. Eftir að þeir Ingimundur Jónsson og Sigurður Hallmarsson höfðu töfrað fram ljúfa tóna á gítar og harmoníku bauð Jóhann Kr. Gunn- arsson, fyrrverandi nemandi skól- ans og stjórnandi hátíðarinnar, gesti velkomna. Þá steig í pontu Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari og flutti ræðu þar sem hann bæði fór í gegnum sögu skól- ans og horfði til framtíðar hans. Stefán Baldursson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, flutti ræðu fyrir hönd Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra, sem ekki gat verið viðstaddur hátíðina. Þeir rokk- arar Þórir Georg Jónsson, Baldur Ragnarsson og Ásgeir Logi Ólafs- son fluttu tónlist sína, allsendis ólíka þeirri sem þeir Ingimundur og Sigurður höfðu flutt áður. Einnig komu fram þær systur Sigurveig og Jóhanna Gunnarsdætur, sem spiluðu og sungu nokkur lög við mikla hrifningu viðstaddra. Gullmerki skólans voru veitt í fyrsta skipti og það þrenn að þessu sinni. Þau hlutu Sigurjón Jóhann- esson, Ingimundur Jónsson og Hall- dór Bjarnason, sem allir störfuðu lengi við Gagnfræðaskólann og síðar Framhaldsskólann. Þá bárust skól- anum heillaskeyti og hamingjuóskir víða að, auk þess sem fjölmargir færðu skólanum gjafir í tilefni af- mælisins. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ingimundur Jónsson og Sigurður Hallmarsson t.h. spiluðu á gítar og harmóniku fyrir gesti afmælishátíðarinnar. 15 ára afmælishátíð Framhaldsskólans Húsavík Í TILEFNI af evrópska tungumála- deginum 26. september fengu nem- endur á miðstigi í Grunnskólanum í Borgarnesi að reyna færni sína í er- lendum tungumálum. Þeir fengu sex til átta setningar á ensku, frönsku, spænsku, þýsku, dönsku og sænsku og áttu síðan að finna þjóðfána og einkenni hvers lands. Nemendur teiknuðu viðeigandi myndir og skrif- uðu setningar á plaköt sem síðan voru hengd upp í skólanum. Menntamálaráðuneytið hvatti skóla og fræðslustofnanir til þess að minnast dagsins með einhverjum hætti. Áherslan var á þau markmið sem Evrópuráðið hefur skilgreint og miðast að því að vekja athygli á mik- ilvægi tungumálakunnáttu, halda á lofti fjölbreytileika tungumála og menningar í Evrópu og hvetja til sí- menntunar á sviði tungumála. Evrópski tungu- máladagurinn í grunnskólanum Morgunblaðið/Guðrún Vala Ánægðar stelpur í 7. bekk með vinnuna sína. Borgarnes ÞAÐ eru fleiri en fullorðnir íbúar í Þórshafnar- og Svalbarðshreppi sem eru óhressir með slæmt ástand Öxarfjarðarheiðar því nemendur 10. bekkjar í Grunnskólanum á Þórshöfn fóru fyrir skömmu í áheitagöngu yfir heiðina. Tilgang- urinn með göngunni var að vekja athygli á slæmum vegi yfir þessa heiði milli Þórshafnar og Húsavík- ur en hún er um 36 kílómetra löng og styttir leiðina milli Þórshafnar og Akureyrar um um það bil 70 km. Öxarfjarðarheiðin er aðeins fær yfir sumartímann en heilsársvegur yfir hana er framtíðarsýnin hjá fólki austan heiðar. Mikil umferð er jafnan yfir heiðina þegar hún er op- in en í umferðarkönnun og talningu sem Vegagerðin lét gera á heiðinni í sumar þá fóru tæplega 400 bílar yfir Öxarfjarðarheiðina á venjuleg- um fimmtudegi í ágúst. Unglingum sóttist gangan vel yfir heiðina og þeir fá væntanlega góða viðbót í ferðasjóð sinn þegar áheit vegna göngunnar verða innheimt. Morgunblaðið/Líney Sigurðard. Nemendur 10. bekkjar tilbúnir í áheitagöngu yfir Öxarfjarðarheiði. Áheitaganga yfir Öxarfjarðarheiði Þórshöfn Meðgöngubuxur margar gerðir og litir Póstsendum, Þumalína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.