Morgunblaðið - 04.10.2002, Page 20

Morgunblaðið - 04.10.2002, Page 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um sambankalán á milli Columbia Ventures Corporation, móðurfélags Norðuráls, annars veg- ar og Landsbanka og Íslandsbanka hins vegar. Samningurinn hljóðar upp á allt að 50 milljónir Bandaríkja- dala, sem samsvarar um 4,3 milljörð- um íslenskra króna og er til fimm ára. Kenneth Peterson eigandi Col- umbia Ventures Corporation, móð- urfélags Norðuráls, segir að sú lána- fyrirgreiðsla sem náðst hafi samkomulag um við Íslandsbanka og Landsbanka muni gera Columbia Ventures kleift að fjárfesta bæði á Íslandi og erlendis. Hann segir að fyrirtækið hafi langa og góða reynslu af viðskiptum við þessa tvo banka, og að nýi samningurinn sé jákvæður fyrir alla sem að honum koma. Spurður nánar um fyrirhugaðar fjárfestingar segir Peterson að fyr- irtækið sé með nokkrar í undirbún- ingi. „Ein þeirra er sæstrengur fyrir fjarskipti á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Við höfum gert samkomu- lag, sem háð er samþykki gjaldþrota- dómstóls í Ameríku, um að kaupa strenginn og þann tækjabúnað sem honum fylgir, en við vitum ekki fyrir víst hver niðurstaða dómstólsins verður. Við höldum einnig áfram að skoða möguleika á fjárfestingum á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi. Fyr- irtækið Halló, sem við eigum að fullu, er að sameinast Íslandssíma og við höfum samþykkt að setja aukið fé í Íslandssíma eftir að samruninn er genginn í gegn.“ Eignarhaldsfélagið CVC Iceland Holdings stofnað Aðspurður segir Peterson að hluti af ástæðu þess að CVC hafi aukið umsvif sín á Íslandi sé sú að í gegn- um Norðurál hafi fyrirtækið á und- anförnum árum kynnst Íslandi betur og fylgist betur með því sem hér ger- ist. „Ástæðan er hins vegar einnig sú að á Íslandi hefur verið skapað já- kvætt umhverfi fyrir atvinnulífið og við teljum að skattalöggjöfin sé já- kvæð. Þess vegna meðal annars höf- um við stofnað nýtt fyrirtæki á Ís- landi, CVC Iceland Holdings, sem mun halda utan um fjárfestingar okkar utan Bandaríkjanna. Við mun- um hafa þessar fjárfestingar á Ís- landi því við teljum að hér á landi sé gott andrúmsloft fyrir atvinnulífið og okkur líkar það sem við höfum kynnst hér.“ Kenneth Peterson segir að ekki liggi fyrir enn hversu stórt þetta fyr- irtæki verði, en meðal þeirra fjár- festinga sem fari inn í fyrirtækið sé sæstrengurinn á milli Norður-Amer- íku og Evrópu, ef af þeim kaupum verði, og sú fjárfesting verði langt umfram einn milljarð króna. Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri Landsbankans segir að sú staðreynd að Kenneth Peterson stofni hér eignarhaldsfélag til að halda utan um fjárfestingar sínar ut- an Bandaríkjanna sé ánægjuleg vís- bending um að starfsskilyrði hér séu vel samkeppnishæf hvað varðar fjár- festingar í atvinnulífinu og eignar- hald á slíkum fjárfestingum. „Mér fannst mjög ánægjulegt að Íslands- banki og Landsbanki gætu verið með í að stuðla að þeirri uppbyggingu hér,“ sagði Halldór J. Kristjánsson. Sambankalán Landsbanka og Íslandsbanka til Columbia Ventures Jákvætt umhverfi fyrir atvinnulífið Morgunblaðið/Þorkell Frá undirritun samnings um sambankalán milli Landsbanka og Íslands- banka og Columbia Ventures. Kenneth Peterson stofnar eignar- haldsfélag hér á landi um erlendar fjárfestingar sínar Annar höf- unda sam- hæfðs árang- ursmats á leið til landsins DAVID P. Norton, annar höfunda aðferðafræðinnar á bak við samhæft árangursmat, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Norton kemur hingað til ráðstefnuhalds á vegum Teymis hf., Oracle á Íslandi og samstarfsaðila og í frétt frá Teymi segir að Norton sé eftirsóttur ráðgjafi ásamt því að vera virtur fræðimaður. Í fréttinni segir einnig að samhæft árangursmat (Balanced Scorecard) sé aðferðafræði sem Norton og Rich- ard S. Kaplan, prófessor við Har- vard Business School, hafi þróað. Hún hafi þann tilgang að greina stefnu fyrirtækja og stofnana niður í lykilþætti og mælanleg markmið. Tilgangurinn sé að stjórnendur geti mótað stefnu og notað viðeigandi hugbúnað til að skoða nákvæmlega hvernig gangi að framfylgja henni. „Samhæft árangursmat gerir stjórnendum mögulegt að fylgjast með framgangi áætlana og stefnu og grípa tímanlega inn í, gerist þess þörf. Yfirlýst markmið er að auka skilvirkni og gæði í rekstri og þjón- ustu og ná fram auknu hagræði í rekstri. Innleiðing á samhæfðu árangurs- mati hefur hafist eða verið fram- kvæmd af tæplega 50 prósentum stærstu fyrirtækja Norður-Ameríku og Evrópu, samkvæmt alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækinu IDC. Nokkur fjöldi íslenskra fyrirtækja og stofnana hefur þegar hafist handa við að innleiða samhæft árangurs- mat. Aðferðafræðin byggir meðal ann- ars á þeirri forsendu að til viðbótar við fjárhagsleg markmið verði að hlúa að ákveðnum skilgreindum ófjárhagslegum þáttum sem knýja fyrirtæki og stofnanir áfram, til að mynda starfsmönnum, viðskiptavin- um og innri ferlum. Á þann hátt eru hefðbundin fjárhagsleg mæligildi fyrirtækis tengd við svonefnd „mýkri“ mæligildi fyrirtækis og heildrænt stöðumat skapað,“ segir í frétt Teymis. David P. Norton er með doktors- gráðu í fyrirtækjastjórnun frá Har- vard-háskóla. Hann hefur stofnað og starfað við fyrirtæki á sviði fyrir- tækjaráðgjafar og er nú forstjóri Balanced Scorecard Collaborative Inc. sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði samhæfðs árangursmats. GREINING Íslandsbanka spáir því að hagvöxturinn í ár verði 0,1%. Á næsta ári er spáð 1,7% hagvexti, ef ekki verður af stóriðjuframkvæmd- um, en 2,9% hagvexti ef af þeim verður. Þetta kemur fram í Mark- aðsyfirliti bankans fyrir október en þar birtir Greining ÍSB í fyrsta sinn hagvaxtarspá. Greining ÍSB segir að líkt og á síð- asta ári sé talsvert misgengi í hag- kerfinu þar sem innlend eftirspurn hafi dregist talsvert saman á sama tíma og aukinn útflutningur hafi haldið hagvextinum uppi. Gert er ráð fyrir því að þjóðarútgjöld dragist saman um 3,0% í ár, eða svipað og á síðasta ári. Samdrátturinn í einka- neyslu verði minni í ár en í fyrra en samdrátturinn í fjárfestingum á hinn bóginn meiri í ár en í fyrra og að um 4,9% vöxtur útflutnings haldi uppi hagvextinum í ár. Greining ÍSB áætlar að viðskipta- halli á þessu ári verði 1,3% af lands- framleiðslu og að verðbólgan hjaðni frekar á næstunni. Í ljósi þessara þátta reiknar Greining ÍSB með því að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína niður í 6,4% fyrir áramót. Að mati Greiningar ÍSB eru góðar líkur á að af álversframkvæmdum verði á næsta ári. Verði sú raunin muni það breyta landslagi efnahags- mála nokkuð. Mikil óvissa sé hins vegar enn um framkvæmdirnar, bæði hvað varðar fjárhæðir, tíma- setningar, vinnuafl o.fl. þætti. Að því gefnu að nokkuð af þessum fjárfest- ingum falli til á næsta ári spáir Greining ÍSB því að hagvöxturinn 2003 verði 2,9%. Áhrifin eru aðallega vegna aukinnar fjárfestingar en einnig vegna þess að neysla muni taka hraðar við sér en ella. Fyrstu áhrif framkvæmdanna á verðbólgu munu að mati Greiningar ÍSB verða í gegnum gengisþróun krónunnar en líklegt sé að krónan muni styrkjast ef farið verði út í framkvæmdirnar. Greining ÍSB spáir því að verðbólg- an verði minni en ella á næsta ári ef af framkvæmdunum verður. Á hinn bóginn megi búast við því að Seðla- bankinn bregðist við vaxandi hættu á þenslu með auknu aðhaldi í peninga- málum á næsta ári og megi vænta vaxtahækkana þegar líða tekur á næsta ár. Þá megi gera ráð fyrir því að framkvæmdirnar kalli á aukinn viðskiptahalla og reiknar Greining ÍSB með því að hallinn fari upp í 3% af landsframleiðslu á næsta ári ef af framkvæmdunum verður. Minni viðskiptahalli ef ekki verður af stóriðjuframkvæmdum Að því gefnu að ekkert verði um stóriðjuframkvæmdir á næsta ári spáir Greining ÍSB því að hagvöxt- urinn 2003 verði 1,7%. Þá er því spáð að á grundvelli kaupmáttaraukning- ar, vaxtalækkana og eignaverðs- hækkana muni neysla taka við sér á ný undir lok þessa árs og vaxa um 0,9% á næsta ári. Einnig spáir Grein- ing ÍSB því að fjárfesting taki við sér þegar líða tekur á næsta ár og að hún vaxi um 3,5% á árinu. Greining ÍSB gerir ráð fyrir því að verðbólgan hjaðni frekar og að hún verði 2,1% á næsta ári samanborið við 5,0% í ár. Einnig gerir Greining ÍSB ráð fyrir því að viðskiptahalli minnki frekar og að hann verði 1,1% af landsfram- leiðslu á næsta ári samanborið við 4,3% í fyrra. Fyrsta hagvaxtarspá Greiningar Íslandsbanka Spá 0,1% hagvexti í ár Á ÍSLANDI er meira fjármagn en hægt er að beina í fjárfestingar á litlum heimamarkaði og fyrir vikið flæða peningar frá eldfjallaeyjunni eins og hraun. Með þessum hætti er fjárfestingum íslenskra fyrirtækja erlendis, og sérstaklega í Svíþjóð, lýst í opnugrein í sænska dagblaðinu Dag- ens industri fyrr í vikunni. Tilefni umfjöllunarinnar í DI er opnun Debenhams-verslunar Baugs í Stokkhólmi. Sagt er frá því að hin nýja verslun sé fyrsta stórverslunin sem opnuð er í Stokkhólmi í fjölmörg ár og að um sé að ræða mikinn áhætturekstur. Það sé ef til vill tím- anna tákn að slík áhættufjárfesting skuli fjármögnuð frá Íslandi. Fjár- magnið komi úr fiskvinnslu Íslend- inga, sem sé grundvöllurinn að góð- um efnahag. Aðrar fjárfestingar íslenskra fyrir- tækja í Svíþjóð, sem nefndar eru í greininni í DI, eru nýleg kaup Kaup- þings banka á hlut í sænska bankan- um JP Nordiska, kaup Bakkavarar Group á Lysekils Havsdelikatesser frá árinu 1999, sem og útrás fyrirtæk- isins á Bretlandseyjum, og kaup Öss- urar á Pi Medical og Karlsson & Bergström á árinu 2000. Debenhams vel tekið fyrsta daginn Í fréttatilkynningu frá Baugi segir að íbúar Stokkhólms hafi tekið Deb- enhams opnum örmum. Tugir þús- unda viðskiptavina hafi heimsótt verslunina fyrsta opnunardaginn og sala hafi farið langt fram úr vænting- um, eða verið tvöfalt meiri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs-Íslands, segist vera ánægður með þessar við- tökur og að þær gefi góð fyrirheit um framhaldið. Fram kemur í fréttatilkynningunni að áætlað er að velta Debenhams í Stokkhólmi á fyrsta rekstrarárinu verði á þriðja milljarð króna. Hjá versluninni starfa um 200 manns. Útrás íslenskra fyrirtækja vekur athygli ALCOA hefur aukið eignarhlut sinn í norska fyrirtækinu Elkem. Bæði fyrirtækin tengjast Íslandi, Alcoa vegna fyrirhugaðra álversfram- kvæmda í Reyðarfirði og Elkem sem stærsti hluthafi í Íslenska járn- blendifélaginu. Alcoa á nú 46,19% í Elkem og jók eignarhlutinn úr 40,3% og greiddi fyrir hálfan milljarð norskra króna. Barátta á milli Alcoa og Orkla um yf- irráð yfir Elkem hefur átt sér stað síðastliðið ár og stendur enn, eins og greint er frá á fréttavef Dagens Næringsliv. Orkla hefur einnig aukið hlut sinn og á nú 39,7% í Elkem. Þegar hluthafi hefur náð 40% eignarhlut í skráðu norsku fyrirtæki er honum skylt að gera öðrum tilboð í þeirra hlut. Þetta gerði Alcoa á sín- um tíma en tilboðið upp á 155 nkr. á hlut var metið of lágt. Þá hækkaði Alcoa tilboðið í 175 nkr.og stendur það boð til 15. október. Lokaverð á hlutabréfum Elkem í gær var 177 krónur. Alcoa berst um yfir- ráð yfir Elkem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.