Morgunblaðið - 04.10.2002, Side 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
20% afsláttur á
löngum laugardegi
DISNEY BANGSAR
Góð, falleg
og skemmtileg leikföng
Skólavörðustíg 16
Úrvals myndlistarvörur og innrömmun.
Skólavörðustíg 12
Mikið úrval af föndurvörum.
Með kaupum á föndurvöruversluninni Tiffanys
hefur fjölbreytnin aukist mjög.
Sími 552 1412 og 551 2242
Verið velkomin
Áhersla lögð á góða þjónustu
Opið kl. 10-18 mán. til fös. og kl. 11-16 alla laugardaga til jóla.
Njálsgötu 86 - sími 552 0978
10% afsláttur í dag
og á morgun
Glaðningur
fylgir hverju setti
NÝJAR VÖRUR
Opið laugardag frá kl. 11-16
Laugavegi 29, s. 552 4320
Hverfissteinar 2 stærðir
Mikið úrval
af handverksbókum
Skólavörðustíg 7, s. 551 5814
Stærsta töskuverslun landsins
Ný töskusending
15% afsláttur
af útsöluvörum
á löngum laugardegi
Snorrabraut 38, sími 562 4362
STÓRRÝMINGARSALAN
Heldur áfram
Enn meiri lækkun
Nýjar vörur komnar
EKKI líða nema fjörutíu sekúndur
að meðaltali á milli þess að mann-
eskja fellur fyrir eigin hendi ein-
hvers staðar í heiminum. Morð á sér
stað á sextíu sekúndna fresti og þá
deyr einhver í styrjöld einhvers stað-
ar á eitt hundrað sekúndna fresti að
meðaltali. Árið 2000 dó samanlagt
um 1,6 milljónir manna af völdum of-
beldisverka, þar af frömdu um 815
þúsund manns sjálfsmorð.
Þessar upplýsingar er að finna í
nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) sem
kynnt var í gær. Um er að ræða um-
fangsmestu rannsókn á ofbeldis-
glæpum og sjálfsvígum sem um get-
ur, að sögn talsmanna WHO. Þykja
niðurstöðurnar beina sjónum manna
svo um munar að umfangi ofbeldis á
heimilum og á götum úti, ofbeldi
gegn bæði börnum og öldruðum,
sem og tíðni sjálfsvíga og dauðsfalla
sem eiga sér stað í stríði.
„Tölur um fjölda dauðsfalla sem
ofbeldi orsakaði segja alls ekki alla
söguna,“ sagði Etienne Krug, sem
ritaði skýrsluna fyrir hönd WHO.
„Líkamlegt, kynferðislegt og sál-
rænt ofbeldi á sér stað í öllum lönd-
um heimsins á hverjum degi og gref-
ur undan heilsu og hreysti margra
milljóna manna.“
Í Kína fremja fleiri konur
sjálfsmorð en karlar
Það tók Krug og félaga hennar
þrjú ár að safna saman upplýsingum
í skýrsluna en hún er byggð á gögn-
um frá 160 sérfræðingum um alls 170
lönd. Eru niðurstöðurnar sláandi og
sýna m.a. að voveifleg dauðsföll eiga
sér ólíkar skýringar eftir því hvar
menn búa. Má nefna sem dæmi að
hlutfallslega eru níu sinnum fleiri
myrtir í Kólumbíu heldur en í
Bandaríkjunum og 88 sinnum fleiri
en í Frakklandi. Þá er Kína líklega
eini staðurinn á jarðríki þar sem
fleiri konur fremja sjálfsmorð heldur
en karlar.
Sé miðað við meðaltal í heiminum
fremja að meðaltali þrisvar sinnum
fleiri karlar sjálfsmorð en konur.
Nefna má einnig að einn af hverj-
um 236 íbúum í Kambódíu hefur
misst útlim af völdum jarðsprengna.
Þá má nefna að helmingur þeirra
kvenna sem eru myrtar í borginni
Alexandríu í Egyptalandi fellur fyrir
hendi náins ættingja vegna þess að
fjölskyldur kvennana þoldu ekki þá
skömm sem fólst í því að konunni
hafði verið nauðgað.
Þá eru um 500 aldraðar konur
myrtar í Tanzaníu á ári hverju vegna
þess að þær eru taldar göldróttar.
Vilja forvarnaraðgerðir sem
einkum beinist að ungu fólki
Með því að safna þessum upplýs-
ingum á einn stað vonast forráða-
menn WHO til að geta stuðlað að for-
varnaraðgerðum í löndum heimsins.
Vill WHO einkum að sjónum verði
beint að ungu fólki en tæplega 200
þúsund af þeim u.þ.b. 520 þúsund
sem voru myrt árið 2000 voru á aldr-
inum 10–29 ára.
Voru morðingjarnir oftast einnig
ungir að árum og gjarnan mátti
skýra ofbeldisverkið með misnotkun
áfengis eða eiturlyfja, eða þá að að-
gangur að skotvopni reyndist ung-
mennunum of auðveldur.
Tölur sem þessar eru þó afar
sveiflukenndar eftir því um hvaða
þjóðfélagshóp er að ræða. Í Banda-
ríkjunum voru svört ungmenni á
árinu 2000 t.a.m. tólf sinnum líklegri
en hvít til að verða myrt.
Um 57 þúsund börn dóu af völdum
misnotkunar. Milljónir til viðbótar
mega þola barsmíðar og nefna
skýrsluhöfundar sem dæmi að í Suð-
ur-Kóreu gengust 67% foreldra við
því að hafa hýtt börn sín og 45%
sögðust hafa barið eða sparkað í
börnin. Það færist hins vegar einnig
mjög í aukana að aldraðir þurfi að
þola misnotkun eða ofbeldi – einkum
í löndum þar sem hlutfall aldraðra
hefur aukist verulega.
815.000 sjálfsmorð í
heiminum árið 2000
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kynnir
óhugnanlegar tölur um tíðni ofbeldisverka
Genf. AP, The Washington Post.
’ Tæplega 200 þús-und af þeim u.þ.b.
520 þúsund sem
voru myrt árið 2000
voru á aldrinum 10–
29 ára. ‘
RICHARD Perle, háttsettur ráð-
gjafi Bandaríkjastjórnar í varnar-
málum, hvatti á miðvikudag til þess
að Gerhard Schröder, kanzlari
Þýzkalands, segði af sér vegna and-
stöðu sinnar við stefnu Bandaríkja-
manna gagnvart Írak.
Í viðtali í þýzka dagblaðinu Hand-
elsblatt sagði Perle að Schröder
hefði með lýðskrumslegum hætti
nýtt sér þetta mál til að ná endur-
kjöri í kosningunum sem fram fóru
til þýzka þingsins hinn 22. septem-
ber. Schröder tók í kosningabarátt-
unni þá afstöðu að undir sinni stjórn
myndi Þýzkaland ekki koma nálægt
því að styðja við hernað gegn Írak,
hvort sem hann færi fram með um-
boði frá Sameinuðu þjóðunum eður
ei.
„Aldrei á ævi minni hef ég séð
tengsl við náinn bandamann sköðuð
svo hratt og svo alvarlega eins og í
kosningabaráttu Schröders kanzl-
ara,“ hefur blaðið eftir Perle, sem er
formaður varnarstefnuráðs banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins og er
sem slíkur einn helzti ráðgjafi Don-
alds Rumsfelds, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna. „Hann ætti að
sjá sóma sinn í að segja af sér,“ sagði
Perle um Schröder.
Gekk Perle svo langt að halda því
fram að Schröder hefði með hegðun
sinni vísvitandi haft að engu hlut-
verk Bandaríkjanna við að frelsa
Þýzkaland undan ógnarstjórn Adolfs
Hitlers svo og við uppbygginguna í
Þýzkalandi eftir stríð og við samein-
ingu landsins 1990. Þessu hefði
Schröder öllu „hent fyrir róða“, tjáði
Perle Handelsblatt.
Ráðgjafi Bandaríkjastjórnar
Vill afsögn Schröders
Berlín. AFP.