Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 27
10% afsláttur
af yfirhöfnum, peysum
og Fransi skóm
eva
Laugavegi 91, 2. hæð
sími 562 0625
DKNY - Gerard Darel - Virmani - Seller - Custo - Paul et Joe
KRINGLUNNI, S. 568 9017LAUGAVEGI 91, S. 511 1717
Langur laugardagur
Spennandi tilboð
LAUGAVEGI
S. 511 1717
KRINGLUNNI
S. 568 9017
Langur laugardagur
Amani kúrekastígvél
Verð 12.990 nú 10.990
Trend rúskinsskór
Verð 5.990 nú 3.990
Trend design
Verð 6.990 nú 4.990
RZoos
Verð 11.990 nú 6.990
Trend design
Verð 5.990 nú 3.990
Trend design öklaskór
Verð 6.990 nú 3.990
Laugavegi 89, s. 511 1750
Langur laugardagur
XTRA bolir ........................990
XTRA kápur ...................9.990
Diesel bolir...............30% afsl.
Röndóttir LS bolir ...........1.990
Sparkz strigaskór ..........3.990
Killah gallabuxur.......20% afsl.
Tísku
sýni
ng
kl. 15
.00
DJ S
OLEY
LANGUR
LAUGARDAGUR
Konur
Studio
Diesel
Imitz
Mussur
Diesel
Menn
Diesel
Camper
Parks
DKNY
4 you
dragtir
gallabuxur
bolir
barnaföt
15% afsl.
5.990
1.590
15% afsl.
15% afsl
buxur
skór
ullarjakkar
vörur
peysur
5.990
7.990
7.990
20% afsl.
4.990
SLEGIÐ var á þjóðlega strengi á
velsóttum „rauðum“ tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í gær. Þó
varla sé til það sígilt tónskáld sem
ekki í einhverjum mæli hefur notazt
við þjóðlagastef, sakar ekki að minna
á þá staðreynd við og við. Aukið til-
efni gafst með þjóðlagaútsetningum
dr. Franz heitins Mixa (1902-94) er
orðið hefði 100 ára í ár.
Franz Mixa var fyrstur þeirra há-
menntuðu tónlistarmanna úr þýzku-
mælandi heimi sem hingað komu á
millistríðsárum til að efla íslenzka
tónlistarmenningu, og vann hann
giftudrjúgt starf á þeim níu árum
sem hann dvaldi hér á landi á 4. ára-
tug. Hann sýndi og tónlistararfi okk-
ar mikinn áhuga, m.a. með óperu
sinni við Fjalla-Eyvind sem mun
undir töluverðum áhrifum frá ís-
lenzkum þjóðlögum. Ekki virðist
heldur fráleitt að ætla að hið tvíþætta
„Musik über isländische Volksmel-
odien“, að líkindum samið hér á landi,
sé meðal fyrstu hljómsveitarverka
við íslenzk þjóðlög sem unnið er af
haldgóðri þekkingu á evrópskri fag-
urtónlist samtímans, að viðbættu
framlagi Johans Svendsens og e.t.v.
Griegs. Ekki kom það þó fram af tón-
leikaskránni né heldur hvort um
frumflutning væri að ræða.
Hæglátur I. þátturinn byggði að
mestu á hinu sérkennilega Liljulagi
sem smýgur dulúðlega út fyrir viðjar
dúr/moll tóntegundakerfisins, enda
meðal auðþekkjanlegustu íslenzkra
þjóðlaga. Þótt jafnframt sé eitt hið
mest útsetta, er það ekki að sama
skapi auðvelt meðferðar, og vakti út-
færsla Mixas því athygli fyrir óvenju-
slynga meðhöndlun er leyfði leynd-
ardómsblæ lagsins að ná óheftu svifi.
II. þáttur var hraðari og drama-
tískari og tók einkum fyrir rímnalag-
ið Hef ég lengi heimsfögnuð haft og
Nú skal seggjum segja. Tónmálið var
nokkru óhefðbundnara en í fyrri
hluta og gustaði á hápunktum af
hrikaleika íslenzkrar náttúru, vá-
lyndum veðrum og epískum hetju-
skap sem á köflum hefði nærri mátt
kalla í anda Jóns Leifs þó að vinnslu-
mátinn væri gjörólíkur.
Sellókonsert Haydns í D frá 1783
var áður eignaður hirðsellista Est-
erházys, Anton Kraft, eða þar til eig-
inhandrit Haydns kom í leitirnar eft-
ir stríð. Einleikarinn var hinn sænski
virtúós Torleif Thedéen, sem sló í
gegn á alþjóðavísu 1985. Þótt sóló-
parturinn byði trauðla upp á sam-
bærilega eldvirkni og C-dúr selló-
konsert Haydns, lék Thedéen
geysifágað af miklu öryggi og að virt-
ist ekki ósnortinn af „H.I.P.“ upp-
hafshyggju þeirri er riðið hefur hús-
um í eldri tónlist undanfarna áratugi.
Hljómsveitin var að vísu ekki alltaf
100% samtaka við einleikarann, en í
Andante cantabile næst á eftir gekk
allt eins og í sögu. Það verk var upp-
haflega hægi þátturinn í 1. strengja-
kvartetti eins mesta laglínusnillings
19. aldar, Pjotrs Tsjajkovskíjs, sam-
inn 1871 og margútsett síðan. Sú út-
gáfa er hér hljómaði var úr höndum
tónskáldsins sjálfs og frá 1888. Enn
kom þjóðlag við sögu, þ.e. fyrra að-
alstefið, og í fagurlega mótuðum
meðförum einleikarans og hinnar 24
manna strengjasveitar var verkið un-
un á að hlýða frá upphafi til enda.
Eftir hlé var ballettsvítan Eldfugl-
inn (1909), frumraun Igors Strav-
inskíj fyrir dansflokk Sergeis Diagh-
ilevs í París, Ballets Russes. Verkið
tilheyrir svokölluðu „rússneska“
skeiði tónskáldsins, þ.e. frá því áður
en hið nýklassíska tók við upp úr
fyrri heimsstyrjöld, og er fáð sterk-
um litum ævintýraheims og þjóðlaga-
arfs rússneskrar alþýðu í meistara-
legri orkestrun. Það er alltaf hæpið
að spá fyrir um endingu einstakra
verka, en samt virðist þó næsta lík-
legt að þessi hljómsveitarperla eigi
eftir að halda fullum ljóma lengi enn,
miðað við þá leiftrandi fersku, þjálu
og eitilsnörpu túlkun sem David
Stern tókst að laða fram úr hljóm-
sveitinni. Hér gat að heyra spila-
mennsku á heimsmælikvarða, og
hlaut hún enn og aftur að ýta undir
almenna kröfu um tónleikahús í sama
gæðaflokki.
Á þjóðlegum
nótum
TÓNLIST
Háskólabíó
Franz Mixa: Útsetningar á íslenzkum
þjóðlögum. Haydn: Sellókonsert í D.
Tsjajkovskíj: Andante cantabile. Strav-
inskíj: Eldfuglinn. Thorleif Thedéen,
selló; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj.
Davids Sterns. Fimmtudaginn 3. október
kl. 19:30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
BANDARÍSKI leikstjórinn
Frank Capra verður að teljast ein af
táknmyndum gullaldarskeiðsins svo-
kallaða í Hollywood-kvikmyndagerð
á þriðja, fjórða og fimmta áratug ný-
liðinnar aldar. Hann hreif og hrífur
enn hjörtu bandarískra og annarra
góðborgara með einföldum smábæj-
arsögum sínum, þar sem trúin á hið
góða og náungakærleikurinn gerðu
hversdaginn að ævintýri. Frægust
er hin sígilda jólasaga It’s a Wonder-
ful Life, en af öðrum kvikmyndum
Capra má nefna Mr. Deeds Goes to
Town, Mr. Smith Goes to Wash-
ington og It Happened One Night.
En í myndum Capra birtist jafn-
framt skýr samfélagslegur boðskap-
ur þar sem smábæjarlíf samsett af
hefðbundnum kjarnafjölskyldum var
málað sem dyggð en rótlaust stór-
borgarlífið, sem ógnaði fyrrnefndum
kjarnafjölskyldum, var löstur.
Ég myndi segja að arfleifð Capra
væri vandmeðfarin hefð, og er til-
raun stórleikarans Adams Sandlers
og leikstjórans Steven Brill til að
endurvinna þessa hefð í Mr. Deeds
algjörlega misheppnuð. Í fyrsta lagi
vantar algjörlega í myndina það sem
gerir kvikmyndir Capra svo athygl-
isverðar, þ.e. töfrana, enda er hér
lagt upp með lélega endurvinnslu á
söguþræðinum úr Mr. Deeds Goes to
Town og felst eina nýjungin eigin-
lega í því að bæta við grodda-
húmornum sem er svo algengur í
Hollywood-gamanmyndum í dag. Þá
er lítið gert til að rannsaka gildin
sem liggja Capra-ismanum til
grundvallar og má segja að þau séu
einfaldlega staðfest hér, þótt það sé
gert með örlítið gamansömum for-
merkjum. Longfellow Deeds (Adam
Sandler) er táknmynd réttsýna smá-
bæjarkarlmannsins og aðalkvenper-
sónan Bebe Bennett (Winona Ryd-
er) er algjörlega látin lúffa fyrir
þessari karlmennskuímynd. Í byrjun
sögunnar birtist Bebe sem ósvífin
borgarstúlka en metnaðarfull í garð
starfs síns sem fréttakona. Eftir að
hafa kynnst hr. Deeds sér hún ljósið
og gerir fátt annað en að grenja það
sem eftir er myndarinnar. Hún
hættir þó að gráta í lokin þegar
henni er fengið nýtt hlutverk sem
ljóshærð smábæjareiginkona. Ýmsa
góðleikara á borð við John Turturro
og Steve Buscemi er að finna í kvik-
myndinni en hlutverk þeirra verða
að engu í því lélega handriti sem
kvikmyndin er byggð á.
Vandmeðfarin hefð
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Laugarásbíó,
Smárabíó, Borgarbíó
Leikstjórn: Steven Brill. Handrit: Tim Herl-
ihy, byggt á eldra handriti Robert Riskin.
Aðalhlutverk: Adam Sandler, Winona Ryd-
er, John Turturro, Steve Buscemi.
MR. DEEDS / HR. DEEDS Heiða Jóhannsdóttir