Morgunblaðið - 04.10.2002, Side 29
SJÓNMENNTAVETTVANGUR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 29
CREEDENCE CLEARWATER REVIVAL
The Very Best Of - 2 diskar á verði eins.
Klassik Cúbu tónlist blús o.fl.
Einnig hágæða hljómtæki.
2 fyrir 2.200 kr.
af völdum titlum í tilefni jazzhátíðar
Jazz
í miklu úrvali
Heimasíða http://www.simnet.is/rafgrein/
Opið mánudaga-föstudaga kl. 16-18, laugardag kl. 12-15 og sunnudag kl. 12-15.
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Mikið úrval
af nýjum vörum
Erum að taka upp
samkvæmisfatnað
Í
ÁRANNA rás hefur marg-
sinnis verið fundið að því hér
í blaðinu hve orðræða á
myndlistarvettvangi er tak-
mörkuð, ef nokkur þá rýr og
misvísandi. Um þetta erum við alveg
sér á báti á Norðurlöndum og víðar,
eðlilega um leið aftarlega á merinni
hvað almenn mannréttindi myndlist-
armanna varðar, auk þess sem hlið-
stæða hlutdrægni og ruglings um
listmiðlun er vart finnanleg í byggðu
bóli. Menn hafa kosið að ræða þessi
mál bak við byrgða glugga og fara
með niðurstöðurnar sem manns-
morð, tala út og suður og um hug sér
varðandi mikilsverð mál og vega að
mannorði einstakra í skjóli myrkurs.
Ef þetta ber ekki keim af vanþroska
og útnesjamennsku hef ég misskilið
hugtökin illa.
Tildrögin að umræðunni er mikið
til grein mín, Hið opna auga, er birt-
ist í Lesbók 8. júní, og að sýning-
arsalur á Seltjarnarnesi hefur tekið
til starfa, hugsaður sem griðastaður
málara. Jafnframt að annar þeirra
sem þar eru í fyrirsvari, Einar Há-
konarsson, hefur af því tilefni talað
tæpitungulaust um ástandið í sýning-
armálum hér í borg. Málarinn Kjart-
an Guðjónsson bætti um betur og
virðist sem honum hafi verið meinuð
sýningaraðstaða í stærstu sölum
borgarinnar eða telji vonlaust að
knýja þar á dyr. Ég hef endurtekið
ýjað að ástandinu í þessum málum
undanfarið vegna þess að umsóknum
landskunnra málara hefur verið
hafnað, bara si sona, án kurteislegra
skýringa og ádrátts um aðstöðu síðar
meir. Tek fram að sjálfur stend ég
fullkomlega utan við slíkar hremm-
ingar enda ekki sótt um neina tegund
sýningarsala síðan ég sýndi í vest-
ursal Kjarvalsstaða árið 1988. Allar
sýningar mínar þar á eftir hafa kom-
ið til fyrir tilstilli annarra sem hafa
boðið mér sýningaraðstöðu, telst hér
stikkfrír og hlutlægur.
Tel mikilvægt að koma því enn
einu sinni á framfæri, að ég veit eng-
in dæmi þess að farið sé þannig að í
nágrannalöndunum, né að skyldur
safna varðandi kynningu á innlendri
list í sögulegu og hlutlægu samhengi
sé vanrækt á þann veg sem hér ger-
ist. Öllu frekar er staðbundinni list
haldið stíft fram ytra í þá veru að al-
menningi gefist sem skilvirkast tæki-
færi til yfirlits og samanburðar og á
það hér við allar kynslóðir gildra og
framsækinna myndlistarmanna. En
svo hafa mál þróast hér á útnáranum
að það sem annars staðar er til hliðar
er orðið aðalatriði, fjölbreytni í sýn-
ingarhaldi að einstefnu, stóraukið að-
streymi að meiri háttar list-
viðburðum að nær tómum sölum,
utan opnunardaga. Svo tekur stein-
inn úr þegar brugðið er fæti fyrir
gróna málara vegna þess að list
þeirra er álitin utan meginstrauma
listarinnar þá stundina, sem heitir að
viðkomandi séu ekki í beinu sam-
bandi við það sem bendiprik, trú-
bræður og þý þeirra segja brenn-
heitar staðreyndir í útlandinu. Hér
ekki um að ræða að menn eigi að
rækta sinn garð án málamiðlana, öllu
heldur hreyfa limina eftir því sem
kippt er í spottann af erlendum
höndlurum og sýningarstjórum á
svonefndar nýlistir. Menn farnir að
nefna þetta sérheitinu, samtímalist,
þótt einungis sé um einn geira þeirra
að ræða og hefur svip af heimatrú-
boði. Á helst að skara flest önnur fyr-
irbæri en sígilda miðla, til að mynda
hljóð, leikræna tilburði og ýmis af-
brigði siðlausra gjörninga, allt atriði
sem engum datt í hug að tengja
myndlist fyrir nokkrum áratugum.
Tengist fyrir sumt fólki sem fór að
setja á sig hanska áður en það snerti
penslana til að forðast að óhreinka
sig, nennti ekki að nema und-
irstöðuatriði sjónlista, né yfirhöfuð
reyna á sig, en virtist komið í lista-
skólana til að þjálfa raddböndin og
drekka kaffi. Einhverjum þætti vafa-
lítið skondið ef menn legðu fyrir sig
ritlist án þess að kunna að lesa og
kærðu sig ekki um að gera sér grein
fyrir einföldustu reglum málsins,
álitu líkt og afdalabóndinn sem kom í
gleraugnaverslun fyrir margt löngu,
að hér nægðu réttu sjónglerin. Jafn-
framt er stjórnmálaumræðu blandað
í málið og séu menn ekki í réttum
geira þar, eru þeir í besta falli látnir
afskiptir, en hafi þeir áhrif og náð að
hasla sér völl skal grafið undan þeim
og þeir einangraðir. Allt þetta bókuð
og skjalfest stefnuatriði hjá þeim
sem boða að tilgangurinn helgi með-
alið og hafa ekkert lært þrátt fyrir
skelfilegar afleiðingar stefnumark-
ana á síðustu öld.
Einræðisstefnur síðustu aldar,
hverju nafni sem þær nú einu sinni
nefndust, höfðu það sameiginlegt að
taka menntun og listir í þjónustu sína
og jafnframt tala um frið og frelsi í
öðru hverju orði. Lögðu áherslu á
lestrarnám svo allir gætu lesið fræði
þeirra, en hins vegar komu þeir á rit-
skoðun, bókabrennum og bönnuðu
allt lesefni sem þeim var ekki þókn-
anlegt, þar á meðal erlend blöð, and-
stæðar skoðanir í það heila. Jafn-
framt múruðu þeir þjóðir sínar inni,
landamæragæslan hrollvekja, komu
einnegin upp stærstu fangabúðum
sem sagan hermir af. Allt þetta í
nafni friðar, frelsis og mannúðar, en
hins vegar var hver sem vildi koma
opinni orðræðu að réttdræpur and-
byltingarsinni og alið á skelfilegri fá-
fræði og hatri á öðru skoðana-
mynstri. Angi þessa rataði víða um
heim og einnig hingað á útskerið,
helst í formi þess að hinum útvöldu
fulltrúum rétttrúnaðarins kom ekk-
ert við hvað aðrir hugsuðu og lásu
helst ekki málgögn þeirra, einkum og
sér í lagi Morgunblaðið…
Af æðibunugangi
Guðmundur Oddur Magnússon,
nýskipaður prófessor í grafískri
hönnun við Listaháskóla Íslands, fer
mikinn í Ljósvakaþætti útvarpsins
fyrir skömmu og dregur mig inn í
æðibunugang sinn og óhróður um
sína gömlu kennara við MHÍ. Hann
hrósar þeim þó á einn veg í hástert,
en telur þá mjög úti að aka í listinni,
enda hér maður sannleikans og rétt-
trúnaðarins á alla vegu. Segir þá og
mig ekki mega opna munninn án
þess að lýsa því yfir að allt sé á hinn
versta veg innan skólans en allt svo
voða gott hér áður fyrr er við kennd-
um í skólanum!
Þetta er í senn misvísandi og al-
rangt frá mínum bæjardyrum, ég hef
einungis skrifað staðreyndir um
þessi mál eins og ég best veit og af
sérstökum ástæðum vikið að upp-
gangstímabili innan skólans sem kom
honum á þröskuld háskólastigs fyrir
meira en aldarfjórðungi, en virðist
hafa fyrnst fyrir og þagað skuli yfir.
Tíunda það ekki aftur hér lið fyrir lið
hve slæmar afleiðingar það hafði fyr-
ir andrúmið innan skólans og
kennslustarfið í það heila að svo varð
ekki, við í einu vetfangi komnir á
neðra skólastig en Kennaraskólinn
um leið og hann fór á háskólastig.
Hafði þó Kennaraskólinn notið mikils
góðs af starfsemi MHÍ í gegnum ár-
in, sem og allir framhaldsskólar með
mynd- og handmennt á námskrá
sinni. Þá var meðalaldur nemenda
við skólann sá hæsti á landinu, komu
velflestir úr framhaldsskólum þar á
meðal ófáir stúdentar. Þetta kom þá-
verandi menntamálaráðherra auga á,
sem vildi að frumvörp um báða
skólana á háskólastig hefðu samleið
inn á Alþingi. Brugðið var fæti fyrir
þessa þróun innan skólans, hér gal-
opinn grundvöllur til umræðu hvað
olli ef vill. Þetta er kjarni málsins og
ástæða þess að í framhaldinu tengd-
ist skólinn alfarið framhalds-
skóladeild innan menntamálaráðu-
neytisins, en var áður undir
háskóladeild. Árangurinn var sá að
nú vorum við dregnir niðurávið í
kennslukerfinu, allt varð með meiri
losarabrag og kennurum fjölgaði
gríðarlega eða allt í 105 (!), er öf-
ugþróunin var í hámarki. Réðu
kennslufræðingar í skólastjórastóli
ekki við neitt en földu sig bak við
tölvuskjá á skrifstofum sínum. Voru
huldumenn sem nemendur þekktu
sumir hverjir ekki í sjón, frekar en
skólastjórarnir nemendur, þeir könn-
uðust jafnvel betur við skólastjóra
listaskólans á Akureyri sem kom þó
einu sinni á ári í heimsókn og talaði
við þá!
Þá áttu þó nokkrir kennararnir
ekkert hið minnsta erindi inn í sér-
skóla skapandi atriða, jafnvel þótt
þeir væru með próf í uppeldis- og
kennslufræði, sem og aðra almenna
prófstimpla á rassinum, í æðra list-
námi gildir áhugi, mannauður, hug-
kvæmni og geta en ekki prófbleðlar.
Ekki mitt hlutverk að fara í saum-
ana á framhaldi æðibunugangs Guð-
mundar Odds í hljóðvarpinu. En þar
var hann með allt niðrum sig fyrir
rest og tók Kjartan Guðjónsson enn
einu sinni að sér að að halda sínum
gamla nemanda undir pissi í fjörlegri
rispu hér í blaðinu, er hann nefndi,
Konseptsvelgurinn, og drjúga at-
hygli vakti. En ólátabelgurinn með
þjálfuðu raddböndin og lipra penn-
ann lét ekki segjast heldur veður elg-
inn sem aldrei fyrr hér í blaðinu 24.
sept. og nú til varnar listmenntun!
Kemur þar upp um ótrúlega fáfræði
á grunnatriðum málaralistarinnar og
þjálfun skynfæranna um leið og hann
ber á okkur andlega fátækt. Kennir
maður hér tölvufræðinginn sem ekki
hefur litið upp frá skjánum í meira en
áratug, virðist jafnskynugur á form
og liti og verkfræðingur í sömu spor-
um á heiminn er reglustrikunni
sleppir. Jafnframt þarf hann að ausa
skoðanabræður sína í rétttrún-
aðinum og fyrrum Moggahatara lofi
um leið og hann gerir lítið úr okkur
og upplýsir hvað allt sé miklu betra í
dag en þegar hinir „frábæru“ kenn-
arar gengu um garða og hefur nú
tekið heilan hring í kringum nafla
sinn. Er ég ekki viss um að þeir háru
þulir kunni honum miklar þakkir fyr-
ir, því hér er skotið ótt og títt og af
siðleysi yfir markið. En felst ekki
ákveðin skýring á slíkum málaflutn-
ingi úr horni manna sem gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að koma
í veg fyrir opna hlutlæga listmiðlun,
að almenningur fái tækifæri til sam-
anburðar. Einnegin koma í veg fyrir
þátttöku annarra en þeirra sjálfra í
meiri háttar sýningum og list-
viðburðum heima sem erlendis, vilja
helst þegja þá og önnur viðhorf í hel.
Við hvað skyldu þessir menn vera
hræddir?
Það er fyrir neðan mína virðingu
að elta ólar við slíkan málflutning
enda stýrir prófessorinn nýbakaði nú
hinum þjálfaða orðfáki sínum í marg-
ar áttir í senn. Hins vegar er hann
með alvarlegar dylgjur í minn garð
sem ég skora á hann að sanna, en
teljast minni maður ella. Hið fyrsta
að ég hafi misnotað aðstöðu mína við
Morgunblaðið í áranna rás og svo að
ég hafi gleypt við rætnum upplýs-
ingum frá menningarpólitískum að-
ilum…
Tvíæringur
Loks örfá orð varðandi hugmynd
úr sama horni um myndlistartvíær-
ing í Reykjavík, sem mönnum skilst
að eigi helst að þjóna þeim tilgangi að
auka áhrif og koma meintum geira
rétttrúnaðar og beturvitandi á al-
þjóðlega landakortið. Sömu hjörð og
gerir nú atlögu að Sambandi ís-
lenzkra myndlistarmanna til að nota
sem framadrögu sína líkt og Sept-
embermenn gerðu um Félag ís-
lenzkra myndlistarmanna forðum og
einokuðu allar sýningar á erlendri
grund um 15 ára skeið.
Væri kannski ráð að sameina
kraftana til að auka við almenna
þekkingu á myndlist og sjónmenntir í
það heila, berjast fyrir stofnun List-
iðnaðar- og hönnunarskóla, að
byggður verði sérhannaður mynd-
listarskóli sem sinni myndlistarrann-
sóknum á breiðum grunni, og um-
fram allt að húsnæði Listasafns
Íslands verði margfaldað svo það geti
sinnt hlutverki sínu sem Þjóð-
listasafn með sóma og sann? Ekki að
efa að þá muni straumur fólksins
beinast þangað og inn í önnur söfn og
sýningarsali borgarinnar. Listin er
ekki fárra heldur allra sem njóta
vilja…
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Af hinu hinu meinta, úrelta málverki: Gilles Aire R.A., Ankh, þrískipt málverk, olía. Eitt af verðlaunaverkum á
sumarsýningu Royal Academy í London 2002, selt á 47.000 pund.
AF
ORÐRÆÐU
Eftirtektarverð og þó undirmigileg umræða
hefur farið fram á fjölmiðlavettvangi und-
anfarið, skarar jafnt starfsvettvang listmál-
ara, Listaháskóla Íslands og alþjóðlegan
tvíæring í Reykjavík. Þar sem nafn Braga
Ásgeirssonar hefur endurtekið dregist inn í
umræðuna finnur hann sig knúinn til að
leggja orð í belg til sóknar og varnar.
Föstudagur
Kaffi Reykjavík. Kl. 21: Tríó Flís
ásamt Litháanum Liudas Mock-
unas tenór sax. Davíð Þór Jónsson
píanó, Valdimar
Kolbeinn Sig-
urjónson bassa
og Helgi Svavar
Helgason
trommur.
Kaffi Reykja-
vík. Kl. 23:
Septett Jóels. Jóel Pálsson saxófón
og klarinettur, Greg Hopkins
trompet, Sigurður Flosason saxó-
fón, klarinettur og flautur, Eyþór
Gunnarsson Rhodes og önnur raf-
borð, Valdimar Kolbeinn Sig-
urjónsson bassa, Einar Valur
Scheving trommur og Helgi Svavar
Helgason slagverk og hljóðsmala.
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Djasshátíð
GUÐRÚN Elín Ólafsdóttir (Gunn-
ella) opnar málverkasýningu í Galleríi
Landsbankans-Landsbréfa á vefnum
í dag. Opnunin fer fram á annarri hæð
á Kaffi Sólon við Bankastræti kl. 17.
Gunnella er fjórði listamaðurinn
sem sýnir verk sín á vef gallerísins en
allir listamenn sem sýna þar gefa eitt
verk sem boðið er upp á vefnum og
rennur ágóði til góðgerðarmála; að
þessu sinni til Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur.
Uppboðið fer fram á landsbanki.is.
Listaverkin verða til sýnis í húsa-
kynnum bankans á Laugavegi 77.
Gunnella
sýnir á vef LÍ
♦ ♦ ♦