Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EKKERT hefur þokast íað koma á fót alþjóð-legum gagnabanka ummænuskaða sem íslensk
stjórnvöld höfðu hug á að stofna í
samvinnu við Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunina (WHO) og Evr-
ópuráðið. Hugmynd að stofnun
slíks banka vaknaði á alþjóðlegri
ráðstefnu um mænuskaða sem
WHO og íslensk stjórnvöld stóðu
fyrir hér á landi fyrir rúmu ári, að
frumkvæði Auðar Guðjónsdóttur
hjúkrunarfræðings, móður Hrafn-
hildar Thoroddsen, sem skaddaðist
á mænu í bílslysi fyrir þrettán ár-
um.
Auður segir að Gro Harlem
Brundtland, framkvæmdastjóri
WHO, hafi boðið Jóni Kristjáns-
syni heilbrigðisráðherra í lok síð-
asta árs að Landspítalinn – há-
skólasjúkrahús (LSH) yrði
samstarfssetur WHO hvað mænu-
skaða varðar. Aðalhlutverk seturs-
ins átti að vera að stofna alþjóð-
legan gagnabanka um mænuskaða
undir merkjum WHO og íslenskra
stjórnvalda, sem Íslendingar
veittu forstöðu.
Auður segir að rök Brundtland
fyrir því að gagnabankinn ætti
best heima á Íslandi hafi verið að
frumkvæðið væri algjörlega komið
héðan, Íslendingar væru rík og vel
menntuð þjóð, auk þess sem lega
landsins milli austurs og vesturs
væri táknræn fyrir að sameina
þekkingu ólíkra menningarheima.
Þá væru Íslendingar hlutlausir á
þessu sviði vísindanna og gætu
skoðað málin hlut- og fordóma-
laust.
Gagnabankinn ekki
á fjárlögum
Auður segir að sér hafi skilist á
fundi sem haldinn var með heil-
brigðisráðherra í framhaldinu að
gagnabankinn yrði settur á fjárlög
fyrir árið 2003, en það hafi ekki
gengið eftir. Þá hafi embættis-
mönnum í ráðuneytinu verið falið
að kalla yfirmenn á LSH til fundar
svo hægt yrði að setja málið af
stað. Fundurinn hafi þó, einhverra
hluta vegna, aldrei verið haldinn.
„Það er greinilegt að hér hefur
gagnabankans yrði um 15
króna en fyrir liggur a
muni ekki fjármagna
Auður segir að síðasta vo
þingmenn á Evrópuráð
eitthvað skolast til og vonandi leið-
réttir ráðherra misskilninginn svo
að hægt verði að halda verkinu
áfram,“ segir Auður.
Er talið að stofnkostnaður
Ekkert hefur þokast í stofnun alþjóðleg
Carlos Lima, taugaskurðlæknir frá Portúgal, stundar rannsó
hjúkrunarfræðingur átti frumkvæði að alþjóðlegri ráðstef
Mænuskaðaðir
væntingar til ga
Þótt tæpt ár sé síðan íslensk heilbrigð
að því að stofna alþjóðlegan gagnaba
nefnd sem átti að fjalla um málið aldre
að safna saman upplýsingum um hefð
aðferðir sem gætu stuðlað að því að l
skaða. Í gær kom hingað til lands port
náð árangri með því að græða frumur
ÓVIÐUNANDI ÚRRÆÐALEYSI
Umræður undanfarna daga um hlut-skipti mikið geðfatlaðs fólks eru af
hinu góða. Þessi hópur mætir víða fordóm-
um og skilningsleysi á veikindum sínum og
málefni hans hafa um of legið í þagnargildi.
Full ástæða er til að ræða þau af hrein-
skilni eins og önnur viðfangsefni í heil-
brigðiskerfinu.
Í Morgunblaðinu í síðustu viku skrifaði
Laufey Baldursdóttir grein, þar sem hún
rakti sögu bróður síns, sem greindist með
geðklofa fyrir tvítugt. Laufey segir m.a.: „Í
gegnum öll þessi ár hefur fjölskyldan fylgt
honum eftir og átt við „Kerfið“ en varanleg
lausn er ekki til. Hversu margir þurfa að
ganga í gegnum þetta víti áður en lausn
finnst? Er endalaust hægt að hegna mönn-
um fyrir að vera veikir og skilja ekki reglur
þjóðfélagsins? … Í dag er hann í hegning-
arhúsinu fyrir að stela mat. Lögreglan seg-
ir að hann eigi ekki heima þar, geðdeild-
irnar segja að hann eigi ekki heima hjá
þeim þar sem þar er eingöngu rekin bráða-
þjónusta, meðferðarheimilin geta heldur
ekki tekið hann þar sem hann er geðfatl-
aður, sambýli er ekki til fyrir hans líka,
leigusalar vilja ekki leigja honum, ættingj-
ar treysta sér heldur ekki til að hafa hann.“
Þetta er aðeins eitt dæmi af alltof mörg-
um um það úrræðaleysi, sem virðist ríkja í
málum þeirra, sem verst eru farnir af geð-
sjúkdómum. Að mati Geðhjálpar fá 50 geð-
sjúkir einstaklingar ekki þá þjónustu, sem
þeir eiga rétt á. Þar af eru yfir 20 manns í
fangelsum og aðrir 30 heimilislausir.
Í Morgunblaðinu á miðvikudag kom
fram að þrátt fyrir að mál þessa hóps verði
erfiðari viðfangs með árunum, m.a. vegna
aukinnar vímuefnaneyzlu, hefur plássum á
geðdeildum fækkað um 40 á undanförnum
árum. Jafnframt kemur fram í máli Sveins
Magnússonar, framkvæmdastjóra Geð-
hjálpar, að mikil þörf sé á „sértækri um-
önnunarstofnun fyrir einstaklinga sem eru
mikið veikir og eru úti í horni í þjóðfélaginu
vegna sjúkdóms síns“. Sveinn telur að á
slíkri umönnunarstofnun væri með aðstoð
lögreglu unnt að koma mjög veikum ein-
staklingum í umsjá fagfólks, sem gæti kom-
ið þeim í bærilegra ástand.
Lausn á vanda þessa hóps hlýtur að vera
á meðal markmiða dómsmála-, heilbrigðis-
og félagsmálaráðuneytis, sem nú hyggjast
taka höndum saman um að taka á málum al-
varlega geðsjúks fólks. Núverandi úrræða-
leysi er óviðunandi.
ÞAKKARVERT STARF SÁÁ
Það er þakkarvert starf sem SÁÁ, Sam-tök áhugafólks um áfengis- og vímu-
efnavandann, hafa unnið á þeim aldarfjórð-
ungi sem liðinn er frá stofnun þeirra. Á þeim
tíma voru vandamál tengd áfengis- og vímu-
efnum feimnismál sem helst ekki mátti
ræða. En með óeigingjörnu starfi hafa Sam-
tökin opnað umræðuna og um leið opnað
möguleika fyrir vímuefnaneytendur til að
leita sér hjálpar. En margt hefur breyst á
ekki lengri tíma en 25 árum eins og kom
fram í viðtali við Þórarin Tyrfingsson, yf-
irlækni SÁÁ, í Morgunblaðinu á miðviku-
dag. Hann segir að vímuefnaneysla hafi
aukist hjá ungu fólki og fólki með geðræn
vandamál en fyrir daga SÁÁ hafi menn ekki
haft trú á að hægt væri að gera eitthvað fyr-
ir þetta fólk.
Alls hafa 15.700 einstaklingar komið í
áfengis- og vímuefnameðferð hjá SÁÁ frá
því samtökin voru stofnuð og segist Þórar-
inn telja að aðstandendur sem hafi fengið
stuðning og meðferð hljóti að vera um
20.000. SÁÁ rekur sjúkrahús á Vogi í
Reykjavík, tvö endurhæfingarheimili, ann-
að í Vík á Kjalarnesi og hitt á Staðarfelli í
Dölum. Hvort um sig tekur 30 sjúklinga
þannig að 60 einstaklingar eru í endurhæf-
ingu hverju sinni. Þá er göngudeild starf-
rækt í Reykjavík og á Akureyri. Milli 12 og
13.000 einstaklingar heimsækja göngu-
deildina í Reykjavík á hverju ári. Samtökin
reka einnig tvö sambýli í Reykjavík og eitt á
Akureyri. Segir Þórarinn að um 2.000
manns leiti til SÁÁ á ári og um 1.000 að-
standendur.
Þessi fjöldi sem leitar aðstoðar Samtak-
anna sýnir svart á hvítu að stofnun SÁÁ var
tímabær en þau voru stofnuð af áfengisneyt-
endum sem höfðu fengið lækningu erlendis
og vildu færa nýjar hugmyndir um vandann
og vímuefnameðferð heim. Allar götur síðan
hafa flestir þeir sem eru við stjórnvöl sam-
takanna og margir starfsmenn kynnst vand-
anum af eigin raun, annaðhvort sem að-
standendur eða neytendur vímuefna, og
enginn kemur að samtökunum nema sá sem
hefur mikinn áhuga á vandamálinu.
Starfsemi sem tengist áfengis- og vímu-
efnum er oft vanþakklátt starf en um leið
gefandi. Sú aðstoð sem SÁÁ veitir er kostn-
aðarsöm og því mikilvægt að Samtökin fái
stuðning til þess að halda þeirri starfsemi
áfram. Bæði fórnarlömb áfengis- og vímu-
efnavandans og aðstandendur þeirra vita að
það eru fáir aðilar sem jafn gott hefur verið
að leita til um aðstoð þegar vandamál af
þessum toga herjar á.
MEÐ ÞVÍ að græða lyktarskynsfrumur úr
nefslímhúðinni inn í mænuskaða virðist
mega fá fram starfsemi í skaðaða mænu.
Þetta kemur fram sem tilfinning og
hreyfing í lamaða hluta líkamans. Portú-
galskur taugalæknir og taugameinfræð-
ingur, Carlos Lima að nafni, sem staddur
er hér á landi, hefur stjórnað rann-
sóknum á þessari aðferð við Egas Moniz
háskólasjúkrahúsið í Lissabon. Rann-
sóknir hans hafa vakið mikla athygli um
allan heim meðal þeirra sem vinna að
rannsóknum á mænuskaða. Þegar hefur
verið gerð aðgerð á sex mænusköðuðum
sjúklingum og sá sjöundi mun bætast í
hópinn strax í næstu viku, að sögn Lima.
Góður árangur í dýratilraunum
Lyktarfrumur eru sérhæfðar frumur
sem finnast á litlu svæði í nefslímhúðinni.
Þær eru óvenjulegar vegna þess að um
taugavef er að ræða sem er í beinu sam-
bandi við heilann og skipta þessar frumur
sér mjög ört, ólíkt frumum í mænunni.
Þetta kveikti þá hugmynd hjá Lima að
e.t.v. mætti nota þessar frumur til að
stuðla að viðgerð á skemmd í mænu og
fyrir meira en tíu árum framkvæmdi
hann fyrstu aðgerðina á tilraunadýrum.
„Við fengum þá strax jákvæðan árang-
ur og hreyfing fékkst í lamaða afturfætur
tilraunadýranna,“ sagði Lima í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Fyrir rúmu ári var hafist handa, undir
hans stjórn, við að beita þessari aðferð á
mænuskaðaða einstaklinga. Margir fag-
eða bo
brjóstm
dugað
ið er a
Eng
Eins
frumur
þeirra
líklega
ann í m
ist á að
að lykt
úr söm
Lima s
um, en
líkama
aukave
gerðin
frumur
aðilar koma að þessu auk Lima, þ. á m.
taugaskurðlæknir, háls-, nef- og eyrna-
læknir, taugalífeðlisfræðingur, sjúkra-
þjálfarar, taugasálfræðingar o.fl.
„Teknar eru frumur efst úr nefi sjúk-
lings, rétt við heilann, sem komið er fyrir
í holrúmi í mænunni sem áverkinn hefur
skilið eftir sig.“ Sjúklingarnir hafa ýmist
verið lamaðir frá hálsi og niður eða neð-
an mittis.
Bestur árangur hefur fengist við að
auka snertiskyn. „Tilfinningin sem sjúk-
lingarnir fá er ekki eðlileg,“ segir Lima,
„en þeir finna greinilega fyrir snertingu
sem þeir gerðu ekki áður. Um mánuði
eftir að aðgerðin er framkvæmd höfum
við tekið eftir að máttur hefur aukist í
líkama sjúklinganna.“ Sjúklingarnir hafa
fengið aukinn mátt, fyrst og fremst í efri
hluta handleggja við hálsmænuáverka
Portúgalskur taugaskurðlæknir græðir ly
Tilfinning
í lamaða
hluta líkam
FARIÐ YFIR RANNSÓKN
FLUGSLYSSINS Í SKERJAFIRÐI
Sturla Böðvarsson samgönguráðherrahefur ákveðið að skipa nefnd til aðfara yfir rannsóknina á flugslysinu í
Skerjafirði fyrir tveimur árum eftir að
tveir breskir sérfræðingar, Frank Taylor
og Bernie Forward, gerðu alvarlegar at-
hugasemdir við meðferð málsins. Hin nýja
nefnd verður skipuð bæði innlendum og er-
lendum sérfræðingum og verður henni ætl-
að að leggja mat á niðurstöður Rannsókn-
arnefndar flugslysa á hinu hörmulega slysi,
leita skýringa á slysinu og leggja fram
ábendingar um það hvernig efla megi ör-
yggi í flugsamgöngum. Ákvörðun ráð-
herrans er eðlileg í ljósi þess, hvernig mál
hafa þróast.
Athugasemdirnar, sem bresku sérfræð-
ingarnir gera, lúta að flestum hliðum máls-
ins. Dregið er í efa að flugvélin, sem hrap-
aði í Skerjafjörð með þeim afleiðingum að
sex manns létu lífið, hafi verið hæf til flugs,
sagt að með því að einblína á eina tilgátu í
skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa séu
aðrar útilokaðar, þótt þær séu síst ósenni-
legri, og einnig segir að ýmislegt varðandi
rannsóknina varpi spurningum á samband
Rannsóknarnefndar flugslysa og Flug-
málastjórnar.
Bæði Rannsóknarnefnd flugslysa og
Flugmálastjórn hafa svarað þeim athuga-
semdum, sem fram koma í skýrslunni.
Hvað sem þeim svörum líður er ljóst að mál
þetta þarf að brjóta til mergjar. Í bresku
skýrslunni, sem aðstandendur tveggja pilt-
anna, sem fórust, létu gera, er skýrt tekið
fram að tilgangurinn sé ekki að finna söku-
dólg, heldur að afstýra slysum og bjarga
mannslífum í framtíðinni. Þess vegna er
nauðsynlegt að sú rannsókn, sem nú fer í
hönd, verði hafin yfir alla tortryggni og
ljóst sé að hún snúist um hagsmuni almenn-
ings, en ekki stofnana. Það er fyrir þraut-
seigju aðstandenda piltanna tveggja að far-
ið verður yfir rannsókn málsins, en vaknað
hafa spurningar um það hvort á Íslandi
skorti forsendur til að rannsaka atvik af
þessu tagi þannig að við verði unað. Það
verður að fara þannig fram að almenningur
beri fullt traust til þess hvernig flugsam-
göngum er háttað hér á landi og hvernig
staðið er að rannsókn mála þegar slysin
gerast.