Morgunblaðið - 04.10.2002, Side 34
UMRÆÐAN
34 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
F
járlagafrumvarp fyrir
næsta ár leit dagsins
ljós í vikunni og má
segja að viðtökurnar
séu ískyggilegar.
Stjórnarandstæðingar, sem sjald-
an telja nógu miklu eytt, virðast
ekki vita hvernig þeir eiga að
bregðast við frumvarpinu og
missa jafnvel út úr sér, í ann-
arlegri blöndu af ógáti og hrifn-
ingu, að í frumvarpinu sé margt
gott. Og þeir sem kalla má mark-
aðsaðila eru býsna sáttir og telja
frumvarpið metnaðarfullt og að
aðhalds sé gætt í útgjöldum.
Segja má margt gott um efna-
hagsmál hér á landi um þessar
mundir. Verðbólgan er lág og á
hraðri leið undir verðbólgumörk
Seðlabankans, gengi krónunnar
er stöðugt, jöfnuður hefur náðst í
viðskiptum
við útlönd,
skuldir rík-
isins eru
greiddar nið-
ur, vextir
fara lækk-
andi og útlit er fyrir hagvöxt á
næsta ári eftir langt hagvaxt-
arskeið og stutt tímabil jafnvægis
í landsframleiðslu í ár. Allt er
þetta afskaplega jákvætt og hið
sama má segja um skattalækk-
anir á einstaklinga og fyrirtæki,
þótt andstæðingum hárra skatta
þyki þær almennt of litlar. En þó
hrósa megi ríkisstjórninni fyrir
þessi atriði, að minnsta kosti að
því leyti sem hún hefur um þau að
segja, þá skal því engu að síður
haldið fram að viðbrögð við fjár-
lagafrumvarpinu séu ískyggilega
jákvæð. Ástæðan fyrir þessu er
sú að enn eitt árið vaxa útgjöld
ríkisins, og þótt áætlaður vaxt-
arhraði að þessu sinni sé ekki sá
mesti sem um getur veldur
áhyggjum að aldrei skuli takast
að skera niður ríkisútgjöld. Og að
talað sé um aðhaldssemi þegar
útgjöld halda áfram að vaxa er
áhyggjuefni, enda má spyrja
hvaðan ráðherrum og þingmönn-
um á að koma nauðsynlegt aðhald
ef hvorki stjórnarandstæðingar
né sérfræðingar á markaði finna
að útgjaldaaukningunni.
Ástæðan fyrir því að mönnum
þykir að sýnt sé aðhald í rekstri
ríkisins er að því er virðist sú að
afgangur er af fjárlögum. Og
vissulega hefur afgangur verið af
fjárlögum, jafnvel drjúgur af-
gangur sum undanfarinna ára.
Þar sem útgjöldin vaxa ár frá ári
hefur afgangurinn hins vegar
ekki orðið til vegna þess að fast
hafi verið tekið á og skorið niður
af hörku. Afgangurinn stafar
miklu fremur af því að tekjur rík-
issjóðs vaxa með útgjöldunum
sem veitir ríkinu svigrúm til út-
gjaldaaukningar.
Skýringarnar á þessari sífelldu
útgjaldaaukningu eru marg-
slungnar og hvorki er einfalt mál
né auðsótt að skera niður útgjöld
hins opinbera. Þeim sem á fjár-
málum hins opinbera halda er því
nokkur vorkunn að hafa ekki tek-
ist betur upp en raun ber vitni, en
það réttlætir þó ekki að útgjöldin
skuli halda áfram að aukast þegar
nauðsynlegt er að grípa í taum-
ana, draga úr umsvifum hins op-
inbera og skera niður.
Ríkisútgjaldasinnar beita
margvíslegum röksemdum fyrir
auknum útgjöldum. Sumir halda
því einfaldlega fram að ekki sé
nægu fé eytt til tiltekins verk-
efnis eða að ríkið eigi að takast á
hendur nýtt verkefni. Þetta eru
hin klassísku rök og þau munu
menn aldrei losna við, enda ekki
fyrirsjáanlegt að þrýstihópar eða
þingmenn á atkvæðaveiðum muni
létta sókn sína í vasa skattgreið-
enda.
Erfiðara reynist oft að fást við
röksemdir sem stundum heyrast
um að ekki megi lækka skatta eða
draga úr útgjöldum af öðrum
ástæðum. Stundum má ekki
lækka skatta því það kynni að
valda þenslu og þegar sú hætta er
ekki fyrir hendi er því haldið
fram að nauðsynlegt sé að halda
útgjöldum háum til að koma í veg
fyrir samdrátt. Í seinna tilvikinu
er talað um að smyrja hjól at-
vinnulífsins, en nær væri að tala
um að strá sandi í hin ímynduðu
tannhjól þegar slík fjár-
málastjórn hins opinbera er ann-
ars vegar.
Í nýjasta tölublaði hins virta
tímarits The American Economic
Review er grein eftir hagfræðing-
inn Alberto Alesina og fleiri þar
sem þeir segja frá rannsókn sinni
á útgjöldum hins opinbera og
hvaða áhrif þau hafi á efnahags-
lífið. Þótt það sé ef til vill ekki til-
gangur greinarhöfunda má segja
að greinin sé ágætt svar við sjón-
armiðum þeirra ríkisútgjalda-
sinna sem útsmognastir eru. Nið-
urstöður rannsóknarinnar eru
þær að þegar jafnvægi er náð í
ríkisfjármálum með niðurskurði
útgjalda fylgi aukinn hagvöxtur í
kjölfarið. Þegar skattahækkun er
beitt til að ná jafnvægi í fjár-
málum ríkisins sé fylgifiskurinn
hins vegar samdráttur í efna-
hagslífinu.
Nú má í sjálfu sér segja að
þetta séu ekki ýkja merkilegar
niðurstöður og að hver sem er
geti sagt sér þetta sjálfur. Þó er
það nú svo að þegar á hólminn er
komið vefjast neikvæð áhrif hárra
skatta og mikilla ríkisútgjalda
fyrir ótrúlegasta fólki og lævísar
röksemdir á borð við þær sem hér
að ofan voru nefndar eru færðar
fram til stuðnings útgjöldunum.
Það eru hins vegar gömul sann-
indi – og ný – að efnahagslífið
dafnar þeim mun betur sem um-
svif og afskipti hins opinbera eru
minni. Þess vegna er það sem það
verður að teljast sérstakt
áhyggjuefni hve illa hefur gengið
að halda aftur af útgjöldum hins
opinbera hér á landi. Og rétt er
að athuga að hið opinbera er ekki
aðeins ríkið; sveitarfélögin bera
æ meiri ábyrgð á útgjaldaaukn-
ingunni auk þess sem skuldir
þeirra vaxa á meðan skuldir rík-
isins minnka, en skuldir hins op-
inbera eru ávísun á skatta í fram-
tíðinni.
Heildarútgjöld hins opinbera
hafa verið um og yfir 40% af
landsframleiðslunni mörg und-
anfarin ár. Því er spáð að hlut-
fallið verði 41,5% á næsta ári og
fer það heldur hækkandi. Ef tak-
ast á að halda uppi hagvexti og
halda áfram að bæta lífskjör og
auka kaupmátt er nauðsynlegt að
menn grípi til niðurskurðarhnífs-
ins og lækki þetta hlutfall.
Ískyggileg
viðbrögð
„Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær
að þegar jafnvægi er náð í ríkisfjár-
málum með niðurskurði útgjalda fylgi
aukinn hagvöxtur í kjölfarið.“
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is
ÉG ER vafalaust syndugur mað-
ur, eins og séra Halldór Reynisson á
Biskupsstofu finnur hjá sér hvöt til
að benda á í Morgunblaðsgrein sinni
varðandi frétt mína á Stöð 2 um
vandamál nokkurra tilgreindra
presta. Og ég er sekur um sumt,
sem Halldór ber mér á brýn, svo
sem að vera ungur, ekki fæddur fyrr
en árið 1971. En ég er ekki sekur um
fordóma í garð prestastéttarinnar.
Svo að ekki færi á milli mála að
fjallað væri um ákveðna fulltrúa
prestastéttarinnar í frétt minni en
ekki um stéttina í heild nafngreindi
ég prestana, sem með athöfnum sín-
um hafa kallað á athygli fjölmiðla
undanfarin ár. En séra Halldór,
gamall blaða- og fréttamaður, finnur
að því líka. Þá er nú orðið vandlifað.
Þó erum við séra Halldór sammála
um að prestar séu „opinberar per-
sónur og það [sé] skylda fréttastofa
að upplýsa almenning um mál er þá
snerta þegar þannig bregður við“.
Við erum líka sammála um að gerð-
ar skuli frekari kröfur „til þeirra
sem valið hafa að þjóna kirkjunni en
til margra annarra stétta“ og að
eðlilegt sé að fjalla um mál sókn-
arprests, sem sætir opinberri
ákæru, þótt það skaði „orðstír hans
og ímynd þeirrar stofnunar sem
hann vinnur fyrir“.
Þetta gerði ég en hlýt óbóta-
skammir fyrir hjá verkefnisstjóra
fræðslu- og upplýsingamála á Bisk-
upsstofu, presti og fjölmiðlafræð-
ingi. Hann segir mig hafa gert betur
ef ég hefði skoðað úr faglegri fjar-
lægð þær siðareglur og siðferðis-
skyldur sem prestsstarfið leggur
mönnum á herðar, hvað séu eðlileg-
ar siðferðiskröfur almennings á
hendur prestum og hvað óeðlilegar.
Eins telur hann að gagnlegra hefði
verið að skoða hver viðurlög væru
þegar prestar bregðast með ein-
hverjum hætti skyldum sínum og
spyrja hvort þeir sem stétt séu
óeðlilega varðir t.d. af starfsmanna-
lögum eða æviráðningu. Gott og vel.
Þetta er hægt að skoða en mér sýn-
ist þetta allt eins geta verið við-
fangsefni (og reyndar góð starfslýs-
ing) verkefnisstjóra fræðslu- og
upplýsingamála á Biskupsstofu,
prests og fjölmiðlafræðings. Mér
sýnist heldur ekki vanþörf á að Hall-
dór leggi í þessa vinnu.
Upprifjunin á ýmsum vandræð-
um, sem prestar hafa ratað í á síð-
astliðnum árum, þjónar þeim til-
gangi að vekja almenning til
umhugsunar um vanda kirkjunnar
við að leysa úr slíkum málum. Öll
efnisatriði fréttar minnar standa
óhögguð sem staðreyndir. Engu var
þar ranglega fram haldið. Engra
fordóma gætti í fréttinni, því síður
hræsni. Halldór Reynisson viður-
kennir í grein sinni að þegar hann
var ungur blaðamaður taldi hann sig
„siðferðilega æðri gömlu kerfisköll-
unum“ og þótti gaman að „grilla“ þá.
Þessi skoðun hans var byggð á for-
dómum og e.t.v. vænum skammti af
hræsni. Halldór fellur svo í þá
gryfju að telja nær öruggt að þar
sem hann hafi verið svona þegar
hann var ungur þá séu aðrir undir
sömu sök seldir. Margur heldur mig
sig.
Fréttir og fordómar
á Biskupsstofu
Eftir Róbert
Marshall
„Öll efnis-
atriði fréttar
minnar
standa
óhögguð
sem staðreyndir.“
Höfundur er fréttamaður.
ÞETTA er annað árið í röð sem
fyrsta helgin í október er tileinkuð
göngudegi fjölskyldunnar. Lands-
samtök áhugafólks um flogaveiki
(Lauf) og Ungmennafélag Ísland
(UMFÍ) taka þátt í að skipuleggja
þennan viðburð og leggja þannig
áherslu á heilbrigt líferni en í því
felst að leggja rækt bæði við sál og
líkama. Eitt af meginverkefnum
Laufs er að vekja athygli á málefn-
um flogaveikra og fjölskyldna
þeirra. Markmið samtakanna er
m.a. að auka þekkingu á einkennum
og afleiðingum flogaveikinnar í sinni
margbreytilegu mynd. Flogaveiki er
eitt af elstu þekktu læknisfræðilegu
einkennum meðal manna. Oft hefur
hún verið álitin eitthvað yfirskilvit-
legt einkenni. Flogaveiki var fyrst
skilgreind af gríska lækninum
Hippókratesi (460-377 f.Kr.), sem
talinn er faðir læknislistarinnar og
frumkvöðull læknisfræðilegra rann-
sókna. Hann ritaði bók um rann-
sóknir sínar á flogaveiki sem kölluð
var bókin um „hinn helga sjúkdóm“.
Í henni vildi hann leiðrétta þann
misskilning manna að flogaveiki
stafaði að völdum guðanna. Heldur
væri um að ræða sjúkdóm rétt eins
og aðra sjúkdóma og orsakir hans
væri að finna í breytingum sem ættu
sér stað í heilanum. Enn þann dag í
dag vitum við ekki nema í fáum til-
vikum hvað það er sem veldur því að
sumir fá flogveiki en aðrir ekki. Frá
örófi alda hefur gætt fordóma gagn-
vart flogaveiki sem tilkomnir eru
vegna þekkingarleysis. Eina meðalið
sem virkar á fordóma er fræðsla.
Þekking
Þegar við stöndum frammi fyrir
einhverju sem við höfum enga
reynslu af er ekki óeðlilegt að við
fyllumst hræðslu og ótta. Þessi við-
brögð eru mjög skiljanleg og við not-
um þau til að búa okkur undir að
mæta því sem verða vill. Viðbrögðin
eru því eðlileg en það sem er óeðli-
legt eru aðstæðurnar sem við stönd-
um frammi fyrir. Til að undirbúa sig
sem best er gott að afla sér þekk-
ingar og læra hvernig best er að
bregðast við. Reynslan segir okkur
að það er hægt að bjarga mannslífi
með því að læra og æfa rétt við-
brögð. Öll þekkingaröflun og
fræðsla er því af hinu góða. Þegar
maður veit hvað flogaveiki er og að
flog sem einkennir hana er ekki eitt-
hvað hræðilegt getur sú þekking
nýst til að hjálpa og styðja þá sem
eru með einkennin. Oft er þörf á að
auka eigin þekkingu til að öðlast sem
bestan skilning á þeim margbreyti-
leika sem einkennir mannlífið.
Hugsun er þannig til alls fyrst til að
breyta eigin viðhorfum og annarra.
Hvað er flogaveiki?
Flogaveiki er algengasti tauga-
fræðilegi sjúkdómurinn og hér á
landi má ætla að um 2.700 einstak-
lingar séu með flogaveiki. Um 75%
þeirra sem greinast eru undir 20 ára
aldri. Orsakir floga eru í grundvall-
aratriðum þær sömu en um er að
ræða rafmagnstruflun í heila sem
lýsir sér í röskun á meðvitund,
hreyfingu, skynjun með eða án með-
vitundarleysis. Til eru yfir 20 teg-
undir floga, algengustu eru ráðvillu-
flog, störuflog og krampaflog.
Hvernig á að bregðast við
krampaflogi?
Mikilvægast er að halda ró sinni,
þannig gerir maður best gagn.
Reyna að fyrirbyggja meiðsl. Losa
um föt sem þrengja að hálsi, taka í
burtu gleraugu o.s.frv. Ekki flytja
viðkomandi meðan á floginu stendur
nema brýna nauðsyn beri til vegna
öryggis. Ekki troða neinu upp í
munn. Hlúa að viðkomandi og vera
til staðar þar til fullri meðvitund er
náð. Þörf er á læknishjálp ef floga-
kast varir lengur en 5 mínútur, end-
urtekur sig með stuttu millibili eða
meðvitundarleysi tekur við eftir
flog. Einnig ef flog á sér stað í vatni,
um barnshafandi konu er að ræða,
slasaðan eða sykursjúkan einstak-
ling.
Samstaða og
samkennd
Nú á dögum teljumst við upplýst,
siðmenntuð og umburðarlynd. Samt
mætir fólk með flogaveiki oft skiln-
ingsleysi og til félagsins berast upp-
lýsingar um einelti í skólum, á
vinnustöðum eða uppsagnir úr vinnu
vegna hræðslu annarra við flog.
Flogaveiki veldur ekki einungis ótta
og kvíða hjá þeim sem standa hjá.
Angist annarra veldur fólki með
flogaveiki vandkvæðum og auknu
álagi. Hræðsla, ótti og kvíði einkenn-
ir þannig líf margra með flogaveiki.
Hræðsla við að fá kast geta ekki
stjórnað því hvar eða hvort það ger-
ist, hræðsla við að skaða sig í floga-
kastinu og hræðsla við viðbrögð ann-
arra. Flestir sem eru með flogaveiki
lifa eðlilegu lífi og taka virkan þátt í
samfélaginu. En hjá öðrum er hún
það alvarleg að flogastjórn er mjög
erfið þrátt fyrir margskonar lækn-
isfræðilegar meðferðir. Flogaveiki
getur því verið alvarleg hindrun og
meðal ungs fólks með flogaveiki er
dánartíðni hærri en meðal annarra
ungmenna. Margar orsakir liggja
þar að baki, þriðja hvert dauðsfall er
skyndilegt og óvænt en sum tengjast
sjálfsvígum. Flogaveiki er því alvar-
legt mál sem krefst skilnings og
stuðnings.
Við hvetjum landsmenn til að taka
þátt í göngudegi fjölskyldunnar með
okkur og láta ekki sitt eftir liggja og
afla sér upplýsinga um flogaveiki, af-
leiðingar hennar og einkenni. Á
heimasíðu Laufs, www.lauf.is, er að
finna ýmsar upplýsingar. Þannig
getið þið hjálpað okkur að útrýma
ranghugmyndum og fordómum og
stuðla að samfélagi sem byggist á
jafnrétti og víðsýni til handa öllum.
Flogaveiki og Göngu-
dagur fjölskyldunnar
Eftir Jónínu Björgu
Guðmundsdóttur
„Flestir sem
eru með
flogaveiki
lifa eðlilegu
lífi og taka
virkan þátt í samfélag-
inu.“
Höfundur er félagsráðgjafi og
verkefnastjóri fræðslu hjá Laufi.