Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Hró-bjartsdóttir fæddist á Kúfhóli í Austur-Landeyjum 15. september 1910. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 30. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Guð- mundsdóttir frá Voðmúlastöðum, f. 16. október 1864, d. 1. mars 1927, og Hróbjartur Guð- laugsson, frá Hall- geirsey í Landeyjum, f. 28. júlí 1876, d. 9. maí 1958. Bræður Mar- grétar voru Guðmundur, f. 6. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975, og Guðlaugur, f. 20. febrúar 1908, d. 10. október 1983. Þau áttu hálf- systur, Jónínu, sem var sam- mæðra þeim en hún lést í spænsku veikinni 1918. Margrét ólst upp í Landeyjunum fyrstu tíu ár ævi sinnar og fluttist með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja árið 1920 og bjuggu þau í Landlyst. Hinn 10. október 1930 giftist Margrét Guð- jóni Guðlaugssyni vélstjóra, f. 3. september 1901, d. 18. janúar 1958. Foreldrar hans voru Guð- laugur Guðmundsson sjómaður og smiður í Mundakoti á Eyrarbakka, f. 18. apríl 1878, d. 10. febrúar 1969, og Þuríður Magnúsdóttir klæðskeri, f. 31. desember 1874, d. 24. mars 1963. Börn Margrétar og Guðjóns eru: 1) Theodór skóla- stjóri, f. 5. apríl 1931, maki Ester Jónsdóttir húsmóðir, f. 25. októ- ber 1930. Börn þeirra: a) Guðjón Elvar, prófessor í meinefnafræði í Lindköping í Svíþjóð, f. 18. mars 1953, maki (skilin) Ingrid Elise Norheim læknir í Noregi, f. 8. apr- maki Kolbrún Matthíasdóttir, f. 20. maí 1968. Börn þeirra: Matth- ías Páll, f. 22. ágúst 1993, og Guðný Carlotta, f. 20. mars 1997. b) Grétar Víðir, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði, f. 15. september 1975, sambýliskona Sandra Dögg Pálsdóttir viðskiptafræðinemi, f. 3. júní 1978. 4) Hallfríður Erla matsfulltrúi, f. 24. maí 1952, maki Þorgeir Magnússon sálfræðingur, f. 28. desember 1951. Börn þeirra: a) Brynja fréttamaður, f. 14. nóv- ember 1974, hún á soninn Jökul Breka, f. 26. mars 1998. b) Þóra Margrét, lögfræði- og viðskipta- fræðinemi, f. 24. febrúar 1980, hún á einnig son. c) Ragnar Hann- es viðskiptafræðingur, f. 28. októ- ber 1969, sambýliskona Jenný Guðmundsdóttir viðskiptafræði- nemi, f. 27. september 1973. Börn þeirra: Anna Lára f. 17. septem- ber 2000. Ragnar á einnig Guð- rúnu Erlu f. 9. október 1999, móð- ir hennar er Guðlaug Jóhannes- dóttir, f. 19. júní 1971, búsett í Noregi. Margrét og Guðjón hófu búskap sinn í Dalbæ í Vestmannaeyjum en keyptu síðan Sigtún (miðhlutann). Guðjón stundaði sjó en Margrét annaðist börn og heimili. Þau festu kaup á Gvendarhúsi í Vest- mannaeyjum árið 1939 og ráku þar kúabú. Guðjón stundaði sjóinn jafnframt búskapnum og síðar skipasmíðar. Bústörfin lentu því að stórum hluta á húsmóðurinni. Margrét var listasaumakona og saumaði jafnan allan fatnað á fjöl- skylduna og lagði sig fram um að verða nágrönnum og öðrum að liði. Margrét hélt áfram búskap eftir að hún var orðin ekkja fram til ársins 1963 er hún fluttist að Bröttugötu 12 og vann þar við heimilisstörf. Síðastliðið eitt og hálft ár dvaldist hún á Heilbrigð- isstofnun Vestmannaeyja. Útför Margrétar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 16. íl 1953. Börn þeirra: Steinn Vidar Norheim verkfræðingur, f. 17. júní 1977, Lena Nor- heim, f. 10. janúar 1980, og Linda Nor- heim, f. 15. desember 1981. Seinni maki Annette Theodorsson skurðlæknir, f. 16. apríl 1958. Börn þeirra: Johanna Soffía, f. 13. apríl 1992, og Karl Friðrik, f. 6. júlí 1993. b) Mar- grét, MS hjúkrunar- fræðingur í Noregi, f. 17. júlí 1955, maki Glen Bruvik sjúkraþjálfari, f. 30. mars 1947. Börn þeirra: Frank Allan, f. 15. júlí 1979, Tom Egil, f. 1. mars 1981, og Jón Elvar, f. 24. janúar 1955. c) Jónheiður bókari, f. 11. júní 1957, maki (skilin) Ómar Torfason sjúkraþjálfari, f. 17. október 1948. Börn þeirra: Torfi Páll, f. 25. janúar 1976, og Ester Lilja, f. 4. júlí 1980. d) Helgi Rúnar tölvunarfræðingur, f. 21. ágúst 1975. 2) Þuríður Selma hjúkrunar- fræðingur, f. 6. júlí 1933, maki Engilbert Halldórsson verkstjóri, f. 16. maí 1930. Börn þeirra: a) Guðjón Grétar verksmiðjustjóri, f. 1. ágúst1963, maki Berglind Berg- sveinsdóttir atvinnuráðgjafi fatl- aðra, f. 4. febrúar 1965. Börn þeirra: Hlynur Snær, f. 13. júní 1985, Birkir Rafn, f. 3. apríl 1990, og Selma Þöll, f. 11. mars 2000. b) Halldór Örn viðskiptafræðingur, f. 10. september 1975, maki Mon- ette Indal sjúkraþjálfari, f. 2. mars 1975. 3) Guðrún Kristín trygg- ingafulltrúi, f. 21. júní 1946, maki Páll Pálmason verkstjóri, f. 11. ágúst 1945. Börn þeirra: a) Hörð- ur bifvélavirki, f. 21. febrúar 1966, Í dag kveðjum við móður, tengda- móður og hana ömmu okkar, Mar- gréti Hróbjartsdóttur frá Gvendar- húsi í Vestmannaeyjum. Hún var orðin 92 ára og hafði átt við van- heilsu að stríða í mörg ár; gat samt verið heima í íbúðinni sinni þar til á miðju síðasta ári og kvaddi þennan heim í sátt við guð og alla menn. Margrét var fædd í Landeyjum, ólst þar upp með foreldrum sínum og systkinum og fluttist 10 ára göm- ul með þeim til Vestmannaeyja. Hún bar alla tíð hlýjan hug til Landeyj- anna og var þar stundum á sumrin með elstu börnin sín hjá föðurbróður sínum, Guðmundi í Hallgeirsey, þar til hún hóf sjálf búskap með eigin- manninum, Guðjóni Guðlaugssyni, í Gvendarhúsi í Eyjum. Það var fyrir ofan hraun eins og enn er kallað, rétt þar sem vesturendi flugbrautarinn- ar er nú. Þegar þau keyptu jörðina árið 1939 voru útihús smá, gömul og léleg. Þau stækkuðu íbúðarhúsið og húsuðu jörðina upp með þeim tækni- búnaði sem nýjastur var, byggðu fjós, fjárhús, hlöðu og myndarlegt húsnæði fyrir þvotta og véla- geymslur. Ennfremur reistu þau nýtt íbúðarhús sem þau fluttu reyndar aldrei í. Það var ætíð kært á milli fjöl- skyldnanna á bæjunum fyrir ofan hraun, mikil samhjálp og hlýja í öll- um samskiptum. Jón í Suðurgarði var móðurbróðir Margrétar og hafði verið innilegt samband á milli systk- inanna. Þess mun Margrét hafa not- ið þegar hún missti Guðrúnu móður sína, 17 ára gömul. Dóttir Jóns, Mar- grét Marta, settist að í Suðurgarði og síðar Anna Svala dóttir hennar og hefur það sjálfsagt ráðið miklu um að Margrét kaus sjálf að búa fyrir ofan hraun, nálægt ættingjum sín- um. Margrét og Guðjón giftu sig í október 1930, bjuggu fyrst í Dalbæ í Eyjum, síðan í Sigtúni og loks í Gvendarhúsi. Þar undi Margrét hag sínum vel og hafði alla tíð ánægju af bústörfum, dýrahaldi og jarðrækt. Búskaparbragurinn bar vott um þá umhyggju, skyldurækni og þolgæði sem ætíð einkenndi dagfar þessarar góðu konu. Þau hjónin seldu mjólk- ina sína til fastra viðskiptavina í Vestmannaeyjabæ, henni var ekið daglega niður í bæinn, hver brúsi settur á sínar tröppur og annar hreinn tekinn í staðinn til að fylla daginn eftir. Margrét var mikil saumakona og saumaði allan fatnað á fjölskylduna sína, yfirhafnir sem annað, af mikilli snilld. Guðjón var vélstjóri og stundaði sjóinn, en þeg- ar þau hófu búskap sinn í Gvend- arhúsi fór hann í land og vann við skipasmíðar í Slippnum jafnframt búskapnum. Þau ræktuðu upp tún, byggðu upp bæinn sinn og fjölguðu skepnum, stunduðu garðrækt og áorkuðu ótrúlega miklu á þeim tæpu tveimur áratugum sem þau áttu eftir samvistum; Guðjón missti heilsuna og lést árið 1958. Margrét hélt áfram búskapnum með dætrum sínum ung- um, þá sex og tólf ára. Eldri systk- inin voru fulltíða og flutt að heiman en voru áfram mikið við sumarstörf á búinu. Eftir að Margrét hætti bú- skapnum árið 1963, fluttist hún í íbúðina sína við Bröttugötuna, vann húsmóðurstörf og annaðist m.a. dóttursyni sína á meðan foreldrar þeirra stunduðu vinnu sína. Margrét var afar trúuð mann- eskja og trúrækin. Styrkur hennar fólst m.a. í þessari sterku trúarsann- færingu en einnig í æðruleysinu, hógværðinni og góðvild hennar í garð alla samferðamanna. Hún var yndisleg móðir og reyndist börnum sínum sem klettur, alltaf til staðar í gleði og sorg. Í dag þegar við kveðj- um hana, heiðrum við minningu hennar og þökkum fyrir allt sem hún gaf okkur með lífi sínu. Óbilandi bjartsýni og jákvætt viðhorf til lífs- ins einkenndu hana og það reyndist börnum hennar ómetanlegt vega- nesti; hún var jafnan vön að hug- hreysta með orðunum: ,,Okkur leggst alltaf eitthvað gott til“. Þau orð og trúin á Jesú Krist voru kjöl- festan hennar í lífinu. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Minning þín ljúf mun jafnan lifa með okkur. Hafðu þökk fyrir allt. Erla, Þorgeir, Brynja og Þóra Margrét. Kæra Margrét amma. Við eigum þér svo margt að þakka, alltaf varst þú tilbúin að rétta hjálparhönd, tilbúin að hlúa að þeim sem minna máttu sín. Það öryggi sem þú skap- aðir okkur í æskuminningunni, vit- andi það að þú varst heima og ávallt tilbúin að taka á móti okkur, er eitt- hvað sem er ómetanlegt. Allar ferðirnar upp fyrir hraun og niður í Landlyst verða seint máðar úr minningunni. Það að fá tækifæri til að alast upp undir þinni handleiðslu er eitthvað sem ég mun alltaf búa að. Öll vissum við hvað trúin var sterkur þáttur í lífi þínu, og sú full- vissa að þú værir tilbúin til að taka á móti frelsaranum veitir okkur hug- arró. Megi þú hvíla í Guðs friði. MARGRÉT HRÓ- BJARTSDÓTTIR ✝ Eiður Jóhannes-son skipstjóri fæddist í Hafnarfirði 14. mars 1932. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 20. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Eiðsson sjómaður í Hafnar- firði, f. 1911 á Klungurbrekku á Skógarströnd, d. 1955, og Lilja Ein- arsdóttir, f. 1912 í Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum, d. 1997. Eiður var elstur sex systk- ina, en þau voru: Jóhann Smári, f. 6.9. 1935; Brynhildur, f. 30.4. 1937, d. 11.1. 2000; María, f. 20.9. 1940; Ásthildur, f. 16.2. 1942, d. 22.11. 2000; Einar Ægir, f. 28.2. 1948. Eiður kvæntist 9. apríl 1952 Ágústu Fanneyju Lúðvíksdóttur, f. 14.2. 1933. Foreldrar hennar voru Lúðvík Vilhjálmsson skip- stjóri, f. 11.7. 1899, d. 18.6. 1965, eitt barn. 3) Lilja, f. 8.9. 1955, gift Kristjáni Elíassyni og eiga þau þrjú börn: a) Gottskálk Hávarður, f. 22.7. 1973, sambýliskona hans er Inga Rún Ellefsen, þau eiga einn son, Kristján Elmar. Fóstur- sonur Gottskálks Hávarðar, sonur Ingu Rúnar, er Ingvar Brynjar- son. b) Brynhildur Þöll, f. 17.6. 1975, hún á eina dóttur, Telmu Dögg. Sambýlismaður Brynhildar er Skarphéðinn Karlsson. c) Eiður Ágúst, f. 23.9. 1982. 4) Jóhannes, f. 5.11. 1960, kvæntur Önnu Höllu Hallsdóttur. Dætur Jóhannesar af fyrra hjónabandi eru a) Brynja, f. 15.6. 1990, b) Birta, f. 2.12. 1995. Eiður byrjaði ungur að stunda sjóinn. Fimmtán ára fór hann sem hjálparkokkur á Faxa GK með Sigurjóni Einarssyni og eftir það var hann á ýmsum skipum uns hann settist í Stýrimannaskólann, lauk þaðan prófi 1953 og fór þá þegar sem stýrimaður á Jón for- seta þar sem hann var í tíu ár. Hann var stýrimaður á Sigurði RE og seinna á Engey RE sem stýri- maður og skipstjóri, skipstjóri á Viðey RE og seinna á Ými HF. Síðustu starfsár sín vann Eiður hjá Olís í Hamraborg. Útför Eiðs fór fram í kyrrþey, að ósk hans, frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 2. október. og Þorbjörg Guðrún Jónsdóttir, f. 23.11. 1901, d. 5.10. 1969. Eiður og Ágústa eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Lúðvík Jó- hannes, f. 8.10. 1950, kvæntur Guðríði Ottadóttur og eiga þau tvær dætur: a) Ágústa, f. 23.2 1972, eiginmaður hennar er Egill Sigurðsson og eiga þau einn son; Snorra. b) Sóley, f. 16.4. 1983. 2) Eiður Örn, f. 22.8. 1952, kvæntur Ingibjörgu Torfhildi Pálsdóttur, þau eiga tvær dætur: a) Ástrós, f. 29.3. 1990, b) Sig- urrós, f. 17.7. 1991. Fósturbörn Eiðs Arnar og börn Ingibjargar Torfhildar eru Eiríka Benný Magnúsdóttir og Páll Már Magn- ússon. Fyrir átti Eiður Örn tvö börn; c) Steingrímur Örn, f. 6.8. 1972, sambýliskona hans er Fjóla Kristjánsdóttir og eiga þau tvö börn, d) Eyrún, f. 22.3. 1977, hún á Ég kynntist Eiði Jóhannessyni, tengdaföður mínum, þegar hann varð stýrimaður á b/v Hafliða frá Siglu- firði. Hann var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, þunnhærður, með skol- leitt hár, ákveðinn á svip og stundum léku hæðnisviprur um varir hans ef honum mislíkaði. Það fór ekki fram hjá neinum að þar fór maður sem vissi hvað hann var að gera. Ákveðni hans og festa í störfum og framkomu vakti eftirtekt manna. Víst höfðu fyrir hans tíð á Hafliða verið þar ákveðnir menn og klárir, en Eiður var allt öðruvísi yf- irmaður og nýjungar sem hann inn- leiddi í vinnu á dekkinu vöktu að- dáun. Þá var enn verið að sulla í svelgn- um á Hafliða, snörla inn á grind, og látið flatreka í öllum veðrum í híf- ingum. Með tilkomu Eiðs var byggt yfir svelginn og bakkað upp í veður og vind til þess að minnka hættu á brotum inn á miðja síðu þar sem menn voru að bögglast við að inn- byrða trollið. Útsjónarsemi í meðferð skips og veiðarfæra, létt lundin, ein- urð mannsins og óbilandi áhuginn á starfinu ásamt geysisterkri samvit- und gerðu það að verkum að menn treystu honum og báru fyrir honum virðingu. Togarasjómennskan var Eiði í blóð borin. Faðir hans, föðurbræður og flestir sem hann þekkti voru togara- menn og er hann hóf störf að aflok- inni skólaskyldu 15 ára gamall kom ekki annað til greina en að fara á sjó- inn, og vitanlega á togara. Hann byrjaði sinn sjómannsferil sem hjálp- arkokkur og lauk honum sem skip- stjóri 45 árum síðar, þá neyddur til, heilsunnar vegna. Hann var sannur togarasjómaður og ég held að í hans huga hafi veiðar í troll verið jafn mik- ils metnar og fluguveiðar hjá stang- veiðimönnum, ef ekki meira. Botntrollið var hans veiðarfæri, flottrollið áleit hann neyðarúrræði, önnur veiðarfæri voru eitthvað sem hann vildi helst ekki vita af og alls ekki í nánd við trollið. Eins og veiðimönnum er gjarnt átti hann sínar uppáhaldsbleyður og sennilega var Víkurállinn þar efst á blaði. Löngu eftir að hann hætti á sjónum nægði að nefna einhverjar lórantölur af Víkurálssvæðinu til þess að koma honum af stað í sögu- stund um svæðið umhverfis þessar tölur, dýpi, botnlag og stefnur sem halda varð til að komast hjá festum, aflabrögð og fleira merkilegt um slóðina. Og hann hafði svo innilega gaman af að tala um troll og togveið- ar og vissi svo margt um þær veiðar, að stundum fannst mér ég ekki hafa hundsvit á neinu, þrátt fyrir 30 ára sjómannsferil. Eins og flestir aðrir sjómenn var hann kappsfullur við veiðarnar og afraksturinn oftast þokkalegur, stundum jafnvel mjög góður eins og þegar hann setti sölu- heimsmet í Þýskalandi á Engeynni. Hann hafði mjög gaman af að veiða á stöng þegar hann var í fríi og eftir að hann hætti á sjónum, þá brá svo við að aflamagnið skipti engu máli, kappsemin var horfin og í staðinn var kominn stóískur stangveiðimaður. Það var tilfinningin að vera með stöngina uppi úti í náttúrunni, í vatni, á eða læk, með eitthvað kræsilegt agn á enda línunnar, maðk, spún eða flugu, sem hann síðustu árin hafði kennt sjálfum sér að kasta. Með heimspekilegri ró beið hann þess að eitthvað biti á, ef ekki, þá það; veiði- ferðin var alveg jafnvel heppnuð að hans mati. Eiður var mikið snyrtimenni, alltaf vel til fara og annt um að sitt nánasta umhverfi liti vel út. Hann var afar samviskusamur og passaði vel upp á að enginn ætti inni hjá honum, hon- um leið ekki vel ef hann gat ekki end- urgoldið, hvort heldur var greiði, lán eða eitthvað annað. Eiður var skapstór maður á sjón- um og leiddist það óskaplega ef menn stóðu sig ekki eins og hann vissi að þeir gátu og vildi að þeir gerðu. Seinna, er ég tengdist honum, tók ég fljótt eftir því að í landi var hann allt annar. Hann var ljúfur sem lamb, það bráði ekki af honum og hann naut þess að vera í faðmi fjölskyld- unnar. Hann var rómantískur maður, eft- ir hann liggja ljóð og vísur því til vitn- is. Síðustu starfsárin vann Eiður hjá Olís í Hamraborg, við bensínaf- greiðslu, eins og svo margir kollegar hans af sjónum. En þó hann væri hættur á sjó var seltan enn mikil í blóðinu og sunnudagsrúnturinn var ekki fullkomin fyrr en búið var að skreppa rúnt suður í Hafnarfjörð og kíkja á höfnina. Barnabörnin spurðu eitt sinn ömmu sína hvort afi rataði ekkert annað en niður á bryggju í Hafnarfirði. Hafnarfjörður var hans æskuslóð, þar bjuggu foreldrar hans og systk- ini flest og þar byrjaði hann sitt ævi- starf sem á svo margan hátt veitti honum það sem hann þráði. Eiður var traustur maður, fyrir mér var hann traustur vinur, við átt- um saman margar góðar stundir og ég veit að ég á eftir að sakna hans. Ágústu Fanneyju (Gússý), eftirlif- andi eiginkonu sinni, kynntist Eiður ungur. Þau trúlofuðu sig 1949, þegar hann var rétt orðinn 17 ára, hún ári yngri, og giftu sig 9. apríl 1952. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Þau áttu 11 barnabörn og sex barnabarnabörn þegar Eiður fékk kallið frá almættinu. EIÐUR JÓHANNESSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.