Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 43
starf kvennanna í Hraunprýði. Hana
átti Hulda Sigurjónsdóttir í ríkum
mæli, ásamt skapfestu, og miðlaði
öðrum í sínu langa og farsæla starfi
fyrir félagið. Fyrir það stöndum við
hinar konurnar í ævarandi þakkar-
skuld.
Stjórn Hraunprýði.
Kveðja frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg
Ein meginrót Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, sem nú er orðið
þriggja ára gamalt, er starfsemi
Slysavarnafélags Íslands á árunum
1928–1999. Hulda Sigurjónsdóttir
var í hópi þeirra kvenna innan félags-
ins sem mest kvað að. Hún var for-
maður kvennadeildarinnar Hraun-
prýði í Hafnarfirði í tæpa tvo áratugi.
Í stjórn Slysavarnafélags Íslands sat
hún á árunum 1964–1979, frá 1973
sem varaforseti félagsins. Félagið
gerði hana að heiðursfélaga sínum ár-
ið 1992.
Hulda Sigurjónsdóttir hafði til að
bera eldmóð frumkvöðla þessara
samtaka, greind og ákveðni, og sem
forystukona í svo langan tíma lagði
hún mótandi hönd á afar margt sem
til framfara horfði á vettvangi slysa-
varna og björgunarmála. Á slíkum
grunni byggist starf Slysavarna-
félagsins Landsbjargar. Blessuð sé
minning hennar.
Kristbjörn Óli Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar.
Þegar ég minnist vinkonu minnar
Huldu Sigurjónsdóttur koma mér
fyrst í hug orðin þolgæði og dreng-
lyndi. Að leiðarlokum vil ég reyna að
þakka samfylgd hennar og vináttu
sem mér var alla tíð svo dýrmæt.
Hún fæddist inn í sumarið og það var
ávallt sólskin í hennar sporum.
Vinátta okkar hófst þegar ég, ung
kona, kom til liðs við slysavarnadeild-
ina Hraunprýði fyrir 53 árum. Móðir
Huldu var þá formaður deildarinnar
og hafði Hulda þá starfað innan fé-
lagsins frá því hún var barn. Síðar
varð hún þar formaður í 20 ár. Stjórn-
arfundirnir, sem þá voru haldnir
heima hjá stjórnarkonum, voru ekki
aðeins fundir heldur fyrst og fremst
vinamót. Undir hennar stjórn
blómstraði því félagið. Við allar vor-
um ákveðnar í því að gera Hraun-
prýði að öflugustu deildinni innan fé-
lagsins og ég er ekki frá því að undir
stjórn Huldu hafi það tekist. Henni
reyndist auðvelt að hrífa með sér fólk
til starfa, enda duglegust sjálf. Hún
sat í aðalstjórn SVFÍ um árabil og
var lengi varaforseti þess. Hún unni
félaginu af heilum hug og á lands-
fundum þess vakti hún hvarvetna
athygli fyrir glaðværð og gjörvileik.
Henni var þann veg farið að byndi
hún tryggðir við menn eða málefni
héldu þau tryggðabönd ævina út.
Lungann úr starfsævi sinni vann
Hulda utan heimilisins. Um árabil
ráku þau hjón verslun í húsi sínu við
Hverfisgötu og síðar starfaði hún í
verslun Báru systur sinnar í mörg ár.
Mér var lengstum illskiljanlegt
hvernig hún komst yfir þetta ásamt
öllu því öðru sem hún hafði að sinna.
Vinátta okkar Huldu hefur mér
alla tíð verið ómetanleg. Oft kom hún
manni á óvart. Hún átti t.d. til að birt-
ast óvænt og án sjáanlegs tilefnis
með einhverja litla fallega gjöf bara
til þess að segja hvað henni þætti
vænt um mann.
Vinátta okkar hefur nú staðið óslit-
ið í hálfa öld án þess að á hana hafi
nokkurn tíma nokkurn skugga borið.
Ég sendi manni hennar og börnum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Það er ætíð gott góðs að minnast.
Ester Kláusdóttir.
Ég var ekki hár í lofti þegar ég
kynntist fjölskyldu þeirra sæmdar-
hjóna Rannveigar og Sigurjóns Ein-
arssonar, skipstjóra í Hafnarfirði.
Með einum eða öðrum hætti urðu
börn þeirra hjóna fljótt vinir mínir og
vináttan styrktist eftir því sem ald-
urinn færðist yfir. Í þeirra hópi var
Hulda Sigurjónsdóttir sem jarðsett
verður í dag.
Mér er Hulda minnisstæð þegar
hún var ung stúlka á leiksviðinu í
Góðtemplarahúsinu og lék blómarós-
ina í Spanskflugunni eftir Arnold &
Bach með ungan Hafnfirðing, Pál
Guðjónsson, sem mótleikara. Sam-
leikur þeirra var eftirminnilegur og
innilegur og kom því þeim sem til
þekktu ekki á óvart hvert framhaldið
varð. Bundust þau þar tryggðar-
böndum.
Fjölskylda Huldu var ávallt í fyr-
irrúmi, gleymdi hún því aldrei að víða
eru erfiðleikar hjá fólki og sorgin
kveður oft dyra vegna slysa. Hún ólst
upp við það í foreldrahúsum að leggja
þeim málefnum lið sem skapað gætu
betra mannlíf, aukið frelsi og velferð
fólks og komið í veg fyrir slysin. Vann
hún á vegum Slysavarnafélagsins
Hraunprýði og Slysavarnafélags Ís-
lands ómetanlegt starf.
Þrátt fyrir nokkurn aldursmun
urðum við Hulda eftir því sem árin
liðu nánari samstarfsmenn og vinir.
Það var á vettvangi Sjálfstæðis-
manna og þegar mér voru falin
ábyrgðarmikil trúnaðarstörf var
Hulda og hennar fólk þar í broddi
fylkingar. Ég minnist þess þegar hún
kynnti þingframboð mitt fyrir Vor-
boðakonum í Hafnarfirði við alþing-
iskosningarnar 1959. Því mun ég
aldrei gleyma.
Hulda er kvödd með virðingu og
þakklæti og við sjálfstæðismenn
minnumst ómetanlegra starfa henn-
ar. Ég og fjölskylda mín þökkum vin-
áttu hennar og tryggð og sendum
eiginmanni hennar, börnum þeirra
og fjölskyldum samúðarkveðjur.
Við biðjum Huldu Sigurjónsdóttur
Guðs blessunar á landi lifenda.
Matthías Á. Mathiesen.
Kæra Hulda mín. Mig langar til að
þakka þér fyrir hvað þú varst mér
alltaf góð, við tengdumst góðum vina-
böndum í gegnum Jóhönnu þína,
mína góðu og traustu vinkonu frá
ungum aldri, og langan vinskap ykk-
ar Palla við foreldra mína ævinlega.
Við tvær áttum saman margar góðar
stundir yfir glasi af sérríi og ræddum
lífið og tilveruna og kom ég ríkari frá
þeim.
Þú varst sérlega skynsöm, falleg
og tíguleg kona og með sérlega létta
lund sem kom best fram í baráttu
þinni við hjartasjúkdóm um mörg ár.
Ef birti upp varstu ævinlega tilbúin í
smá selskap, að búa þig uppá og
skarta þínum fallegu skartgripum
var þitt yndi. Fallega heimilið ykkar
Palla þíns bar af öllum öðrum, allir
fallegu hlutirnir ykkar fengu sinn
stað af þinni fágætu smekkvísi, þú
varst fagurkeri af lífi og sál.
Að hluta til höfðuð þið flutt ykkur
með búslóðina á Hrafnistu í Hafnar-
firði. Þar áttuð þið góðan tíma þar
sem vel var um ykkur hugsað, ég kom
til þín fyrir nokkru síðan og sem áður
settumst við og spjölluðum og sérrí-
flaskan á sínum fengna stað. Þar
kvaddi ég þig í síðasta sinn, ég mun
alltaf muna þig Hulda mín, eins og
örugglega þeir fjölmörgu sem áttu
vináttu þína. Palla og öllum ykkar
myndarbörnum og barnabörnum
votta ég samúð mína og virðingu.
Far þú í friði til guðsheima.
Þín vinkona
Hildur Hilmarsdóttir.
Elsku besta frænka og vinkona.
Við kveðjum þig með miklum sökn-
uði í hjarta, þú varst okkur svo mik-
ilvæg, trygg, traust og einlægur vin-
ur. Hafðu hjartans þökk fyrir allt.
Ég sá þig hverfa í sólarátt sólskinsdag
og sólin vermdi veginn þinn.
Þá var svo bjart um himininn
en svo kom sólarlag.
Og húmið skyggði huga minn harmadag
og hjartað finnur söknuð sinn.
Þótt sólin gylli himininn
er sífellt sólarlag.
(Jörundur Gestsson frá Hellu.)
Elsku Palli og fjölskylda, megi guð
styrkja ykkur í sorginni.
Ragnhildur og Lárus.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 43
✝ Brynjólfur Jóns-son fæddist 18.
nóv. 1901 á Dag-
verðareyri við Eyja-
fjörð. Hann lést 28.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón Hallgríms-
son og Guðrún Jóns-
dóttir. Brynjólfur
átti einn bróður, Að-
alstein, vélstjóra á
Akureyri, f. 20.
ágúst 1899.
Árið 1939 kvænt-
ist Brynjólfur Sig-
ríði Jónsdóttur, f. 5. febr. 1914.
Foreldrar hennar voru Þórdís
Árnadóttir og Jón Trampe,
bændur í Litla-Dal í Saurbæj-
arhreppi. Fósturbarn Brynjólfs
er Franz Árnason, f. 9. maí
1944, forstjóri
Norðurorku á Akur-
eyri. Hann er
kvæntur Katrínu
Friðriksdóttur
hjúkrunarfræðingi.
Börn þeirra eru Sig-
ríður Rut og Davíð
Brynjar.
Brynjólfur var
lærður járnsmiður
og vann við skipa-
smíðar og viðgerðir
á Siglufirði á fjórða
og fimmta áratug
síðustu aldar. Hann
flutti til Akureyrar 1949 og
vann í hartnær hálfa öld hjá
Vélsmiðjunni Atla hf.
Útför Brynjólfs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Dýrð þeirra geisla,
er á dagperlum sjást,
frá dagröðli streymir,
hin mikla fegurð
af mannviti og ást,
sem mannsandinn geymir,
er öll frá þeim,
sem þér aldrei brást
og aldrei þér gleymir.
(Steingrímur Arason.)
Binni frændi er dáinn. Minning-
arnar frá bernskunni á Eyrinni
tengjast á svo margan hátt Binna
frænda. Okkur bræðrunum er það
bæði ljúft og skylt að minnast
Binna með okkar eigin orðum.
Mér sem yngri bróður er minn-
ingin skýr frá mínum upphafsárum
þegar faðir minn sagði við mig ung-
an: Nú förum við og heimsækjum
Binna frænda. Þessi setning var
mér æ síðan ljúf í minningunni.
Þarna hitti ég Binna frænda og
hann færði okkur bræðrunum gjöf
sem var kúluspil og þótti gersemi í
þá daga.
Jólin voru að nálgast og upp frá
þeim jólum man ég að ég fékk ætíð
bók að gjöf frá Binna frænda hvar í
heiminum sem ég var staddur. Síð-
ar meir er dætur mínar fæddust
fengu þær einnig sendar bækur frá
honum sem voru lesnar hátt fyrir
alla fjölskylduna um jólin. Mér þótti
alltaf jafnvænt um þessa jólagjafir
sem alltaf komu frá Binna frænda.
Það var bara einn Binni frændi í
hugum okkar bræðra og okkar fjöl-
skyldna.
Síðasta skiptið sem við bræðurnir
hittum þennan öðlingsmann var á
hundrað ára afmæli hans á síðast-
liðnu ári. Þá höfðum við ekki sést í
nokkur ár. Þegar við bræðurnir
komum í hús þar sem æfmælishófið
fór fram og gengum í salinn varð
okkur að orði: Já, þarna er Binni
frændi! Og það var gleði í hjörtum
okkar bræðra að fá að hitta þennan
frænda okkar einu sinni enn á þess-
um merku tímamótum.
Báðir erum við bræður keppn-
ismenn, en að ná þessum áfanga er
ekki á margra færi. Við viljum með
þessum orðum kveðja okkar kæra
frænda og ljúfa dreng. Megi minn-
ingin um hann lifa.
Viðar Már og Árni Krist-
ján Aðalsteinssynir.
BRYNJÓLFUR
JÓNSSON
stórum pokum, slíkir pakkar voru
sjaldséðir á þeim tíma.
Jana var líka heimskona. Hún ferð-
aðist ein á sjöunda áratug aldarinnar
sem leið á heimssýninguna í Japan og
svo heimsótti hún líka Ísrael. Hún var
með þeim fyrstu sem fóru til sólar-
landa, oftar en einu sinni. En svo kom
að því að starfsgeta Jönu þvarr og
hún hætti að ferðast og hún dró sig
meir og meir úr skarkalanum. Síð-
ustu árin fór hún ekki mikið út á með-
al fólks en var þó alltaf jafn glaðleg
þegar gest bar að garði. Jana var gull
af manni en var ekki allra. Ég vil fyrir
hönd okkar systkinanna þakka Jönu
fyrir allar góðu stundirnar. Blessuð
sé minning hennar.
Jóna K. Kristinsdóttir.
Til eru konur sem strá í kringum
sig birtu og yl og sigrast á öllum
erfiðleikum lífsins hversu stórir og
þungir sem þeir eru. Slík varstu,
elsku Jana mín. Nú langar mig til að
minnast þín með nokkrum minn-
ingarbrotum. Frá því að ég man eftir
mér ert þú svo stór hluti af lífi mínu,
þú geislaðir af glaðværð og hafðir svo
yndislega nærveru. Þú gerðir æsku
mína líka ævintýri þegar þú fórst með
mig í Tívolí og bíó. Þú hafðir alltaf
tíma fyrir aðra þó þú hefðir svo
sannarlega mikið að gera. Þú hélst
heimili fyrir föður þinn og bróður með
miklum myndarskap og hugsaðir um
pabba þinn til dauðadags með sóma
og ekki voru eftirtölurnar.
Svo líða árin, ég giftist og börnin
koma með stuttu millibili. Alltaf
varstu tilbúin að hjálpa okkur að
passa þau. Þau minnast þín alltaf með
glampa í augum; Jana frænka var
engri lík. Hún gaf sér tíma til að tala
við þau og að hlusta á hvað þau höfðu
að segja. Leikandi létt skáldaði hún
heilu ævintýrin eins og ekkert væri og
svo voru það gullmolarnir hennar,
stelpurnar hans Dóra bróður hennar
og Eyglóar konu hans. Hún elskaði
þær eins og hennar börn væru. Hún
hjálpaði Eygló eins og hún best gat
þegar Halldór bróðir hennar lést
langt um aldur fram.
Þegar ég horfi á myndina fallegu
sem þú málaðir af fögrum dal í Borg-
arfirði mun ég alltaf minnast Jönu
frænku sem var engri lík. Ég kveð þig
með ást og virðingu og þakka þér fyr-
ir allt, elsku frænka mín. Blessuð sé
minning þín.
Erna og Kristinn.
Í dag verður hún Jana frænka jarð-
sungin, aðeins viku eftir að móðir mín,
Gróa, systir hennar Jönu, var jarð-
sett. Lífið kemur manni alltaf á óvart
og ég átti síst von á því að þurfa að
horfa á eftir Jönu svona snemma,
þrátt fyrir að hún hafi verið veik lengi.
Það eina sem ég get huggað mig við
er að ég veit að nú líður Jönu vel og
hún er hjá þeim sem henni þótti vænt
um.
Það koma allir til með að sakna
hennar Jönu frænku, þess að geta
komið til hennar og hlustað á hana
segja sögur og láta hana spá í bolla.
Ég kem til með að sakna smitandi
hláturs hennar og hvernig hún kom
okkur öllum allaf í gott skap með
glaðværð sinni og framkomu.
Ég minnist þess hvernig hún lýsti
gleðigloppum og lukkustólpum í boll-
unum hjá okkur og hvernig allir voru
sannfærðir um að innan skamms ættu
þeir von á happdrættisvinningi eða
stórri breytingu í lífinu. Þær voru ófá-
ar ferðirnar sem við Gyða mín fórum
til Jönu, til að fá að vita um hvort stóri
vinningurinn væri ekki á leiðinni og
stæði í bollanum.
Ég minnist þess þegar hún passaði
mig þegar ég var lítill og sagði mér
ævintýri og sögur úr frumskóginum
og frá fjarlægum stöðum. Ég minnist
ævintýranna sem hún sjálf hafði lent í
á ferðum sínum um víða veröld, á
staði sem voru svo fjarlægir að aðeins
frægir landkönnuðir og fuglinn fljúg-
andi gátu hafa verið þar á undan
henni. Jana hafði sérstaka eiginleika
við að segja frá þannig að hún átti alla
athyglina og hélt manni hugföngnum
í langan tíma.
Ég kveð Jönu í dag með sárum
söknuði, en hugga mig við að minn-
ingin lifir alltaf í hjarta mínu og glæð-
ir hugann.
Guð geymi þig, elsku Kristjana
frænka.
Gunnar.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HRÖNN ALBERTSDÓTTIR,
Seiðakvísl 13,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 2. október.
Sverrir Ólafsson,
Sæmundur Hólmar Sverrisson, Margrét Rafnsdóttir,
Rúnar Már Sverrisson, Ásta Ástþórsdóttir,
Greta Sverrisdóttir, Davíð Art Sigurðsson
og barnabörn.
Frænka okkar,
JÓHANNA ELÍASDÓTTIR
frá Melkoti,
Stafholtstungum,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, þriðjudaginn 1. október.
Frændfólk hinnar látnu.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLFRÍÐUR K.H. STEFÁNSDÓTTIR
ökukennari,
Sogavegi 180,
lést á Landspítala við Hringbraut þriðjudaginn
1. október.
Guðlaugur S. Helgason, Margrét Á. Gunnarsdóttir,
Lúðvík K. Helgason, Lovísa B. Einarsdóttir,
Stefán E. Helgason, Kristín E. Harðardóttir,
barnabörn og langömmubarn.