Morgunblaðið - 04.10.2002, Side 47

Morgunblaðið - 04.10.2002, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 47 LANCÔME kemur enn og aftur skemmtilega á óvart með spennandi haustlitum: PURPLE RAIN. Haust- og vetrarlitirnir 2002-2003 Hönnun Fred FarrugiaHeimsæktu www.lancome.com Komið og prófið litina og fáið ráðleggingar hjá snyrtifræðingum í dag og á morgun laugardag. Frábærir kaupaukar. Kringlan, sími 533 4533. Smáralind, sími 554 3960. FUGLAVERNDARFÉLAG Ís- lands heldur Evrópska fugladaga hátíðlega, í samstarfi við önnur að- ildarfélög Alþjóða fuglaverndarsam- takanna, BirdLife International, í Evrópu helgina 5.–6. október. Af því tilefni verður fuglaskoðun í Grafar- vogi sunnudaginn 6. október kl. 14– 16. Hist verður við fuglaskoðunar- húsið við Stórhöfða, sunnan megin við voginn. Á þessum árstíma eru oftast hóp- ar af rauðhöfðum, urtöndum, máv- um, tjöldum, sendlingum, lóum í vetrarskrúða og fleiri fjörufuglum. Fálki sést oft á sveimi við að reyna að hremma bráð á leirunni. Leið- sögumenn verða Hallgrímur Gunn- arsson og Ólafur Einarsson. Fuglaskoðun í Grafarvogi STÓMASAMTÖK Íslands verða með opið hús laugardaginn 5. októ- ber í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, í Reykjavík 4. hæð kl. 14–16 í tilefni alþjóða- stómadagsins. Yfirskrift dagsins er: „Okkur eru allir vegir færir“. Allir eru velkomn- ir. Alþjóðastóma- dagurinn AGLOW-konur í Hafnarfirði og Garðabæ halda fund laugardaginn 5. október kl. 15 á Reykjavíkurvegi 68, 2 hæð. Alda Hauksdóttir meina- tæknir flytur hugvekju. Aglow eru alþjóðleg samtök krist- inna kvenna, sem hafa helgað líf sitt Jesú Kristi. Allar konur eru vel- komnar. Aglow-konur funda á morgun ÚTIVIST verður með göngu um Reykjaveginn laugardaginn 5. októ- ber og er hún er frá Dyrdal að Heið- arbæ. Gangan er u.þ.b 12–14 km og tekur um 5 klst. Brottför verður frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1.700 / 1.900. Fararstjóri er Steinar Frímannsson. Gengið verður á Esjuna sunnu- daginn 6. október og farið upp Gunn- laugsskarð og að Meðalfellsvatni. Reiknað er með rúmlega sjö tíma göngu, hæðaraukning er tæplega 900 m. og er leiðin 15–16 km. Brott- för frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.500 / 1.700. Fararstjóri er Tómas Þröstur Rögnvaldsson. Gengið um Reykjaveg og á Esju ÞJÓÐMINJASAFN Íslands býður útlendingum, búsettum á Íslandi, til kynningardagskrár í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði laugardaginn 5. október kl. 13. Barnauppeldi og skólakerfi á Íslandi. Sigurborg Hilmarsdóttir safnkennari Þjóðminjasafni. Íslensk hús. Harald- ur Helgason arkitekt Þjóðminjasafni. Íslenskur matur. Sigrún Kristjáns- dóttir safnvörður Þjóðminjasafni segir frá og gefur að smakka. Kynn- ing á Sjóminjasafni Íslands. Ágúst Georgsson forstöðumaður. Dagskráin tekur um eina og hálfa klukkustund. Hún fer fram á ein- faldri íslensku með myndum og sýn- ishornum og er ætluð fólki sem ekki hefur dvalið hér lengi en skilur eitt- hvað í íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirhugað er að ein af fyrstu sér- sýningum Þjóðminjasafnsins eftir enduropnun sýningarhússins við Suðurgötu fjalli um innflytjendur á Íslandi í tímans rás, segir í frétta- tilkynningu frá Þjóðminjasafni Ís- lands. Kynningardagskrá fyrir innflytjendur EINKAÞJÁLFARASKÓLINN FIA hefur senn 13. starfsár sitt. Skólinn hefst 12. október en kennt er um helgar samtals fjórar helg- ar. Um er að ræða verklegt sem og bóklegt nám. Skólinn hefur verið starfræktur á öllum Norðurlönd- unum og útskrifað á annað þúsund einkaþjálfara. Námið felur í sér kennslu í líf- færafræði, lífeðlisfræði, hreyfinga- fræði, sjúkdómafræði, þjálffræði og sálfræði. Að námi loknu hefur einkaþjálfarinn ágætis þekkingu á helstu atriðum þjálfunar og lífs- stílsbreytinga til þess að ráðleggja heilbrigðu fólki við að koma sér í form. Kennslugögnin eru frá Ace eða American counsil on exercise: „The personal trainers manual“. Kennarar við skólann eru allt fagmenn á sínu sviði og hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði þjálf- unar. Um verklegt nám sér Jón Hall- dórsson, íþróttakennari og einka- þjálfari, og fer verklega námið fram í Planet Reykjavík, Austur- stræti 8. Bóklegt nám fer fram í íþrótta- og Ólympíumiðstöðinni í Laugar- dal og er námsstjóri FIA Jónína Ben. íþróttafræðingur. Nánari upplýsingar eru hjá Planet Pulse eða á skrifstofunni að Mýrargötu 2, Reykjavík. Einkaþjálfaraskólinn FIA hefur 13. starfsárið SUNDURLIÐUÐ lokatala er komin úr Soginu, en þar var veitt nokkrum dögum lengur fram á haustið heldur en gengur og gerist. Alls veiddust 266 laxar í ánni og 659 bleikjur. Þetta er nokkuð minni veiði en í fyrra, en að sögn Ólafs Kr. Ólafssonar, umsjónar- manns Sogsveiða fyrir hönd SVFR, stafar það líklega af afgerandi mis- skiptingu afla milli svæða. „Þetta er 10 löxum og 100 bleikjum minni veiði en í fyrra og við erum að sjálfsögðu ekkert ánægðir með það. Það var aðallega Ásgarðssvæðið sem brást. Maður hefði kannski haldið að þar sem það var illa bókað síðsumars og um haustið, þá hefði e.t.v. veiðst meira ef fleiri hefðu staðið vaktina. Hins vegar vissi ég dæmi þess að kunnugir menn komu þangað á svæð- ið hvílt og fengu kannski einn lax eða engan, það var því líklega bara lítið af laxi á svæðinu. Þá hefur Alviðra líka oft verið betri,“ sagði Ólafur. Bíldsfell bar af og gaf 115 laxa og 345 bleikjur. Alviðra var með 73 laxa og 44 bleikjur, Ásgarður 45 laxa og 268 bleikjur og loks Syðri-Brú 33 laxa og 6 bleikjur. Syðri-Brú er aðeins með eina stöng, hin svæðin þrjár hvert. Auk þessa má reikna með að 2–3 tugir laxa hafi veiðst í Þrastar- lundi og Torfastöðum og svo er alltaf spurning hvort Tannastaðatanginn telst sjálfstæður veiðistaður eða hluti af Soginu. Þar er veitt í vatnaskilum við Hvítá og þarna komu nokkur skot í sumar, m.a. eitt upp á eina sjö laxa á einu kvöldi, þar af 19, 15 og 12 punda fiska. Volinn góður Ágætis skot hafa verið í Volanum að undanförnu og greinilega talsvert af fiski þar á ferðinni. Fyrir skemmstu voru t.d. menn á staðnum sem fengu um 40 fiska og var það fjöl- breyttur kokteill, staðbundnir urrið- ar, eins til þriggja punda, bleikjur upp í þrjú pund og sjóbirtingar, tveggja til fjögurra punda. Stuttu seinna voru síðan tveir félagar á ferð sem fengu á þriðja tug fiska, mest 2–4 punda sjóbirtinga og þá stærstu allt að 6 punda. Þeir félagarnir veiddu allt á flugu, mest á Flæðar- mús og reyndist best að bera litla virðingu fyrir veiðistaðmerkingum og kasta á ómerktar breiður. Fundu þeir „bunka“ af fiski á 2–3 stöðum eins og þeir komust að orði. Mest af birtingnum var þó leginn fiskur, fáir bjartir og nýlegir. Sogið lakara en í fyrra Morgunblaðið/Emilía Frændurnir Stefán Geir Sigfússon og Sigurður Kristinn Sigurðsson stoltir með laxana sem þeir veiddu í Breiðdalsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bif- röst hefur hafið útgáfu á rann- sóknaskýrslum kennara og fræði- manna skólans. Skýrslurnar verða gefnar út í ritröð og hefur hvert hefti sitt númer. Fyrsta hefti rit- raðarinnar ber heitið Towards a New Social Economy; On Rural- ism and the Struggle of the Coop- erative Movement in Iceland in the Pre-War Era, eftir Ívar Jóns- son prófessor. Heftið hefur verið gefið út í pdf-formi, en það má nálgast með því að fara á heima- síðu skólans. „Í íslenskri samantekt rann- sóknarskýrslunnar segir: Megin- markmið skýrslunnar er að þróa kenningarlegan ramma fyrir sam- anburðarrannsóknir á grundvallar- viðmiðum sem liggja að baki sam- félagsþróunar í ólíkum löndum á ólíkum tímabilum. Með grundvall- arviðmiðum er átt við hugmyndir um það hvernig æskilegt er að skipuleggja menningu, félagsmál, stjórnmál og efnahagslíf til lengri tíma“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Gefa út rann- sóknarskýrslur VG í Reykjavík heldur sinn fyrsta laugardagsfund á starfsárinu að Hafnarstræti 20, 3.hæð, laugardag- inn 5. október nk. kl. 11. Boðið verður upp á kaffiveitingar á meðan Ögmundur Jónasson fer yf- ir stjórnmálaástandið og helstu áherslur þingflokks VG á vetri kom- anda. Félagsmenn eru hvattir til að koma og taka með sér gesti, segir í fréttatilkynningu. Laugardags- kaffi VG í Reykjavík VINIR og aðstandendur fjölskyld- unnar á Syðri-Kárastöðum í Húna- þingi vestra hafa stofnað styktarsjóð fyrir hana, en íbúðarhúsið á bænum brann 1. október sl. Sex manna fjöl- skylda átti þarna heimili sitt og missti hún allt. Reikningur er opinn í Sparisjóði Húnaþings og Stranda, bankaslóðin er 1105-05-402800, og kennitala 280553-7949. Nú þegar hafa margir boðið fram aðstoð, búnað og fjármuni, segir í fréttatilkynningu. Styrktarsjóður vegna húsbruna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.