Morgunblaðið - 04.10.2002, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAR SEM samasemmerki er milli
vinstri stjórnar og verðbólgu er
furðulegt að ekki einn aðili heldur
stjórmálaflokkar,
sem vilja senni-
lega láta taka sig
alvarlega, skuli
voga sér að boða
stofnun vinstri
stjórnar fái þeir
til þess umboð
kjósenda. Það er
alltaf gott gamla
máltækið um
vinstri stjórnir að
„sporin hræða“. Ég fékk upplýsingar
frá Hagstofunni um verðbólgu frá
1939-2001. Þær tölur eru hrikalegar,
allt að 130% verðbólga skráð þegar
vinstri stjórnir hafa verið við völd.
Hvernig ætli almenningi mundi líða
við þær tölur í dag? Þetta sýna tölur
allra vinstri stjórna þar til stöðug-
leikatímabilið byrjaði í tíð Davíðs
Oddssonar frá vori 1991. Eftir að
þjóðarsáttarsamningarnir voru gerð-
ir 1990 hefur verðbólgan verið sú
lægsta á tuttugustu öldinni.
En veldur hver á heldur, það hefði
verið hægt að glutra niður gullnum
tækifærum en þetta sýnir stjórn-
visku. Við sem komin erum um og yf-
ir miðjan aldur þekkjum þær hörm-
ungar sem skóku þjóðlífið,
atvinnufyrirtæki og hinn almenna
launþega þegar vinstri stjórnir voru
við völd. Maður getur ekki sett sig í
spor þeirra er vilja aftur vekja upp
þessa óværu, það hljóta að vera ann-
arlegar hvatir sem stjórna þeim.
Svo er annað mál að yngri kjós-
endur margir voru börn þegar síð-
ustu vinstri stjórnir voru við völd. Því
er það enn meiri ósvífni vinstri flokk-
anna að stefna að samstarfi eftir
kosningar í skjóli þess að unglingar
þekki ekki verk þeirra.
Sem betur fer eru merki þess í
skoðanakönnunum að yngra fólkið
styður Sjálfstæðisflokkinn en það eru
nú ekki kosningar. En unglingar eru
greint fólk og fylgjast vel með mál-
um. Það er skylda okkar sjálfstæð-
ismanna að kynna vel fyrir þeim er
ekki þekkja „sporin sem hræða“; að
vera vel á verði og útskýra mun á
vinstri og hægri stjórnum. Nærtæk-
asta dæmið núna er kannski viðskiln-
aður vinstra samstarfs í Mosfellsbæ
síðasta kjörtímabil (ég geri ekki mun
á þeim vinstristjórnum sem fram-
sóknarmenn standa að). Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem fékk hreinan meiri-
hluta í bæjarfélaginu í vor sem leið,
fékk endurskoðunarfyrirtækið
KPMG til að taka út stöðu bæjar-
félagsins er vinstra liðið hafði stjórn-
að þar síðasta kjörtímabil. Þar kom í
ljós sannarlega hrikaleg útkoma,
bæjarfélagið skuldar rúma þrjá millj-
arða eða hálfa milljón á hvert manns-
barn í bæjarfélaginu, geri aðrir bet-
ur. Þetta þýðir að allar skatttekjur
bæjarins duga ekki fyrir rekstrar-
tekjum fyrri hluta árs 2002. Þetta
ætti að vera góð lexía þeim er boða nú
vinstri stjórn. Það er ekki furða þó R-
listinn í Reykjavík reri lífróður í vor
til að halda völdum svo ekki kæmist
upp um fjármálin í Reykjavík. Það
ber allt að sama brunni. En þrátt fyr-
ir nærtækustu dæmi skirrast ekki v-
grænir og Samfylkingin við að boða
vinstra samstarf. Annað mál er svo
að maður fær ekki skilið hvernig þeir
ættu að koma sér saman, þó mörgu
stóru sé kyngt fyrir völd. Í Morgun-
blaðinu 26. september ritar formaður
VG í Reykjavík bréf og kemst svo
smekklega að orði: Hinn raunveru-
legi dragbítur fyrir framgangi jafn-
aðarstefnunnar á Íslandi er Samfylk-
ingin – gott hjá honum, en samt köld
vatnsgusa framan í væntanlegan
samstarfsaðila.
KARL ORMSSON,
fyrrv. deildarfulltrúi.
Vinstri stjórn
boðar verðbólgu
Frá Karli Ormssyni:
Karl Ormsson
PILATES-líkamsræktarkerfið hef-
ur notið vaxandi vinsælda erlendis
undanfarin ár og þá ekki síst í
Bandaríkjunum, þar sem leikarar,
fyrirsætur og poppstjörnur auglýsa
fagurmótaða og stælta líkama undir
merkjum Pilates. Hér á landi hefur
áhugi fólks á kerfinu einnig aukist,
eflaust af þessum sökum, að ein-
hverju leyti. Áhuginn sést einkum á
aukinni eftirspurn í líkamsræktar-
stöðvum borgarinnar.
Í kjölfarið hafa sumar af stöðvun-
um ákveðið að auglýsa Pilates-kerfið
sem hluta af því sem boðið er upp á í
stöðvunum, sem ekki er nema gott
eitt um að segja, nema ef vera skyldi
vegna vöntunar á kennurum lærðum
í faginu og með þekkingu á kerfinu.
Pilates-kennslufræðin lærist ekki
á einu til tveimur helgarnámskeið-
um, heldur tekur námið u.þ.b. tvö ár
þar sem kennaraefnið þarf að hafa
lokið 75 tímum í einkaþjálfun, verið
við nám í viðurkenndu stúdíói í 600
klst. og þreytt þrjú verkleg próf og
þrjú bókleg. Eftir útskrift þarf við-
komandi síðan að sækja nám í endur-
menntun ár hvert.
Á Íslandi er einungis einn útskrif-
aður Pilates-kennari (C.P.I.) enn
sem komið er. Það er undirrituð,
Liisa Jóhannsson, og rek ég The
Pilates Studio á Suðurlandsbraut.
Jóhann Freyr Björgvinsson er vænt-
anlegur til landsins innan skamms
sem útlærður kennari og enn eru við
nám tveir aðrir, þær Auður Daníels-
dóttir og Lára Stefánsdóttir. Vöru-
merkið Pilates er í minni einkaeign,
því getur enginn notað Pilates-nafn-
ið án míns samþykkis þótt fólki sé
velkomið að nota æfingar úr kerfinu
sem hluta af sinni þjálfun eða
kennslu. Undanfarin misseri hefur
borið á því að nafnið hafi verið notað
án míns samþykkis og getur slíkt
auðveldlega valdið ruglingi hjá al-
menningi, auk þess að vera brot á
einkarétti.
LIISA S.T. JÓHANNSSON,
Vesturbergi 171,
eigandi Pilates á Íslandi.
Pilates-líkams-
ræktarkerfið
Frá Liisu S.T. Jóhannsson: