Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 50

Morgunblaðið - 04.10.2002, Síða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nord- ic Frost kemur í dag. Skógarfoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ýmir og Nikolay Af- anasyev fara í dag. Son- ar fór í gær, Vysokovsk kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa, leikfimi og bað- þjónusta kl. 9, bingó kl. 14. Kynning kl. 15: Lyfjafræðileg umsjá, blóðþrýstingsmæling, lyfjaskömmtun og fl. Bíóferð að sjá kvik- myndina Hafið verður farin mánud. 7. okt. Rútuferð kl. 12.45. Skráning í afgreiðslu í s. 562 2571. Árskógar 4. kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan, kl. 10–16 púttvöllurinn. Sviða- veisla verður 11. októ- ber. Sigvaldi byrjar að kenna dans 15. október. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16, hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað. Haustfagnaður verður fimmtud. 17. okt. Hlaðborð, salurinn opn- ar kl. 16.30. Dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17. Strætókórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar, Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Happ- drætti. Skráning á skrif- stofu fyrir kl. 12 mið- vikud. 16. okt. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15–16 bóka- spjall, kl. 17–19 æfing Kórs eldri borgara í Damos. Laugard: kl. 10– 12 bókband, línudans byrjar 5. okt. kl. 11. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. Uppl. og skráningar Svanhildur s. 586 8014 e.h. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Púttað er annan hvern fimmtu- dag að Korpúlfsstöðum kl. 10 , og annan hvern fimmtudag er leikin keila í Keilu í Mjódd. Þriðjudagar: kl. 9.45 og föstudagar kl. 9.30 vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug. Uppl. í s. 5454 500, Þráinn. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9– 12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Furugerði 1. Kl. 9 útskurður og að- stoð við böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 14 bingó. Allir velkomnir Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Fé- lagið verður með opið hús fyrir félaga í Gull- smára 13, laugard. 5. okt. kl 14. Dagskrá: Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra, flytur Minn- ingabrot frá frum- bernsku Kópavogs. Danssýning: Klassískur ballet. Helga Ingv- arsdóttir flytur skemmtiefni og stýrir fjöldasöng. Kaffi og meðlæti. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tréút- skurður kl 13, brids kl 13.30, púttað á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Leik- húsferð í Borgarleik- húsið laugard. 12. okt. að sjá Kryddlegin hjörtu, miðar seldir í dag í Hraunseli kl. 13– 16. Á morgun morg- unganga kl. 10 frá Hraunseli Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan verður lokuð vegna breytinga í Glæsibæ þessa viku. Föstud: Félagsvist kl. 13.30. Bridsnámskeið hefst fimmtud. 10. okt. kl. 19.30. Leiðbeinandi Ólafur Lárusson. Þátt- taka tilkynnist skrif- stofu FEB s. 588-2111. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxafen 12 s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göng- unni, allir velkomnir, kl. 14 bridge og spila- mennska. Gerðuberg, Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13 bókband, kl. 14 kóræfing, kl. 20–23.30 dansleikur hljómsveit Hjördísar Geirs leikur, Allir velkomnir. Vetr- ardagskráin komin. All- ar upplýsingar á staðn- um og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm og silf- ursmíði, kl. 9.15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 14–15 Gleðigjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn, Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. kl. 14–16 bingó, spilaðar verða 8–10 um- ferðir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla kl. 10–11 boccia. Farið verður að sjá kvikmyndina Hafið í Sambíóunum mánudag- inn 7. okt. Sýningin hefst kl. 13.30, lagt af stað kl. 13. Skráning í síma 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Sigrún Huld Hrafnsdóttir opn- ar myndlistarsýningu, miðvikud. 9. okt kl. 15. Sýningin stendur til fös- tud. 8. nóv. kl. 9–16.30 virka daga, allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (u.þ.b. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl.15–17 á Geysi, Kakó- bar, Aðalstræti 2 (Geng- ið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gigtarfélagið. Gigt- arfélagið stendur fyrir gönguferð um Elliðaár- dalinn í dag, laugardag- inn 5. okt. Mæting er við hús Gigtarfélagsins í Ár- múla 5 kl. 11. Klukku- tíma ganga í fylgd sjúkraþjálfara sem sér um létta upphitun og teygjur í lokin. Allir vel- komnir – ekkert gjald. Sjáumst hress! Félag kennara á eft- irlaunum. Skemmti- fundur verður laugard. 5. okt. kl. 13.30 í Húna- búð, Skeifunni 11. Á dagskrá: félagsvist, veislukaffi og skemmti- og fræðsluefni sem Hörður Zophaníasson og Ásthildur Ólafsdóttir sjá um. Borgfirðingafélagið í Reykjavík spilar fé- lagsvist á morgun, laug- ardag, kl.14 á Suður- landsbraut 30. Allir velkomnir. Söngvinir Kópavogi. Fyrsta söngæfing verð- ur mánud. 7. okt. kl. 17 í Gjábakka. Í dag er föstudagur 4. október, 277. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Gleð þú sál þjóns þíns, því að til þín, Drottinn, hef ég sál mína. (Sálm. 86, 4.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kýr, 4 ritverkið, 7 fjáð- an, 8 álút, 9 máttur, 11 einkenni, 13 kappnóga, 14 spjör, 15 drýldni, 17 bára, 20 borða, 22 upp- tök, 23 hnossið, 24 dans, 25 sigar. LÓÐRÉTT: 1 hefja, 2 tæla, 3 ráða við, 4 skemmtun, 5 pexar, 6 kona, 10 ágengt, 12 sé, 13 hrópa, 15 veggir, 16 brúkum, 18 þjáist, 19 rán- fugls, 20 baun, 21 sníkju- dýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ágreining, 8 hnáta, 9 negri, 10 son, 11 flaut, 13 apann, 15 hanga, 18 úthey, 21 ræl, 22 tefji, 23 dauðu, 24 manngildi. Lóðrétt: 2 gráta, 3 efast, 4 nenna, 5 nægja, 6 óhæf, 7 kinn, 12 ugg, 14 pot, 15 hatt, 16 nefna, 17 arinn, 18 úldni, 19 hrund, 20 ylur. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur verið undrandi áþeim umræðum, sem fram hafa farið í fjölmiðlum eftir fjöldauppsagn- irnar hjá Íslenzkri erfðagreiningu, um stéttarfélagsaðild starfsmanna. Ef Víkverji skilur formenn stéttar- félaga rétt, þá harma þeir mjög að þeir eigi í erfiðleikum með að gæta hagsmuna félagsmanna sinna, sem störfuðu hjá fyrirtækinu, af því að þeir hafi ekki verið í stéttarfélagi(!). En voru þeir þá félagsmenn? Í frétt- um á mánudag heyrði Víkverji haft eftir formanni stéttarfélags að kanna þyrfti hverjir af þeim, sem sagt var upp hjá ÍE, hefðu „átt að vera“ í hans stéttarfélagi. Það er engu líkara en að fólk með einhverja tiltekna menntun sé að áliti stéttarfélagsforkólfanna „náttúrulegir“ félagar í „sínu“ stétt- arfélagi, alveg burtséð frá því hvort það hefur skráð sig í félagið, greitt fé- lagsgjöld o.s.frv. Víkverji sem hélt að það væri fé- lagafrelsi í landinu og fólk réði því hvort það væri í stéttarfélagi eða ekki. Málið horfði kannski öðruvísi við ef Íslenzk erfðagreining hefði bannað starfsmönnum sínum að vera í stéttarfélögum, en komið hefur fram að fyrirtækið stóð t.d. skil á fé- lagsgjöldum fyrir þá, sem kusu að vera í stéttarfélagi. Það athyglisverða er, að þótt menn hafi ekki verið skráðir í stéttarfélag og þar af leiðandi ekki borgað fé- lagsgjöldin, hyggjast stéttarfélögin samt gæta hagsmuna þeirra ef þeir „áttu að vera“ í félaginu. Það er auð- vitað góðra gjalda vert og kannski er þetta það nýjasta, að vera ekki í stétt- arfélagi en fá samt þjónustu frá sínu „náttúrulega“ félagi ef eitthvað bját- ar á. x x x VÍKVERJI hefur heyrt í allnokkr-um broddborgurum, sem voru boðnir á frumsýningu á kvikmyndinni Fálkum en urðu frá að hverfa þegar í ljós kom að alltof mörgum, líklega svo hundruðum skipti, hafði verið boðið á sýninguna. Var hún þó haldin í stóra sal Háskólabíós, þar sem þúsund manns rúmast í sæti. Hér hefur eitt- hvað klúðrazt hjá þeim, sem mark- aðssetja myndina. Tilgangurinn með því að bjóða mörgum á frumsýn- inguna er væntanlega að skapa gott umtal um bíómyndina, en það hlýtur að þjóna þveröfugum tilgangi þegar tugir eða hundruð manna verða frá að hverfa, margir súrir yfir því að hafa kannski haft fyrir því að fá barna- pössun eða hafnað öðru boði sama kvöld – og sjá svo ekki einu sinni bíó- myndina. x x x ÞAÐ á ekki af Flugleiðum aðganga vegna fáklæddu flug- freyjanna í Sopranos. Líklega hefði verið skynsamlegast fyrir fyrirtækið að þegja þunnu hljóði eftir að „ís- lenzkar“ flugfreyjur voru sýndar í vafasömum félagsskap söguhetja þáttarins. Vefur San Fransisco Chronicle birti fréttina af viðbrögð- um Flugleiða við þættinum til dæmis undir yfirskriftinni furðufréttir (weird news). Nú síðast gerði háð- fuglinn Jay Leno stólpagrín að Flug- leiðum í sjónvarpsþætti sínum og fannst dæmalaust fyndið að fyrirtæk- ið skyldi hafa mótmælt vegna þess að það teldi að Sopranos-þátturinn hefði slæm áhrif á viðskipti þess – það gagnstæða hlyti að vera tilfellið. Það sakar heldur enginn Jay Leno um að vera laus við karlrembu. Mismunur á verði strætisvagnamiða KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og var hún að velta því fyrir sér af hverju 20 miðar í strætó kosti 1.000 kr. fyrir öryrkja en fyrir ellilífeyrisþega kosti þeir 1.600 kr. Hún spyr hver sé skýringin á þessum mismun. Ábending til foreldra ELDRI kona, sem nýlega missti innikisuna sína, vildi koma því á framfæri að for- eldrar brýndu fyrir börnum sínum að vera ekki að taka upp ókunnar kisur (innikis- ur) og fara með þær eitt- hvert því þær rötuðu ekki heim aftur. Sammála Erlu VEGNA skrifa Erlu Berg- mann í Velvakanda sl. sunnudag um að nefnd sé að fara yfir málefni eldri borgara þá vil ég koma því á framfæri að vegna dapurr- ar reynslu hef ég ekki trú á að neitt komi út úr þeim nefndarstörfum. Guðrún. Framkvæmdir – Hamrahlíð Í Hamrahlíðinni standa yfir miklar framkvæmdir og undrar mig að ekki skuli vera nein löggæsla eða eft- irlit með umferðinni meðan á þessu stendur. Í nágrenn- inu eru tveir skólar, blindraheimili og verslanir og eru börn og unglingar mikið á ferðinni. Þarna er búið að loka annarri akrein- inni og getur þarna mynd- ast umferðarteppa. Finnst mér það skrýtið að hafa ekki heyrt neinar ábendingar frá Umferðar- ráði um þessar fram- kvæmdir. Hlíðabúi. Peninga- og tímasóun ÉG vil benda landsmönnum sem komist hafa í þáttinn Viltu vinna milljón á að vera ekki að eyða símtölum eða peningum til að reyna að komast aftur í þáttinn. Ein- ungis þeir sem aldrei hafa komið í þáttinn fá að taka þátt. Ég hef komist í þátt- inn án þess að komast í stól- inn og fæ þar af leiðandi ekki að taka oftar þátt í þessum þætti. Finnst mér þetta harla óréttlátt. Svona eins og ef maður ynni í happdrætti þá fengi maður ekki að spila meira með. Fyrrv. keppandi. Tapað/fundið Sími með slöngu- mynstri týndist GRÆNLEITUR GSM- sími með slöngumynstri týndist á Kaffi Reykjavík 25. september. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 0711 og 868 4835. Kápa frá Sand tekin í misgripum SVÖRT kápa frá Sand var tekin í misgripum á Hótel Holti sl. laugardag. Skilin var eftir önnur kápa. Upp- lýsingar í síma 897 1600. Dýrahald Alex er týnd UNG læða, 10 mánaða, sí- amsblönduð með blá augu, hvít með grábrúnum rönd- um, týndist í Mosfellsbæ sl. mánudag. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 565 0353 eða 694 3153. Högni fæst gefins GULBRÖNDÓTTUR fjög- urra mánaða högni fæst gefins vegna breytinga á heimilisaðstæðum. Hann er mjög kelinn og góður. Upp- lýsingar í síma 564 0524 eða 823 9822. Fressköttur á flakki UNGUR fressköttur, grá- bröndóttur, með hvítt á nefi, hvítan smekk og hvítar loppur er á flakki í norð- urbæ Hafnarfjarðar. Upp- lýsingar í síma 555 3918. Páfagaukur týndist í Kópavogi LJÓSBLÁR páfagaukur, gári, karlkyns, týndist 1. október í austurbæ Kópa- vogs. Þeir sem vita um hann vinsamlegast hringi í síma 564 1354 eða 849 0447. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG var svo ánægð um daginn þegar ég sá frétt um lögregluna á Blöndu- ósi og hvað hún hefur staðið sig vel að halda niðri hraðakstri um Húnaþing. Fólk sem er á norð- urleið þarf ekki að passa sig eins mikið á leiðinni frá Hvalfjarðargöngum að Holtavörðuheiði því þar sést lögreglan aldr- ei. Á þessari leið er iðu- lega um ofsaakstur að ræða og venjulegt fólk sem keyrir á 90–100 km hraða hlýtur að teljast vera fyrir. Fólk sem á leið um Húnaþing fær oft ábendingar um að „passa sig á Blönduóss- lögreglunni“. Mættu lög- gæslumenn í öðrum um- dæmum taka sér Blönduósslögregluna til fyrirmyndar. Vegfarandi. Blönduósslögreglan til fyrirmyndar 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.