Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 55

Morgunblaðið - 10.10.2002, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 55 ORKUVEITA Reykjavíkur veitti ný- lega námsstyrki til kvenna sem stunda verkfræði- eða tækninám, sjötta árið í röð. Styrkupphæðin nemur 450.000 kr. og fór afhending fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að þessu sinni hlutu Ólöf Kristjáns- dóttir og Brynja Baldursdóttir styrki. Styrkveitingarnar eru liður í jafn- réttisáætlun Orkuveitunnar. Er stofnað til þeirra í þeim tilgangi að stuðla að aukinni sókn kvenna í nám í tækni- og verkfræðigreinum. Eitt markmiða jafnréttisáætlunar Orku- veitunnar er að jafna hlut kynja í sérfræði- og stjórnunarstörfum og til að það markmið geti náðst er nauðsynlegt að framboð á konum með þá sérhæfðu menntun sem nýt- ist Orkuveitunni aukist. Dómnefnd skipuðu Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, Þorbjörg Vigfús- dóttir og Hildur Jónsdóttir og völdu þær styrkþega úr hópi 35 umsækj- enda. Orkuveita Reykja- víkur veitir styrki Morgunblaðið/Jim Smart Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, Rósa Erlingsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Ólöf Kristjánsdóttir styrkhafi, foreldrar Brynju Baldursóttur styrkhafa, Eva Benediktsdóttir og Baldur Sigurðsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, stjórnarmaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Jónsdóttir borgarstjóri og Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Hótel Héraði, Eg- ilsstöðum, laugardaginn 12. október kl. 17. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa munu þingmenn kjördæm- isins, þau Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Backman og Árni Steinar Jóhannsson, halda erindi um barátt- una framundan. Pallborðsumræður verða með fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum á Norður- og Aust- urlandi um stöðu mála í dag. Þá verður á fundinum farið yfir hvernig haga skuli uppstillingu á lista fyrir komandi alþingiskosningar. Aðalfundur VG í Norðurlands- kjördæmi ALÞJÓÐLEGA þýskuprófið Test- DaF verður haldið í Tungumálamið- stöð Háskóla Íslands í nóvember. Prófið er ætlað þeim, sem ætla að fara í nám í Þýskalandi. Prófgjaldið er ÍKR. 8.000. Nánari upplýsingar er að finna undir www.testdaf.de. Umsóknir eiga að berast ekki síð- ar en 23. október. Umsjón með próf- um við HÍ hefur Peter Weiss í Tungumálamiðstöð HÍ, weiss@hi.is. Alþjóðlegt þýskupróf BANDALAG kvenna í Hafnarfirði verður 30 ára 11. október. Í tilefni af- mælisins er opið hús laugardaginn 12. október kl. 14 með afmælisdagskrá og sýningu á handverki kvenna í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnar- firði. Bandalagið samanstendur af átta aðildarfélögum: Kvenfélagi Hafnarfjarðar, Kvenfélagi Víðistaða- kirkju, Kvenfélagi Fríkirkjunnar, Kvenfélaginu Hringnum, Kvenfélagi framsóknarkvenna, Hörpu, Kven- félagi Alþýðuflokksins og Kvenfélagi sjálfstæðiskvenna, Vorboðanum. Bandalagskonur hafa hist sameig- inlega 4–5 sinnum á ári. Innan Banda- lagsins er starfandi mæðrastyrks- nefnd, orlofsnefnd og ræktunarnefnd, segir í fréttatilkynningu. Bandalag kvenna í Hafn- arfirði 30 ára Þá var jafnframt skýrt frá því á blaðamannafundi KSÍ og Heklu að íslenska landsliðið muni leika í nýjum búningum frá Errea í Evr- ópukeppni landsliða í knatt- spyrnu. Hekla mun, í samstarfi við KSÍ, vera aðalsöluaðili búninganna, sem verða eingöngu seldir í gegn- um vef fyrirtækisins, www.hekla.- is. Ákveðið hefur verið að 10% af söluandvirði búninganna renni í byggingarsjóð Barnaspítala Hringsins. KNATTSPYRNUSAMBAND Ís- lands og Hekla hf. hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning í höfuðstöðvum Heklu við Lauga- veg. Samningurinn er til fjögurra ára og var undirritaður af Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, og Sigfúsi R. Sigfússyni, forstjóra Heklu. Á samningstímanum verða bif- reiðir frá Heklu áberandi í starf- semi KSÍ auk þess sem æfinga- búningar A-landsliða karla og kvenna verða merktir Heklu. KSÍ OG Hekla semja til fjögurra ára VEÐUR mbl.is w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 30 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.is Tilboðsverð aðeins: 1. WC rúlluhaldari-króm Kr. 1.190,- 2. Handklæðasnagi-króm Kr. 1.090,- 3. WC bursti+haldari-króm/gler Kr. 2.150,- 4. Handklæðaslá 60 cm-króm Kr. 2.100,- 5. Spegilhilla 70 cm-gler/króm Kr. 2.500,- 6. Glasahaldari+glös/króm Kr. 1.750,- 7. Sápustatíf-króm/gler Kr. 1.250,- 8. Handklæðahringur 17 cm-króm Kr. 1.350,- 9. Spegilhilla 60 cm-lökkuð fura, kirsub., hvítt Kr. 1.450,- 10. Glasa- og tannburstahaldari+glas/lökkuð fura Kr. 1.390,- 11. Sápustatíf-lökkuð fura, kirsub., hvítt Kr. 1.390,- 12. Handklæðahringur 18 cm-lökkuð fura, kirsub., hvítt Kr. 1.050,- 13. Handklæðaslá 61,5 cm-lökkuð fura, kirsub., hvítt Kr. 1.070,- 14. Handklæðastöng tvöföld 61,5 cm-lökkuð fura Kr. 1.250,- 15. Handklæðastöng tvöföld 52 cm-lökkuð fura Kr. 1.270,- 16. Handklæðasnagar tvöf.-lökkuð fura, kirsuber, hvítt Kr. 490,- 17. WC rúlluhaldari-lökkuð fura, kirsuber, hvítt Kr. 850,- 18. WC bursti+haldari-lökkuð fura/gler Kr. 3.020,- 19. Sturtuhilla einföld/horn h11b23d14 cm-króm Kr. 520,- 20. Sturtuhilla þreföld/vegg h43b25d11 cm-króm Kr. 1.720,- 21. Baðherbergisspegill 42x60 cm-tré kirsuber fura eða hvítt. Kr. 2.900,- 22. WC gegnheilar viðarsetur-fura, mahony Kirsuber og antikútlit. Kr. 5.800,- 23. Baðherbergisskápur m. spegilhurðum b56h51d14 cm-Fura eða kirsuber Kr. 7.900,- 24. Lyfjaskápur b34h40d14 cm-fura eða hvítbæs Kr. 5.900,- 25. Sturtusett-króm Kr. 2.790,- Smáatriðin í lag! 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 22 23 24 25 21 Komið aftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.